Morgunblaðið - 16.02.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1994
31
sér að öllum hnöppunum sem hún
átti, stundum til að létta á hjarta
sínu, heyra sögu eða fá kandís, því
amma átti það til að bregða sér í
líki galdrakarls sem kunni töfraþui-
ur og gat gert ólíklegustu hluti á
borð við að galdra fram kandís úr
búrhillunni. En það ólíklegasta var
þó að þessi baðstofuamma mín var
ekki draumsýn heldur af holdi og
blóði, sjálfsagður hluti tilverunnar
sem barnið þáði umhugsunarlaust
og án þess að þakka pent fyrir sig.
Eitt var ömmu jafnvel hugleikn-
ara en fallegt ljóð og það var land-
ið, náttúran íslenska, sérstaklega
öræfin. Hún og afi ferðuðust mikið
á sumrin um og upp úr sextugsaldr-
inum og yfirleitt með Ferðafélagi
íslands. Ég var ekki allsendis
ókunnug ömmu sem náttúrubarni,
þau afi voru ötul að kippa mér með
í hálendisferðir þegar ég var þetta
sjö til tólf ára gömul. Úti í ís-
lenskri náttúru lék amma á als
oddi og það duldist held ég engum
hvað hún og hálendið áttu vel sam-
an. Hún hafði aldrei komið út yfir
landsteinana (sagðist að vísu ekkert
vera fráhverf því að bera Heidel-
berg augum) enda vissi hún sem
var að óravíddir Islandsfegurðar-
innar myndu endast henni alla ævi.
Kristín Elfa Guðnadóttir
Þegar æviröðull rennur,
rökkvar fyrir sjónum þér,
hræðstu eigi, Hel er f'ortjald
hinum megin birtan er.
Höndin sem þig hingað leiddi
himins til þig aftur ber
Drottinn elskar, Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
(Sig. Kr. Petursson)
Okkur langar að minnast elsku-
Iegrar fóstursystur og mágkonu.
Ásta var fædd á Hafurhesti í Ön-
undarfirði, næstelst af ellefu systk-
inum. Er hún var um tvítugt missti
hún móður sína og fjórum árum
síðar föður sinn. Þá var það hlut-
skipti Ástu að annast yngri systkini
sín, þar á meðal föður okkar, Daní-
el. Þau voru alla tíð mjög samrýnd.
Minningar tengdar Ástu frænku
eru margar en þó helst þær stundir
er hún og Ingimundur maður henn-
ar dvöldu hjá okkur á Efra-Seli eða
í sveitinni hans Danna bróður eins
og Ásta sagði svo oft. Þá var tekið
til hendinni við heyskapinn, farið í
gönguferðir, kýrnár sóttar með
okkur krökkunum, sagðar sögur,
farið með vísur, alltaf glens og
gaman. Ásta kunni nöfn á nánast
öllum ljöllum, hæðum og hólum,
fuglum, blómum og jurtanöfn. Hún
var afskaplega mikil útivistarkona,
enda ferðuðust þau hjónin mikið
unylandið og höfðu unun af.
Ásta og Ingimundur reistu sér
hús á Langholtsvegi_96 í Reykjavík.
Garðurinn hennar Ástu var sælu-
reitur. Þar undi hún sér við að laga
og fegra. Mikill gestagangur var á
Langholtsveginum, enda vinir og
ættingjar margir. Álltaf var frænd-
fólkið úr sveitinni svo hjartanlega
velkomið og móttökurnar rétt eins
og kóngurinn væri í heimsókn.
Vinnudagurinn var langur. Aldrei
féll lienni verk úr hendi, enda hjón-
in mjög atorkusöm og dugleg eins
og títt var um fólk af þeirra kynslóð.
Ásta var ákaflega hlý og yndisleg
kona sem gaf mikið af sjálfri sér
og mátti ekkert aumt sjá. Þegar
aldurinn færðist yfir og veikindi
heijuðu á Ástu og Ingimund önnuð-
ust börnin þeirra þau af einstakri
hlýju og umhyggju.
Ingimundur lést fyrir nokkrum
árum, en Ásta hefur dvalið á Hjúkr-
unarheimilinu Skjóli undanfarin ár.
Fyrir allt það sem Ásta veitti
okkur þökkum við af alhug. Nú eru
þau öll látin systkinin frá Hafur-
hesti. Eftir lifa yndislegar minning-
ar. Guðsblessun fylgi þeim.
Börnum Ástu og fjölskyldum
þeirra vottum við innlega samúð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Ásta mágkona og börn
Efra-Seli.
Bagnheiður Hannes-
dóttír — Minning
Fædd 12. ágúst 1932
Dáin 9. febrúar 1994
í byrjun janúar ók ég tengdamóð-
ur minni Ragnheiði Hannesdóttur á
Borgarspítalann. Það hvarflaði ekki
að mér annað en hún ætti aftur-
kvæmt. Að komið væri svo skjótt
að skilnaðarstund var einfaldlega
ekki inni í myndinni. Mín frámsýn
var e.t.v. einhver sjúkdómsmeðferð
og óvissa varðandi heilsufar hennar.
I eigingirni sá ég fyrir mér allnokk-
ur ár í viðbót. Áhyggjur mínar sneru
fremur að því hvaða breytingar yrðu
á einkahögum Ragnheiðar, vinnu
hennar og lífi. Vissulega var kvíði
fyrir erfiðari tíma fyrir hennar hönd,
tíma sem ég og aðrir aðstandendur
þurftum ekki að reyna.
Kynni mín af Ragnheiði og fjöl-
skyldu hennar á Kaplaskjólsveginum
byijuðu fyrir u.þ.b. 13 árum. Fljótt
var ég velkominn biðill dóttur henn-
ar, Rósu Þóru. Kaplaskjólsvegurinn
varð heimili mitt í nokkur ár meðan
við Rósa vorum í námi. Kynntist ég
ágætlega tengdaföður mínum heitn-
um og eiginmanni Ragnheiðar,
Magnúsi Péturssyni hljómlistar-
manni (f. 12. febrúar 1930, d. 28.
júlí 1983).
Ótímabært fráfall Magnúsar varð
Ragnheiði þungbært. Sorg og missir
heimilisföður þjappaði lítilli fjöl-
skyldu saman og öll samskipti urðu
náin og óijúfanleg.
Ragnheiður var Reykjavíkurbarn,
fædd og uppalin í Þingholtunum.
Hún var dóttir Hannesar Jóhannes-
sonar kennara (f. 4. nóvember 1893,
d. 23. mars 1957) og Þóru Guðlaugs-
dóttur (f. 8. júní 1896, d. 19. apríl
1993). Hún átti móðurætt sína að
rekja í Fellskot í Biskupstungum og
var stolt yfir sveitinni sinni og ætt-
fólki þaðan. Ég fékk að vita að fað-
ir hennar skipaði sérstakan sess í
hjarta hennar.
Ég á skemmtilegar og góðar
minningar um samveru með Ijórum
hressum stúlkum, langömmu,
ömmu, mömmu og dóttur. Það gefst
ekki öllum.
Ég vil minnast Ragnheiðar fyrir
vingjarnlegt og glaðlegt viðmót sem
ég reikna með að flestir muna sem
þekktu hana. Dýpra í Ragnheiði bjó
fíngerð lítil og falleg stúlka sem mér
þótti afar vænt um. Það gleður mig
óneitanlega mikið að ég finn fyrir
töfrum þessarar stúlku í eiginkonu
minni og vona að svo verði um okk-
ar komandi ættliði. Á síðustu árum
þótti mér ekki síst aðdáunarvert hve
auðveldlega Ragnheiður lék sér við
barnabörn sín, litlu stúlkurnar sínar
og nálgaðist þær af einlægni barns-
ins. Hún veitti börnunum sínum
mikla ást og umhyggju og var ávallt
reiðubúin að gefa þeim það sem hún
gat hveiju sinni. í varkárni sinni
hafði Ragnheiður skrifað rétt
ófæddu barni mínu og dóttur sinnar
bréf sem á stendur: „Litla barnið
mitt.“ Skilaboðin segja það sem
segja þarf.
Élsku Ragnheiður, ég skal varð-
veita litlu stúlkuna þína eins vel og
ég get. Hvíl þú í friði.
Gunnar Hrafn Richardson.
Að kvöldi miðvikudagsins 9.
febrúar andaðist á Borgarspítalan-
um í Reykjavík Ragnheiður Hann-
esdóttir, fulltrúi, eftir stutta en erf-
iða sjúkralegu. Heilsa hennar og
kraftar höfðu farið mjög þverrandi
síðustu mánuði og hafði hún gengist
undir margar erfiðar og víðtækar
rannsóknir. Engu að síður tókst
henni að mestu leyti að mæta til
starfa sinna hjá Hollustuvernd rík-
isins mest allt síðasta ár. Síðustu
samverustundir okkar með henni á
vinnustað voru um miðjan janúar
skömmu áður en hún lagðist á
sjúkrahús vegna rannsóknar á
lunga. Sú rannsókn leiddi í ljós að
um illkynja meinsemd var að ræða
sem kallaði á stærri aðgerð. Ragn-
heiður komst aldrei til meðvitundar
eftir aðgerðina. Skurðaðgerðin og
ýmis eftirköst sem henni fylgdu
reyndust veikburða líkamskröftum
hennar ofviða. Með því fékk Ragn-
heiður okkar hvíld frá heilsuleysi,
kvíða og einmanaleika, sem ein-
kenndi líf hennar í vaxandi mæli
síðustu misserin.
Ragnheiður Hannesdótíir fæddist
þann 12. ágúst 1932 og var hún
dóttir hjónanna Hannesar Jóhann-
essonar, málarameistara, og Þóru
Guðlaugsdóttur. Auk Ragnheiðar
áttu þau soninn Guðlaug Hannesson,
sem einnig er starfsmaður Hollustu-
verndar ríkisins. Guðlaugur, sem er
einn virtasti brauðryðjandi á íslandi
á sviði gerlafræði og matvælarann-
sókna, berst nú fyrir lífi sínu á Land-
spítalanum í Reykjavík eftir um-
fangsmiklar skurðað-gerðir. Starfs-
menn Hollustuverndar biðja honum
guðs blessunar í þeirri baráttu með
einlægri von um að fá að sjá hann
aftur á vinnustað. Ragnheiður ólst
upp í Reykjavík og lauk_ prófi frá
Verslunarskóla íslands. Árið 1956
gekk hún að eiga Magnús Péturs-
son, píanóleikara, tónlistarkennara
taka mér svo vel. Þegar ég kom að
honum tók hann utan um höfuðið á
mér og skríkti. Það var svoleiðis sem
hann kelaði við fólk.
Þó að Bimmi litli væri oft veikur,
þá var ekki langt í þetta fallega
bros sem hann gaf þeim sem hann
elskaði og þótti vænt um.
Mér fannst það algert áfall að
heyra að þessi litli vinur minn væri
farinn frá okkur; en við getum þó
verið ánægð með það að hann þarf
ekki að kveljast meir og hann verður
alltaf hjá okkur í anda.
Elsku Sigurmundur, Inga, Una,
Siggi yngri og Steina, ég bið Guð
að gefa ykkur styrk í þessari miklu
sorg, en við skulum muna það, að
við gefum þá aftur Guði í þeirri trú
að við sjáum þá aftur þegar við
komum aftur heim til Guðs.
Mig langar að ljúka þessu með
þessum orðum:
Láttu nú Ijósið þitt
lýsa við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
og tónskáld. Varð þeim tveggja
barna auðið, sem eru Hannes Magn-
ússon, gerlafræðingur og deildar-
stjóri hjá Rannsóknastofnun fiskiðn-
aðarins, kona hans er Elisabeth
Cook, lífefnafræðingur og eiga þau
eitt barn; og Rósa Þóra Magnúsdótt-
ir, BA, maður hennar er Gunnar ^
Hrafn Richardson, forstöðumaður
Félagsmiðstöðvar Garðabæjar, og
eiga þau eitt barn og annað er í .
vændum á næstu dögum. Magnús
Pétursson lést árið 1983. Þegar ann-
ir Ragnheiðar við hefðbundin heimil-
isstörf og barnauppeldi minnkuðu
hóf hún störf utan heimilis, fyrst
hjá Landsbanka íslands þar sem hún
starfaði í um það bil áratug. Árið
1980 hóf Ragnheiður störf sem
skrifstofumaður hjá Matvælarann-
sóknum ríkisins, sem var undir for-
stöðu bróður hennar, Guðlaugs. Þeg-
ar Hollustuvernd ríkisins var stofn-
sett árið 1982 var starfsemi Mat-
vælarannsókna ríkisins felld undir
stofnunina og gerðist Ragnheiður
þá starfsmaður Hollustuverndar.
Hjá Hollustuvernd ríkisins starfaði
Ragnheiður síðan óslitið til dauða-
dags, fyrst sem skrifstofustjóri rann-
sóknastofunar, ritari forstjóra og
síðar sl. fjögur ár við almenn skrif-
stofustörf á aðalskrifstofu fyrir yfir-
stjórn stofnunarinnar. í störfum sín-
um fyrir Matvælarannsóknir og
Hollustuvernd ríkisins var Ragnheið-
ur annáluð fyrir trúmennsku, ná-
kvæmni og færni. Ætíð mátti
treysta því að bréf og skjöl frá stofn-
uninni væru óaðfinnanleg þegar þau
komu úr hennar höndum. Við sam-
starfsfólk Ragnheiðar sjáum nú á
bak tryggum starfsmanni sem unnið
hefur við stofnunina frá upphafi.
Grimm örlög réðu því að þrek henn-
ar og kraftar þrutu langtum fyrr en
vænta mætti miðað við aldur.
Stjórn og starfsfólk Hollustu-
verndar ríkisins þakkar Ragnheiði
Hannesdóttur fyrir trúmennsku,
góðan félagsskap og vönduð vinnu-
brögð á löngum starfsferli hjá stofn-
uninni. Börnum hennar og barna-
börnum sendum við okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning Ragnheiðar Hannesdóttur.
F.h. Hollustuverndar ríkisins,
Hermann Sveinbjörnsson.
Elsku Sigurmundur minn, ég
sakna þín svo mikið.
Þín eilífðar vinkona.
íris Blandon (yngri).
Elsku litli drengurinn okkar, afi
og amma kveðja þig með miklum
söknuði. Þín allt of stutta ævi veitti
okkur og öllum þeim sem þér kynnt-
ust svo mikla gleði.
Þú kenndir okkur að meta lífið á
allt annan hátt en við áður gerðum,
skinin milli skúranna í tilveru þinni
voru okkur meira virði en allt sem
við höfðum áður þekkt.
Brosin sem þú gafst okkur, oft
og tíðum svo þjáður, geymum við í
minningunni allt til þess við hitt-
umst öll hjá Guði.
Þær stundir sem við fengum að
hafa þig heima á daginn þegar þú
varst hress eru þær bestu sem við
höfum lifað, þessar stundir juku
vonina og efldu trú á betri tíma, tíma
sem aldrei komu. Að koma í heiminn
og eiga aðeins veika von um ein-
hveija lífdaga en vera samt svo skýr
og vel gerður er sorglegra en orð
fá lýst. Við lærðum að meta það hve
mikils virði heilbrigðið er.
Þú tókst á við sömu annmarka
og litla stúlkan sem allur heimurinn
fylgdist með á síðasta ári beijast við
dauðann eftir mestu líffæraflutninga
sem framkvæmdir hafa verið.
Þið urðuð bæði undir í baráttunni
um lífið, en vonandi varð þessi bar-
átta til einhvers, kannski til þess að
einhver börn framtíðar sem þjást af
því sama, njóti góðs af þeirri þekk-
ingu sem hlaust af baráttu ykkar.
Elsku litli drengur, nú ert þú kom-.
inn til Guðs og laus við þjáningarn-
ar, við biðjum hann að vernda þig
og blessa um alla eilífð. Við biðjum
Guð um að :styrkja foreldra þína og
alla þá sem sakna þín nú svo sárt.
Þá viljum við þakka öllum þeim
sem önnuðust þig, hjúkrunarfólki og
öllum öðrum sem studdu þig á stuttri
ævi.
Jórunn Sigurðardóttir,
Sigurður K. Eggertsson.
Sigurmundur Sigur-
mundsson
Fæddur 22. febrúar 1993
Dáinn 8. febrúar 1994
Elsku Simmi minn!
Þú varst fyrsta barnið sem ég sá
þegar ég var lögð inn á barnadeild
Landspítalans í júlí sl. en eftir það
vorum við oft saman og áttum marg-
ar góðar stundir saman.
Eftir að ég fór heim kom ég oft
í heimsókn uppá deild 13E. En- nú
ert þú farinn, Simmi minn, og við
getum ekki leikið okkur saman meir.
Ég sem hlakkaði svo til að leika
við þig í sumar, en það átti ekki að
verða. Þú varst svo duglegur og þín
verður sárt saknað en ég gleymi þér
aldrei. Okkar tími þó stuttur væri
var mér mjög dýrmætur. Guð geymi
þig, Simmi minn, og takk fyrir
ógleymanlegar stundir.
Þín Elísabet.
Mig langar að kveðja lítinn en þó
dýrmætan vin minn með örfáum
orðum. Ég og dóttir mín vorum
þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að
kynnast Simma litla haustið ’93.
Við féllum fyrir honum um leið.
Bimmi eins og hann var kallaður af
sínum nánustu var yndisiegt barn.
Hann var fallegur, blíður, skemmti-
legur og einstakur gleðigjafi.
Bimmi var oft lasinn og mikið
þjáður en alltaf var stutt í brosið sem
bræddi hjarta manns. Það var sárt
að þurfa að horfa uppá þennan ynd-
islega dreng berjast fyrir lífi sínu
en það gerði hann svo sannarlega
mörgum sinnum. En þær eru líka
ófáar skemmtilegu minningarnar frá
þeim kvöldum sem við fengum að
vera hjá honum á deild 13E á Land-
spítalanum.
Elsku Bimmi minn, ég gleymi þér
aldrei og ég þakka fyrir þau forrétt-
indi að hafa fengið að þekkja þig
-Mmnmg
þennan þó stutta tíma. Það er hugg-
un að vita til þess að þessum þján-
ingum skuli nú lokið og að þú hvílir
nú í örmum Guðs, umvafinn englum
hans.
Elsku Una, Siggi eldri, Inga og
Simmi eldri, Steina og Siggi yngri
og allir aðrir ástvinir, megi algóður
Guð gefa ykkur styrk og sátt í þéss-
ari miklu sorg.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús,' þér ég sendi
bæn frá mínu bijósti sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
íris L. Blandon.
Mig langar að fá að kveðja lítinn
vin minn með nokkrum orðum.
Bimmi eins og hann var kallaður
af sínum nánustu, fæddist veikur
og hefur alltaf þurft að vera á spít-
ala. Hann bariðst oft fyrir lífi sínu
og það var oft alveg hræðilegt að
horfa á þennan litla, fallega dreng
kveljast svona.
Ég fékk þá Guðs gjöf að fá að
kynnast Bimma í október í haust,
þá var hann aðeins níu mánaða gam-
all. Ég man að það fyrsta sem hann
gerði þegar hann sá mig var að
skoða mig vel og vandlega eins og
hann gerði með alit sem var honum
nýtt. En eftir það urðum við góðir
vinir. Mér er það minnisstætt að
þegar ég og móðir mín fórum upp
á spítala til að vera hjá honum var
okkur mjög vel tekið af starfsfólki
og allt var svo heimilislegt á deild
13 E á Landspítalanum.
Sigurmundi hrakaði mjög fyrir
um það bil hálfum mánuði, þá byij-
aði hann að veijast einu sinni enn.
Ég trúði ekki að hann myndi fara,
því hann var orðinn svo stór og
sterklegur og það var orðið svo gam-
an að honum. Hann var farinn að