Morgunblaðið - 16.02.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.02.1994, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1994 Landbúnaðarráðherra um búvörufrumvarpið Breytingar rúmast imian samkomulags Fulltrúi Alþýðuflokks segir samkomu- lagið brotið í þremur atriðum Morgunblaðið/Rúnar Þór Stórmeistari teflir fjöltefli IVAN Sokolov stórmeistari hlaut \l'h vinning af 18 mögulegum í fjöltefli sem fram fór á vegum íslands- bankamótsins á Akureyri í gærkvöldi. Það var Smári Olafsson verslunarmaður sem gerði jafntefli við Ivan en hann er stigahæsti skákmaður sem teflt hefur á Akureyri til þessa og er hann í fjórtánda sæti að stigum í heiminum í dag. Jón Árni Steingrímsson, 8 ára, var yngsti þátttakandinn í fjölteflinu við Sokolov. HALLDÓR Blöndal landbúnaðarráðherra segir að þau atriði sem nú er rætt um í Iandbúnaðarnefnd að breyta í búvörufrumvarpi ríkisstjórnarinnar rúmist innan frumvarpsins og þess samkomulags sem gert var. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra og for- maður Alþýðuflokksins, vildi í gær ekki tjá sig um þann ágreining sem uppi er í landbúnaðarnefnd Alþingis um afgreiðslu frumvarps- ins. Gísli S. Einarsson, fulltrúi Alþýðuflokksins í nefndinni, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði á fundi nefndarinnar í gær lagt fram um 5 atriði þar sem hann teldi að vikið væri frá pólitísku samkomulagi sljórnarflokkanna sem gert var í framhaldi af dómi Hæstaréttar í skinkumálinu. Þar á meðal væru lagatækni- Ieg atriði sem Alþýðuflokkurinn mundi ekki standa gegn en í þrem- ur atriðum þar sem vikið væri að 72. grein búvörulaganna væri gengið lengra efnislega en samkomulagið gerði ráð fyrir. í dag „Ég sagði í framsöguræðu minni,“ sagði landbúnaðarráðherra, „að það væri nauðsynlegt að land- búnaðamefnd færi nákvæmlega yfir texta frumvarpsins. Það liggur alveg ljóst hver sá pólitíski vilji er sem er að baki frumvarpsins og ég sagði að það væri óhjákvæmilegt að lagatextinn væri ótvíræður og skýr.“ Frumvarpið fól í sér breytingu á 52. gr. búvörulaga en nú er einnig rætt í landbúnaðamefnd um að gera breytingar á 72. gr. sem fjall- ar um heimild til álagningar verð- jöfnunargjalda. Um það sagði Hall- dór: „Það lá alltaf fyrir að það yrði að endurskoða ákvæði 72. greinar og það lá alveg skýrt fyrir í ríkis- stjórninni." „Ég tel að það sé ófært fyrir landbúnaðarnefnd að vinna öðru vísi en taka tillit til þess að það er búið að gera samkomulag um að fimm manna nefnd þessara ráðu- neyta gerði tillögur um innflutn- ingsmál vegna GATT-samningsins og hafi umþóttunartíma til ára- móta,“ sagði Gísli. Hann sagði að Indriði H. Þorláksson, skrifstofu- stjóri í fjármálaráðuneytinu, hefði verið boðaður á fund nefndarinnar á fimmtudag til að skýra afstöðu ráðuneytisins gagnvart þeim breyt- ingartillögum sem komið hafa fram Vísbending um drengina LÖGREGLUNNI í Reykjavík barst skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi visbending um að sést hefði til drengjanna tveggja, sem saknað hefur verið úr Keflavík, í leik- tækjasal í Reykjavík. Lögreglumenn fóru strax á staðinn en þegar þeir komu að var búið að loka leiktækjasaln- um og engan mann þar að fmna. Gerð var leit um miðbæ- inn en hún hafði engan árang- ur borið, þegar Morgunblaðið leitaði síðast frétta í nótt. Akureyri Landsbankinn mun eignast Odda 18 Uppruni Norömanna við frumvarp ríkisstjórnarinnar sem geri ráð fyrir skertu forræði ráðu- neytis yfir álagningu jöfnunar- gjalda og tolla umfram það sem gert hafi verið ráð fyrir í lista með stjómarfrumvarpinu. Gísli kvaðst telja málið á við- kvæmu stigi og ráðherrar hlytu að hittast og taka af skarið um það hvort þeir ætluðu að standa að gerðu samkomulagi eða ekki. 11.000 ára mannvistarleifar fundn- ar 20 Kópavogur Lóðaúthlutun í Fífuhvamms- landi 22-23 Leiðari________________________ Hallarekstur RÚV - Björk 22 Úr verinu Myndasögur ► Aukin sala hjá Coldwater - Vinningshafar í NBA-getraun Togskipin með 5.000 tonn af - Gæludýr vikunnar - talnaspil - þorski í fyrra - Afrif Loran C þrautir - Iítil fótboltasaga - Ilvað ekki’ ákveðin - Loðna um allan erum við að meina þegar við segj- sjó - Meira utan af mjöli og lýsi um svona? - ný lesendagetraun Rúmlega 9.500 voru atvinnulausir í janúar og hafa ekki áður verið fieiri Fleiri atvinnulausir í janúar- lok en að meðaltali í mánuðinum RÚMLEGA 9.500 manns voru að staðaldri atvinnulausir í janúarmán- uði og hefur atvinnuleysi hér á landi ekki áður mælst jafnmikið. Þetta jafngildir því að 7,7% af áætluðum mannafia á vinnumarkaði hafi verið atvinnulaus í mánuðinum, 1.470 fleiri en voru atvinnulausir að meðaltali í desember.og 3.220 fleiri en voru atvinnulausir í janúarmán- uði í fyrra. í lok janúar hafði atvinnuleysið heldur aukist frá meðal- tali mánaðarins því þá var á skrá 9.671 og hafði aðeins fækkað um 11 miðað við lok desembermánaðar. í frétt vinnumálaskrifstofu félags- málaráðuneytisins segir að búast megi við talsverðri fækkun atvinnu- leysisdaga í febrúar, þar sem loðnuvertíð sé komin í fullan gang. Hins vegar bendi breylingar á fjölda atvinnulausra í lok mánaðarins til að atvinnuleysi gæti átt eftir að aukast í febrúar á höfuðborgarsvæð- inu, á Vesturlandi og Vestíjörðum, ekki síst með tilliti til samdráttar í þorskveiðum. Af þeim 9.515 sem voru atvinnu- lausir að meðaltali í janúar voru 4.507 karlar eða 6,2% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði og 5.008 konur sem jafngildir 9,7% atvinnu- leysi meðal kvenna. í frétt vinnu- málaskrifstofu segir að meginástæð- ur þessa atvinnuleysis í janúar séu sveiflur í sjávarútvegi meðal annars vegna sjómannaverkfallsins fyrri- hluta mánaðarins, en einnig vegi þungt aukið atvinnuleysi í verslun og meðal iðnaðarmanna. Síðustu tólf mánuði hafa 5.870 að meðaltali verið atvinnulausir eða um 4,5% af mannafla á vinnumarkaði. Á árinu 1993 varð atvinnuleysi mest í des- ember 6,3% en fór annars hæst á árinu í marsmánuði í 5,4%. Atvinnu- leysi varð minnst í júlí og ágúst 3,2%. 10,2% atvinnuleysi á landsbyggðinni Atvinnuleysi eykst hlutfallslega mest á Vesturlandi, Norðurlandi vestra, Vestfjörðum og Austurlandi, en eykst minnst á Suðurlandi, höfuð- borgarsvæðinu og Suðurnesjum, en Suðumés er eini staðurinn á landinu þar sem atvinnuástand er betra í janúar í ár en í sama mánuði í fyrra. Atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu var að meðaltali 5,8% í janúar, 6,7% hjá konum og 5,2% hjá körlum. Á landsbyggðinni í heild er atvinnu- leysi verulega meira og er nú 58% meira en í janúar í fyrra. Það var að meðaltali 10,2%, hjá körlum 7,6% en 14,4% hjá konum. Atvinnuleysi er alls staðar verulega meira meðal kvenna en karla. Á Vesturlandi var atvinnuleysið 9,3%, 13,9% hjá kon- um og 6,3% körlum, á Vestfjörðum 3,1%, 3,7% hjá konum og 2,8% hjá körlum, Norðurlandi vestra 13,2% að meðaltali, 19,1% hjá konum og 9,3% hjá körlum, á Norðurlandi eystra 12,8% að meðaltali, hjá kon- um 16,8% og hjá körlum 10,1%, á Austurlandi 14,6%, hjákonum21,7% og hjá körlum 10,1%, á Suðurlandi 8,5%, hjá konum 11,3% og hjá körl- um 6,7% og á Suðurnesjum 8,5%, hjá konum 13,1% og 5,7% hjá körl- um. Sjá kort á bls. 17 Stjórnarliðar hvelja til aukins þorskkvóta Ekki stórvægilegar deilur segir Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráðherra NOKKRIR stjórnarþingmenn hvöttu til þess á Alþingi í gærkvöldi að skoðaðir yrðu möguleikar þess að auka þorskkvóta á yfirstandandi fiskveiðiári þegar stjórnarfrumvarp um stjórn fiskveiða var til fyrstu umræðu. Þá kom fram gagnrýni stjórnarþingmanna á einstaka þætti frumvarpsins. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra hafnaði hug- myndum um aukningu aflaheimilda í fyrirspurnartíma á Alþingi í fyrra- dag. Þegar hann mælti fyrir frumvarpinu í gær sagði hann dcilur um það ekki stórvægilegar. Umræður um frumvarpið og síðar frumvarp um Þróunarsjóð sjávarútvegsins stóðu fram á nótt. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum, sagðist telja óhjákvæmilegt að auka aflaheimildir í þorski og væru til þess ríkar ástæður, bæði líffræðileg- ar og efnahagslegar. Afiabrögð væru hvarvetna góð og sagðist hann trúa því að togararallið í næsta mánuði sýndi að þorskstofninn væri í örum vexti. Benti hann á vanda þeirra staða sem háðir væru þorskveiðum, meðal annars á Vestfjörðum, og ekki mætti til þess koma að þar yrði verk- efnaleysi yfir hábjargræðistímanti. Sturla Böðvarsson og Guðjón Guð- mundsson, þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, Vesturlandi, vildu ekki útiloka það að þorksveiðiheimildir yrðu auknar, Guðjón sagði að það gæti komið til greina að loknu togar- arallinu. Gísli S. Einarsson og Gunnlaugur Stefánsson, þingmenn Alþýðuflokks- ins á Vesturlandi og Áusturlandi, hvöttu til þess að skoða möguleikana á auknum þorskkvóta og lagði Gísli til, að auka kvóta um 20 þúsund tonn og úthluta helmingnum til þeirra byggða sem hefðu orðið verst úti við skerðingu á kvótanum og hinn helmingurinn yrði settur á kvóta- kaupamarkað til að styrkja tillögur nefndar þriggja ráðuneytisstjóra. Allir þingmennimir lýstu efasemd- um með ákveðin atriði frumvarpsins um stjórnun fiskveiða, sérstaklega varðandi veiðar smábáta. Alþýðu- flokksmennimir lýstu efasemdum með kvótakerfið í heild. Sturla og Guðjón gagnrýndu að gert væri ráð fyrir óheftu framsali kvóta milli skipa. Guðjón sagði að kvótinn hefði í æ ríkara mæli verið notaður til við- skipta. Sagði hann ósanngjamt að sameign þjóðarinnar gæti verið til sölu og vakti athygli á afstöðu sjó- mannasamtakanna. Tómas Ingi Olrich, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins í Norðurlandskjördæmi eystra, lýsti öndverðri skoðun. Vakti hann athygli á að frjálst framsal veiði- heimilda milli skipa væri grundvöllur fjárfestinga í sjávarútvegi, þróunar og markaðstengingar og hann væri orðinn grundvöllur stórs hluta ís- lenska hlutafjármarkaðarins. Það væri ábyrgðarleysi að skerða þetta frelsi. Sjá frásögn af umræðunum bls. 38-39:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.