Morgunblaðið - 09.02.1994, Qupperneq 44
MORGVNBLADIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJA VÍK
SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKIIREYRI: HAFNARSTRÆTl 85
Afltþitt
undir einu þaki
sióváSpalmennar
MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK.
Sex ára
Ávöxt-
"unarmál
fyrir dóm
RIKISSAKSOKNARI . hefur
höfðað mál fyrir Héraðsdómi
Reykjavíkur gegn fyrrum aðal-
eigendum Ávöxtunar hf. og
fyrrum framkvæmdastjóra
Kjötmiðstöðvarinnar og eru
þeim gefin að sök fjársvik með
söluskatt og lífeyrisiðgjöld sem
Kjötmiðstöðin hafi innheimt en
ekki komið til skila. Um er að
»ræða fjárhæðir upp á fimmta
tug milljóna. Tæp 6 ár eru liðin
síðan hin meintu brot voru fram-
in og áður hefur verið höfðað
mál gegn mönnunum fyrir aðrar
sakir sem tengdust gjaldþroti
Ávöxtunar og tengslum þess
fyrirtækis við Kjötmiðstöðina.
Ástæða þess að málið sem nú
er komið til dómsmeðferðar varð
viðskila við Ávöxtunarmálið sjálft
er, samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins, sú að að iöggiltur end-
urskoðandi sem rannsóknarlög-
regla fékk til að vinna við rann-
sóknina skilaði ekki skýrslu um
niðurstöður sínar.
Málið hafði samkvæmt heimild-
um Morgunblaðsins legið lengi
óhreyft þegar annar Ávöxtunar-
manna sótti á síðasta ári um
reynslulausn á eftirstöðvum fang-
elsisdóms þess sem hann hlaut í
Ávöxtunarmálinu en meðferð
þeirrar umsóknar varð til þess að
ýta við málinu og hefur síðan leitt
til útgáfu ákærunnar sem þingfest
var í Héraðsdómi í gær.
Sakborningur mótmælir
Við þingfestingu málsins neitaði
^ einn sakborninganna þriggja að
tilnefna sér vetjanda og mótmælti
meðferð málsins sem sakborning-
arnir höfðu vonast til, samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins, að
yrði látið niður falia vegna þess
dráttar sem orðið hafði á af-
greiðslu þess og viðskilnaðar þess
frá öðrum þáttum Ávöxtunarmáls-
ins.
Morgunblaðið/Júlíus
Utaf eftir árekstur
OKUMAÐUR fólksbíls hlaut fótbrot auk annarra meiðsla þegar hann
ók bíl sínum í veg fyrir rútu á gatnamótum Reykjanesbrautar og Víf-
ilsstaðavegar á sjöunda tímanúm í gærkvöldi. Rútan var á leið norður
Reykjanesbraut og reyndi ökumaður hennar að komast hjá árekstrin-
um, sem var mjög harður, með því að sveigja út í vegarkantinn. Við
það missti hann vald á rútunni sem hafnaði í djúpum skafli utan
brautarinnar. Ökumaðurinn var einn í rútunni. Að sögn lögreglunnar
í Hafnarfirði tók um 2'h klukkustund að losa um rútuna í skaflinum
áður en hægt var að draga hana upp á Reykjanesbrautina á ný.
Morgunblaðið/Ingvar
íslensk stjórnvöld styðja yfirvofandi hernaðaríhlutun NATO í Bosníu
Þingmenn í fjórum flokk-
um meðmæltir loftárásum
ÞINGMENN í fjórum flokkum,
Sjálfstæðisflokki, Alþýðuflokki,
Framsóknarflokki og Alþýðu-
bandaiagi, lýstu því yfir á Alþingi
í gær að þeir væru meðmæltir
loftárásum herafla Atlantshafs-
bandalagsins (NATO) á umsát-
ursiið Serba við Sarajevo, Þing-
menn Kvennalista voru andvígir
loftárásum. í utandagskrár-
Ágreiningur er meðal
Akurnesinga og Borg-
nesinga um Hitaveituna
ÁGREININGUR er meðal eigenda Hitaveitu Akraness og Borgar-
fjarðar um lausn á fjárhagsvanda fyrirtækisins. Akurnesingar
eru samþykkir sameiningu orkufyrirtækja héraðsins í Orkubú
Borgarfjarðar en Borgnesingar vilja selja Rafmagnsveitum ríkis-
ins Rafveitu Borgarness og leggja andvirðið inn í Hitaveituna til
að greiða skuldir og vilja að aðrir eignaraðilar geri slíkt hið sama.
Hitaveita Akraness og Borgar- tilbúnir til að selja Rafveitu Akra-
Ijarðar skuldar 2,2 milljarða
króna og er með eitt hæsta orku-
verð í landinu. Aðilar málsins eru
sammála um nauðsyn þess að
minnka skuldirnar og lækka orku-
verðið. Borgnesingar telja að sín
leið skili mestum árangri, eða
lækkun orkuverðs strax um 30%.
Akurnesingar eru hins vegar ekki
ness, ekki síst vegna þess lága
raforkuverðs sem hún útvegar.
Telja þeir að sameining orkufyrir-
tækja héraðsins sé hagkvæm til
frambúðar og geti skilað 10%
orkuverðslækkun.
Lánin gjaldfalla
Lán sem sveitarfélögin hafa
tekið við frá Hitaveitunni í nafni
Undirbúningsfélags að Orkubúi
Borgarfjarðar falla í gjalddaga í
næsta mánuði. Talið er að hækka
þurfi orkuverðið um allt að 10%
ef þau lenda á Hitaveitunni aftur.
Ríkið er hins vegar ekki tilbúið
til að aðstoða við skuldbreytingu
fyrr en heimamenn hafa náð sam-
komulagi um lausn á fjárhags-
vanda fyrirtækisins. Fyrsti fundur
bæjarstjórans í Borgarnesi með
stjórnendum RARIK um sölu á
Rafveitu Borgarness er í dag.
Sjá bls 14: „Stofnað Orkubú
umræðu um ástandið í Bosniu
sagði Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra að íslensk
stjórnvöld myndu standa að baki
þeim aðgerðum sem ákveðnar
verða innan Atlantshafsbanda-
iagsins gegn Serbum í Bosniu.
Björn Bjarnason formaður utan-
ríkismálanefndar Alþingis sagði
að nefndin hefði í sumar komist
að þeirri niðurstöðu að Islending-
ar ættu að standa að niðurstöðu
á vettvangi Atlantshafsbanda-
lagsins um aðgerðir gegn Serb-
um, enda væru hernaðaraðgerðir
í nafni bandalagsins háðar sam-
þykki Sameinuðu þjóðanna.
Kristín Ástgeirsdóttir þingmaður
Kvennalista hóf utandagskrárum-
ræðuna á Alþingi í gær og spurði
utanríkisráðherra hver væri afstaða
ríkisstjórnarinnar til þess ef Atlants-
hafsbandalagið ákvæði að hefja
loftárásir á búðir Serba í Bosníu að
ósk Sameinuðu þjóðanna til að binda
enda á umsátrið um Sarajevo. Sagð-
ist hún óttast að ef gripið yrði til
hernaðaríhlutunar af hálfu SÞ myndi
það skapa fleiri vandamál en leyst
yrðu.
Ýmsir þingmenn fylgjandi
vopnaðri íhlutun
Ýmsir þingmenn bæði stjórnar og
stjórnarandstöðu lýstu yfir stuðningi
við afstöðu ríkisstjórnarinnar að
standa að aðgerðum innan Atlants-
háfsbandalaghsins ög SÞ. Páll Pét-
ursson og Ólafur Þ, Þórðarson þing-
menn Framsóknarflokks sögðu báðir
að vopnuð íhlutun virtist vera eina
lausnin til að stöðva stríðið og því
styddu þeir afstöðu ríkisstjórnarinn-
ar, og Ólafur Ragnar Grímsson for-
maður Alþýðubandalagsins sagði að
yrði það niðurstaðan að rétt væri að
grípa til loftárása væri einsýnt að
íslensk stjórnvöld styddu þá ákvörð-
un. Þá sagði Geir H. Haarde þing-
maður Sjálfstæðisflokksins að það
hlyti að vera rétt stefna að íslending-
ar stæðu að baki þeim ákvörðunum
sem nú stæði til að taka á vettvangi
Atlantshafsbandalagsins og Evrópu-
sambandsins, og það væri barnalegt
óraunsæi að láta sér detta í hug að
hægt væri að koma á friðsamlegu
samkomulagi deiluaðila um að af-
vopnast.
Sjá miðopnu: „íslensk stjórn-
völd . . .“
Gluggagæg-
ir í Fossvogi
LÖGREGLAN gerði leit að há-
vöxnum dökkklæddum manni sem
sást vera að gægjast á glugga
neðst í Fossvoginum í gærkvöldi.
Að sögn lögreglunnar sást til
mannsins á gægjum á tveimur stöð-
um í Fossvoginum. Allir tiltækir lög-
reglubílar voru þegar sendir á stað-
inn, en um miðnætti hafði leitin eng-
an árangur borið.