Morgunblaðið - 16.02.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.02.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1994 33 líka vilja kveðja án alls umstangs eða tilstands. Mér er hinsvegar ljúft og skylt að minnast tengdamóður minnar með nokkrum orðum á prenti. Ljúft vegna þess að hennar lifsskoðun og framkoma hafa haft afgerandi áhrif á fjölskyldu okkar Þórdísar og barnanna okkar - skylt vegna þess að fáir gera sér grein fyrir þætti hennar í verkum og velgengni eiginmanns síns, Haraldar A. Sig- urðssonar, rithöfundar og leikara, sem lézt fyrir 9 árum. Kynni mín af Ollý hófust fyrir hartnær 35 árum þegar ég gerðist heimilisvinur í Barmahlíð 20. Ollý stjórnaði heimiii sínu styrkri hendi og gætti virðingar sinnar og sinna í hvívetna. Það tók sinn tíma að öðlast vináttu Ollýjar en þegar unn- ið hafði verið til hennar hafði mað- ur eignast bandamann, sem hvergi hvikaði hvernig sem á gaf í lífsins ólgusjó. Aðrir munu rekja ætt Ollýjar og uppruna, en ég læt mér nægja að minnast hennar eins og hún tengd- ist maka sínum og afkomendum. Snemma á fjórða áratugnum hélt Ollý til Kaupmannahafnar þar sem hún nam hattasaum. Hún bjó á heimili systur sinnar, Helgu, sem gift var þarlendum manni, Helga Gandil, á meðan á náminu stóð. Yljaði Ollý sér oft við minningarnar frá þessum tíma, sem eflaust hefur verið skemmtilegur kafli í lífsbók þeirra systra. Þessi ár í Danmörku höfðu mótandi áhrif á Ollý og bar hún mikla virðingu fyrir Jdví, sem bezt er í menningu Dana. I Reykja- vík starfaði hún um skeið við hatta- verzlun Soffíu Pálma og nefndi þá reynslu oft til, þegar leita þurfti að dæmum um ráðdeild og aga sam- fara góðum starfsanda. Ollý var um þrítugt þegar hún giftist tengdaföður mínum, Haraldi A. Sigurðssyni, leikara og rithöf- undi. Frá þeim degi kaus hún að gera heimilið að sínum starfsvett- vangi og lét hún sig litlu skipta málefni þess heims, sem utan veggja var. Hún sá til þess að bóndi hennar og þeirra einkadóttir, Þór- dís, nutu alls þess bezta , sem fyrir- myndarheimili getur veitt. Röð og regla ríktu í návist hennar, hrein- læti í öndvegi og máltíðir á fast- ákveðnum tímum. Hún gerði kröfur til heimilisfólks síns en þó enn meiri kröfur til sjálfrar sín. Kímnigáfu hafði Ollý ríka og næma. í góðra vina hópi var hún hrókur alls fagnaðar. Hlátur hennar var smitandi og hafði hún næmt auga fyrir því fáránlega í tilver- unni. Tilgerð var henni mjög á móti skapi og hún sá fljótt í gegnum þá, sem vildu villa á sér heimildir enda mannþekkjari mikill. Á hinn bóginn kunni hún að meta það fólk, sem stóð við orð sín og lét verkin tala en þoldi ekki óheiðarleika eða undirferli í fari samferðamanna. Hún vissi hvað myndi skemmta almenningi og eignaðist Haraldur Á. þar hreinskilinn og velviljaðan gagnrýnanda, sem ráðlagði honum í mörgu, sem varðaði starf hans sem revíuhöfundar. Hún sætti sig við óreglulegan vinnutíma og tíðar fjar- vistir eiginmanns síns frá þeim mæðgum en sá til þess að heima biði hans ást, umhyggja og vandað umhverfi. Það var siður þeirra hjóna allt fram til 1955 að eyða sumrunum á jörð þeirra á Litlu Drageyri í Skorradal. Á þeim árum var ekki jafn auðfarið upp í Borgarfjörð og nú. Samt undu þau glöð við sitt frá miðjum maí og fram í september án teljandi samskipta við umheim- inn. Að sjálfsögðu voru þau án síma og bíllaus. Haraldur starfaði við ritstörf, hlúði að skóginum og veiddi silung þeim til matar. Ollý hélt myndarheimili í litla sumarbústaðn- um enda eru þeir enn ofan moldar sem minnast með aðdáun hversu gott var þau heim að sækja og hve ríkmannlega var veitt þótt ekki væri unnt að skreppa út í búð til að afia veizlufanga. Þarna var þessi litla þriggja manna fjölskylda sjálfri sér nóg í fjóra mánuði á ári hveiju og þarna bundust mæðgurnar þeim tryggða- böndum sem dauðinn einn gat rof- ið. Móðir og dóttir urðu hvort- tveggja í senn samstarfsmenn og leikfélagar en mótuðust hvor af annarri með samveru, sem ekkert utanaðkomandi fékk að trufla. Þótt Ollý væri fáskiptin um flest það, sem ekki varðaði hana beint, og teldist ekki mannblendin, fer fjarri að hún hafi verið einræn eða ómeðvituð um málefni líðandi stundar. Allt fram yfir síðastliðin áramót fylgdist hún grannt með fréttum og var með á nótunum um hvaðeina hvort heldur var fiskverð á erlendum mörkuðum eða það nýjasta í heimi lista, viðskipta eða stjórnmála. Hún var ljóðelsk mjög og hafði á hraðbergi heiiu kvæða- bálka helztu stórskálda þjóðarinnar. Amma var hún ekki síður en eig- inkona og móðir. Helztu bernsku- minningar barna okkar þriggja, Inger Onnu, Haraldar Ásgeirs og Skorra Andrew tengjast þeim stundum, sem þau fengu að gista hjá ömmu og afa á Dyngjuvegi 3. Það kom fyrir að þeim þótti hún ströng og gamaldags en nú, þegar þau eru fullorðin rifja þau gjarnan upp þá skynsemi, sem að baki regl- um ömmu bjó. Síðustu tvö árin, sem Haraldur lifði bjuggu þau á Hrafnistu í Hafn- arfirði en Ollý útskrifaði sig af elli- heimilinu strax að Haraldi látnum. Hún var fullfær um að annast sjálfa sig og vildi víkja fyrir þeim, sem þurftu á aðstöðu elliheimilis að halda. Festi hún kaup á íbúð við Silfurteig og bjó þar í níu ár, unz hún fluttist í hjúkrunarheimilið Skjól sex vikum fyrir andlátið. Það átti illa við Ollý að missa heilsuna hin síðustu ár og þurfa að vera upp á aðra komin um hjúkrun og almenn heimilisverk. Naut hún góðrar aðhlynningar heimahjúkrun- ar Reykjavíkurborgar og dótturinn- ar Þórdísar í nokkur ár en fluttist í Skjól í desember síðastliðnum. Hún var sólgin í fréttir af frænd- fólki, barnabörnum sínum og barnabarnabömum og gladdist mjög yfir velgengni þeirra. And- legri heilsu hennar hrakaði aldrei og hugsunin var skýr og rökrétt þangað til hún sofnaði út af. Ollý hafði lengi kviðið því að leggjast aftur inn á stofnun og verða upp á aðra komin. Henni lík- aði ekki allskostar við þann stofn- anabrag, sem hún taldi að ríkja mundi á elliheimilum. Það kom henni því skemmtilega á óvart það viðmót, sú hlýja og sú tillitsemi sem mætti henni i Skjóli. Þar var allt gert til að hún fengi að halda reisn sinni til hinzta dags. Hún hafði helzt af því áhyggjur hvað hún væri stundum erfið í samskiptum við starfsfólk 4. hæðar þegar sjúk- dómar ollu henni vanlíðan og pirr- ingi. Með sama hætti erum við, sem eftir lifum, þessu starfsfólki þakklát fyrir nærgætni og þolinmæði jafnt í garð okkar sem Ollýjar. Barnabörn hennar hafa öll valið sér lífsförunaut og hafði hún oft á orði hversu sæl hún væri með makaval þeirra, en það taldi hún eina meginforsendu velfarnaðar í lífinu. Einkasystir hennar, Helga Gandil, býr í Hafnarfirði og sér nú á bak litlu systur sinni. Með þessum- orðum kveð ég tengdamóður, sem eftir lifir í minn- ingunni sem fyrirmynd um það hvernig heimurinn gæti verið ef fleiri myndu rækta sinn eigin garð en skipta sér minna af málefnum annarra. Guð blessi minningu Ollýjar. John Aikman. Látin er móðursystir mín, Ólafía Guðrún Sigurðsson, fædd Hjálm- arsdóttir og var hún jörðuð í kyrr- þey 15. febrúar. Ollý eins og hún ætíð var kölluð í hópi nánustu, var fædd 8. júhí 1909 á Ekru á Nesi í Norðfirði og yngri dóttir hjónanna Bjarnýjar Stefánsdóttur og Hjálm- ars Ólafssonar, verkstjóra í fyrir- tæki Sigfúsar Sveinssonar. Sama sumarið og Ollý fæddist fjölgaði enn á heimilinu á Ekru þar sem afí og amma tóku í fóstur tvo bræður, Randver og Ólaf Bjarna- syni Hávarðssonar. Móðir þeirra og systir afa, Rannveig Ólafsdóttir, hafði látist af barnsförum er Rand- ver fæddist. Þeir bræður, sem báð- ir fóru til sjós, eru látnir, Randver tók út af togara og Ólafur lést einn- ig við störf á sjó. í hugum systranna Helgu og Ollýjar stafaði ætíð miklum ljóma af æskuheimilinu. Á Ekru var tví- býli og var hinn ábúandinn Ingvar' Pálmason, alþingismaður Sunn- Mýlinga, og Margrét kona hans. Á því heimili voru börnin níu svo auð- velt er að gera sér í hugarlund það fjörmikla líf, þegar þessir barnahóp- ar mættust. Nokkrum árum síðar bættist enn í hópinn hjá afa og ömmu er þau tóku í fóstur stúlkubarn, Maríu Guðmundsdóttur, sem síðar giftist Magnúsi Má Lárussyni, fyrrv. há- skólarektor. Að lokinni skólagöngu í heima- byggð hélt Ollý til Akureyrar og lauk þar gagnfræðaprófi 1930. Nokkru síðar hélt hún út í heim og sigldi til Kaupmannahafnar, þar sem Helga systir hennar var komin að læra kjólasaum en Ollý lagði fyrir sig hattagerð. Eftir heimkomuna til íslands kynntist hún Haraldi Á. Sigurðssyni leikara, og gengu þau í hjónaband sumarið 1939. Þau hófu búskap á Litlu-Drageyri í Skorradal, m.a. með refarækt í huga. Þó að búskap- urinn yrði þarna fremur skammur, varð Litla-Drageyri áfram dvalar- staður þeirra að sumri til og ber kröftugur skógur þarna nú fagurt vitni um áhuga á skógrækt og góða umgengni við landið. Árið 1941 eignuðust Ollý og Haraldur dóttur, Þórdísi Friðrikku, sem gift er John Aikman stórkaup- manni. Þar urðu ömmuböm Ollýjar þijú, Inger Anna, Haraldur Ásgeir og Skorri Andrew, en langömmu- börnin eru orðin tvö. Þó að Ollý dveldi oft á heimili foreldra minna í Kaupmannahöfn fýrir stríð er það fyrir mitt líf og minni. Ég man fyrst eftir henni þann ágæta júnídag 1945 er Esjan kom heim með þá íslendinga sem orðið höfðu innlyksa víða í Evrópu í seinni heimsstyijöld. Hún stóð þar í miklum mannfjölda á bryggjunni, en mamma og systir mín sem var fimm árum eldri en ég reyndu að koma auga á hana. Ég þykist enn muna þá fagnaðarfundi sem þarna urðu, þegar menn náðu saman. Síð- an var gengið upp á Hávallagötu, en þar bjuggu Ollý og Haraldur þá. Er mér enn í minni hvað ég, borgar- barn úr Kaupmannahöfn, furðaði mig á hversu mörgum var heilsað á þessari stuttu göngu. Aðeins var dvalíð dagstund í Reykjavík í þetta sinn en síðan haldið upp í Skorrad- al. Þar hitti ég fyrst Harald Á. þann mikla grínista og barnavin og tengjast ýmsar af mínum bestu' bernskuminningum dvölinni hjá þeim þessa júnídaga. Ollý var skapmikil kona, ákveðin og vildi hafa reglu á hlutunum. Hún var mjög laghent og góður kokkur. Ollý var skörp og mjög minnug og hafði góða kímnigáfu. Hún fylgdist ætíð vel með þjóðmálum og tók ákveðna afstöðu. Þegar sá gállinn var á henni gat hún sagt mjög skemmtilega frá og einnig lét henni vel að krydda frásögnina með eftir- hermu. Á góðri stund gat því orðið heldur betur glatt á þessu heimili, því Haraldur A. var nú heldur eng- inn aukvisi á þessu sviði. Sérstakur ljómi stendur af myndarlegum jóla- boðunum á hinu fallega heimili þeirra á Dyngjuvegi. Þó að lífið hafi á margan hátt leikið í lyndi hjá Ollý átti hún lengst- um við erfiðan húðsjúkdóm að stríða sem án efa markaði skaphöfn hennar síðari árin. Kenndi þá oft beiskju. Dró hún sig æ meira í hlé og vildi aðeins umgangast sína allra nánustu. Á þessum erfiðu stundum naut hún ómældrar umhyggju dótt- ur sinnar, Þórdísar, umhyggju sem ég veit að hún mat mikils. Síðast hitti ég Ollý á aðfangadag er ég sat hjá henni á hjúkrunar- heimilinu Skjóli. Hún var þá þrotin að kröftum, en fullkomlega ern og ræddi bæði fagurt útsýni frá her- bergi sínu og þjóðmál líðandi stund- ar. Þann daginn'var létt yfir henni og glettni í samræðum okkar sem oft forðum. Okkur íeið vel í návist hvors annars. Þá góðu minningu mun ég varðveita. Örn Helgason. Kristján Asmunds- son — Minning Fæddur 6. apríl 1907 Dáinn 31. janúar 1994 Góður maður, höfðingi heim að sækja, er genginn á fund feðra sinna. Kristján var ákaflega grandvar í orði og verki. Ég kynntist Krist- jáni þegar hann flutti frá Akranesi til Keöavíkur. Hann stundaði hér vörubifreiðaakstur en það starf hafði hann stundað á Akranesi áð- ur. Hann var þá að flytja sig um set og kom með nýlega bifreið til stárfa hér í Keflavík. Hann vakti strax eftirtekt á sér fyrir hvað hann var fyrirmannlegur og traustvekj- andi, honum vegnaði vel í starfi, var fljótur að aðlaga sig að nýju umhverfi og vinnufélögum. Starf hans var Vörubifreiðastöð- inni stóð ekki langt því leið hans lá í fólksbifreiðaakstur sem hann stundaði svo lengi sem aldur leyfði og lög gera ráð fyrir. Kristján var lánsamur í starfí og allsstaðar vel liðinn. Kristján var giftur Ragnheiði Guðmundsdóttur og áttu þau tvö börn sem bæði eru gift. Mér fannst ákaflega gaman að sækja þau hjón heim og sjá hvað allt var snyrtilegt og fallegt á heimili þeirra og hvað þau báru mikla virðingu hvort fyrir öðru. Þau byggðu sér fallegt hús ásamt dóttur sinni og tengdasyni við Nónvörðu hér í Keflavík, en þegar árin færðust yfir og heilsa þeirra fór að bila fluttu þau í nýtt hús á Kirkjuvegi 1 sem byggt var fyrir fólk sem komið er af léttasta skeiði. Þar leið þeim vel og þau tóku þátt í öllu sem boðið var upp á til dægrastyttingar og öðru sem þar fór fram. Ég veit að sambýlis- fólkið saknar góðs vinar í stað þar sem Kristján var. Ragnheiður mín, ég veit að þegar Kristján er frá þér farinn, er sökn- uður þinn mikill og sár eftir öll þessi ár sem þið áttuð saman í far- sælu hjónabandi, en ég vona að þú eigir styrk til að standast þá raun. Ég sakna góðs félaga þar sem Kristján var og vona að eilífðar- brautin verði honum greið. Þvíaldnirhnígaeinnig hinir Æfin líður skammttil nætur Enþegarfarafornir vinir finn ég svíða í hjartarætur (Richard Beck) Kæra Ragnheiður. Við hjónin vottum þér og fjölskyldu þinni okk- ar dýpstu samúð. Magnús Þór Helgason. Þorgeir Ragnar Guð- mundsson — Minning Fæddur 5. júní 1928 Dáinn 18. janúar 1994 Þorgeir frændi er dáinn. Erfitt verður að trúa því, að aldrei verði hann meira á Brimnesi, nema í huga okkar allra sem dvöldumst þar. Frændi okkar var ekki lærður úr neinum skóla, en hann vissi samt alltaf allt sem við spurðum um. Óspar var hann að fræða okkur um blóm, fjöll, öll heimsins lönd og þeirra höfuðborgir, þótt hann hefði aldrei til útlanda komið. Þorgeir frændi kunni vel að meta góðan mat og önnur sætindi. Gott var að koma á Brimnes, við fyrst sem krakkar til afa og ömmu, en Þorgeir var sonur þeirra, síðan börnin okkar í sveitina til Þorgeirs frænda. Það var alltaf beðið með eftirvæntingu eftir vorinu til að fara í sveitina austur á Brimnes. Prófum var flýtt um 2-3 daga og skólaferðalögum sleppt til að kom- ast sem fyrst í sauðburðinn og kým- ar. Ferðalag var árviss viðburður. Þá fóru allir sem gátu á báðum Brimnesbæjunum. Þar gat Þorgeir frændi miðlað af sínum fróðleik. Oft var sárt að fara inn í miðjum leik á björtum sumarkvöldum. Þá var oft þungt í vinnufólki en þegar Þorgeir kallaði var ósjálfrátt hlýtt, annað dugði ekki, því mikil virðing var borin fyrir Þorgeiri frænda. Frændi okkar var fljótur að hlaupa. Oft var reynt að fara í kapp við hann, en hann var bara alltaf fljót- ari. Margs er að minnast og af nógu að taka. Á sumrin var oft fjölmennt hjá Þorgeiri, Birnu og Albert, en mikið var um gesti og vinnufólk. Það vom margar ánægjustundir sem Þorgeir frændi veitti okkur og hlýlega verður þeirra minnst. Hann var sveit sinni góður sonur, heill og trúr í hveiju sem hann gekk að. Mörgum ábyrgðarstörfum sinnti hann. Sendum ættingjum okkar samúðarkveðjur. Blessuð sé minn- ing hans. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Sólveig og fjölskylda, Erla og fjölskylda. Omar Aðalsteins- son — Minning Fæddur 18. febrúar 1949 Dáinn 30. janúar 1994 Góður félagi er fallinn frá, langt fyrir aldur fram. Mig setti hljóðan þegar ég frétti að Ómar væri dáinn. Hann starfaði með Þjóðdansafé- lagi Reykjavíkur í rúm 20 ár og ávallt tilbúinn í sýningar á vegum félagsins er til hans var leitað. Hann var einn af okkar bestu döns- urum og eftir því tekið hversu vel hann bar sig. Skarð hans verður vandfyllt. Ómar hefur sérstaka kímnigáfu og voru tilsvör hans oft glettin og þess eðlis að athygli vöktu. Ég hugsa að flestir félagar Þjóðdansa- félagsins muni eftir þeim orðum er hann viðhafði er hann skyldi klæð- ast íslenskum karlamannabúningi. Ómar var dulur og bar ekki til- finningar sínar á torg, fordómalaus og mælti ekki styggðaryrði til nokk- urs manns. Hann var hrókur alls fagnaðar á ferðum okkar erlendis og vinur vina sinna. Hans verður sárt saknað og erfitt til þess að hugsa að geta ekki notið krafta hans lengur. Kæri vinur, ég vil f.h. Þjóðdansa- félags Reykjavíkur þakka sam- fylgdina á liðnum árum og sendi aðstandendum innilegustu samúð- arkveðjur. Guð blessi minningu Ómars Aðal- steinssonar. Bjarni R. Þórðarson, formaður Þ.R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.