Morgunblaðið - 16.02.1994, Page 42

Morgunblaðið - 16.02.1994, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1994 VETRAROLYMPIULEIKARNIR I LILLEHAMMER Diann Roffé stal senunni BANDARÍSKA skíðakonan Diann Roffe, heimsmeistari í stórsvigi 1985, tryggði landi sínu önnur gullverðlaunin á Ólympíuleikunum er hún sigr- aði í risasvigi í gær. Roffe fór fyrst niður harða brautina og náði fábærum tfma, 1.22,15 mín. en brautin var 2.035 metra iöng. Roffe varð önnur í stórs- viginu f Albertville en var stað- ráðin í að láta það ekki endur- taka sig. Roffe, sem er 31s árs og með eldri alpagreinakonum Ólym- píuleikanna, sagði að þessi árangur kæmi sér ekki sérlega á óvart, „en ég gæti trúað að margir væru hissa á að ég skyldi sigra,“ sagði hin 26 ára Roffi eftir sigurinn. „Ég renndi. mér af hjartans list og ánægju og það er skýringin. Ég veit ekki hvers vegna Bandaríkja- mönnum gengur svona vel þegar á reynir, en ég skíðaði mjög vel um miðhluta brautarinnar og eins neðsta hluta hennar.“ „Það var erfitt að bíða í markinu , . eftir að allar stúlkurnar höfðu rennt sér niður. Ég var mjög taugaóstyrk og þorði ekki að fagna fyrr en keppninni var lokið,“ sagði bandaríski Ólympíumeistarinn. Hún var ekki einu sinni í fyrsta ráshópi í risasvigi heimsbikarsins í vetur, enda stórsvigið hennar sérgrein. Það voru því sem áttu von á að stæli senunni í Lilleham- mer. í öðru sæti varð rússnesk stúlka, Svetlana Gladisheva, en hún var „ v með rásnúmer 35 og árangur hennar því mjög góður. Hún er fyrsti keppandinn frá fyrrum Sov- étríkjunum sem vinnur til verð- launa í alpagreinum. Þriðja varð heimsmeistari unglinga í risasvigi, Isolde Kontner frá Italíu, en hún var önnur í rásröðinni, næst á eft- ir Roffe. Með því að komast upp á milli Roffe og Kontner ýtti Gla- Reuter Diann Roffe (fyrir miðju) kom mjög á óvart í gær er hún varð Ólympíumeistari í risasvigi kvenna og færði Bandaríkjunum önnur gullverðlaunin í alpagreinum á leikunum. Svetlana Gladischeva frá Rússlandi (t.v.) varð önnur og ítalska stúlkán Isolde Kostner þriðja. disheva sænsku stúlkuna Pernillu Wiberg út af yerðlaunapallinum. Margar snjallar skíðakonur náðu ekki að ljúka keppni, enda brautin erfið og hörð. Þar á meðal voru svissneska stúlkan Heidi Zúrbriggen Katja Seizinger frá Þýskalandi og ítalska stúlkan Bib- iana Perez. Alenka Dovzan frá Slóveníu, sem sigraði í heimsbikar- móti í Cortinu á Italíu fyrir skömmu, gerði heiðarlega tilraun til að ná betri tíma en Roffe — var með besta millitímann en skömmu síðar sleppti hún porti og þar með var draumurinn búinn. Sömu sögu er raunar að segja af löndu hennar, Spelu Pretnar, sem var með rásnúmer 28. Hrað- inn var of mikill fyrir hana og það fór fyrir henni eins og svo mörg- um keppendum, hún keyrði út úr brautinni. ÁSTA S. Halldórsdóttir frá ísafirði fann sig ekki í risasviginu á Ólympíu- leikunum í gær eins og svo margar fleiri stúlkur. Hún keyrði útúr braut- inni, sem var mjög erfið, eftir einn þriðja hluta hennar og hætti keppni. Ásta var svekkt yfir gengi sínu og ákvað að fara strax eftir keppnina til Östersund í Svíþjóð þar sem hún ætlar að undirbúa sig fyrir keppnina í stór- svigi og svigi, en svigið er hennar sterk- asta grein og þar gerir hún sér vonir um að verða á meðal 20 efstu. Hún ætlar að keppa á móti í Áre á laugar- daginn og kemur aftur til Lillehammer eftir helgi. ■ GERHÁRD Rainer bobb- sleðamaður og lögreglumaður frá Innsbriick í Austurríki var send- ur heim frá Lillehammer á laugardaginn, daginn sem Ólymp- íuleikarnir voru settir, eftir að hann hafði fallið á lyfjapró fi sem tekið var fyrir leikana í Austurríki. Hann hafði tekið inn steralyf til að flýta fyrir bata vegna meiðsla. ■ TONYA Harding, bandaríska skautastúlkan sem svo mjög hefur verið sviðsljósinu að undanförnu vegna árásarinnar á Nancy Kerr- ingan, segist vera með tilboð frá Playboy-útgáfunni um að sitja fyrir eftir Ólympíuleikana í Lille- hammer og fær hún fyrir það um 15 milljónir íslenskra króna. Ólíkt hafast þær að stöllurnar því Kerr- ingan hefur fengið tilboð um að leika í sjónvarpskvikmynd. ■ NORÐMENN, sem hafa unnið flest verðlaun á Ólympíuleikun- um það sem af er, gerðu góðlát- legt grín af frændum sínum og grönnum, Svíum , í norska Dag- bladet í gær. í fyrirsögn blaðsins sagði; „Noregur efst en Svíþjóð á sama stalli og Fijieyjar “ — hafa enn ekki unnið verðlaun. Norðmenn hafa unnið tvenn gull- verðlaun og þrenn silfurverðlaun. ■ NORSKA veðurstofan er með útibú í Lillehammer meðan á leik- unum stendur og þar verða stöðugt átta veðurfræðingar og fimm að- stoðarmenn á vakt allan sólar- hringinn. Nákvæmar veðurmæl- ingar og spár skipta mótsstjórn, þjálfara og skíðasmurningsmenn afar miklu máli og getur ráðið úrslita áhrifum á árangur í keppn- inni. Fjórða gull Egerovu Kirvesniemi, sem er 38 ára, krækti sér í brons Di Centa vann önnur verðlaun sín Lyubov Egorova frá Rússlandi, sem sigraði í tveimur greinum í Albertville, var fyrst í mark í 5 km göngu með hefðbundinni aðferð í Lillehammer í gær. Þetta var fyrsti sigur hennar í greininni á alþjóða móti og þar með eru ólympíugullin orðin fjögur, en hún hefur aldrei hafnað neðar en í öðru sæti í þeim sjö greinum, sem hún hefur keppt í á Ólympíuleikum. Manuela Di Centa frá Italíu hafði sætaskipti við Egorovu frá því í 15 km göngunni, en Maija-Liisa Kirvesniemi frá Finnlandi, fyrrum ólympíumeistari, sem er 38 ára, varð í þriðja sæti og er elsti finnski verðlaunahafinn á Vetrarólympíuleikum. Rússneska gull- og silfurstúlkan var 19,5 sekúndum á undan ítölsku stöllu sinni í mark og lauk keppni á 14.08,8 mínútum í 18 stiga frost- inu. Engin stúlka hefur sigrað í fleiri norrænum greinum á Olymp- íuleikum og hún er í fjórða sæti á lista verðlaunahafa kvenna í sögu leikanna. Egorova á eftir að keppa í þremur greinum og haldi hún uppteknum hætti skýst hún upp að hlið löndu sinnar Raisu Smetaninu, sem hefur fengið 10 verðlaun á Vetrarólympíuleikum. Kirvesniemi, sem sigraði í öllum þremur einstaklingsgreinunum í Sarajevo 1984 (eftirnafn hennar var þá Hamalainen), vann til ólymp- íuverðlauna i sjötta sinn,en hún var 7,7 sekúndum á eftir Di Centa. „Það kom mér að vissu Ieyti á óvart að fá bronsið, en draumurinn var að vinna til verðlauna á þessum leikum," sagði hún. Maijut Rolig frá Finnlandi, sem átti titil að veija, varð í 14. sæti og rússneski heimsmeistarinn Lar- issa Lazutina hafnaði í sjötta sæti. Egorova sagði sigurinn ánægju- legri en gullin í Albertville. „Þá sá ég aðeins ólympíufánann og heyrði ólympíusönginn við verðlaunaaf- hendinguna, sem var ekki nógu gott, en nú var rússneski fáninn dreginn að húni og það var mun betra.“ tVALSMÓTIÐ í BRIDGE verður haldið í Valsheimilinu mánudagana 21. og 28. febrúar kl. 20.00. Skráning hjá húsverði í síma 11134. Tvímenningur, keppnisgjald kr. 1.000 á mann fyrir bæði kvöldin. 1. verðlaun kr. 6.000. 2. verðlaun kr. 4.000. 3. verðlaun kr. 2.000. Allir spilarar velkomnir. Nefndin. Dómarar LISTSKAUTAHLAUP Listskautahlaup skiptist í þrjár greinar; einstaklings- keppni, parakeppni og ísdans eöa skautadans. Einstakllngs- og parakeppnl Keppnin í þessum greinum skiptist í tvo hluta; grunn- æfingar (stutt atriði) og frjálsar æfingar (langt atriði). Æfingarnar eru gerðar við tónlist sem keppendur velja sjálfir. IsdansMBBBBKBBSBBHHBBHBsti Skiptist í þrjá hluta; Skylduæfingar: Keppendur sýna tvo skyldudansa. Grunnæfingar: Parið velur tónlistina sem verður að passa við fyrirfram ákveðnar æfingar. Frjálsar æfingar: Keppendur mega dansa við hvaða takt sem er, en atriðið má vera lengra en 4 mfnútur. Dómgæsfa Níu alþjóðlegir dómarar gefa einkunnir i hverri keppni. Hver dómari gefur hverjum kepp- anda eða pari einkunn (0.00 - 6.00) fyrir tækni og listræna tjáningu Torvill og Dean Breska skautaparið sem varð Ólympiumeistari iisdansi 1984 er varö m.a. té Skautar Skauta-blöðin eru íhvolf þannig að aðeins brúnirnar snerta svellið. Mest nlu dómarar Axel-Paulsen stökk Margar ælíngar og stökk eins og sýnt er hér til hliöar eru nefnd eftir frægum listhlaupurum. DAGSKRÁ Feb13 Grunnæfingar * (patak.) Feb 20 Grunnæfinar (isoans) Feb 15 Frjálsar æfingar PaHIY f5Snmn»finnðí', - Ht, (parak.) Feb 21 Frjálsar æfingar (fsdans) Feb18 Skylduæfingar (ísdans) Feb 25 Frjálsar æfingar ' ilNyiiUlj; (konur) Feb 19 Frjálsaræfingar (kariar) Feb26 Sýníng ■HHHÉ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.