Morgunblaðið - 08.04.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.04.1994, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1994 Alberts Guðmunds- sonar minnst á þingi ALÞINGISMENN minntust Alberts Guðmundssonar fyrrverandi ráðherra í gær. Salome Þorkelsdóttir forseti Alþingis sagði í minningarorðum sem hún flutti á þingfundi, að við andlát Al- berts Guðmundssonar hyrfi af sjónarsviðinu eftirminnilegur sam- ferðamaður, harður og sókndjarfur baráttumaður, en honum hafi verið eðlisbundinn drengskapur hins kappsama íþrótta- manns. Salome Þorkelsdóttir rakti ævi- feril Alberts Guðmunssonar og sagði síðan: „Albert Guðmundsson átti sér langan og frækilegan starfsferil. Hann var ósérhlífínn og athafnasamur alla ævi, fór ung- ur að vinna fyrir sér, skólavist hans var ekki löng en nýttist hon- um vel. Hann var afburðamaður á knattspymuferli sínum, var í fremstu röð knattspymumanna í Evrópu. Hér heima sinnti hann af áhuga félagsmálum íþróttamanna og þjálfun. Heildverslun sína rak hann af hagsýni og kunnáttu. Þekktastur var hann af stjóm- málastörfum sínum. Hann naut þar mikils fylgis samborgara sinna, enda sinnti hann störfum sínum fyrir þá af dugnaði og um- hyggjusemi. Hann var sjálfstæður í skoðunum og um hann stóð oft styr á vettvangi stjómmálanna. Hann var harður og sókndjarfur baráttumaður, en honum var eðlis- bundinn drengskapur hins kapps- ama íþróttamanns. Með athöfnum í þágu borgar sinnar og lands markaði hann spor,“ sagði Salome Þorkelsdóttir. Minnst í borgarstjórn í upphafi fundar borgarstjórnar Reykjavíkur síðdegis í gær, .minntist Magnús L. Sveinsson forseti borgarstjórnar Alberts Guðmundssonar fyrrum borgar- fulltrúa og forseta borgarstjórnar. Hann minntist starfa Alberts að borgarmálum og vottaði ekkju hans og afkomendum samúð um leið og hann bað borgarfulltrúa að minnast hans með því að rísa úr sætum. Eftirlitsstofnun EFTA um framkvæmd EES-samningsins « íslandi veitt áminn- ing vegna vanefnda EFTIRLITSSTOFNUN EFTA telur að líta verði svo á að Is- iand hafi ekki gert nauðsynlegar ráðstafanir til að uppfylla samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, hvað varðar breyt- ingu á löggjöf um vátryggingastarfsemi og að setja ýmsar tæknilegar reglur um dráttarvélar og umhverfismál. Búið er að tilkynna eftirlitsstofnuninni um lögfestingu 87% þeirra til- skipana sem taka áttu gildi um síðustu áramót samkvæmt EES-samningnum og verið er að vinna að því að afganginum verði lokið fyrir næstu mánaðamót. Þannig er frumvarp um breytingu á löggjöf um vátryggingastarfsemi nú til meðferðar hjá heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis. ingar sínar. Ef viðkomandi ríki breytir ekki í samræmi við álitið innan ákveðins frests getur eftir- litsstofnunin vísað málinu tii EFTA-dómstólsins. Þetta kemur fram í skriflegu svari utanríkisráðherra á Alþingi við fyrirspurn frá Kristínu Einars- dóttur þingmanni Kvennalista og fleiri þingmönnum um það hvaða athugasemdir hafi borist íslensk- um stjórnvöldum frá eftirlitsstofn- un EFTA um framkvæmd EES- samningsins. Samkvæmt EES-samningnum bar EFTA-ríkjum að lögfesta allar tilskipanir sem eru í viðaukum samningsins um síðustu áramót. Hafi einstakar gerðir ekki verið lögfestar á réttum tíma getur eft- irlitsstofnunin lagt fram rökstutt álit sitt um að viðkomandi EFTA- ríki hafi ekki staðið við skuldbind- Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra á ferð til Kína, Kóreu og Japans í svari ráðherra segir að 16. mars hafi utanríkisráðuneytinu borist bréf frá eftirlitsstofnuninni þar sem tilgreindar voru þær til- skipanir sem fullnægjandi upplýs- ingar hefðu ekki borist um frá íslenskum stjórnvöldum. í bréfinu upplýsti eftirlitsstofnunin að líta verði svo á að ísland hafi ekki gert nauðsynlegar ráðstafanir til að fullnægja þeim skuldbindingum sem væru fólgnar í viðkomandi tilskipunum. Fengu íslensk stjórn- völd frest til 30. apríl til að upp- lýsa til hvaða aðgerða hefði verið gripið varðandi tilskipanirnar og eftir það muni eftirlitsstofnunin meta hvort gefið verði rökstutt álit um málið. Rætt um margvísleg verkefni fyrir íslenska aðila í Kína Breytt tryggingastarfsemi JÓN Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, kom á miðvikudag til S-Kóreu eftir dvöl í Kína þar sem hann ræddi við varaforseta landsins, Long Hyreng, og fjölmarga ráðherra. Utanríkisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í fyrradag að ferðin hefði verið vandlega undirbúin i samráði við helstu útflyljendur íslenskra afurða til Kína, Japans og Kóreu og kvaðst hann hafa rætt við kínverska ráðamenn um þátttöku íslenskra aðila í verkefnum í landinu á sviði sjávarútvegs, mannvirkja- og vegagerðar og jarð- hitanýtingar. Að sögn Jóns Baldvins er í undirbúningi að íslenskir aðilar, þar á meðal Virkir Orkint, vinni í samstarfi við stjórnvöld í að því að þrefalda umsvif starfandi hita- veitu í Tang Gu-borg í norðurhluta Kína þar sem eru umtalsverðar jarðhitaauðlindir. Kostnaður við upphafsáfanga er áætlaður um þijár milljónir Bandaríkjadala. í sjávarútvegsmálum er rætt um samstarfsfyrirtæki á umdæ- missvæði Nangking-borgar um samstarfsverkefni í fiskvinnslu og markaðssetningu íslenskra fiskar- urða á vaxandi borgarsvæðum í Kína og starfrækslu fiskvinnslu- fyrirtækis, með íslenskum tækni- búnaði, íslenskri tækniráðgjöf og verkstjórn. Ráðherra vildi ekki upplýsa hvaða íslensku aðilar ættu aðild að þessu verkefni. íslenskir aðalverktakar til Kína? heimshluta, mesta hagvaxtar- svæði heimsins, þar sem hagvöxt- ur hefði verið 6-13% á ári á sam- dráttartímum í Evrópu. „Forystu- menn á Norðurlöndum, forsætis- ráðherrar, utanríkisráðherrar og fagráðherrar hafa farið í stríðum straumum í heimsóknir til Kína á undanfömum misserum. Helstu borgir á strandlengju Kína eru mestu hagvaxtarsvæði heims, þar er fylgt fast eftir stefnu stjórn- valda um að opna dyr og leitað samstarfs við erlenda aðila um innflutning fjármagns og tækni- kunnáttu og erlendum samstarfs- aðilum bjóðast hagstæð kjör,“ sagði Jón Baldvin. Hann sagði að ýmsir norrænir aðilar hefðu þegar haslað sér völl á hinum svokölluðu frísvæðum í Kína og á þeim mark- aði væri um að ræða fjárhæðir sem væru stjarnfræðilegar á íslenskan mælikvarða. „Af því sem þegar hefur gerst má ljóst vera að vaxt- arskilyrði og tækifæri til ábata- samra verkefna fyrir þjóðir sem hafa fram að færa sérþekkingu eru mikil. Eitt helsta vandamál Kína er á sviði orkumála. í norð- vesturhluta landsins eru umtals- verðar hitaauðlindir en orkuskort- ur og hingað til hefur orkufram- leiðsla í landinu byggst á kolum en þeim fylgir mengunarvandi,“ sagði Jón Baldvin og bætti við að Kínveijar gætu einkum haft mik- inn hag af samstarfi við íslendinga á sviði orkunýtingar en einnig í sjávarútvegi. Jón Baldvin Hannibalsson er nú staddur í Seoul í Suður-Kóreu og fljdur í dag fyrirlestur um íslenska utanríkisstefnu eftir hrun Sovét- ríkjanna í Utanríkis- og öryggis- málastofnun Kóreu. Hann mun eiga stuttan fund með forseta landsins og mun einnig hitta utan- ríkisráðherra landsins að máli. Hann sagði að varðandi tvíhliða samskipti landanna bæri GATT- samningana sjálfsagt á góma en af hálfu íslands séu gerðar þær kröfur að Kóreumenn ryðji úr vegi viðskiptaþvingunum og Iækki tolla til að tryggja íslendingum betri aðgang að mörkuðum þessarar miklu fískveiðiþjóðar. íslensk fyr- irtæki eigi þegar í viðskiptum við Kóreu og þar hafi háir tollar og viðskiptaþvinganir reynst vanda- mál en menn sjái mikla möguleika verði hömlunum aflétt. Þá kvaðst ráðherra gera ráð fyrir að í tal bærist það hættuástand sem ríkir í sambúð ríkjanna á Kóreuskaga og einnig kvaðst hann búast við að Kóreumenn óski eftir stuðningi ísleninga við umsókn landsins um aðild að OECD og taki jafnframt á dagskrá starfsemi og hlutverk öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. í svari ráðherra kemur fram, að íslenskum stjórnvöldum beri að gera verulegar breytingar á lög- gjöf um vátryggingastarfsemi vegna EES. Ráðgert hafi verið að gera þessar breytingar í tveimur áföngum, þeim fyrri um síðustu áramót þar sem lögfesta átti svo- nefnda fyrstu og aðra kynslóð til- skipana á tryggingasviðinu, og þeim síðari um mitt þetta ár þar sem lögfesta átti þriðju kynslóð- ina. Ekki hafi tekist að leggja vátryggingalagafrumvarpið fram og fá það samþykkt á Alþingi um áramótin og því hafi ísland ekki getað staðið við skuldbindingar sínar. Þá hafi verið afráðið að leit- ast við að gera nauðsynlegar laga- breytingar í einum áfanga fyrir mitt þetta ár. Umræður um vegagerðar- og byggingaverkefni byggjast á þeim grunni sem lagður var í heimsókn Halldórs Blöndals samgönguráð- herra til Kína á síðasta ári. Jón Baldvin sagði að á sviði mann- virkjagerðar væri hörð samkeppni og margir öflugir erlendir aðilar starfandi á því sviði í landinu en Jón Baldvin sagði hugsanlegt að öflugt íslenskt fyrirtæki á borð við íslenska aðalverktaka, sem sæi fram á verkefnaskort á næstu árum en réði yfír mikilli tækni- þekkingu og reynslu af samstarfi við erlenda aðila, gæti látið að sér kveða á þeim markaði. Ljóst væri að ekkert yrði þó af slíkum verk- efnum nema fyrir milligöngu stjórnvalda og afrakstur þessarar ferðar væri sá að íslendingar hefðu komið á samböndum til þess að greiða fyrir frekara samstarfi. Mesta hagvaxtarsvæði heims Jón Baldvin Hannibalsson sagði að mikið væri að gerast í þessum Litskyggnur af stein- um í Töfraflautunni SÍÐASTA sýning á Töfraflautunni eftir Mozart er í kvöld en það eru nemendur úr Nýja tónlistarskólanum, um 25 manns, sem fara með hlutverk í sýningunni. Leikstjórar eru Brynja Benediktsdóttir og Erlingur Gíslason og segir Brynja að uppfærslan hafi tekist vel. Athygli vekur að litskyggnur af steinum sem búið er að kljúfa gefa sýningunni skemmti- legan ævintýrablæ. Brynja segir uppfærsluna um margt frábrugðna öðrum. Óp- eran er talsvert stytt og sögu- menn sjá um að greir.a áhorfend- um frá framvindu sögunnar á milli söngatriða, en sungið er á þýsku. „Auk yndislegrar tónlist- ar Mozarts er það skemmtilegt við sýninguna að við fengum myndir úr steinasafni Ágústs Jónssonar frá Akureyri. Forsaga þeirra er sú að á áttunda ára- tugnum voru gefnar út ljóðabækur, meðal annars með ljóðum Kristjáns frá Djúpalæk, þar sem Ágúst hafði búið tií myndir með því að kljúfa steina og lýsa bakvið þá og taka af þeim ljósmyndir. Litskyggnur þessar sem sýna sannk'allaðan ævintýraheim eru sem bak- grunnur í sýningunni. Þær eru valdar með tilliti til stemmningar í tónlistinni, alls 65 myndir, og eru alveg ótrúlega fallegar og mikið punt á sýninguna,“ segir Brynja. Erlingur Gíslason og Brynja Benediktsdóttir sáu um Ein mynda Ágústs sem notuð er ans á Töfraflautunni. Morgunblaðið/Ágú8t Jónsson í uppfærslu Nýja tónlistarskól- uppfærsluna í sameiningu og segir Brynja að þau hafí stytt verkið talsvert enda sé mikil vinna að setja upp slíka nem- endasýningu. Sunna María Magnúsdóttir sá um búninga í sýningunni og hannaði dreka nokkurn sem kemur tvisvar við sögu og ljósahönnuðurinn Jó- hann Pálmason tekur þátt í að varpa litskyggnunum fyrr- nefndu listilega upp. Sýningin er í Tjarnarbæ og hefst klukkan átta. € (. « i: « « « « Utanríkisráðuneytið sendi eftir- litsstofnun EFTA upplýsingar um stöðu þessara mála í byijun janúar og 20. janúar sendi stofnunin bréf til baka þar sem fram kom það álit að um væri að ræða vanefnd- ir á EES-samningnum af íslands hálfu. Var lögð þung áhersla á að ríkisstjórn íslands gerði allt sem í hennar valdi stæði til að tryggja að lagafrumvarp sem fæli í sér lögfestingu fyrstu og annarrar til- skipunarinnar yrði samþykkt eins fljótt og mögulegt væri. L « § i « « t 1. « a 8 i 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.