Morgunblaðið - 08.04.1994, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 08.04.1994, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1994 49 f 1 I I | I i I I 3 ; 3 I ? 3 ) I S 0 260 þúsund jólasveinar Frá Erni S. Þórðarsyni: Samkeppnin um hver eigi jóla- sveininn er mikil og hörð. Tilkall til hans gera allar þjóðir á milli Grænlands og Finnlands, að báðum meðtöldum. Þá hafa Hollendingar blandað sér í leikinn með Sankta Kláus í broddi fylkingar. Öll kepp- •ast löndin um að framleiða minja- gripi eignaða jólasveininum eða -sveinunum. Ekki er ólíklegt að íslendingar vinni kapphlaupið með glæsibrag. Nýlega gerðust þau tíðindi að Nor- egur, Svíþjóð og Finnland voru sam- þykkt til inngöngu í Efnahags- bandalag Evrópu, en íslendingar skildir einir eftir í EFTA, hvers formennska verður nú i þeirra hönd- um. Sjálfstæðishugsjón íslendinga er mikil og hefur verið síðan dansk- urinn réð yfir oss, en Dani á að skrifa með litlum staf, þótt íslend- ingar og aðrir séu skrifaðir með stórum. Að vísu gengur sumum illa að festa hendur á sjálfstæðishugsjón- inni og verst á morgnana þegar fæturnir eru settir á dúnmjúkt hol- Gagnasafn Morgnnblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. GESTRISNIOG HJÁLPSEMI MIG langar að koma á framfæri kærum þökkum til starfsfólksins í Þyrli í Hvalfirði fyrir stórkost- legar móttökur á páskadag. Við komum þama seint um kvöldið vegna ófærðar og okkur var tek- ið opnum örmum, boðin gisting og hvað eina án endurgjalds. Gott er að vita til þess að hjálp- semi og gestrisni skuli vera enn við lýði. Klara. TAPAÐ/FUNDIÐ Næla tapaðist NÆLA tapaðist þann 16. mars sl., sennilega við Oddfellow-húsið eða á Suðurlandsbraut við Hótel Esju eða Blómastofu Friðfínns. Þetta er hvít lilja innan í ljós- grænum hring með áletrun. Neðst á hringnum eru þrír hlekk- ir. Nælufestingin er gyllt slaufa. Finnandi vinsamlega hafi sam- band við Kristínu í síma 34997 gegn fundarlaunum. Gullarmband tapaðist TVÍLITT gullarmband tapaðist fyrir rúmum þremur vikum. Eig- anda armbandsins er mjög annt um það og býður góð fundar- laun. Hafi einhver fundið arm- bandið er hann vinsamlega beð- mn að hringja í síma 687135. Týnt barnahjól TVÍLITT bleikt barnareiðhjól með hvítu sæti og hjálpardekkj- um hvarf frá Gyðufelli 6 sl. haust. Hafi einhver séð þetta hjól er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 77781. lenska parketið. Vatnið úr kranan- um er íslenskt, en þá er allt upp talið; tannkremið frá Golgate, hand- klæðin dönsk og fötin komu frá Ítalíu, þótt framleidd séu í Asíu. Sjálfstæðishugsjónin hressist talsvert við íslenska mjólk, ost, lýsi og kleinur, en slævist eilítið við brasilískt kaffi í ensku bollastelli, nýþvegnu í þýsku uppvottavélinni. Gólteppið spánskt niður stigann, handrið úr norskum viði, portú- galskir skór, en steypan á útitröpp- unum er þó frá Akranesi. Bíllinn er svo frá Japan — ég ætla að sleppa því sem gladdi hjartað um kvöldið svo sem sjónvarpinu, hljómflutn- ingstækinu, tölvunni og öllu drasl- inu sem tengist þeim með vírum og tengjum af öllum stærðum og gerðum og gráðum samkvæmt nýj- asta EB-staðli að sjálfsögðu. Þegar konan mín sótti um nám í enskum háskóla fyrir nokkrum árum fengum við jákvætt svar um hæl — bara borga 3.555 pund. Heimamenn (Home Students vs. Overseas Students) þurftu að borga 536 pund eða 15%. Þann flokk fylltu Efnahagsbandalagsþjóðirnar, að Grikkjum meðtöldum. íslendingar því miður ekki. Mér skilst að vera okkar í efnahagssvæðinu hafi lagað þessa stöðu, þótt ekki hafí ég feng- ið það staðfest. Sjálfstæðiseldurinn birtist í ýms- um furðumyndum. Þannig tala vinstrimenn hæst um sjálfstæðið — þrátt fyrir þá staðreynd að ísland skákar í skjóli Bandaríkjanna og hefur gert í hálfa öld. Afturgöng- urnar milli Keflavíkur og Reykja- víkur eru nú hættar að sjást og heyrast og utanríkisráðherra vor sendist til Washington til að fram- lengja varnarsamning í blóra við sjálfstæðishugsjónina. Úr tapaðist GULLUR með hvítri skífu, af gerðinni Delma, tapaðist fyrir u.þ.b. mánuði, líklega á árshátíð verkfræðinema á Hótel Sögu. Finnandi vinsamlega hringi í síma 687148. Úr fannst SILFURVASAÚR með áletrun á baki fannst uppi í Seláshverfí sl. miðvikudag. Eigandi má hafa samband í síma 673911. GÆLUDÝR Læða í óskilum SVÖRT læða með hvítan blett undir höku fannst á Grettisgötu fyrir viku. Blíð og góð kisa sem saknar eiganda síns. Upplýsingar í síma 11176. Branda í heimilisleit AF SÉRSTÖKUM ástæðum þurfum við að láta hana Bröndu frá okkur fara. Hún er tveggja ára og rpjög blíð og falleg. Það væri ánægjulegt ef hún gæti komist á gott heimili sem fyrst. Áhugasamir vinsamlega hringi í síma 28947. Kött vantar heimili GRÁR og hvítur geldur fress- köttur, þriggja ára, blíður og góður, óskar eftir nýju heimili hjá góðu fólki vegna flutninga. Upplýsingar í síma 43292. Datt engum í hug að samnings- staða okkar við Kanann gæti orðið sterkari ef við værum líka velkomn- ir inn í milljarðabandalagið? Skyldi samningsstaða okkar við bandalag- ið hafa veikst nokkuð eftir fram- haldssamninginn við Kanann? Þetta minnir mann á þegar kratar kusu fyrir nokkrum árum að geta ekki fellt á jöfnu þingfrumvörp í efri deild, af einstakri tillitssemi við mótaðilann í stjórnarsamstarfínu. Ætli enginn Evrópuráðherra hafi gaukað því að okkar mönnum á einum hinna fjölmörgu funda, hvað við ætluðum okkur eiginlega ein- . samlir í EFTA? Höfðu framsóknar- menn engan áhuga á niðurgreiðslu- veislunni í Evrópu? Ótti okkar manna við kjósendur er augljós og pólitíska þrekið lítið. „Hvað er þá orðið um okkar starf í 600 sumur? Höfum við gengið til góðs ..." eða bara spólað í drullu? Nei ég legg til að við sækjum um strax í dag. Það er alltaf hægt að afpanta síð- ar. Umsóknin getur mallað á með- an. Jæja, við misstum af strætó í þetta sinn og sá næstf verður fullur af Austur-Evrópuþjóðum, sem horfa á okkur stórum augum. Því jólasveininn eigum við með heiðri og sóma og það fleiri en einn og átta og jafnvel fleiri en 13. Nær lagi að þeir séu 260.000. ÖRN S. ÞÓRÐARSON, Flókagötu 43, Reykjavík. Pennavinir BANDARÍSKUR karlmaður á fímmtugsaldri vill skrifast á við 30-40 ára konur: Dr. Valery Kanevsky, 1535 48th Ave. 203, San Francisco, California 94122, U.S.A. SEXTÁN ára japönsk stúlka með áhuga á frímerkjum, ferðalögum, tónlist, o.fl.: Michiko Nakajima, 588-2 Shimoshinden, Tsurugashima-shi, SAUTJÁN ára finnsk stúlka með áhuga á íþróttum og tónlist: Taina Siitari, Metjatie 5, 51900 Uuva, Finland. LEIÐRÉTTINGAR • • Oldur Dónár í frétt af nemendatónleikum tón- listarskóla á Vesturlandi í blaðinu í gær sagði í myndatexta að ung stúlka væri að flytja verk eftir Danube Waves. Hið rétta er að sjálfsögðu að hún var að flytja verk er hét Öldur Dónár. Bókin um snjó- flóð endurútgef- in 1992 í rammagrein á blaðsíðu 27 í Morgunblaðinu í fyrradag, er skýrt frá því að Ólafur heitinn Jónsson hafí tekið saman í bók upplýsingar um mannskæðustu snjólfóð og skriðuföll og nái sú bók fram til ársins 1957. Þessi bók var endurút- gefin árið 1992 af bókaútgáfunni Skjaldborg og nær nýja útgáfan fram til ársins 1991 og er þar bætt við fróðleik fram til þess árs úr Jöklum, tímariti Jöklarannsóknafé- lags íslands. Viðbótina annaðist Jóhannes Sigvaldason. Sýning Sigfúsar Halldórssonar í gagnrýni Eiríks Þorlákssonar um sýningu Sigfúsar Halldórssonar láðist að geta lokadags sýningar- innar. Greinin birtist í blaðinu í gær, fimmtudag. Sýningu Sigfúsar í Gallerí Listanum í Hamraborg í Kópavogi lýkur mánudaginn 11. apríl. Beðist er velvirðingar á mis- tökunum. VELVAKANDI Hvað heita konumar? ÞESSI mynd var tekin á Siglufírði rétt fyrir 1930, af stúlkum sem unnu hjá Skafta Stefánssyni frá Nöf. í annari röð frá vinstri eru: Guðveig Stefánsdóttir, systir Skafta, Dýrleif Einarsdóttir, móðir hans, og Helga Jónsdóttir, kona hans. Aðrar konur á myndinni eru ekki þekktar með vissu. Upplýs- ingar óskast sendar til Hjalta Páls- sonar, Safnahúsinu við Faxatorg, 550 Sauðárkróki, sími 95-36640, eða heima í síma 95-35606. Vinning miöviki istölur |wlV IV41 idaginn: 6. aprfl 1994 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING m 6 af 6 0 83.590.000 . 1 2.919.304 m 5 af 6 11 35.949 n 4 af 6 355 1.772 B 3 af 6 +bonus 1.218 222 Aðaltölur: 19 41 42 BÓNUSTÖLUR (Í3)(24)(43) 87.804.199 áisi:4.214.199 ÝSINGAR S LUKKULINA 99*10 00 • TEXTAVARP 451 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR ____...........- - .....—---------- uini ncu rimn í UVinningur fór til: (Þrefaldur 1. vinningur næst) Stefánsstyrkur Auglýst er eftir umsóknum um Stefánsstyrk, sem Menn- ingar- og fræðslusamband alþýðu og Félag bókagerðar- manna veita til minningar um Stefán Ögmundsson, prent- ara og fyrsta formann MFA. Tilgangur styrkveitingarinnar er að veita einstaklingi, einstaklingum, félagi eða samtökum stuðning vegna við- fangsefnis, sem lýtur að fræðslustarfí launafólks, mennt- un og menningarstarfi verkalýðshreyfíngarinnar. Heimilt er að skipta styrknum milli fleiri aðila. Styrkurinn er nú 230.000 krónur. Áformað er að veita hann 1. maí næstkomandi. Umsóknir þurfa að berast skrifstofu MFA, Grensásvegi 16a, ekki síðar en klukkan 17.00, föstudaginn 22. apríl. Umsókninni fylgi skrifleg greinargerð um viðfangsefnið, stöðu þess og áætlaðan framgang. Nánari upplýsingar veita Ásmundur Hilmarsson í síma 91-814233, og Svanur Jóhannesson í síma 91-28755. Félag bókagerðarmanna. Menningar- og fræðslusamband alþýðu. Sófasett frá MANTELLASSI Litir: Dökkbrúnt, Ijósbrúnt og svart. Verð aðeins kr. 230.000 stgr. fyrir 3ja sæta og tvo stóla. ' VALHÚSGéGN Ármúla 8, símar 812275 og 685375.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.