Morgunblaðið - 09.02.1994, Side 28

Morgunblaðið - 09.02.1994, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1994 Minning Ólafur Gíslason raftæknifræðingur Fæddur 14. júní 1913 Dáinn 30. janúar 1994 Ólafur Gíslason fæddist á Húsa- vík 14. júní 1918. Foreldrar hans voru merkishjónin Gísli Pétursson héraðslæknir frá Ánanaustum í Reykjavík og Aðalbjörg Jakobsdótt- ir Hálfdanarsonar frá Grímsstöðum í Mývatnssveit. Gísli Pétursson var 18 ár héraðslæknir á Húsavík en flutti vorið 1915 til Eyrarbakka er hann var skipaður héraðslæknir þar. Því starfi gegndi Gísli til 1938 er hann lét af embætti vegna ald- urs. Héraðslæknir hafði hann þá verið samfellt í 46 ár. Hann andað- ist 1939, en Aðalbjörg mörgum árum síðar og var þá flutt til Reykjavíkur. ' Æskuspor Ólafs lágu því á Eyr- arbakka og þar ólst hann upp á fjölmennu menningarheimili. Börn læknishjónanna voru átta, sex synir og tvær dætur. Auk þess tvær fóst- urdætur. Þá voru í heimilinu tvær systur Aðalbjargar, Jakobína, kenn- ari á Eyrarbakka, og Herdís, er var kunn fyrir störf sín að heimilisiðn- aði og forustu í félagsmálum kvenna. Af þessu má sjá að heimil- ið var stórt og umsvifamikið. Þar ríkti glaðværð og góður andi. Rætt var um bókmenntir, listir og skáld- skap, framfaramál þjóðarinnar og hinar ýmsu félagsmálahreyfingar. Háttvísi, snyrtimennska og vinsam- leg samskipti við alla voru einkenni á framkomu barnanna. Þannig var æskuheimili Ólafs, sem öllum er minnisstætt sem því kynntust. Það var mikill menningarreitur en í fyllsta máta alþýðlegt. Við Ólafur vorum jafnaldrar og tengdumst strax á barnsaldri vin- áttuböndum sem aldrei slitnuðu, þótt lengst af væri mikil fjarlægð okkar í milli hvað búsetu varðar. í barnaskóla vorum við mjög sam- rýndir og áttum þar svipuð áhuga- mál. Við vorum stoltir af því að vera í elsta barnaskóla landsins. Hitt var þó meira um vert að barna- skólinn á Eyrarbakka var á árunum 1920-1930 af mörgum talinn einn fremsti í landinu, þrátt fyrir fátæk- legan aðbúnað að ýmsu leyti. Þar skipti sköpum sú alúð, samheldni og fórnarlund sem kennarar skól- ans, sem þá voru þrír, lögðu í starf sitt. Ýmsar nýjungar í kennsluhátt- um, öflugt félagslíf og samskipti við aðra skóla gerðu námið skemmtilegt og ákjósanlegan undir- búning að ævistarfinu. Kennararnir höfðu mikinn metnað fyrir skóla sinn og gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að efla þroska nemenda sinna bæði í skólanum og utan hans. Þessa naut Ólafur vel. Hann var íturvaxinn, bjartur yfir- litum, glaðlegur í allri framkomu og hinn besti félagi. Kurteis og til- litssamur í allri umgengni en gat verið hinn mesti æringi, þegar því var að skipta. Hann tók sjálfstæðar ákvarðanir og lét ekki segja sér fyrir verkum. Eldri bræður hans fjórir höfðu allir farið í háskólanám, bæði hér heima og erlendis. Ólafi fannst ekkert frumlegt að fara þá sömu slóð og valdi sér gjörólíka námsbraut. Hann hóf nám í járn- srhíði hjá Landsmiðjunni í Reykja- vík um 1930 og lauk því með sóma að fjórum árum iiðnum, ásamt Iðn- skólanum í Reykjavík. Fljótlega eft- ir það fer hann til náms í tækniskól- anum í Kaupmannahöfn og velur sér þar rafmagnstæknifræði. Þar lauk hann námi 1938. Vafalaust hefur það ráðið nokkru um þessa ákvörðun Ólafs að Jakob bróðir hans — síðar orkumálastjóri — lauk prófi nokkrum árum áður sem raf- magnsverkfræðingur frá Kaup- mannahafnarhaskóla og var hann meðal fyrstu íslendinga sem luku námi í þeirri grein. Jakob varð síð- an tæknilegur forustumaður í þeirri miklu byltingu sem hófst á 5. ára- tugnum um rafvæðingu landsins eins og flestum er kunnugt. Eftir að Ólafur lauk námi sínu vann hann í Danmörku sem rafmagnstækni- fræðingur. Hann ætlaði sér þó allt- af að koma heim en þegar stríðið skall á 1939 varð hann innilokaður í Danmörku, eins og svo margir aðrir Islendingar. Þar vann hann fram yfir stríðslokin en flutti þá heim ásamt danskri konu sinni Lise og dóttur þeirra Evu. Eftir heimkomuna starfaði Ólaf- ur í all mörg ár hjá Rafmagnseftir- liti ríkisins en setti síðan upp teikni- ítofu á Hofteignum í Reykjavík og vann eftir það við teikningar á raf- lögnum og skyldum verkefnum í áratugi allt þar til heilsan brást fyrir fáum árum. Gerði hann teikn- ingar af rafkerfum fyrir margar stórbyggingar víðsvegar um landið m.a. mörgum félagsheimilum og íþróttahúsum. Ólafur var vel metinn og drengur góður. Vandaður maður og vinfast- ur. Hann var leitandi og fylgdist vel með því sem gerðist í samtíð- inni. Horfði opnum huga á hvert mál og leitaði jafnan að bestu lausn- inni. Hann var laus við alla fordóma og mat mikils það góða sem býr í hveijum manni. Uppeldisáhrifin frá æskuheimilinu mótuðu líf hans og störf. Það er jafnan mikill söknuður þegar gegnir menn og góðir vinir hverfa af þessum heimi, jafnvel þótt árin séu orðin mörg. Ég kveð tryggan og eftirminnilegan æsku- vin og sendi vandamönnum hans öllum einlægar samúðarkveðjur á sorgarstund. Aldrei deyr þótt allt um þrotni, endurminning þess sem var. Daníel Ágústínusson. Foreldrar hans voru hjónin Aðal- björg Jakobsdóttir og Gísli Ólafur Pétursson héraðslæknir á Húsavík ogfrá 1914 í Eyrarbakkalæknishér- aði. Aðalbjörg var fædd 30. okt. 1879 á Grímsstöðum í Mývatns- sveit. Hún var dóttir Jakobs stofn- anda Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík, Hálfdanarsonar í Brenni- ási í Bárðardal, Jóakimssonar og konu hans Petrínar Pétursdóttur bónda í Reykjahlíð, Jónssonar prests í Reykjahlíð, Þorsteinssonar. Gísli var fæddur 1. maí 1867 í Reykjavík. Hann var sonur Péturs Ólafs Gíslasonar útvegsbónda og bæjarfulltrúa í Ánanaustum í Reykjavík sem meðal annars beitti sér fyrir almennri skólaskyldu og stofnun fyrsta barnaskólans í Reykjavík og seinni konu hans Valgerðar Ólafsdóttur frá Ægissíðu á Rangárvöllum. Ólafur var sjötti í röðinni áf tíu systkinum og tveimur uppeldis- systkinum. Systkinahópurinn var þessi: Pétur Ólafur Gíslason, cand. phil., veðurathugunarmaður og bókavörður á Eyrarbakka, f. 8. 11.1900 - d. 22.12.1992, Jakob Gíslason, rafmagnsverkfræðingur og orkumálastjóri, f. 10.3 1902 - d. 9.3.1987, Guðmundur Gíslason, læknir, f. 25.2.1907 - d. 22.2.1969, Petrína Kristín Gísladóttir f. 7.7.1908 - d. 9.7.1908, Þorvaldur Gíslason f. 1.9.1909 - d. 16.11.1909, Ketill Gíslason f. 19.10.1911 - d. 6.1.1994, Ólafur Gíslason, rafmagnstæknifræðing- ur, f. 14.6.1913 - d. 30.1.1994, Sigurður Gíslason f. 13.4.1916, Valgerður Aðalbjörg Gísladóttir f. 1.3.1918 - d. 24.1.1926, Guðrún Hólmfríður Gísladóttir B.A., bóka- og skjalavörður, f. 5.9.1920. Auk þeirra voru uppeldissysturnar tvær þær Vigdís Ólafsdóttir f. 12.9.1904 - d. 11.1.1926 og Ingibjörg Sig- valdadóttir, húsmóðir og kaupkona, f. 6.4.1929 - d. 11.7.1990. Þegar Ólafur var tveggja ára flutti íjölskyldan fyrst í júní árið 1915 frá Húsavík til Eyrarbakka þar sem Gísli var orðinn héraðs- læknir. Ólafur ólst upp á Eyrar- bakka í stórum systkinahópi á fjöl- mennu heimili. Hugurinn hverfur næstum hálfa öld aftur í tímann þegar móður- bræður mínir komu reglulega heim til móður sinnar þar sem einnig var heimili minnar fjölskyldu. Þetta var öflugur hópur og léttleiki og glað- værð sveif yfir. Þannig var ég til átta ára aldurs í hjarta fjölskyld- unnar og fléttaðist undarlega sterk- um böndum til þeirra allra. Þar komu Pétur, íhugull en umhyggju- samur og brosmildur, og Siggi sem glaðnaði upp við að sjá móður sína og systkini. Þeir bjuggu á Eyrar- bakka þar sem við komum á vorin og haustin og unnum öll saman í görðúnum. Þar kom Jakob, tillits- samur og lipurlega ákveðinn, Guð- mundur eins og hlýr og hlæjandi stormsveipur, Ketill brosbjartur í indælum hópi og Óli með spaugblik í auga og í gefandi samræðum. Ég veit það núna að þær Sigríður, Líba, Lísa og mamma mín voru bara ungar stúlkur, því núna er ég sjálf- ur orðinn tvöfalt eldri en þær voru þá, og amma og Herdís, frænka, horfðu í ríkidæmi sínu yfir allan barnahópinn sinn. Ég gleðst yfir þessum minninga- sjóði sem ég æ oftar bregð' á hug- arskjáinn. Eg lít til hans þegar við systkinin komum saman í húsi móður minnar og þegar mín börn og þeirra fjölskyldur koma heim til okkar Rögnu Freyju. Þessi máttugu og yndislegu stef endurtaka sig mitt í öllum fjölbreytileik nýstár- legra tíma og eru sjálf hrynjandi lífsins. Vegna þessa eðlis þeirra sakna ég ekki gengins tíma heldur gleðst yfir honum og þakka í hugan- um þeim sem þar voru og gerðu stundina ógleymanlega. Enn einn þeirra kveðjum við í dag. Það er hann Ólafur, móðurbróðir minn. Ólafur varð áttræður á síðasta ári og hafði lifað tímanna tvenna en ég kynntist honum ekki fyrr en hann var kominn heim frá námi og ég þekkti hann aðeins frá þessu eignarsjónarmiði: ég átti hann fyrir móðurbróður. Hann var rafmagns- tæknifræðingur og rak um langan aldur eigin vinnustofu í Reykjavík en um alla þá hlið kann ég ekkert að segja. Það verður hann Vikar, bróðir minn, að gera því þeir unnu saman um árabil. Þegar Ólafur fer milt um hug mér heyri ég fyrir mér umsögn konu minnar, Rögnu Freyju Karls- dóttur, sem var samtímis þeim hjón- um, Óla og Lísu, á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði síðastliðið haust. Elskulegur, alúðlegur, kurteis fram í fingurgóma, sérstaklega skemmti- legur í samræðu og vakandi fyrir umræðuefnum sem kveikt gátu áhuga viðmælandans. Glettinn, til- litssamur og opinn fyrir öllu nýju. Ólafi, frænda mínum, þakka ég langa og trausta viðkynningu og færi innilegustu samúðarkveðju okkar Rögnu þeim mæðgum, Lise Gíslason og Évu Ólafsdóttur, og þeim eftirlifandi systkinum Ólafs, honum Sigurði Gíslasyni og henni móður minni, Guðrúnu Gísladóttur. Gísli Ólafur Pétursson. Þegar vinur okkar og góðkunn- ingi Ölafur Gíslason er látinn, verð- ur maður var hverfulleika þessa lífs og nepju einmanakenndar, en vonin og vissan um annað og betra líf eftir þetta gleður þó hugann og hvetur til bjartsýni. Þær eru marg- ar gleðistundirnar sem við hjónin eigum að minnast með Ólafi, konu hans Líse Gíslason og dóttur þeirra Evu Ólafsdóttur. Þá voru vinirnir heimsóttir á vissum hátíðar- og gleðidögum, góðar veitingar þegn- ar, glatt á hjalla og rabbað um menn og málefni eins og gengur, en aldrei vissi ég Ólaf tala ábyrgð- arlaust. eða illa um nokkurn mann. Það var sama á hveiju gekk, allt- af sýndi Ólafur sömu geðprýðina. Ég hef aldrei séð hann reiðan út í nokkurn mann eða skipta skapi í öll þessi ár þótt eitthvað bjátaði á og höfum við þó oft verið saman við ýmiss konar tækifæri. Sú geð- prýði er sjaldgæf. Hann æðraðist heldur aldrei svo ég vissi þótt heilsubrestur amaði að honum síð- ustu árin. í hvert sinn sem við heim- sóttum þau hjónin var hann ávallt jafn glaður og sætti sig við hlut- skipti sitt þótt mörgum hefði þótt það erfitt eins og á stóð. Fróðleiksfýsn Ólafs var óþijót- andi. Hann leitaði fróðleiks um allt tiltækt. Það má kannske segja að pólitísk mál, á breiðum grundvelli, hafi verið honum einkar hugleikin. Vanheilsa síðustu ára var hindr- un í því að hann gæti notið þessa í jafn ríkum mæli og áður, en því meira naut hann umhyggju og nærfærni sinnar elskulegu eigin- konu og dóttur, sem leituðust báðar við að gera honum lífið sem eðlileg- ast og halda við heilsu hans eftir því sem rnöguleikar leyfðu. Ólafur vildi gjarnan ganga úti sér til heilsu- bótar. Þá voru það einkum góð- kunningi hans, eiginkona eða dóttir sem fóru með honum til slíkrar göngu. Á síðustu göngu hans var hann leiddur af konu sinni. Það var kaldan vetrardag og erfitt göngu- færi. Við þessi íslensku vetrarskil- yrði kvaddi Ólafur þetta líf í friði. Ólafur var vinfastur. Þeir hittust reglulega gamlir námsfélagar á góðum veitingastað hér í borginni. Þar munu hafa verið rifjuð upp gömul kynni og minningar yngri áranna ásamt daglegum viðburðum sem ræddir yoru. Þar var Ólafur t Ástkær eiginkona, móðir, dóttir og systir, ELLEN JOHANSEN (KRISTINSDÓTTIR), andaðist á heimili sínu í Kaupmannahöfn 8. febróar. Lars Johansen, Jónas Johansen, Friðrik Johansen, Kristinn Magnússon, Herdís Magnússon og systkini. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN ÓLAFSSON endurskoðandi, Laugarnesvegi 43, verður jarðsunginn frá Hallgrimskirkju í dag, miðvikudaginn 9. febrúar, kl. 15.00. Þorbjörg Einarsdóttir, Einar Veigar Jónsson, Sveinbjörg Erla Kristjánsdóttir, Jóhanna Margrét Jónsdóttir, Ýr Jónsdóttir, Hrafnkell Már Einarsson. Lokað Vegna jarðarfarar JÓNS ÓLAFSSONAR, endur- skoðanda, verða skrifstofur okkar lokaðar frá kl. 14 í dag, 9. febrúar. Ljósmyndavörur. Lokað Fyrirtæki okkar er lokað í dag, miðvikudaginn 9. febrúar, frá kl. 14.00 vegna jarðarfarar JÓNS ÓLAFSSONAR, endurskoðanda. Gúmmívinnustofan, Réttarhálsi 2, Skipholti 35. Lokað í dag frá kl. 14-16 vegna jarðarfarar JÓNS ÓLAFSSONAR, löggilts endurskoðanda. Seifur hf., Grandagarði 13, sími621030. t Bróðir minn og frændi okkar, FRIÐRIKE. MÖLLER, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 10. febrúar kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Minningarsjóð Hjálpræð- ishersins. Hanna S. Möller, Margrét Loftsdóttir, Olgeir Mölier, Páll Andreasson, Hrafn E. Jónsson, Friðrik Páll Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.