Morgunblaðið - 08.04.1994, Page 45

Morgunblaðið - 08.04.1994, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1994 45 Danskeppni yngri dansara í Blackpool * Islensk pör kom- ust í undanúrslit TÆPLEGA fjörutíu danspör frá Islandi úr sjö dansskólum taka nú þátt í alþjóðlegri danskeppni í samkvæmisdönsum í Blackpool í Englandi „Blackpool Junior Dance Festival" dagana 4.-9. apríl. Þessi danskeppni er ein stærsta og sterkasta dans- keppni sem haldin er í heim- inum fyrir böm og unglinga, 15 ára og yngri. Keppt er í þremur aldursflokkum, 11 ára og yngri, 12-13 ára og 13-15 ára. Keppendur koma víðsveg- ar að úr heiminum og taka 50-60 pör þátt í tveimur yngri flokkunum. í elsta flokkinum taka 130 pör þátt í keppninni. Mjög góður árangur hefur náðst fyrstu tvo dagana að sögn Sveins Guðleifssonar hjá Dansskóla Jóns Péturs og Köru. Á mánudag komust tvö pör í flokki 11 ára og yngri, þau Hafsteinn Jónasson og Laufey Karitas Einarsdóttir úr Dansskóla Jóns Péturs og Köru og Eðvarð Þór Gíslason og Sólrún Björnsdóttir úr Nýja dansskólanum, í 12 para undanúrslit í Vínarvalsi. í flokki 12-15 ára komust einn- ig tvö pör í undanúrslit, þau Sigursteinn Stefánsson og El- ísabet Sif Haraldsdóttir úr Dansskóla Jóns Péturs og Köru og Ólafur Már Sigurðs- son og Hilda Stefánsdóttir úr Nýja dansskólanum en þau kepptu í sömbu. Á þriðjudag náðist enn glæsilegri árangur í flokki 12-13 ára en þá lentu þau Sigursteinn og Elísabet í 5. sæti í tangó og quickstep og Brynjar Óm Þorleifsson og Sesselja Sigurðardóttir úr Nýja dansskólanum og Bene- dikt Einarsson og Berglind Ingvarsdóttir úr sama skóla komust í undanúrslit í sömu keppni. í flokki 11 ára og yngri komust öll pörin 11 áfram í aðra umferð sem út af fyrir sig er mjög góður árangur. Eðvarð og Sólrún komust í undanúrslit og Hafsteinn og Laufey komust alla leið í úr- slit og lentu í 6. sæti í quicks- tep þar sem 74 pör hófu keppni. Einnig var keppt í flokki 12-15 ára í öllum fímm suður- amerísku dönsunum. 137 pör Sigursteinn Stefánsson og Elísabet Sif Haraldsdóttir. tóku þátt í þessari keppni þar af 22 íslensk. Helmingur par- anna komust áfram í 2. um- ferð, tvö pör í 24 para úrslit og annað þeirra komst alla leið í undanúrslit. Það voru þau Sigursteinn og Elísabet og er þetta besti árangur sem íslenskt par hefður náð í þess- um aldursflokki. ■ KERFISÞRÓUN HF. stóð fyrir spurningaleik á sýningunni Tölvur og tækni sem haldin var í Kolaportinu 12.-13. mars sl. Vinningarn- ir voru bókhaldspakkar, hver að verðmæti 22.410 kr. í hveijum pakka var að finna fjárhagsbókhald, viðskipta- mannabókhald og birgða- og sölukerfi, eða helsta hugbún- að til að reka venjulegt fyrir- tæki. Mikill fjöldi 4-ók þátt í leiknum eða hátt í 2.000 manns og þegar dregið var úr réttum lausnum komu eft- irfarandi nöfn úr pottinum: Sólveig Guðmundsdóttir, Örn Baldursson, Gústaf H. Hermannsson, Þórarinn B. Magnússon, Sigurður Guð- mundsson, Jónas Runólfs- son, Sigrún Olafsdóttir, Tishk T. Karin, Baldur Jón- asson og Jóhann V. Svein- björnsson. ogívmnrífrti Laugavegi 4b - simi 21255 I kvöld: Hljómsveitin YRJA FRÍTTINN Laugardagskvöld: BLACKOUT FRÍTTINN Sunnudagskvöld: Sigurvegarar músik- tilrauna MAUS með þeim STRIGASKÓR nr. 42 og WOOL vs.’'"'1 HE"V Þorvald Gunn dórsson ggvason na upp goðri stemmnmgu Framboðslisti Framsóknarflokksins í Keflavík/Njarðvík/Höfnum Drífa Sigfús- dóttir skipar fyrsta sætið Keflavík. DRÍFA Sigfúsdóttir bæjarfulltrúi og forseti bæjarsljórnar í Keflavík skipar fyrsta sæti Framsóknarflokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í nýju sameinuðu sveit- arfélagi í Keflavík, Njarðvík og Höfnum. Flokkurinn hafði áður gengist fyrir prófkjöri og voru sex fyrstu sætin skip- uð í samræmi við úrslit prófkjörsins. í öðru sæti er Stein- dór Sigurðsson bæjarfulltrúi, þriðja sætið skipar Þorsteinn Árnason fiskverkandi, Kjartan Már Kjartansson skólastjóri skipar fjórða sætið, fimmta sætið skipar Friðrik Georgsson tollfulltrúi, í sjötta sæti er Anna Ósk Kolbeinsdóttir, Gunn- ólfur Árnason pípulagningameistari það sjöunda, Guðmund- ur Margeirsson framkvæmdastjóri það áttunda, Gísli Jó- hannsson verslunarmaður skipar níunda sætið og í tíunda sæti er Arndís Antonsdóttir húsmóðir. Morgunblaðið/Björn Blöndal Þau skipa fimm efstu sætin á lista Framsóknarflokksins í komandi bæjarstjórnarkosningum, frá vinstri til hægri eru: Kjartan Már Kjartansson skólastjóri, Þorsteinn Árnason fiskverkandi, Drifa Sigfúsdóttir bæjarfulltrúi, Steindór Sigurðsson bæjarfulltrúi og Friðrik Georgsson tollfulltrúi. Við kynningu á framboðs- listanum kom fram hjá Hjálm- ari Ámasyni skólameistara að listinn væri skipaður einhuga og samhentu fólki sem menn væntu mikils af. Mikil og góð þátttaka hefði verið í prófkjöri flokksins og hefði áhugi fólks raunar ekki komið á óvart. Flokkurinn hefði góða mál- efnastöðu og nú væri búið að skipa 15 málefnahópa sem myndu vinna að þeirri stefnu- mótun sem boðuð yrði fyrir kosningarnar. Framsóknarmenn og sjálf- stæðismenn hafa myndað meirihluta í Keflavík og sagði Drífa Sigfúsdóttir að sam- starfið hefði gengið vel, en flokkurinn myndi fara með öllu óbundinn til kosninganna nú. „Atvinnumálin verða þau mál sem við munum leggja mesta áherslu á, þó mikið hafi áunnist í þeim málum að undanförnu. Við viljum hafa áhrif og erum tilbúin að fást við þann fjölda mála sem nýtt sveitarfélag þarf að takast á við á næstunni," sagði Drífa Sigfúsdóttir. - BB VAGNHÖFÐA 11, REYKJAVIK, SIMI 685090 Gömlu og nýju dansarnir í kvöld frá kl. 22-3 Hljómsveitin Tíglar leikur ^ Miða-og borðapantanir L f.'+J * í símum 685090 og 670051. r MAMMAR0SA ll.iini;il»nit! 11. 'iini 42l(i(» KIDDI RÓS SPILAR TIL KL. 3 Steikur á tilboðsverði! Börn í sunnudagaskóla í Húsavíkurkirkju. Morgunblaðið/Silli Suimudagaskólar illa sóttir eftir áramót Húsavík. SAMEIGINLEGUR vor- fagnaður sunnudagaskóla- barna í Þingeyjarprófasts- dæmi var haldinn á pálma- sunnudag og hófst hann með samkirkjuiegri helgi- stund í Húsavíkurkirkju. Þar voru mættir prestarnir sr. Sighvatuf Karissón með börn úr Húsavíkurprestakalli, sr. Þórir Jökull Þorsteinsson með börn úr Grenjaðarstaðar- prestakalli, sr. Magnús Gam- alíel Gunnarsson með börn úr Ljósavatnsprestakalli og maddama Ingibjörg Sigur- laugsdóttir í forföllum sr. Pét- urs með börn úr Laufás- prestakalli. Að iokinni helgistund i Húsavíkurkirkju var haldið að Kirkjumiðstöðinni við Vest- mannavatn þar sem heilmikil pylsuveisla beið barnanna og dvalið var þar fram eftir degi við fræðslu, söng og leiki. Það er athyglisvert hve vel sunnudagaskólarnií > eru al- mennt vel sóttir í þéttbýlinu fram að jólun en þá dettur aðsókn alveg niður og oft mæta ekki nema 25% barna þeirra sem sækja skólann vel fyrri .hluta vetrar. í dreifbýl- inu eru skóladagarnir færri en ávallt vel sóttir. - Frétlaritari. OPIÐ í KVÖLD Föstudagsfjör med Danssveitinni og Evu Ásrúnu V|vL T

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.