Morgunblaðið - 08.04.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.04.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1994 ' 17 Reyttar fiaðrir R-listans eftir Ingu Jónu Þórðardóttur Á yfirstandandi kjörtímabili hefur meirihluti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjóm Reykjavíkur staðið fyrir öflugri atvinnumálastefnu á sama tíma og ytri aðstæður hafa versnað til muna. Til að draga úr neikvæðum áhrifum aflasamdráttar hefur verið unnið að því að tryggja atvinnu t.d. með miklum framkvæmdum. Þannig hefur á kjörtímabilinu um 35 millj- örðum króna verið varið til fram- kvæmda. Sterk fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar gerði þetta mögulegt en vegna minnkandi skatt- tekna hefur jafnframt orðið að taka lán. Minnihluti vinstri manna hefur gagnrýnt meirihluta sjálfstæðis- manna fyrir að safna skuldum en í hinu orðinu gagnrýnt hann fyrir að gera ekki nóg! Þrátt fyrir auknar lántökur er fjárhagsstaða Reykjavík- urborgar í dag mjög góð og má nefna að skuldir á hvern íbúa námu um síðustu áramót um 90 þúsund krón- um en til samanburðar voru skuldir á hvem íbúa í Hafnarfirði 180-190 þúsund krónur. Atvinnumálastefna sjálfstæðis- manna hefur byggst á tveimur meg- inþáttum. Annars vegar að tryggja atvinnu með framkvæmdum og tíma- bundnum aðgerðum til að draga úr atvinnuleysi. Hins vegar að skapa hagstæð skilyrði fyrir fyrirtækin í borginni til lengri tíma litið. Lögð hefur verið áhersla á að útvega skóla- fólki sumarvinnu og þar með komið í veg fyrir að auknar byrðar legðust á heimilin. Þannig fengu um sex þúsund skólanemar á öllum aldri vinnu á vegum Reykjavíkurborgar á síðasta ári. Ennfremur hefur verið gripið til sérstakra ráðstafana vegna ungs fólks sem er án atvinnu og má þar til dæmis nefna starfsmenntun- arnámskeið. Aflvaki Reykjavíkur hf. Meginatriði í atvinnustefnu Sjálf- stæðisfiokksins er og hefur verið að búa fyrirtækjum í borginni eins góð rekstrarskilyrði og kostur er. Góður rekstur fyrirækjanna er undirstaða trausts atvinnulífs. Með margvísleg- um aðgerðum er hægt að skapa hag- stæði skilyrði. Á undanförnum árum hefur til dæmis verið lögð áhersla á að hlúa að nýsköpun og þróunarverk- FJAÐRAFOK eftirÁrna Sigfússon Mér þykir miður að einstaklingur, sem ég hef starfað með í borgar- stjórn og sýnt fullan samstarfsvilja og virðingu, skuli velja sér ritvöllinn tii þess að sýna niðurlægingu og hroka í minn garð nú stuttu fyrir kosningar. Oddviti Framsóknarflokksins og R-listans, Sigrún Magnúsdóttir, ritar í Morgunblaðið grein, þar sem hún hefur það eitt að segja, að ég sé ómenningarlegur maður, sem stundi nú blekkingar í atvinnumálum. Einn- ig að tillögur sjálfstæðismanna í at- vinnumálum séu svo góðar, að hún hafi sjálf margsinnis hugsað svipað og því séu þær hreinlega stolnar frá henni. Þar sem tillögur okkar sjálfstæð- ismanna hafa allar fengið góðan undirbúning, sumar verið nokkur ár í vinnslu og margar þegar komnar á framkvæmdastig, er ljóst, að fulltrú- ar R-listans, sem nú sitja í borg- arstjórn, hafa ekki fylgst með. Sig- rún Magnúsdóttir gefur með öðrum orðum til kynna, að hún hafí ekki vitað af undirbúningi og aðgerðum Reykjavíkurborgar til þess að þróa hugmyndir um heilsuborgina Reykja- vík, aðstoð við smáfyrirtæki, stefnu- mótandi aðgerðir Reykjavíkur til langs tíma um að kaupa fremur ís- lenskt, þótt það kunni að vera 10-15% dýrara en hið erlenda, marg- háttaðar aðgerðir Reykjavíkurhafnar og Aflvaka til þess að þróa áfram hugmyndir um þjónustumiðstöð í Norður-Atlantshafi, verkefna- útflutning og stuðning Reykjavíkur- borgar t.d. við Virkir-Orkint og Icec- on, eða enn frekari skattabreytingar til aðstoðar atvinnulífinu. Hún virðist ekki hafa orðið vör við samstarf okk- ar við stáerstu launþegafélögin í Reykjavík til þess að efla atvinnu. Og það er svo þótt verkalýðsforingj- ar hafí gerst svo djarfir að hæla sjálf- stæðismönnum á opinberum vett- vangi fyrir framlag sitt. Ekki er síð- ur undarlegt að hváð skuli, þegar rætt er um möguleika menningar Reykjavík. R-listinn hefur aðeins tai- að um menningu, en lítið aðhafst, eins og best sást þegar fulltrúar flokka hans höfðu völdin hér í Reykjavík 1982. Oddviti Framsóknarflokksins og R-listans hefur setið í æðstu stjóm borgarinnar síðastliðin átta ár með fullt málfrelsi, tillögurétt og atkvæð- isrétt. Hún hefur þegið fyrir það góð laun frá borgarbúum. Við eigum að gera kröfu til að borgarfulltrúar fylg- ist með því sem gert er á vettvangi borgarmála, sérstaklega þegar þeir hafa slíka aðstöðu að vera beinlínis þátttakendur við stjórnborðið í Reykjavík. Eg hef átt ágætt samstarf við með frönskum og sósu „Þrátt fyrir auknar lán- tökur er fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar í dag mjög góð og má nefna að skuldir á hvern íbúa námu um síðustu áramót um 90 þúsund krónum en til samanburðar voru skuldir á hvern íbúa í Hafnarfirði 180-190 þúsund krónur.“ efnum. Mikil þörf hefur verið fyrir stuðning við þróun framsækinna hugmynda og markaðssetningu með- an verið er að koma starfsemi á legg. Stofnun þróunarfyrirtækisins Afl- vaka Reykjavíkur hf. markar tíma- mót í þessu sambandi. Vel var staðið að undirbúningi þess og tekið mið af sambærilegri starfsemi í ná- grannalöndunum. Eitt af verkefnum fyrirtækisins er þátttaka í áhættufjármögnun með lánum sem hægt er að breyta í hlutafé. Háskóla íslands var fyrsti nýi hluthafinn sem Inga Jóna Þórðardóttir bættist í hópinn og nú stendur yfir hlutafjárútboð þar sem leitað verður eftir víðtækri þátttöku fyrirtækja og hagsmunaaðila í atvinnumálum. Ef áætlanir ganga eftir má gera ráð fyrir að Aflvaki hafi 150-200 millj- ónir til ráðstöfunar á þessu ári. Í stefnuyfirlýsingu R-listans, sam- eiginlegs framboðs Alþýðubanda- lags, Alþýðuflokks, Framsóknar- flokks og Kvennalista, vekur athygli hversu fátæklega er fjallað um at- vinnumál og fátt er þar um nýja drætti. Það virðist til dæmis alveg hafa farið fram hjá hugmyndasmið- um þess að nýtt atvinnuþróunarfyrir- tæki var stofnað á kjörtímabilinu því eitt atriðið í yfirlýsingunni og það sem mest hefur verið gert úr fjallar um stofnun atvinnuþróunarsjóðs. Vonandi er hér ekki átt við hefð- bundna lánasjóði vinstri manna sem landsmenn hafa hörmulega reynslu af, en af fréttum að dæma er þessum atvinnuþróunarsjóði nánast einungis ætlað að stunda lánastarfsemi og veita ábyrgðir. En hafi frambjóðend- ur R-listans áhuga á öflugu atvinnu- þróunarfyrirtæki þá er rétt að benda þeim á að það er þegar farið af stað eftir góðan undirbúning. Fjaðrafok Það er því ekki að furða að sjálf- stæðismenn hafi haft á orði þegar stefnuyfírlýsing R-listans birtist að nú væru vinstri menn að skreyta sig með lánsíjöðrum, enda staðfestir Pétur Jónsson 4. maður listans það með sínum hætti í Morgunblaðinu 6. apríl. Þeir sem skreyta sig með lánsfjöðrum verða hins vegar að sæta því að þær reytist smám saman af þeim og fjúki út í veður og vind. Höfundur er í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar í vor. Árni Sigfússon „Ekki er síður undar- legt að hváð skuli, þeg- ar rætt er um mögu- leika menningar í Reykjavík. R-listinn hefur aðeins talað um menningu, en lítið að- hafst, eins og best sást þegar fulltrúar flokka hans höfðu völdin hér í Reykjavík 1982.“ Sigrúnu Magnúsdóttur og þrátt fyrir hroka hennar nú um stundir ætla ég að eiga áfram við hana ágætt samstarf. Höfundur er borgarstjóri og oddviti á lista sjálfstæðisnmnnn fyrir borgarstjómarkosningarnar 28. mai nk. Otrúlegt tilboð! Seljum 250 vönduð Churchill matarstell á hreint ótrúlegu verði. 6 manna stell 30 stk. á aðeins kr. 3.390 (Verð út úr búð í London kr. 7.600) iTHOMSENSMAGAZIN Full búð af nýjum sumarfatnaði, á bæði fullorðna og böm, á frábæru verði. T.d.: Gallajakkar, gallabuxur í öllum litum, smekkgallabuxur, galla skyrtur, peysubolir, síð pils og peysur. BRISTOL Stór sending af notuðum, innfluttum tískufatnaði frá London. T.d. Leður- og rúskinnsjakkar, peysur, bolir, skyrtur og jakkaföt. FJALAKOTTURIl Gallaskyrtur kr. 1.990 Fullorðinsgallabuxur kr. 1.990 Barnagttllabuxur, margir litir, kr. 1.880 Silkiherrajakkar, áður kr. 14.900, nú kr. 5.900 Rúskinnsvesti kr. 1.590 J oggingbamagallar, st. 4-14, kr. 2.500 NÝHÖFN Tilboð Dömutoppar kr. 440 Drengjaskyrtur, köflóttar, kr. 1.000 Gallasmekkbuxur kr. 500 Sumarpils á telpur kr. 1.200 NÓRAMAGAZIN Kvenblússur, stutterma, áður kr. 3.490, nú kr. 2.390 Hermannajakkar kr. 990 Hermannabolir kr. 990 VÍK Peysur frá kr. 990 Davidson úti- og inniíþróttajakkar frákr. 1.500 VÍSIR Vandaðar peysur áðurkr. 3.700, núkr. 2.990 Ódýrir tískuskartgripir GRUiVD Ódýrasta verslun á íslandi Frábærar vörur frákr. 99 01990 BORG Hleðsluborvélar 9,6v ásamt fylgihlutum. Tilboðsverð kr. 5.999 MÖRK Skórfrákr. 500til900 GEIRSBÚD Sportskór frá kr. 495 GIMU Ódýr austurlensk gjafavara m A ÞOltPH) Borgarkringlunni Komið til að vera! Opið mánudaga -föstudaga kl. 12-18.30, laugardaga kl. 10-16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.