Morgunblaðið - 08.04.1994, Page 5

Morgunblaðið - 08.04.1994, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1994 5 Vatna- og líffræðileg könnun á 100 vötnum SÍÐUSTU tvö árin hefur staðið yfir yfirlitskönnun á lífríki islenskra vatna þar sem gerð er vatna- og líffræðileg úttekt á vötnunum. Um er að ræða samræmt verkefni Veiðimálastofnunnar, Hólaskóla í Hjaltadal, líffræðistofnunar HI og Náttúrufræðistofu Kópavogs und- ir forystu Hilmars J. Malmkvists, forstöðumanns síðastnefnda aðil- ans. Hilmar sagði í samtali við Morgunblaðið, að upphaflega hefði verið ákveðið að fyrsta skref yrði að taka fyrir með þessum hætti 100 vötn víðs vegar um landið og ljúka þeim á fimm árum. „Þetta gengur ögn hægar en við höfðum vonað, það hefur skort peninga. Þó höfum við lokið vinnu við 25 vötn þau tvö ár sem verkefnið hef- ur staðið yfir,“ sagði Hilmar. Hilmar bætti við, að í athugun á hverju vatni væri hugað að öllum undirstöðuþáttum, t.d. væri safnað saman öllum lífverum og hugmynd- in væri að ná saman nokkuð ítarleg- um gagnabanka um hvert vatn. Saman yrði svo um samræmdan gagnagrunn að ræða. „Ýmsir eiga að geta fært sér í nyt þá þekkingu og þær upplýsingar sem fást með þessu verkefni. Til dæmis allir sem eitthvað koma nærri veiðiskap, að ógleymdum yfirvöldum sem geta flett upp í gagnabankanum þegar taka þarf ákvarðanir um nýtingu eða vernd einstakra vatna eða svæða,“ bætti Hilmar við. Sem fyrr segir hefur athugun þegar farið fram við 25 vötn og má nefna þar í hópi Apavatn í Grímsnesi, Úlfljótsvatn, fjögur vatna Veiðivatna á Landmanna- afrétti, öll vötnin í Svínadal ofan Hvalfjarðarstrandar, Vestara Frið- mundarvatn og Galtaból á Auðkúlu- heiði og fimm vötn á Melrakka- sléttu, meðal þeirra Hraunhafnar- Helgafellssveit og Stykkishólmur Kosið um sameiningu Stykkishólmi. KOSNINGAR um sameiningu Helgafellssveitar og Stykkis- hólms fara fram 16. apríl 1994. Á sameiginlegum fundi hrepps- nefndar Helgafellssveitar og bæjar- stjórnar Stykkishólms 28. mars sl. var kosin undirbúningsnefnd fyrir sameininguna og jafnframt ákveðið að nefndin ynni að gerð kynningar- rits um sameiningu sveitarfélag- anna sem dreift yrði á hvert heimili. Ráðgert er að halda kynningar- fundi um sameiningu. Miðað er við að ef sameining verður samþykkt verði sveitarstjórnarkosningar í sameinuðu sveitarfélagi á vori kom- anda. íbúafjöldinn í sameinuðu sveitar- félagi verður um 1.340 manns. - Árni. -----» ♦ ♦----- Sauðburð- ur hafinn í Mýrdal Borg í Miklaholtshreppi. ÞAÐ ER heldur betur líflegt í fjárhúsunum í Mýrdal, góan ekki liðin þegar fyrsta ærin bar 20. mars. Nú eru bornar 32 ær, af þeim eru sex einlembdar. Haustið var hlýtt og ánum hefur liðið vel. Göm- ul hefð var að taka hrútana frá ánum 11. nóvember, sá dagur mun heita Marteinsmessa í almanakinu, en nú er greinilegt að þessar ær hafa ekki beðið eftir Marteinsmess- unni, ástalíf þeirra hefur kviknað mikið fyrr. Bóndinn í Mýrdal kveðst hafa tekið hrútana frá ánum 5. nóvember. Mikið pláss og fóður þarf til að svona snemmbærar ær og lömb þrífist á eðlilegan hátt. Páll vatn, Kötluvatn og Stóra Viðarvatn. Síðar meir er áhugi á því að bæta við straumvötnum. Auk þeirra fjögurra aðila sem nefndir voru sem framkvæmdaaðil- ar ma nefna, að umhverfisráðuneyt- ið, vísindasjóður og pokasjóður Landverndar hafa styrkt verkefnið með fjárframlögum. „Þetta horfír betur í sumar, umhverfisráðuneytið hefur aukið verulega framlag sitt. Hugmyndin er að einbeita sér aðal- lega að vötnum á Snæfellsnesi og ef til vill einnig að vötnúm á Borgar- fjarðarsvæðinu," sagði Hilmar J. Malmkvist að lokum. íslensk vötn könnuð NÚ stendur yfir yfirlitskönnun á lífríki íslenskra vatna þar sem gerð er vatna- og líffræðileg úttekt á vötnunum. ERO 722 'éffí'' V; .. . wm i yjpga h’v^iBSífelllSSSíSfl’ ^ r *$««?***#♦ <■ Stóllinn er búinn einstökum stillimöguleikum s.s. á hæð, setudýpt og örmum, íjöðrun á baki og sérhæfðum veltibúnaði á setu. Við hönnun stólanna var lögð mikil áhersla a samvinnu við lækna. sjúkraþjálfara og arkitekta til þess að ná sem bestum árangri. með heilsuvernd, fallegt útlit og notagildi í huga. ERO 722 hlaut hönnunarverðlaun Norska útflutningsráðsins 1992. 11 z f z Vegria magninnkaupa og hagstæðra samninga býðst nú FJÓRTÁN ÞÚSUND KRÓNA AFSLÁTTUR Verð aöéins Verö áður '53.873,- W| | Llj LuJ Ll ignadeild Hallarmúla 2,108 Reykjavík Sími. 813211 og 813509. Fax. 689315. IBB

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.