Morgunblaðið - 08.04.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.04.1994, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1994 Rannsókn á skíðaslysum í Bláfjöllum 43,36% slösuðust í skólaferðalögum RANNSÓKNIR sem gerðar voru á skíðaslysum í Bláfjöllum vorið 1993 sýna að 43,36% þeirra sem slösuðust á því tímabili voru í skíða- ferðalögum á vegum grunnskóla. Jafnframt að slysin voru algeng- ust meðal 13 til 16 ára unglinga. í tillögu Bláfjallanefndar til borg- arráðs kemur einnig fram að draga megi úr slysum með forvarnastarfí er byggi á stuttum fyrirlestrum fyrir kennara og nemendur í 8., 9. og 10. bekk grunnskólanna á svæð- inu. Reglur Þar verði fjallað um reglur skíða- svæðanna, skíðasvæðin sýnd á korti, útskýrt hvemig skíðaleiðir eru merktar með litum og þau svæði nefnd sem beri að varast. Bent verði á mikilvægi rétts búnaðar, rétta stillingu á bindingum, hæfilega stór skíði og að skíðaskómir passi. Þá beinir Bláfjallanefnd því til sveitastjóma að þær stuðli að fram- kvæmd tillögunnar í sínum sveitar- félögum. Borgarráð vísaði tillög- unni til íþrótta- og tómstundaráðs og skólamálaráðs. Morgunblaðið/Jón Stefánsson Ók 100 m eftir aftaná- keyrsluna ROSKIN kona meiddist í árekstri á Hringbraut við hús númer 10 síðdegis í gær. Áreksturinn varð með þeim hætti að ekið var aftan á bíl konunnar sem þeyttist við það á bíl fyrir fram- an en eftir það nam bíllinn ekki staðar heldur ók konan a.m.k. hundrað metra eftir umferðareyju en beygði síðan þvert yfir götuna og upp á aðra umferðareyju, hélt áfram inn Vatnsmýrarveg þar til bíllinn stöðvaðist á ljósastaur. Að sögn lögreglu er skýringin á öku- ferðinni talin sú að konunni hafi orðið mikið um þegar ekið var á bíl hennar. Hún var ekki talin hættulega slösuð en var flutt til meðferðar á slysadeild. Lést eftir vinnuslys MAÐURINN sem lést eftir fall af þaki nýbyggingar í Kópavogi í fyrradag hét Siguijón Þórisson, 33 ára gamall. Hann var starfsmaður Kambs hf., búsettur á Sundlaugavegi 10 í Reykjavík og lætur eftir sig eigin- konu og tvær dætur. * dag íslensk vötn könnuð_________ Nú stendur yfir yfírlitskönnun á lífríki íslenskra vatna 5 Dularfullt fyrirbœri________ Rauðir blettir á höndum og fót- um Skota nokkurs valda læknum og prestum heilabrotum 24 Hugmyndasamkeppni Efnt hefur verið til hugmynda- samkeppni um bestu tillöguna að atvinnuskapandi verkefnum fyrir ungt fólk 30 Leiðarí_____________________ Afkoma íslandsbanka 26 HEIMILI JUorgunblnblb Byggingaframkvæmdir í Kópa- vogi - Smíði sumarhúsr. - Lagn- afréttir - Aðalfundur Húseig- endafélagsins - Innan veggja heimilisins ► - Offituvandamál unglinga - Konur í viðskiptaferðum - Kynlíf undir eftirliti - Á hrein- dýraveiðum - Svissneskt músli - Vorhátíð við Mývatn Mál höfðað gegn ríkissjóði vegna álagningar bifreiðagjalds Telur bifreiðagjaldið fela í sér eignaupptöku JÓNAS Haraldsson, lögfræðingur, hefur höfðað mál á hendur fjármála- ráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, vegna álagningar bifreiðagjalds. Jónas á gamlan bíl af gerðinni Chevrolet Malibu og er honum gert að greiða um 20% af verðmæti hennar í bifreiðagjöld á þessu ári. Jónas telur þessa skattlagningu bijóta í bága við 67. gr. stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignarréttarins. Bifreiðagjald er lagt á eftir þyngd bifreiðar, en tekur ekki tillit til verð- mætis hennar eða hversu mikið hún er notuð. Skattverð bifreiðar Jónasar er 80.116 krónur, en sjálfur telur hann verðmæti bílsins vera um 100.000 krónur ef hún er hún seld í heilu lagi, en minna ef hún er seld til niðurrifs. Bifreiðin, sem er lítið keyrð, er illa farin vegna ryð- skemmda. Hún er m.a. grindarbrotin að framan og aftan og hæpið að hún fái skoðun í ár. Ríkissjóður hefur gert Jónasi að greiða 9.328 krónur í bifreiðagjald af bifreið sinni fyrir tímabilið 1. jan- úar til 30. júní 1994. Hann mun þurfa að greiða sömu upphæð fyrir síðari hluta ársins. Hann mun því greiða 20% af verðmæti bílsins í bif- reiðagjald þetta árið. Jónas telur þessa skattheimtu mismuna gjald- endum með grófum hætti. Hann nefnir sem dæmi að eigandi nýs fjög- urra milljóna króna jeppa í sama þyngdarflokki greiði 0,5% af verð- mæti bílsins í bifreiðagjald. Jónas segir að ef jeppaeigandinn ætti að greiða jafn mikið hlutfallslega í bif- reiðagjald og hann af sinni bifreið ætti hann að greiða um 800.000 krónur. Ef miða ætti við þau 0,5% sem jeppaeigandinn greiðir í bifreiða- gjald ætti Jónas að greiða 500 krónur. Jónas segir í stefnu sinni að sú aðferð, sem beitt sé við ákvörðun bifreiðagjalds, byggist á ólögmætum sjónarmiðum, sem fyrirfram mis- muni hliðstæðum gjaldendum gróf- lega og leiði til mikils ósamræmis. Þessi aðferð styðjist hvorki við mál- efnaleg eða eðlisrökrétt skattlagn- ingarsjónarmið. Þýfi fyrir milljónir LOGREGLAN í Reykjavík stóð í fyrrinótt tvo menn að innbroti í söluturn við Skútavog í Reykja- vik. Mennirnir höfðu safnað sam- an vamingi, einkum tóbaki, fyrir tæplega 2 milljónir króna og voru að gera sig líklega til að hverfa með þýfíð á brott. Þegar þeir urðu lögreglu varir hlupu þeir á brott, annar náðist en hinn komst á brott. Vitað er hver hann er, að sögn lögreglu, en báðir hafa mennirnir ítrekað komið við sögu afbrotamála. Sá sem náðist var færður í fanga- geymslur og til yfirheyrslu hjá RLR í gærmorgun. Arekstur á Kringlu- mýrarbraut HARÐUR árekstur varð á horni Kringlumýrarbrautar og Laugavegs rétt fyrir klukkan hálfníu í gærkvöldi. Kyrrstæð- ur fólksbíll á hægri akgrein á leið norður Kringlumýrarbraut hélt af stað á grænu ljósi og snarbeygði til vinstri, þvert fyr- ir bifreið sem ók í sömu átt. Bfllinn sem beygt var fyrir ók inn í hlið sökudólgsins aftan- verða, og voru ökumaður og farþegi í síðarnefndu bifreiðinni fluttir á slysadeild Borgarspít- ala með innvortis meiðsli. Fjar- lægja þurfti báðar bifreiðirnar með dráttarbíl. Innbrot í Grafarvogi TILKYNNT var um innbrot í einbýlishús í Grafarvogi um klukkan hálftíu í gærkvöldi. Þjófurinn eða þjófarnir höfðu haft á brott með sér sjónvarps- tæki, tvö myndbandstæki og síma. Málið er nú til rannsókn- ar hjá Rannsóknarlögreglu rík- isins. Aðgerðum mjólkurfræðinga á Egilsstöðum var hætt í gærmorgun VMS kom í veg fyrir samninga ^ Egilsstöðum. ÓVÆNT sinnaskipti urðu í deilu mjókurfræðinga á Egilsstöðum og viðsemjenda þeirra í gærmorgun. Aðgerðum var skyndilega hætt kl. 10 um morguninn og pökkun mjólkur hófst skömmu síðar. Talsmaður mjólkurfræðinga segir eftirgjöfina ekki til komna vegna neinna tilslak- ana af hálfu viðsemjenda þeirra. Ekki sé um neinar hrókeringar að ræða, og staðan er ennþá í nánast óleysanlegum hnút. Nokkrir viðmælendur Morgun- blaðsins var það Vinnumálasamband blaðsins voru sammála um að ýmis- legt benti til þess að mjólkurfræðing- ar óttuðust niðurstöðu Félagsdóms og gæti það m.a. skýrt stefnubreyt- inguna. Mjólkurfræðingafélagið taldi ekki til neins að halda aðgerðum áfram, þær myndu einungis gera málið ennþá illviðráðanlegra. Félagið taldi sig hafa fullgilda tryggingu fyrir því að mjólkurfræðingur sá sem málið snerist um, myndi halda vinnu sinni. Hins vegar var uppsögn hans ekki dregin aftur á þeim forsendum sem mjólkurfræðingar kröfðust og er mál hans því í sömu stöðu og þegar deilan hófst. Talsmaður mjólk- urfræðinga staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið. Fulltrúi Vinnu- málaskrifstofu samvinnufélaganna fór austur á Egilsstaði í gær en ekk- ert kom út úr þeim viðræðum. Samkvæmt heimildum Morgun- samvinnufélaganna sem kom í veg fyrir að samningar næðust á Egils- stöðum í gær. Vinnumálasambandið gat ekki sætt sig við að fastákveðið hlutfall væri ákveðið á milli innveg- innar mjólkur og fjölda mjókurfræð- inga. Slíkt gæfi fordæmi og það gátu þeir ekki sætt sig við. Formaður Mjólkufræðingafélags- ins, Geir Jónsson, sagðist ekki muna eftir annarri eins hörku á löngum ferli sínum innan raða mjólkurfræð- inga. Hann telur það kraftaverk ef málin leysast á friðsamlegan hátt. Gekk hann svo langt að tala um stríð í samskiptum við viðsemjendur. Einn viðmælenda blaðsins innan mjólkur- iðnaðarins taldi mjólkurfræðinga til- búna í hörð átök og taldi ekki ólík- legt að verkfall skylli á innan skamms. -Ben.S , t , Morgunblaðið/Benedikt Sigurðsson Mtjolkurfræðing^irmn Þorsteinn Steinþórsson, sem allur styrínn stóð um í gær, eftir að hann hafði hafið vinnu á ný við pökkun mjólkur. TF-Sýn sótti slasaða konu ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF-Sýn, lenti rétt fyrir klukkan eitt eftir miðnætti við Borgar- spítala með sjúkling sem slasast hafði eftir útafakstur undir Ólafsvíkurenni, að líkindum sök- um bilunar í bifreiðinni. Óskað var eftir aðstoð þyrlunnar rétt fyrir klukkan 23.00 í gær- kvöldi og hélt hún af stað 23 og sótti hinn slasaða, sem er ko Þegar að slysstað var komið lá k an meðvitundarlaus fram á stý hjól bifreiðarinnar, en hún var e í öryggisbelti. Hún komst til með undar eftir aðhlynningu læknis óttast er að hún sé alvarlega slös

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.