Morgunblaðið - 16.02.1994, Síða 34

Morgunblaðið - 16.02.1994, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1994 fclk í fréttum Morgunblaðið/Bjarni Helgason Haraldur Sigurðsson sem Þorvaldur hreppstjóri og formaður þjóðhátíðarnefndar, Edda Björgvins- dóttir fjallkona, Sigurður Sigurjónsson tamningamaður og Þórhallur Signrðsson fjallkóngur komin úr gervum sínum og taka við þakklæti þjóðhátíðargesta við lok skemmtidagskrárinnar á Sögu. Merki þjóðhátíðarinnar er að sjálfsögðu á sölutjaldinu. Velheppnuð Þjóð- hátíð á Sögu Óvei\julegt er að sjá Ragnar Reykás og Magnús bónda saman en það gerist á Þjóðhátíð á Sögu. Ragnar var á nýrri gerð af Lödu- jeppa sínum. Skemmtanir Helgi Bjarnason að er orðinn árviss viðburður að sett sé upp skemmtidagskrá í Súlnasal Hótel Sögu. Skemmtunin felst í kvöldverði, skemmtidagskrá og dansleik. Samkomur þessar hafa notið vinsælda, ekki síst hjá smærri jafnt og stærri hópum. Þannig er mikið um að starfsmannafélög af landsbyggðinni mæti í Súlnasalinn og það hefur aukist að starfsfólk fyrirtækja fari saman, félagasamtök og saumaklúbbar. Þessir hópar og jafnvel fleiri verða ekki sviknir af nýrri skemmtun sem haldin verður á laugardagskvöldum á næstunni undir heitinu Þjóðhátíð á Sögu. Uppselt var á frumsýningu Þjóð- hátíðar á Sögu síðastliðið laugar- dagskvöld. Skemmtidagskráin er tvískipt, fyrri hlutinn er undir borð- haldi og aðaldagskráin hefst þegar menn hafa lokið við matinn. Dag- skráin er brotin upp í mörg stutt atriði en þau og dagskráin í heild eru tengd saman með þjóðhátíðar- haldi 17. júní í litlu samfélagi úti á landi. Umgjörð skemmtunarinnar tekur mið af þjóðhátíðarhaldinu, barimir eru orðnir að sölutjöldum fyrir pyls- ur og blöðrur og íslenski fáninn er áberandi. Lambahryggur fjallkóngsins Á matseðlinum er hægt að velja um humarfyllta laxavefju hrepp- stjórans eða kampavínsbætta þjóð- hátíðarsúpu með kjúklingum og þistlum. í aðairétt er gi'illsteiktur lambahryggur framreiddur með smjörristuðum jurtum fjallkóngsins eða hunangsgljáður grísahryggur fjallkonunnar eða grænmetisréttur Sögufélagsins. í eftirrétt er boðið upp á hindbeijatertu kvenréttinda- konunnar eða ístertu djáknans. Und- irritaður hefur stundum farið á svip- aðar samkomur og gerir sér grein fyrir því hvað erfitt er að elda og bera fram fjöldaframleiddan mat svo öllum líki en orðið Ijúfmeti lýsir best lambahryggnum. Þá var þjónustan einnig til mikillar fyrirmyndar. Þorvaldur hreppstjóri og formað- ur þjóðhátíðamefndar setti samkom- una og undir borðhaldi var harmon- íkuleikur Jónu Einarsdóttur, dans- flokkurinn Battú sýndi listir sínar og Reynir Guðmundsson (nýr Raggi Bjarna á Sögu?) söng. Þá var fjölda- söngur, „brekkusöngur á Þjóðhátíð". Þjóðþekktar persónur Björn G. Björnsson leikstýrir há- tíðardagskránni sem er í höndum fjögurra úr landsliði skemmtikraft- anna, þeirra Þórhalls og Haralds Sigurðssona, Sigurður Siguijónsson- ar og Eddu Björgvinsdóttur. Koma þau fram í allra kvikinda líki, en þjóðþekktar persónur eru þó áber- andi. Meðal persóna og atriða má nefna Þorvald hreppstjóra, Hrafn Gunnlaug Oddsson, séra Kristin, Kristján heiti ég Ólafsson, fjallkon- una Úrsúlu von Knapen, Bjama Fel, skátann, björgunarsveitarmann, nýbúa, þjóðlagatríó, Dengsa, Beru XL, verði laganna, Ladda í gervi Bubba, veru að handan, Ragnar Reykás og Magnús bónda. Skipting- ar voru hraðar og aldrei dauður punktur í rúma klukkustund. Hljómsveitin Saga Klass ásamt söngvurunum Berglindi Björk Jón- asdóttur og Reyni Guðmundssyni lék síðan fyrir dansi. Töluvert virðist vera lagt í Þjóð- hátíð á Sögu. Undirritaður skemmti sér vel. Er það eini mælikvarðinn sem hann getur notað um skemmtun sem þessa sem ávallt hlýtur að ráð- ast af persónuiegum smekk fólks. Virtist fólk almennt njóta kvöldsins. Miði á skemmtunina kostar 4.700 krónur. Hótel Saga býður fólki sem ekki vill nýta sér tjaldstæðin sérkjör þar sem skemmtunin ásamt gistingu í eina nótt kostar 7.300 kr. Það fer ekki á milli mála að verkið er líflegt á sviði, FJÖLBRAUTASKÓLI BREIÐHOLTS Flytja Elsku Gæsku á Hótel Islandi Fjölbrautaskólinn í Breiðholti hélt árshátíð sína nýverið og í tilefni af því var settur upp söngleikurinn „Elsku Gæska“, eða „Sweet Cha- rity“ eins og hann er nefndur á frum- málinu. Hera Björk, nefndur „mark- aðsstjóri" Breiðhyltinga í tengslum við sýninguna sagði þetta viðamikla uppfærslu sem um 120 nemendur tækju þátt í. Aðalæfing var á mánu- dagskvöld og frumsýning í gærdag. Aukasýning verður svo á fímmtu- dagskvöld klukkan 20, en sýningar- staðurinn er Hótel ísland. Verkið er eftir Neil Simon og hefur verið gerð kvikmynd að því þar sem Shirley McLaine og Sammy Davis yngri voru meðal leikenda, en verkinu var þá leikstýrt af Bob Fosse. Sagan er um vændiskonuna Elsku Gæsku, sem vill fyrir alla muni losna úr viðjum síns lífernis, en tekst það svona upp og ofan. Hlutverk hennar er í höndum Þórdísar Evu Þorleiks- dóttur, en önnur aðalhlutverk eru í höndum Eiríks Kristinssonar sem leikur Óskar, Bóasar Valdórssonar, sem fer með hlutverk „Pabba P“, og þeirra Stellu Guðnýjar Kristjáns- dóttur og Guðrúnar ðlu Jónsdóttur sem leika vændiskonumar Stellu og Gógó. Katrín Ólafsdóttir dansari er leikstjóri, en Hera Björk markaðs- stjóri sagði það þó ekki vísbendingu um einsleitt eðli sýningarinnar, held- ur væri verkið jöfnum höndum dans, leikur og söngur. Tólf manna hljómsveit flytur tón- list Harðar Bragasonar og Hera vildi auk þessa alls þakka Páli Óskari Hjálmtýssyni fyrir aðstoð hans við þýðingu á söngtextum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þórdís Eva Þorleiksdóttir í hlut- verki Elsku Gæsku ásamt með- leikara sínum.. Hera Björk svaraði því til aðspurð að ekki væri fyrirhugað að ferðast með sýninguna að hætti Verslunar- skólanema, „Verslingarnir lögðu mikla vinnu í sitt verkefni og það er stórt í sniðum. Það er glæsilega gert hjá þeim, en við kusum að hafa okkar smærra í sniðum, hafa það meira bara fyrir skólann," svaraði markaðsstjórinn. KOSNING Reuter Rómantískasti maður Bretlands Knattspyrnumaðurinn Anthony Argyle var nýverið kjörinn rómantísk- asti maður Bretlands árið 1994 en hann lét birta bónorð til unnustu sinnar á Ijósaskilti á leik liðs hans, Plymouth. Unnustan játaðist Argyle í hálf- leik og giftust þau í síðasta mánuði. Auk titilsins hlýtur Argyle ferð til Hong Kong, 75.000 krónur og ársbirgðir af súkkulaði, en ekki fylgdi sögunni hversu mikið magn það er. Á myndinni heldur Argyle á leikkon- unni Britt Ekland, sem afhenti honum verðlaunin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.