Morgunblaðið - 08.04.1994, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 08.04.1994, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 8. APRIL 1994 47 STÆRSTA TJALDIÐMEÐ KURT RUSSELL VAL KlLMER JUSTICE IS COMINGj l Ma TBMIÍTBN Einn aðsóknarmesti vestri fyrr og síðar f Bandaríkjunum. Vönduð og spennandi stórmynd, hlaðin stórleikurum. „Vönduð og spennandi stór- mynd í klassískum vestra- stíl, með tilheyTandi skot- bardögum og mátulegri ást- armærð. Fjölmargar persón- m- í óvenju skýrri túlkun.“ ★ ★★ Ó.H.T., Rás 2. „Afþreyingarmynd sem ör- ugglega á eftir að ylja mörg- um vestraunnanda hér sem erlendis. Það er keyrsla í mikilúðlegum tökum undir stjórn snillingsins Williams Frankers, nánast aldrei dauður punktm.“ ★ ★ ★ S.V., Mbl. Sýnd kl. 4.40, 6.50, 9 og 11.20. Bönnuð innan 16 ára. BLEKKIIMG SVIK IVIORÐ Einnig fáan- leg sem Úrvalsbók. Sýnd kl. 5,7, 9 og 11. Bönnuð innan 14 ára. DOMSDAGUR Sýnd kl. 5,7,9og11. Bönnuð innan 16 ára. m i© £ B lllKll AiDri SIMI: 19000 MALICE Spennutryllir, sem fór beint á toppinn í Bandarikjunum. Handrit: Aaron Sorkin (A Few Good Men) og Scott Frank (Dead Again). Einnig sýnd í Borg- arbíói á Akureyri. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10. Bönnuð innan 16 ára. PIANO Þreföld Óskarsverðlaunamynd. Sýnd kl. 4.50, 6.55, 9 og 11.05. KRYDDLEGIN HJÖRTU Aðsóknarmesta erlenda myndln í Bandarfkjunum frá upphafi. Sýnd kl. 5,7,9og11. Far vel frilla mín Tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda mynd ársins. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð i. 12 ára. Germinal Dýrasta kvikmynd sem framleidd hefur verið í Evrópu. Sýnd kl. 5 og 9. 20 ára afmælishátíð Grindavíkurbæjar 20 ÁR verða liðin 10. apríl frá því að Grindavíkurbær fékk kaupstaðarréttindi. í því tilefni efnir bæjarstjórn Grindavíkur til hátíðar helgina 8.-10. apríl. Einnig verður vígð ný sundlaug í bænum. Dagskráin byrjar með unglinga- dansleik á föstudag þar sem hljóm- sveitin SSSól leikur fyrir dansi. Á laugardagsmorgun verður sund- laugin vígð og eftir hádegi verður dagskrá í umsjón UMFG. Þar verða fimleikar, júdó, karfa og fótbolti til skemmtunar. Kl. 15.15 verður fyrsta sundmótið haldið. Boðsundkeppni milli eldri bekkja grunnskólans. Keppt verður um veglegan farandbikar sem bæjar- stjórn gefur, svokallaðan Afmælis- bikar. Kl. 17 verða svo sinfóníu- tónleikar í íþróttahúsinu. Aðgang- ur er ókeypis meðan húsrúm leyfir. Um kvöldið verða allir skemmti- og vínveitingastaðir í bænum með afmælistilboð í mat og lifandi tón- list. Strætó verður í förum milli veitingastaðanna allt kvöldið og farið ókeypis. Fólk getur keypt sér svokallaðan Reisupassa sem gildir á alla staðina allt kvöldið. Sunnudaginn 10. apríl nær dag- skráin hámarki með heimsókn for- seta íslands, frú Vigdísar Finn- bogadóttur. Hún mun sitja hátíð- arfund bæjarstjórnar og opnun sýningar á málverkum Gunnlaugs Schevings frá þeim tíma er hann bjó í Grindavík. Einnig verður bókasýning og sýning á mynd- verkum skólabarna. Forsetinn mun sækja hátíðarmessu kl. 14 og drekka kaffi á eftir í Festi. Þar verður öllum Grindvíking- um boðið til afmæliskaffis sem Kvenfélag Grindavikur og Slysa- varnadeildin Þórkatla sjá um milli kl. 15 og 17. Kl. 17 á sunnudag hefst svo hátíðardagskrá í íþróttahúsinu til- einkuð Sigvalda Kaldalóns tón- skáldi. Þar verður fjölbreytt dag- skrá, ávörp, kórsöngur, Grindavík- urkvartett, fjöldasöngur og ein- söngur. Þar syngur Kristinn Sig- mundsson óperusöngvrari en hann er í leyfi á íslandi um þessar mundir. Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson Sveinn Árnason, söngstjóri með Rökkurkórnum. Skemmtikvöld Rökk- urkórsins í Miðgarði Sauðárkróki. FJOLMENNI var í félagsheimilinu Miðgarði í Varmahlíð, þegar Rökkurkórinn hélt þar söngskemmtun laugardaginn 12. mars síðast- liðinn. Söngstjóri kórsins er Sveinn Árnason, en undirleikari Thom- as Higgerson og einsöng sungu þau Sigurlaug Maronsdóttir, Þuríður Þorbergsdóttir og Hjalti Jóhannsson, en einnig sungu tvísöng þeir Hjalti og Eiríkur Jónsson. I einu laginu sem kórinn flutti lék Þuríð- ur Þorbergsdóttir með á þverflautu. ■ KVENNALISTAKONUR í Hafnarfirði bjóða til morgunfund- ar í Hafnarborg laugardaginn 9. apríl kl. 11. Framboðslistinn verður | kynntur á fundinum. Á fundinum ræða þær Bryndís Guðmunds- ■ dóttir og Ingibjörg Guðmunds- dóttir atvinnumálin. Kristín Hall- dórsdóttir, starfskona Kvennalist,- ans og fyrrverandi formaður Ferðamálaráðs, ræðir um ferða- þjónustu sem atvinnuskapandi vettvang fyrir konur. Fundarstjóri verður Friðbjörg Haraldsdóttir. f ■ VORGLEÐI verður haldin laugardaginn 9. apríl í Hlégarði í Mosfellsbæ. Tilgangur gleðinnar 9 er að styrkja starfsemi æskulýðs- nefndar Sjálfsbjargar. Fram koma K^ddbandið, Radíusbræður og Sniglabandið mun leika fyrir dansi. Fríar sætaferðir fram og til baka frá Hátúni 12 og byija þær kl. 20. Miðaverð verður 900 kr. og þeir sem panta/kaupa miða í forsölu fá fyrsta drykk frían. ■ KARAOKEKEPPNI fjöl- miðlanna verður haldin á veitinga- húsinu Tveimur vinum í kvöld, föstudaginn 8. apríl, og hefst hún kl. 22. Keppnin er með sama sniði og undanfarin ár, þ.e. hver fjölmið- ill má senda allt að þrjú lög en mest tvo einstaklinga og einn hóp. Að sögn forráðamanna veitinga- hússins var keppnin í fyrra mjög vel sótt og var húsfyllir. Sigurveg- ari síðasta árs var söngvarinn Páll Óskar Hjálmtýsson frá Að- alstöðinni en stöðin var einnig í 2. sæti. Páll Óskar vann keppnina í fyrra fyrir hönd Aðalstöðvarinnar. Skemmtu gestir sér hið besta við ágætan söng kórsins og þeirra ein- söngvara og tvísöngvra sem með honum komu fram og voru sungin mörg aukalög. í hléi og að söng Rökkurkórsins loknum sungu þær Anna Sigríður Helgadóttir og Þur- íður Þorbergsdóttir nokkur ein- söngslög við undirleik Thomas Higgerson og einnig kom fram kvartett skipaður félögum úr Rökk- urkórnum, þeim Eiríki Jónssyni, Stefáni Reynissyni, Hjalta Jóhanns- syni og Einari Val Valgarðssyni. Þá skemmtu hagyrðingarnir Inga Jóhannesdóttir, Sigurður Hansen og Árni Bjarnason, og Eiríkur Jóns- son flutti skemmtilega „innansveit- arkróniku" þar sem hann mælti fyrir munn hinna ýmsu manna, inn- an héraðs og utan, með þeirra eig- in röddum og var þetta eins og annað á þessu Rökkurkórskvöldi hin besta skemmtun. Að sögn Sveins Árnasonar söng- stjóra er þetta fímmta starfsár hans með kórnum, en kórinn hefur starf- að samfellt frá 1978, og hefur inn- an sinna vébanda söngfólk úr nær öllum sveitum Skagafjarðar. Sveinn sagði mikið starf liggja að baki vetrardagskrár kórsins, æfíngar hæfust á haustin í byijun október og væri alltaf æft tvisvar' í viku fram í maí á vorin og hefði kórinn fyrst komið fram í vetur á jólatónleikum í Hóladómkirkju. Þá sagði hann að áformaðir væru allmargir tónleikar fram til vors og vetrarstarfinu mundi ljúka með söngferð suður á land í apríl næst- komandi. - BB.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.