Morgunblaðið - 16.02.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.02.1994, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1994 MICHAEL KEATON KEANU REEVES DENZEL WASHINCTON KENNETH BRANAGH ROBERT SEAN LEONARD EMMA THOMPSON jmtö ■UCH % acmdabouiI NOrHINGtó,' ÍAftKy. AKRSm HASKOLABIO SÍMI 22140 Spennumynd með Al Pacino (Scent of a Woman, Scarfece) og Sean Penn (Indian Runner) í aðalhlutverkum. Pacino afbragð að vanda og Sean Penn hefur verið orðaður við Óskarinn. Sýran og diskóið nýtur sín fullkomlega í nýju DTS DIGITAL hljóðkerfi HÁSKÓLABÍÓS. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Háskólabíó STÆRSTA BIOIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. Undir vopnum Vanrækt vor I Ys og þys út af engu irk-kk-k B.T. kkkkk jE.B. kkkk NY POST *k*k EMPIRE Storkostleg mynd sem hefur hlotiö mikiö lof gagnrýnenda. kkkMBL kkkfíás 2 kkkDV Sýndkl. 5,9.05 og 11.15. Addams fjölskyldugildin Sönn ast I Móttökustjórinn Grín- og spennumynd með CHRISTOPHER LAMBERT og MARIO VAN PEEBLES í aðalhlutverkum. Fíkniefnalögreglumaður handtekur glæpa- mann og í Ijós kemur, að hvor þeirra um sig býr yfir helmingi af leyn- darmáli sem mun gera þá forríka, ef þeir drepa ekki hvorn annan fyrst. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. ZIA MAHMOOD VANN FLUGLEIÐABIKARINN ENN EINU SINNI Erum stoltir af þessum sigrí Brids Guðmundur Sv. Hermannsson ZIA Mahmood vann með sveit sinni eyin einn sigurinn á Flug- leiðamóti Bridgehátíðar á mánudag. I þau 13. skipti sem Bridgehátið hefur verið haldin hefur Zia nú unnið Flugleiða- mótið fimm sinnum. Að þessu sinni voru sveitarfélagar hans Bart Bramley, Mark Molson og Russ Ekeblad. Islenskar sveitir urðu að þessu sinni i öllum öðrum verðlaunasætum en 80 sveitir tóku þátt í mótinu. „Við erum stoltir af þessum sigri, ekki síst vegna þess að í 2. sæti var sveit með þremur heimsmeisturum," sagði Zia þeg- ar hann tók við verðlaununum. En í 2. sæti varð sveit Lands- bréfa þar sem spila Guðmundur Páll Arnarson, Þorlákur Jónsson, Jón Baldursson, Sævar Þor- bjömsson og Sverrir Ármanns- son. í þriðja sæti varð sveit Raf- magnsveitna Reykjavíkur, en í henni spiluðu Jakob Kristinsson, Matthías Þorvaldsson, Páll Valdi- marsson og Ragnar Magnússon. Þessar sveitir fengu jafn mörg stig en sveit Landsbréfa vann innbyrðisleik þeirra. I 4. sæti urðu sigurvegarar síðustu Bridgehá- tíðar í sveit Glitnis, sem skipuð var Birni Eysteinssyni, Aðalsteini Jörgensen, Helga Jóhannssyni og Guðmundi Sv. Hermannssyni og í 5. sæti varð sveit Brynjólfs Gestssonar frá Selfossi en auk hans spiluðu Ríkarður Sverrisson, Sigfinnur Snorrason, Steinberg Ríkharðsson^ Þórður Sigurðsson og Þröstur Árnason. frarnir byrjuðu best Fyrirkomulagið á Flugleiða- mótinu var það sama og undan- farin ár: 10 umferðir með 10 spila leikjum eftir monradkerfi. Sveit Heidi Lillis frá írlandi byij- aði best og hafði fullt hús eftir tvær umferðir en datt síðan niður stigatöfluna. Sveit Rafmagn- sveitnanna tók þá forustu um tíma. Siglfirsku bræðrunum í sveit Sparisjóðs Sigluijarðar gekk einnig vel og þeir mættu Zia í 6. umferð á sýningartöflu. Þeir virtust byrja vel í leiknum en eft- ir þrjú spil kom í ljós að sveitim- ar sátu eins við bæði borð svo þessi þijú spil voru strikuð út. Zia vann svo leikinn 19-11 og tók forustuna og sleppti henni ekki eftir það. Fyrir síðustu umferð var Zia með 176 stig en Brynjólfur var í 2. sæti með 169 stig eftir að hafa unnið Zia 18-12 í 9. um- ferð. Rafmagnsveiturnar voru í 3. sæti með 167 stig og Lands- bréf í 4. með 163 stig. I síðustu Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson Líður vel á Islandi MÉR líður svo vel á, íslandi að ég kem og spila við sonarsyni ykkar ef ég má, sagði Zia Mahmood eftir að hafa tekið við sigur- laununum í Flugleiðamótinu. Á myndinni eru sveitarfélagar Zia, Bart Bramley, Mark Molson og Russ Ekeblad og Helgi Jóhanns- son forseti Bridgesambands íslands, sem afhenti verðlaunin. Komu á óvart SVEIT Brynjólfs Gestssonar frá Selfossi kom nokkuð á óvart í Flugleiðamótinu. Hún var ein af fáum sveitum sem vann Zia og átti mögulcika á sigri fyrir síðustu umferð. Frá vinstri eru Þröst- ur Árnason, Steinberg Ríkharðsson, Brynjólfur Gestsson, Sigfinn- ur Snorrason, Þórður Sigurðsson og Ríkharður Sverrisson. umferðinni spiluðu saman sveitir Zia og Rafmagnsveitnanna og Brynjólfs og Landsbréfa og áttu allar möguleika á sigri á mótinu með hagstæðum úrslitum. En Zia og Rafmagnsveiturnar gerðu jafntefli, 15-15, og Landsbréf unnu Brynjólf 19-11. Þegar Glitnismenn unnu sænsku Evr- ópumeistarana í kvennaflokki 24-6 í síðustu umferðinni komust þeir upp að hlið Brynjólfs og fengu 4. sætið þar sem þeir höfðu spilað við stigahærri andstæð- inga. Lokastaðan var þessi: Zia Mahmood 191 Landsbréf 182 Rafmagnsv. Rvíkur 182 Glitnir 180 Brynjólfur Gestsson 180 Magnús Magnússon 172 Bíóbarinn 172 Noregur II 170 S. Ármann Magnússon 170 Sparisj. Siglufjarðar 169 Björn Theódórsson 169 Total Tricks 169 Athygli vakti að norska lands- liðið náði sér aldrei á strik í sveitakeppninni og endaði í 18.-19. sæti. Sænska kvenna- landsliðið var hins vegar ofarlega allt mótið þar til það hrapaði í síðustu umferðinni niður í 23. sæti. í verðlaunaafhendingunni eftir mótið sagði Zia Mahmood að hann hefði gert sér grein fyrir að aldurinn væri að færast yfir sig, þegar hann uppgötvaði að hann hefði nú spilað við syni keppinauta sinna á fyrstu Bridge- hátíðunum sem hann tók þátt í. Hins vegar liði honum svo vel á Islandi að hann myndi koma og spila við sonarsynina ef hann mætti. Toyota Landcruiser árg. '86, langur, dies- el, ek. 200 þ. km., brúnsans, 33“ dekk. Verö 1550 þús. Einnig Landcruiser árg. ’87, turbo diesel. Cherokee LTD árg. ’89f hvítur, 4,0L, ek. 95 þ. km., sjálfsk., leöursæti, álfelgur o.fl. Verö 1950 þús. MMC L-300 sendibíll árg. ’92, hvítur, ek. 50 þ. km. Verö 1070 þús. Subaru Legacy station árg. '91, brúnsáns, ek. 87 þ. km., 1,8L, sjálfsk. Verð 1380 þús. Toyota Hi Lux Ex. Cab árg. '91, steingrár, 32“ dekk, krómfelgur, plasthús. Verð 1200 þús. BÍLASALAN BÍLDSHOFÐA 3, SIMI 670333

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.