Morgunblaðið - 08.04.1994, Síða 9

Morgunblaðið - 08.04.1994, Síða 9
9 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1994 BrúÖarkjólar, samkvœmiskjólar, kjólföt og smókingar og annar fatnaður. Fataviðgerðir og fatabreytingar. Garðatorgi, sími 656680. Fyrsta uppboð 9. apríl! ★ Skráning bifreiða hafin ★ Seljendur borga ekki sölulaun ★ Staðgreiddir bílar ★ Fljótleg sala ★ Seljendur geta sett lágmarksverð á bíla sína ★ Enginn geymslukostnaður MYRARGATA 26 bílauppboð SIMI: 15755 Fólk er alltaf að vinna íGullnámunni: 51 milljón Dagana 30. mars til 6. apríl voru samtals 51.291.750 kr. greiddar út í happdrættisvélum um allt land. Þetta voru bæöi veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öörum vinningum. Silfurpottar í vikunni: Dags. Staður: Upphæð kr.: 30. mars Háspenna, Laugavegi....... 215.087 31. mars Hótel KEA, Akureyri......... 58.659 2. apríl Mónakó..................... 66.305 2. apríl Háspenna, Laugavegi..... 66.144 4. apríl Mónakó.................... 153.546 4. apríl Mamma Rósa, Kópavogi.... 85.279 4. apríl Mamma Rósa, Kópavogi.... 50.155 6. apríl Rauða Ijóniö............. 210.841 Staða Gullpottsins 7. apríl, kl. 12.50 var 9.001.212 krónur. Silfurpottarnir byrja alltaf í 50.000 kr. og Gullpottarnir i 2.000.000 kr. og hækka síðan jafnt og þétt þar til þeir detta. Death in a Crowded Street: Once We Were Shocked By A. M. Rosenthal NEW YORK — She died on the him and fiightcned him off. Eachtimehe J street, near her house in Queens, retumed, sought her out and stabbed b stabbcd todeath in the carly moming of again. Not onc person tdephoncdt March 13, 1964. It was not much of a police during the assault; < ry; an editor in Thc Ncw York Times called after the womanj Iferoomheld upatl Glæpir og afskiptaleysi Ofbeldi og almennt afskiptaleysi almenn- ings gagnvart því er ekki nýtt vandamál. A.M. Rosenthal, fyrrum ritstjóri á banda- ríska stórblaðinu The New York Times, ritaði nýlega grein í blaðið, þar sem hann rifjar upp frægt morðmál frá árinu 1964. Þá vakti það mikla athygli að fjöldi fólks er varð vitni að morði gerði ekki neitt til að stöðva það. Fólki varð bilt við. Rosent- hal segir að í Ijósi reynslunnar séu þau viðbrögð nánast barnaleg. Dauði Genovese I grein sinni segir Ros- enthal: „Hún lést úti á götu, skammt frá húsi sínu í Queens. Hún hafði verið stungin til bana snemma morguns þarm 13. mars 1964. Þetta var engin stórfrétt. Einn af fréttastjórunum á rit- stjórnarskrifstofum New York Times gaf merki með þumal- og vísifingri sem þýddi að fréttin átti að vera stutt. Fjórar málsgreinar birtust í blaðinu, ritaðar af ungum lögreglufrétta- ritara. Jafnvel á ritstjóm- arskrifstofunni tóku fáir eftir fréttinni. Tveimur vikum síðar var Cather- ine Genovese hins vegar orðin heimsfræg. Sá hálftimi sem leið áður en hún lést af sárum sínum hefur verið rann- sakaður síðan í gmmt- og háskólum og vísað hefur verið til hans í háskóla- fyrirlestmm og kirkju- ræðum í leit að einhvetj- um tilgangi. Nokkrum dögum eftir morðið snæddi ég hádeg- isverð með Michael Jos- eph Murphy lögreglufor- ingja. Ég var yfirmaður borgarfrétta á Times og við ræddum afskiptaleysi almennings gagnvart glæpum. Þennan sama dag, á veitingastaðnum Emil’s skammt frá ráðhúsinu, sagði hann mér sögu sem hann trúði varla sjálfur. Við könnuðum málið og þann 17. mars birtist á forsíðunni frétt eftir Martin Gansberg. Hún hófst á eftirfarandi hátt: „í rúma hálfa klukku- stund fylgdust 38 virðu- legir, löghlýðnir borgar- ar með því er morðingi elti konu í Kew Gardens og réðst þrisvar sinnum til atlögu og stakk hana. Tvisvar sinnum hætti hann við er raddir þeirra eða svefnherbergisljós trufluðu haiin og hræddu í burtu. I hvert skipti kom hann þó aftur, leitaði kon- una uppi og stakk hana á ný. Ekki eiim einasti mað- ur hringdi í lögreglu með- an á árásinni stóð. Eitt vitnanna hringdi eftir að konan var látin.“ Ef eitthvert vitnanna 38 hefði hringt er morð- inginn réðst fyrst til at- lögu hefði verið hægt að bjarga lífi hinnar 28 ára gömlu Kitty Genovese, að sögn lögreglu." „Veit ekki“ Áfram segir: „Þegar blaðamenn ræddu við vitnin sögðust sum þeirra ekki hafa viljað skipta sér af málinu. Einn maður sagðist hafa verið þreytt- ur. Flestir svöruðu er þeir voru spurðir að því, af hveiju þeir hefðu ekki gert neitt: „Ég veit það ekki.“ Er tímhm leið urðu sum vitnanna og ná- grannar þeirra reið. Blaðamönnum var tjáð að það væri óréttlátt af þeim að halda áfram að ski-ifa um Austin Street, þai’ sem Catherine Genovese lést, á þennan hátt og að hverfið væri að fá á sig slæmt orð. Þá höfðu blaðamenn samband við sérfræð- inga. Flest svör þeiiTa voni á þá leið, sem búast mátti við: Blablablabla. Guðfræðingur sagði bla- blabla kannski væri borgin orðin „ópersónu- leg“. Og svo sagði hann: „Ekki hafa það eftir mér.“ Það var það eina fyndna í tengslum við málið. Lögreglan handtók mami að nafni Winston Moseley. Hann var fund- inn sekur og dæmdur i lífstíðarfangelsi. Ekki lengur fréttnæmt Loks segir í grein Ros- enthal: „En hvemig gat það gerst að 38 vitni gerðu ekki neitt á meðan Catherine Genovese var myrt? Ég fæ enn bréf, sum frá börnum i grunn- skóla, sem eru að kanna Genovese-málið. Einn kennari skrifaði mér og sagði bömin gráta er þau heyi’ðu söguna. Stundum skrifa ég börnunum og segi þeim að kannski muni sú stað- reynd að enn muni menn eftir Catherine Genovese gera það að verkum að færri muni líta í hina áttina. Það er bölvuð vitleysa. Það er erfitt að greina börnum frá því að þvi miður hafi dauði hennar ekki orðið til að draga úr sljóleikanum. Ég tel samt að sú sé raunin. I New York og amiars staðar í landinu hefur ofbeldi og áhugaleysi um það aukist en ekki mhmkað. „Afskiptaleysi” er eig- inlegá ekki fréttnæmt lengur. Vikulega og oft nokkmm sinnum í viku er fólk myrt í New York í augsýn vitna. Aftaka á götuhomi þar sem eitur- lyfjasala er stunduð eða einhver týnir lífi í kúlna- liríð úr bil er ekur fram hjá. Er ég ímynda mér at- burðina þá veit ég að það hljóta að hafa verið mörg vitni að þeim, annaðhvort á götunni eða þá í glugg- um nærliggjandi húsa. En að fólk labbi í burtu eða fari frá glugganum kemur mér ekki lengur á óvart. Ég geng út frá því sem vísu. Ef ég væri ennþá ritstjóri myndi ég ekki hafa fyrir því að senda út blaðamenn í leit að vitnum. Hið þögula vitni er orðið það al- gengt. Þegar ég rifja upp nú hvað við komust í mikið uppnám vegna fréttar- innar um nágrannanna, sem vildu ekki skipta sér af því er kona var myrt og hvað það kom öllum á óvart að slíkt gæti gerst, þá finnst mér mik- ið vatn hafa mnnið til sjávar. Viðbrögð okkar vom nánast barnaleg. Hvemig er hins vegar hægt að segja það böm- um sem gráta er þau heyra sögu Catherine Genovese og af aðstæð- unum í kringum dauða hennar?“ Ráðstefna um borgfirska náttúrustofu BÆNDASKÓLINN á Hvanneyri (búvísindadeild) og Safnhús Borgarfjarðar gangast fyrir ráðstefnu á Hvanneyri laugar- daginn 9. apríl um viðfangsefn- ið: Borgfirsk náttúrustofa — hlutverk í fræðslu, rannsóknum og nýtingu landkosta. Tilgangurinn með ráðstefnunni er að vekja áhuga almenings og fagfólks á málefninu með því að kynna þekkingu á náttúrufari svæðisins og benda á hvar hana þrýtur, benda á áhugaverð við- fangsefni á þessu sviði fyrir leik- menn og sérfræðinga, sýna fram og að varpa ljósi á mikilvægi nátt- á mikilvægi þekkingar vegna nýt- úrustofu fyrir menntastofnanir, ingar landkosta t.d. með búskap, söfn í héraði og utan, svo og sveit- fiskirækt, veiði, nýtingu vatns og arstjórnir og gera grein fyrir æski- jarðefna, með umferð, útivist o.fl. legum tengslum þessara aðila. Fyrirlestur um tqáklippingar í TILEFNI af útkomu bókarinn- ar Trjáklippingar kynnir Steinn Kárason, skrúðgarðyrkjumeist- ari, bókina og heldur fræðsluer- indi um klippingu trjáa og runna í Norræna húsinu laugar- daginn 9. apríl kl. 14. Sýndar verða skýringamyndir og litskyggnur og greint verður frá helstu atriðum er varða klipp- ingu viðargróðurs í görðum og garðskálum. Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10-12 f.h. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar velkomnir. Laugardaginn 9. apríl verða til viðtals Guðrún Zoéga, formaður félags- málaráðs, í stjórn veitustofnana, og Sigríður Sigurðardóttir, í stjórn Dag- vistar barna, í fræðslu- og skólamálaráði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.