Morgunblaðið - 08.04.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.04.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1994 27 Morgunblaðið/Ámi Sæberg „Einsogá hörðum föstu- degi“ AFMÆLIVEISLA Bónus- verslananna hófst í gær og segir Jóhannes Jónsson, kaup- maður í Bónus, að salan í verslununum sex á höfuðborg- arsvæðinu hafi verið á við harðasta föstudag. Einnig hafi afmælistilboðunum verið tekið vel. „Við getum ekkert kvart- að,“ segir hann. Fimm ár eru síðan fyrsta Bónus-verslunin var opnuð í Skútuvoginum og olli hún straumhvörfum í versl- un hér á landi. Samkeppni á matvörumarkaði jókst og vöruverð lækkaði. Eins og sjá má á myndunum var talsverð örtröð í Bónus á Seltjamar- nesi, sem er á stærri mynd- inni, og í einnig í Bónus í Faxa- feni. Uppboðsmarkaður með bíla stofnaður í Eeykjavík Morgunblaðið/Árni Sæberg Bílauppboðsmarkaðurinn Krónan ÞAÐ vantaði talsvert á að iðnaðarmenn væru búnir að ljúka vinnu við uppboðssalinn í gær. Uppboðsstóllinn var þó fullkláraður. Þar mun Hilmar Kristjánsson, eigandi Krónu, standa næstkomandi laugardag og bjóða upp bíla. í gær voru 150 sejjendur búnir að skrá bíla sína þjá Krónu. Þeir verða framvegis til sýnis í húsnæði fyrirtækisins við Grandaveg. UPPBOÐSMARKAÐUR með bíla verður opnaður í Reykjavík á vegum fyrirtækisins Krónu hf. á morgun, laugardag. Þetta er nýjung i bílaviðskiptum hér á landi, en erlendis er þessi við- skiptamáti vel þekktur. Hilmar Kristjánsson, eigandi Krónu, segist vera sannfærður um að á næstu árum muni fleiri vörur verða seldar á uppboðsmarkaði. Þetta sé að mörgu leyti hentugur viðskiptamáti. Hann endurspegli t.d. ágætlega raunverulegt markaðsverð vörunnnar sem verið er að selja. Hilmar starfaði í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í 28 ár. Þar fer drjúgur hluti allra bflaviðskipta fram á uppboðsmarkaði. Fyrir- myndina að Krónu hf. sækir hann til Suður-Afríku. Króna hf. er í húsnæði að Mýrargötu 26 í Reykja- vík, sem er um 8.000 fermetrar að stærð, og hýsti áður starfsemi Hraðfrystistöðvar Reykjavíkur og síðar Granda. í húsinu eru þrír stór- ir sýningarsalir sem rúma yfir 250 bfla. Uppboðssalurinn sjálfur rúmar um 250 manns í sæti, en einnig er pláss fyrir gesti. Þeir sem vilja gera tilboð í bfla hjá Krónu verða að skrá sig fyrir uppboðið og greiða sérstakt þátt- tökugjald, sem er 10 þúsund krón- ur. Kaupi þátttakandi bíl rennur gjaldið upp í kaupverð bifreiðarinn- ar, en er annars endurgreitt að uppboðinu loknu. Uppboðið fer fram á svipaðan máta og uppboð á fiskmörkuðum. Skráðir þátttakend- ur í uppboðinu fá spjald sem þeir veifa þegar þeir gera tilboð í bfl. Allir bílar sem boðnir eru upp koma akandi inn í uppboðssalinn, einn og einn í einu, og aka út úr honum að uppboði loknu. Lögð er áhersla á að uppboðið gangi hratt fyrir sig. Öll kaup hjá Krónu miðast við staðgreiðslu. Kaupandi greiðir, auk kaupverðsins, 10% sölulaun og 24,5% virðisaukaskatt á sölulaun innan þriggja sólarhringa. Króna býður kaupendum upp á aðstoð við kynningu á þeim lánamöguleikum sem bjóðast á fjármálamarkaðnum og sér um að ganga frá opinberum gjöldum á bifreiðum, sem koma fram á veðbókarvottorði, áður en gengið er endanlega frá viðskiptum. Hilmar sagðist eindregið mæla með því við seljendur að bílar þeirra séu nýlega skoðaðir hjá Bifreiða- skoðun íslands eða ástandsskoðaðir hjá löggiltum bifvélavirkja. Það auki öryggi í viðskiptunum og sölu- möguleika. Sýningarsalir Krónu verða opnir alla virka daga vikunn- ar og geta kaupendur fengið að skoða bílana þar fyrir uppboðið, sem fram fer hvern laugardag kl. 13.30. Tillögur um að tryggingakerfið bæti heilsutjón vegna lækningaaðgerða Skiptir ekki höf» uðmáli hvaðan greiðslur koma - segir heilbrigðis- og tryggingaráðherra GUÐMUNDUR Árni Stefánsson heilbrigðisráðherra kveðst ekki, telja skipta höfuðmáli hvaðan greiðslur fyrir heilsutjón af völdum lækningaaðgerða koma, enda standi að lokum opinberir sjóðir skil á slíkum greiðslum þegar upp hafa verið kveðnir dómar í þessa veru. í grein eftir Árna Björnsson, lækni, sem birtist í Morgunblað- inu fyrir skömmu er lagt til að tjón á heilsu í tengslum við lækninga- aðgerðir verði bætt í gegnum almenna tryggingakerfið eins og annað heilsutjón, en tryggingakerfið geti síðan sótt kostnaðinn til tjónvaldsins, stafi tjónið af mistökum eða vanrækslu. „Við búum nú þegar við ákveðnar sjúkratryggingar í þessa veru, þ.e. Karvels-sjóðinn svokallaða, þar sem sjúklingar hafa fengið bætur þegar um sannanleg læknamistök er að ræða. Sá sjóður hefur hins vegar ekki úr miklu að moða,“ segir Guð- mundur Árni. Kerfið gert greiðfærara Hann segir að þrátt fyrir að til- lögu á borð við þá sem Árni ber fram yrði hrundið í framkvæmd, yrði eftir sem áður að fara ofan í efnisatriði einstakra mála og gaum- gæfa hvort og hvar sök liggur. Meðhöndlun myndi því lítt breytast. Eigi Árni hins vegar við að undir öllum kringumstæðum greiði trygg- ingakerfið þá kröfu sem meintur tjónþoli setur fram, kveðst hann sjá ákveðna vankanta á slíkri fram- kvæmd. „Hins vegar finnst mér ekki fjarri lagi að betur verði skilgreint hvert tjónþolar eigi að sækja sinn rétt. Nú ganga mál þannig fyrir sig að þeir sækja rétt á hendur viðkom- andi sjúkrastofnunum og síðan er ríkissjóður gerður ábyrgur fyrir greiðslu. Aðalatriðið er að verði fólk fyrir skakkaföllum vegna mistaka lækna eða annarra fulltrúa heil- brigðisstétta, eigi það tiltölulega greiða leið í gegnum kerfíð og fái sanngjarna og hlutlausa umfjöllum. Hvaðan greiðslur koma skiptir ekki höfuðmáli," segir Guðmundur Árni. Ábyrgð launagreiðanda lækna Aðspurður um ábyrgð einstak- linga í heilbrigðisstétt, kveðst ráð- herra telja að þegar læknar starfa í umboði launagreiðanda, í þessu tilviki ríkisins, eigi launagreiðandi almennt að bera ábyrgðina. „Verði sami einstaklingur hins vegar upp- vís að mistökum í starfí sem stafí af hreinni vanrækslu, þá eigi vinnu- veitandi að áminna hann eða víkja úr starfi. Við fyrstu sýn virðist hins vegar tvíeggjað að tengja það fjár- hagslegum hagsmunum viðkomandi einstaklings," segir Guðmundur Árni og kveðst leggja áherslu á að allar tillögur varðandi þessi mál séu öfgalausar, sem ekki sé raunin með t.a.m. málarekstur Bandaríkja- manna í tjónamálum. „Hér er mikil- vægt að kerfið haldi vöku sinni og landlæknir hefur að mínu áliti þegar tekið þessi mál föstum tökum, þó að aldrei sé hægt að fyrirbyggja mistök við aðgerðir," segir Guð- mundur Árni. ----*—+—*-- Rektorskjör íHÍídag REKTORSKJÖR fer fram í Há- skóla íslands I dag. Stúdentar, kennarar háskólans og aðrir há- skólagengnir starfsmenn skólans hafa rétt til að greiða atkvæði í kjörinu. í kjöri eru allir prófessorar sem starfa við skólann. Aðeins Sveinbjörn Bjömsson, núverandi háskólarektor,,, hefur lýst því yfír opinberlega aö hann sækist eftir kjöri. Sveinbjöm hefur verið rektor síðastliðin tvö ár eða í eitt kjörtímabil. Kvörtun vegna varnarliðsþotna Þotur taldar hafa valdið snjófióði KVÖRTUN hefur borist til varnarliðsins vegna flugs tveggja her^ þotna yfir Öræfajökul á föstudaginn langa. Júlíus Gunnarsson sem sat á fjallstoppi Kirlqunnar segist hafa heyrt miklar drunur og séð að minnsta kosti tvö snjóflóð falla. Friðþór Eydal upplýsingafull- trúi varnarliðsins segist hafa beint þeim tilmælum að haft yrði samband við íslensk flugmálayfirvöld. „Varnarliðið gerir ekkert sem ekki samrýmist gildandi flugreglum hérlendis,“ segir Friðþór. „Við vorum á toppi Kirkjunnar þegar við heyrðum dmnur. Tvær vélar komu í lágflugi og í kjölfarið sá ég að minnsta kosti tvö snjóflóð falla utan í Kirkjunni og í hlíðum Hvannadalshnjúks," segir Júlíus. Hann segir einnig að á meðan á þessu stóð hafí nokkrir menn verið í hlíðum Kirkjunnar. Að vísu segir hann að snjóflóðið hafi fallið hinum megin í fjallinu en hins vegar sé lítil snjóflóðahætta í augnablikinu á þessum slóðum. Má fara niður í 500 fet „Ég kom þessu á framfæri við njína menn svo hægt væri að kanna málið," segir Friðþór Eydal upplýs- ingafulltrúi vamarliðsins en eins og að framan greinir vísaði hann á íslensk flugmálayfírvöld. Helgi Björnsson yfirflugumferðarstjóri segir að hann geti ekki sagt til um það hvort vélar vamarliðsins hafí flogið á þessum slóðum á föstudag- inn langa enda beri þeim ekki að gefa upp nákvæma flugleið fyrir sjónflug. Megi flugmenn fara niður í 500 feta hæð eins og aðrir utan byggðs bóls. Hins vegar segir Helgi að vélar varnarliðsins hafi verið að fljúga talsvert þennan dag, í ýmiss konar æfingum. „Ef okkur berst kvörtun verður það kannað hvert- vélar frá þeim hafí farið inn á land,“ segir hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.