Morgunblaðið - 09.02.1994, Qupperneq 23
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRUAR 1994
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIIÍUDAGUR 9. FEBRUAR 1994
PlnrgamMalii
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. I lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Varnaðarorð
háskólarektors
Sveinbjörn Björnsson, há-
skólarektor, flutti ræðu á
háskólahátíð sl. laugardag,
sem vert er að veita eftirtekt.
í ræðu þessari benti háskóla-
rektor á, að við íslendingar
verjum um 5,4% af vergri
landsframleiðslu til fræðslu-
mála á sama tíma og Norð-
menn og Danir leggja 6,9%
til sama málaflokks. Til þess
að halda til jafns við frænd-
þjóðir okkar í þessum efnum
þyrftum við að auka framlög
til fræðslumála um hvorki
meira né minna en 6 milljarða
króna.
Þetta eru umhugsunar-
verðar tölur. Alveg með sama
hætti og ungt fólk, sem ekki
aflar sér viðunandi menntun-
ar nú á tímum á bæði erfitt
með að finna vinnu og líka
sæmilega launaða vinnu, get-
ur þjóð sem stenzt ekki sam-
keppni við aðrar þjóðir í upp-
byggingu menntakerfis, miss't
af lestinni og dregizt aftur
úr öðrum þjóðum í lífskjörum.
Æskilegt.væri, að fram kæmi
í hverju þessi munur er fólg-
inn á milli okkar og nágranna-
þjóða okkar.
í ræðu sinni vék háskóla-
rektor einnig að vanda þess
æskufólks, sem nú er að ljúka
námi og leitar út á vinnu-
markaðinn og kemur að lok-
uðum dyrum. Um þetta sagði
Sveinbjörn Björnsson m.a.:
„Á það fyrir okkur að liggja
að verða útkjálki Evrópu, sem
sér henni fyrir ungu mennta-
fólki, hráefni til matvælaiðn-
aðar og orku um sæstreng?
Til þess að svo fari ekki, verð-
um við að huga betur að
menntamálum okkar og þeim
, atvinnutækifærum, sem við
getum boðið vel menntuðu
ungu fólki. Vandinn er í því
fólginn að frumatvinnugrein-
ar okkar hafa mjög takmark-
aða þörf fyrir háskólamennt-
að fólk. Við verðum að finna
ný viðfangsefni, sem vissu-
lega byggja á grunni eða hrá-
efni frumatvinnuveganna en
skapa aukin verðmæti með
nýrri þekkingu, hugviti og
starfsfærni."
Hér er vikið að uggvæn-
legri þróun. Staðreyndin er
sú, að mikill fjöldi ungs fólks
hefur aflað sér mikillar og
góðrar menntunar við
fremstu menntastofnanir
beggja vegna Atlantshafsins
og raunar víðar um heim.
Þetta unga fólk er tregt að
snúa heim til Islands í mörg-
um tilvikum vegna þess að
tækifæri til að nýta hina góðu
menntun eru takmörkuð,
launin eru lægri en bjóðast
annars staðar og mannlífið
almennt fábreyttara. Um-
hverfið í öðrum löndum verk-
ar einnig hvetjandi á þetta
unga fólk, sem finnur mikið
til þeirrar hugmyndalegu ein-
angrunar, sem við búum við
hér og andrúms sem er letj-
andi fremur en hvetjandi.
Framtíð íslands byggist
hins vegar á því, að þetta
hámenntaða unga fólk snúi
heim og láti þjóðina njóta
menntunar sinnar og starfs-
hæfni. En það er ekki með
sanngirni hægt að gera kröfu
til heimkomu, ef hér er hvorki
að fá atvinnu né verkefni, sem
fullnægja inetnaði og starfs-
löngun.
Það er hins vegar engan
veginn auðvelt að mæta þess-
um kröfum á tímum kreppu
og samdráttar og allra sízt,
þegar samdráttarskeiðið hef-
ur staðið á sjöunda ár. En
frumskilyrði er, að við gerum
okkur grein fyrir "því, að það
skiptir máli fyrir þjóðarbúið
að þetta velmenntaða unga
fólk komi heim. Fengin
reynsla sýnir, að það er fólk
með hina beztu menntun, sem
smátt og smátt breytir þjóðfé-
laginu innan frá. Þessi breyt-
ing verður í fyrirtækjunum,
þar sem nýtt ungt fólk tekur
upp ný vinnubrögð, sem hinir,
sem eldri eru, geta tileinkað
sér. Þessi breyting verður í
þjóðfélaginu með nýjum og
breyttum viðhorfum, sem yf-
irleitU stuðla að heilbrigðara
samfélagi.
Varnaðarorð háskólarekt-
ors eru tímabær. Við getum.
verið að missa og erum senni-
lega að missa eina mestu
auðlind sem þjóðin á, hluta
hinnar vel menntuðu æsku,
sem kann ýmislegt fyrir sér
í nýjum heimi. Það er ekki
skemmtileg framtíðarsýn,
sem Sveinbjörn Björnsson
dregur upp, þegar hann spyr,
hvort við ætlum að sjá Evr-
ópuþjóðum fyrir. ungu
menntafólki, hráefni til mat-
vælaframleiðslu og orku um
sæstreng. En eins og nú
standa sakir er þetta senni-
lega mjög raunsæ mynd.
23
Yfirvofandi hernaðaríhlutun NATO í stríðið í Bosníu
Islensk stjórnvöld
styðja aðgerðimar
ÍSLENSK stjórnvöld munu standa að þeim aðgerðum sem ákveðn-
ar verða innan Atlantshafsbandalagsins (NATO) gegn Serbum í
Bosníu. Þetta kom fram hjá utanríkisráðherra á Alþingi í gær.
Þá sagði Björn Bjarnason, formaður utanríkismálanefndar Alþing-
is, að nefndin hefði í sumar komist að þeirri samdóma niðurstöðu
að Islendingar ættu að standa að niðurstöðu á vettvangi Atlants-
hafsbandalagsins um aðgerðir gegn Serbum enda væru hernaðar-
aðgerðir í nafni bandalagsins háðar samþykki Sameinuðu þjóð-
anna. Því væri enginn efi um afstöðu utanríkismálanefndar og
þar með Alþingis í málinu.
Alþingismenn ræddu ástandið í
Bosníu eftir síðustu árásir Serba á
Sarajevo utan dagskrár í gær. Krist-
ín Ástgeirsdóttir, þingmaður
Kvennalista, hóf umræðuna og
spurði utanríkisráðherra hver væri
afstaða ríkisstjórnarinnar til þess ef
Atlantshafsbandalagið ákvæði að
hefja loftárásir á búðir Serba í Bosn-
íu að ósk Sameinuðu þjóðanna til
að binda enda á umsátrið um
Sarajevo. Krístín sagðist óttast, að
ef gripið yrði til hernaðaríhlutunar
af hálfu SÞ þá endi það með svipuð-
um hætti og í írak og Sómalíu, að
fleiri vandamál skapist en leysist.
Hætta væri á að loftárásir valdi stig-
mögnun stríðsins og að Evrópa
skiptist í fylkingar með eða á móti
Serbum.
Jón Baldvin Hannibalsson utan-
ríkisráðherra sagði það afstöðu ís-
lenskra stjórnvalda að hið alþjóðlega
samfélag geti ekki lengur varið það
fyrir samvisku sinni að horfa að-
gerðarlaust á áframhald hryðju-
verka í Bosníu sem bitnuðu fyrst
og fremst á varnariausu fólki. Sam-
einuðu þjóðirnar hefðu tekið á sig
ábyrgð í þessu máli og að ósk aðal-
framkvæmdastjóra SÞ hefði nú ver-
ið leitað til Atiantshafsbandalagsins
sem væri eina aflið sem gæti gripið
til aðgerða sem mark væri á takandi.
Vopnuð íhlutun eina lausnin
Ýmsir þingmenn bæði stjórnar og
stjórnarandstöðu lýstu yfir stuðningi
við afstöðu ríkisstjórnarinnar að
standa að aðgerðum innan Atlants-
hafsbandakgsins og SÞ. Páll Pét-
ursson og Ólafur Þ. Þórðarson, þing-
menn Framsóknarflokks, sögðu báð-
ir að vopnuð íhlutun virtist vera eina
lausnin til að stöðva stríðið og því
styddu þeir afstöðu ríkisstjórnarinn-
ar. _
Ólafur Ragnar Grímsson, formað-
ur Alþýðubandalagsins, sagði að ís-
lendingar yrðu að treysta því örygg-
iskerfi sem SÞ væru að reyna að
þróa. Yrði það niðurstaðan að rétt
væri að grípa til loftárása sagði
Ólafur Ragnar einsýnt, að íslensk
stjórnvöld styddu þá ákvörðun.
Afvopnun eina lausnin
. Aðrir þingmenn lýstu yfir efa-
semdum um giidi hernaraðarað-
gerða við stilla til friðar í fyrrum
Júgóslavíu. Anna Ólafsdóttir Björns-
son, þingmaður Kvennalista, sagðist
hafa efasemdir um tilgang loftárása
á búðir Serba umhverfis Sarajevo
og reyna ætti aðrar virkar leiðir til
þrautar áður. Steingrímur J. Sigfús-
son, þingmaður Alþýðubandalags,
sagði að loftárásir hefðu þá hættu
í för með sér að fórnarlömbin verði
fyrst og fremst sakiausir borgarar
og slík íhlutun geti leitt til stigmögn-
unar deilunnar. í raun blasti við, að
gagnvart ástandinu í fyrrum Júgó-
slavíu væri aðeins ein varanleg lausn
til: afvopnun deiluaðila. Steingrímur
sagði að ísland ætti í samræmi við
hefð sína sem vopnuð smáþjóð fyrst
og síðast að leggja áherslu á afvopn-
un deiluaðila, bindandi samninga um
eftirlit með vopnaviðskiptum, stríðs-
glæpadómstól og annað sem geti
knúið fram varanlega lausn.
Geir H. Haarde, þingmaður Sjálf-
stæðisflokks, svaraði Steingrími og
sagði að þótt friðsamiegt samkomu-
lag við deiluaðila um að afvopnast
væri auðvitað besta leiðin væri það
barnalegt óraunsæi að láta sér detta
í hug að slíkt væri hægt. Engra
annarra kosta væri völ en þeirra sem
nú væru ræddir á vettvangi Atlants-
hafsbandalagsins og Evrópusam-
bandsins, og því hlyti það að vera
rétt stefna sem lýst var af hálfu
utanríkisráðherra: að Islendingar
stæðu að þeim ákvörðunum sem nú
stæði til að taka á þeim vettvangi.
Hrafn Gunnlaugsson framkvæmdastjóri Sjónvarpsins
Rekstur Sjónvarpsins er í
jafnvægi eftir síðasta ár
Morgunblaðið/Þorkell
Opinber heimsókn
LOJZE Peterle, utanríkisráðherra Slóveníu, kemur að Hótel Sögu síð-
degis í gær í fylgd Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra,
en á meðan á opinberri heimsókn slóvenska utanríkisráðherrans stend-
ur mun hann m.a. ræða við íslenska ráðamenn um framtíðarsamskipti
Islands og Slóveníu.
Utanríkisráðherra Slóveníu á íslandi
Ýmislegt sameigin-
legt með þjóðuniim
UTANRÍKISRÁÐHERRA Slóveníu, Lojze Peterle, kom i opinbera heim-
sókn hingað til lands í gær í boði Jóns Baldvins Hannibalssonar utan-
ríkisráðherra. Við komuna til landsins sagði slóvenski utanríkisráðherr-
ann í samtali við Morgunblaðið að hann hefði orðið var við mikla sam-
úð og sameiginlegan áhuga á samskiptum Islands og Slóveníu á sviði
efnahags- og stjórnmála, en hins vegar yrði að koma á lagagrunni til
að leggja drög að frekari samvinnu.
HRAFN Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Sjónvarps, segir að
samkvæmt bráðabirgðauppgjöri fyrir árið 1993 sem nú liggi fyrir
sé sjónvarpið í jafnvægi fjárhagslega og áætlanir um tekjur og
gjöld standist miðað við þær forsendur sem gefnar hafi verið í
upphafi ársins. Lokafjárhagsáætlun geri ráð fyrir 1.309 milljóna
kr. tekjum og það sé í samræmi við uppgjör. Ráðstöfunarfé í
heild hafi verið áætlað 1.364,2 milljónir og rekstrargjöld hafi sam-
tals orðið 1.358,7 milljónir eða 5,5 milljónum undir áætlun.
Hrafn sagði að skoða beri niður-
stöður rekscrarreiknings í Ijósi þess
að nýttur hafi verið leyfilegur halli
á fjárlögum, lán vegna dreifikerfis
sem tekið hafi verið árið 1992 flytj-
ist yfir' á árið 1994 og afskriftir
gangi inn í reksturinn. Hann sagði
að áætlanir stæðust vegna þeirra
aðgerða sem hann hefði ákveðið að
grípa til á miðju ári, en þá hefði
ráðstöfunarfé verið skorið niður um
19,4 milljónir króna í samráði við
deildarstjóra vegna þess að ljóst
hefði verið að auglýsingatekjur yrðu
minni en áætlað hefði verið.
Hann sagði að fundað hefði verið
með ríkisendurskoðanda í haust og
endurskoðendum Ríkisútvarpsins og
þar hefði verið farið í gegnum fjár-
mál stofnunarinnar. „Það var ein-
mitt lögð á það megináhersla að það
er hlutverk framkvæmdastjóra á
hverjum tíma að sjá til þess að stofn-
unin komi út þannig í heild að áætl-
anir um tekjur og gjöid standist á.
Hins vegar hvernig tekjur og gjöld
eru færðar innan einstakra dag-
skrárdeilda er fyrst og fremst verk-
stjórnaratriði hjá framkvæmda-
stjóra á hverjum tíma, þannig að
ef það er nauðynlegt þá getur fram-
kvæmdastjóri upp á sitt eindæmi
fært fé frá einni dagskrárdeild yfir
á aðra, ef hann telur að það sé til
bóta fyrit- heildardagskrá sjónvarps-
ins,“ sagði Hrafn.
Áherslubreytingar
Niðurstaða á rekstrarkostnaði
dagskrárdeilda í heild var 598,6
milljónir, en áætlun gerði ráð fyrir
591 milljón. Niðurstaða á rekstrar-
kostnaði þjónustudeilda var 260,5
milljónir en áætlun gerði ráð fyrir
271,7 millj. Samtals er þetta 3,6
milljónum undir áætlun. Hrafn sagði
að á næstu árum hlytu að verða
áherslubreytingar hvað varðaði
framlög til dagskrárdeiida annars
vegar og þjónustudeilda hins vegar.
Það væri þróunin alls staðar í
heiminum að efni væri í auknum
mæli unnið utan stofnananna.
Hrafn sagði að Sjónvarpið stæði
mjög vel um þessi áramót. „Ég er
náttúrlega mjög sáttur við þessa
niðurstöðu í ljósi þess að það höfðu
verið miklar hrakspár í gangi á ár-
inu.“ Varðandi það ár sem er nýbyij-
að sagði Hrafn að það væri ljóst að
það yrði einhver samdráttur í dag-
skrárgerð vegna þess að kostnaður
hefði hækkað og tekjur myndu eitt-
hvað rýrna, nema brugðist yrði við
með einhveijum hætti. „Ég hef sett
fram ákveðnar hugmyndir um
hvernig bregðast megi við því, en
samkvæmt lögum er það útvarps-
stjóri sem ber endanlega ábyrgð á
fjárhagsáætlun þessarar stofnunar,"
sagði Hrafn ennfrémur.
„Við teljum ýmislegt sameiginlegt
með þjóðunum tveimur bæði í sögu
þeirra og hvað varðar öryggismál á
breiðari grundvelli. Ég tel góða
möguleika á því að gera meira á
sviði efnahagsmála, en þótt viðskipti
landanna séu ekki mikil nú eru
möguleikarnir fyrir hendi. Við von-
umst einnig til þess að ferðamenn
frá íslandi muni koma að nýju til
Slóveníu og einnig að Slóvenar muni
ferðast í ríkari mæli til íslands. Einn-
ig eru ýmsir möguleikar á frekari
samskiptum á matvælasviðinu,"
sagði Lojze Peterie.
Dvelur hér fram á föstudag
Utanríkisráðherra Slóveníu dvelur
hér á landi fram á næstkomandi
föstudag, og kvaðst hann telja að
næg tækifæri myndu gefast til að
ræða þau atriði í samskiptum þjóð-
anna sem nauðsynleg væru. I dag
mun hann eiga fund með Jóni Bald-
vini Hannibalssyni utanríkisráð-
herra, og að loknum hádegisverði í
Perlunni verður fundur með blaða-
mönnum. Að honum loknum fer sló-
venski utanríkisráðherrann í skoðun-
arferð til Þingvalla og í kvöld verður
veisla haldin honum til heiðurs í
Þingholti. Á morgun mun utanríkis-
ráðherrann síðan eiga fundi með
utanríkismálanefnd Alþingis, þing-
forseta, Davíð Oddssyni forsætisráð-
herra og Vigdísi Finnbogadóttur for-
seta Islands, en mishermt var í Morg-
unblaðinu í gær að þeir fundir færu
fram í dag.
Flutningur lögheimilis frá löndum utan EES-svæðisins
Greiða þarf heilbrigðis-
þjónustu að fullu í hálft ár
FÓLK sem flytur lögheimili sitt hingað til lands frá löndum utan
EES-svæðisins þarf framvegis að bíða í sex mánuði eftir að verða
sjúkratryggt, en áður en ný almannatryggingalög tóku gildi um síð-
ustu áramót öðlaðist fólk sjálfkrafa sjúkratryggingu um leið og það
flutti lögheimili sitt til landsins. Að sögn Ástu Ragnheiðar Jóhannes-
dóttur upplýsingafulltrúa Tryggingastofnunar ríkisins þýðir þetta að
fólk þarf að greiða að fullu alla heilbrigðisþjónustu, t.d. sjúkrahús-
vist, lyf og læknisþjónustu, þá sex mánuði sem þurfa að líða þar til
það fær sjúkratrygginguna. Þá þurfa sérfræðingar og heimilislæknar
að kanna hvort fólk sé sjúkratryggt áður en það er krafið greiðslu
fyrir veitta þjónustu, því þeir fá ekki endurgreiddan sjúkratrygginga-
hlutann nema viðkomandi sjúklingur sé sjúkratryggður.
Að sögn Ástu Ragnheiðar hefur
þegar borið eitthvað á því að fólk
hafi komið til landsins og staðið í
þeirri meiningu að það gæti gengið
beint inn í heilbrigðiskerfið, en það
síðan rekið sig á að það þurfi að bíða
í sex mánuði þar til svo geti orðið.
„Það hefur komið í ljós að trygg-
ingafélögin eru ekki tilbúin með
sjúkratryggingu fyrir þetta fólk sem
það gæti keypt sér, en slík tryggipg
þarf að vera á boðstólum fyrir þ'á
sem vilja komast hjá því að borga
fullt verði fyrir heilbrigðisþjónustu,"
sagði Ásta Ragnheiður.
Hún sagði að mikilvægt væri að
það fólk sem t.d. flytti lögheimili
sitt hingað til lands frá Bandaríkjun-
um og hefði haft sjúkratryggingu
þar segði henni ekki upp fyrr en það
hefði öðlast sjúkratryggingu hér.
Jafnframt sagði hún að ÉES-samn-
ingurinn fæli það í sér að fólk sem
flyst hingað frá landi innan svæðis-
ins og hefur verið sjúkratryggt þar
geti flutt með sér réttinn og losnað
þannig við sex mánaða biðtímann.
„Hvað varðar námsmenn þá falla
þeir ekki undir EES-samninginn og
þeir sem flytja lögheimili sitt hingað
þurfa því að bíða í sex mánuði,"
sagði hún.
Tryggingar gilda innan EES
Með gildistöku EES-samningsins
um síðustu áramót gekk í gildi sú
nýjung í sjúkratryggingum að ef
fólk ferðast til útlanda í skemmri
tíma þarf það að hafa meðferðis stað-
festingu héðan á því að það sé
sjúkratryggt. Að sögn Ástu Ragn-
heiðar geta þeir sem hafa slíka stað-
festingu meðferðis greitt fyrir veitta
læknisþjónustu á sama verði og íbú-
ar í viðkomandi landi þar sem þeir
njóta þjónustunnar, en hafi þeir stað-
festinguna liins vegar ekki meðferðis
þá þurfa þeir að greiða fullu verði
alia þjónustu.
AF INNLENDUM
VETTVANGI
PÁLL ÞÓRHALLSSON
Innflutningur á soðnum kjúklingabitum frá Kanada
Álitamál hvað ganga
má langt í að krefjast
vottorða um vöruna
I reglugerð skýtur upp banni við innflutningi „lyfjakjöts“
ÞÓTT Hæstiréttur telji í skinkumálinu að búvörulögin feli ekki
í sér sjálfstæða heimild til að banna innflutning kjötvöru er þar
með ekki opnað fyrir allan innflutning að því leyti. I lögum um
dýrasjúkdóma frá því í apríl 1993 er lagt blátt bann við að flytja
inn ósoðnar sláturafurðir og með reglugerð landbúnaðarráð-
herra sem tók gildi 24. janúar síðastliðinn var það bann út-
fært. Reyndar er gengið svo langt í reglugerðinni að spurning-
ar rísa um það hvort lagagrundvöllurinn sé nógu traustur.
Nú stendur Haukur Hjaltason
hjá Dreifingu sf. í stappi vegna
innflutnings á kjúklingabitum.
Hann lýsir vörunni svo að kjúkl-
ingabitarnir séu soðnir og hreins-
aðir af öllum beinum og kirtlum,
mótaðir í smábuff, settir í sér-
stakt deig og þeim velt upp úr
raspi. Neytandinn á svo að steikja
bitana í feiti í 3-4 mín í djúpsteik-
ingai-potti. Varan er kanadísk frá
matvörufyrirtækinu McCain.
Kjúklingarnir hafa beðið þess
frá því fyrir jól að komast á borð
landsmanna. Haukur segir að toll-
stjóraembættið í Reykjavík hafi
svarað umsókn um innflutning
kjúklingabitanna 13. janúar síð-
astliðinn. Var þá krafist áritunar
landbúnaðarráðherra. Landbún-
aðarráðherra lagði svo umsóknina
um innflutning fyrir framleiðslu-
ráð landbúnaðarins til urhsagnar
eins og talið var að þyrfti að gera
áður en hæstaréttardómurinn í
skinkumálinu féll. Framleiðslu-
ráðið fékk málið til umsagnar 20.
janúar og svaraði neitandi. Land-
búnaðarráðuneytið svaraði Hauki
svo 4. febrúar síðastliðinn á þann
veg að framleiðsluráðið teldi nóg
af kjúklingi í landinu. Daginn
áður, eða 3. febrúar, sneri Hauk-
ur sér til tollstjóraembættisins og
ætlaði að fá að flytja inn kjúkling-
inn. Viðbrögð tollstjóra í Reykja-
vík voru að úrskurða 4. febrúar
á þá lund að innflutningurinn
væri heimill að uppfylltum heil-
brigðiskröfum. Gaf tollstjóri öðr-
um yfirvöldum frest til að hnekkja
þeim úrskurði. Þeim úrskurði var
ekki hnekkt í sjálfu sér en yfir-
dýralæknir ritaði tollstjóra bréf
þar sem hann óskaði eftir vottorð-
um um vöruna á grundvelli reglu-
gerðar um varnir gegn því að
dýrasjúkdómar berist til landsins
sem sett var 21. janúar síðastlið-
inn, daginn eftir skinkudóminn,
og tók gildi 24. janúar. Að sögn
tollstjóra verður innflutningurinn
ekki leyfður nema þessar kröfur
verði uppfylltar.
Hvaða kjöt má flytja inn?
Hvaða reglur gilda núna um
kjötinnflutning? Samkvæmt inn-
flutningslögum (nr. 88/1992) er
innílutningur að meginstefnu til
frjáls og þarf ákvæði í lögum eða
millirikjasamningum til að hefta
hann. Eftir skinkudóminn er ljóst
að búvörulögin geyma ekki sér-
staka heimild til að banna kjötinn-
flutning. í lögum um dýrasjúk-
dóma (nr. 25/1993) er hins vegar
sjálfstætt bannákvæði (10. gr.).
Óheimilt er að flytja inn „hráar
og lítt saltaðar sláturafurðir, unn-
ar og óunnar“. Heimilt er að veita
undanþágu í rannsóknarskyni.
Landbúnaðarráðherra er einnig
heimilt að banna með auglýsingu
innflutning á öðrum vörum sem
hætta telst á að smitefni geti
borist með. Innflutningur soðins
kjöts er sem sagt heimill.
Ný réttarheimild um þetta efni
bættist við 21. janúar síðastliðinn,
daginn eftir skinkudóminn. Að
sögn ráðuneytismanna er dag-
setningin tilviljun því reglugerðin
hafði verið lengi í undirbúningi.
Reglugerðin er sett á grundvelli
dýrasjúkdómalaganna auk iaga
um dýralækna og laga um inn-
flutning dýra. í 2. gr. reglugerð-
arinnar er lagt blátt bann við því
að „flytja inn hráar, saltaðar, for-
hitaðar eða forsteiktar sláturaf-
urðir, unnar eða óunnar, fugla og
vörur unnar úr þeim“. Þarna er
því gengið lengra en í áður-
nefndri 10. gr. dýrasjúkdóma-
laganna. Sláturafurðirnar mega
ekki einungis vera lítt saltaðar
heldur ekki saltaðar yfirhöfuð.
Þær mega ekki vera forhitaðar
eða forsteiktar. Auk þess er sam-
kvæmt orðanna hljóðan lagt bann
við innflutningi fugla eða vara
sem úr þeim eru unnar. Má sem
sagt ekki einu sinni flytja inn
mauksoðna fugla? spyr grandalít-
ill lesandinn. Jón Höskuldsson
lögfræðingur í landbúnaðarráðu-
neytinu segir þó að það hafi ekki
verið ætlunin að leggja bann við
innflutningi soðins fuglakjöts.
Það má teljast eðlilegt að
stjórnvöld kreijist upplýsinga af
innflytjanda um ástand og tiiurð
kjötvörunnar. Ef lögin sem reglu-
gerðin byggir á eru höfð í huga
myndu þær upplýsingar lúta að
því hvernig staðið væri að suðu
eða söltun vörunnar eða hvort
smitliætta fylgdi. En í 5. gr.
reglugerðarinnar er seilst mun
lengra. Til dæmis skulu afurðirn-
ar vera „af dýrum sem reyndust
heilbrigð og laus við einkenni
smitsjúkdóma við slátrun og voru
ekki gefin lyf svo skömmu fyrir
slátrun að lyfjaleifar gætu leynst
í sláturafurðinni". Jafnframtsegir
þar að óheimilt sé að flytja til
landsins „afurðir, sem framleidd-
ar hafa verið af búfé sem fengið
hefur fóður sem innheldur vaxtar-
aukandi efni“ eða tiltekin lyf.
Slátrun skal einnig hafa farið
fram við viðhlítandi aðstæður að
mati yfirdýralæknis. Einnig eru
þar ákvæði um uppruna- og heil-
brigðisvottorð og aðskotaefni.
Það er á grundvélli þessarar
reglugerðargreinar sem innflytj-
andi kjúklingabitanna hefur veriö
krafinn um fjölmörg vottorð áður
en varan fær tollafgreiðslu. Sjálf-
ur segir hann að um 48 vottorð
sé að ræða og mjög torsótt geti
verið að afla þeirra eftir á.
Það hlýtur að teljast mjög mik-
ið álitaefni hvort hægt er að krefj-
ast vottorða um annað en það sem
lýtur að suðu matvælanna og sölt-
un auk smithættu. Einkum á
þetta við fyrst mælt er svo fyrir
um í innflutningslögum að inn-
flutningur sé heimill nema annað
sé sérstaklega tekið fram í lögum
eða milliríkjasamningum.
Það sjónarmið að takmarka
skuli lyfjanotkun við kjötfram-
leiðslu er þó ekki nýtt þótt ekki
sé það að finna í lögunum sem
reglugerðin byggir beinlínis á.
Brynjólfur Sandholt yfirdýra-
læknir minnir á að skilmálar um
lyfjanotkun við kjötframleiðslu
séu í lögum um eftirlit með fram-
leiðslu á fóðurvörum og reglum
sem á þeim byggja. Hugsunin á
bak við reglugerð landbúnaðar-
ráðherra sé líklega sú að gera
verði sömu kröfur til innfluttrar
vöru og innlendrar hvað hollustu
snertir enda sé gert ráð fyrir því
í GATT-samkomulaginu að tak-
marka megi innflutning ef byggt
er á reglum sem innlendir fram-
leiðendur verða einnig að hlíta.
Tímasetningin
Innflytjandi kjúklingabitanna
hefur velt því fyrir sér hvort inn-
flutningurinn þurfi að lúta ákvæð-
um reglugerðar sem sett var eftir
að hann óskaði leyfis til innflutn-
ingsins. Yfirdýralæknir kveðst líta
svo á. Nefnir hann til samanburð-
ar að við gengisbreytingar hafi
bílar sem biðu á hafnarbakkanum
ekki fengist fluttir inn á gamla
genginu. Jón Höskuldsson tekur
í saina streng. Ef ætlunin liefði
verið að undanskilja vörur sem
biðu tollafgreiðslu hefði verið
ákvæði þess efnis i reglugerðinni.
Spytja má ennfremur hvort
tollstjóra hafi borið að leyfa inn-
flutninginn strax og skinkudóm-
urinn lá fyrir. Að sögn Hauks
fengust kjúklingabitarnir ekki af-
greiddir 13. janúar síðastliðinn
vegna þess að tollurinn taldi vanta
áritun landbúnaðarráðherra. Sú
áritun varð að líkindum óþörf
þegar skinkudómurinn féll 20.
janúar. Tollstjóri úrskurðar hins
vegar ekki um máiið fyrr en 4.
febrúar en daginn áður hafði hann
verið minntur á kjúklingabring-
urnar. Bar tollstjóra að úrskurða
fyrr? Þar er um erfitt úrlausnar-
efni að ræða þar sem báðir aðilar
hafa nokkuð til síns máls og
myndi ekki reyna á slíkt nema í
skaðabótamáli og hefur því ekki
mikla almenna þýðingu.