Morgunblaðið - 08.04.1994, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 08.04.1994, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1994 3 Kókaín fannstá bílþjófi LÖGREGLAN í Hafnarfirði fann rúmlega gramm af kókaíni í fór- um 24 ára gamals manns sem handtekinn var eftir að hafa stol- ið tveimur bílum í bænum, skemmt báða og tvo til. Hann var að sögn lögreglu út úr heiminum vegna annarlegra áhrifa þegar hann var handtekinn og við yfir- heyrslur í gær bar hann fyrir sig algjöru minnisleysi um atburði og kókaínið í vasa sínum. Talið er að maðurinn hafi stolið bíl við Sléttahraun í Hafnarfirði og ekið honum áleiðis til Reykjavíkur en lent út af veginum við Reykja- nesbraut þar sem bíllinn lenti í stór- grýti og stórskemmdist. Maðurinn var farinn af staðnum þegar fólk kom að en skömmu síðar vaknaði fólk þar sem maðurinn hafði brotist inn í bíl við Norðurbraut og bakkað honum út úr stæði og á tvo bíla sem fyrir voru. Hann hljóp af staðn- um við svo búist en lögregla var fljót á staðinn og hljóp hann uppi. Maðurinn gisti hafnfirskar fangageymslur í fyrrinótt en við yfirheyrslur í gær mundi hann síð- ast eftir sér á bar í Reykjavík. -------» ♦ ♦-- Fluttir á heilsugæslu eftir sniff ÞRÍR 14 ára drengir í Hafnar- firði voru fluttir á heilsugæslu- stöð um miðjan dag í gær eftir að komið hafði verið að þeim sniffandi tipp-ex leiðréttingar- vökva undir húsvegg við Dals- hraun. Að sögn lögreglu voru drengirnir óstöðugir á fótum og kvörtuðu und- an höfuðverk þegar að var komið. Farið var með þá á heilsugæslustöð bæjarins, tveir fengu fljótlega að fara en sá þriðji var hafður eftir um stund til eftirlits. Að sögn lögreglu hefur af og til spurst að unglingar stundi það að sniffa leiðréttingarvökva og önnur leysiefni. Dæmi eru um að ungling- ar hafi orðið fyrir höilaskemmdum og varanlegu heilsutjóni af þeim sökum. Utankjör- fundar- atkvæða- greiðsla hafin Utankjörfundaratkvæða- greiðsla vegna sveitarstjórn- arkosninganna 28. maí nk. hófst 5. apríl sl. Hún fer fram hjá sýslumönnum og hrepp- stjórum um land allt. Að sögn Sesselju Árnadótt- ur, lögfræðings í félagsmála- ráðuneytinu, er hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar á opn- unartímum skrifstofa sýslu- manna og hreppstjóra. Auk þess er hægt að greiða atkvæði hjá sendiráðum og ræðismönn- um erlendis. Nánari upplýs- ingar um það hvernig kjósendur eiga að bera sig að við að greiða atkvæði erlendis fást hjá utan- ríkisráðuneytinu. LÆKNAR GETA SPARAÐ 200-300 MILLJÓNIR KRONAI LYFJAKOSTNAÐI Á ÞESSU ÁRI. VONANDI GERA ÞEIR ÞAÐ! Merki læknir bókstafinn (g) við lyfjaheiti á lyfseðli, fær sjúklingur eingöngu afgreitt tiltekið lyf. Merki læknir hins vegar bókstafinn(S)við lyfjaheiti, fær sjúklingur afgreitt ódýrasta samheitalyf í sama lyfjaflokki. Heildarkostnaður við lyfjanotkun á íslandi á árinu 1993 var u.þ.b. 5,1 milljarður króna. Þetta er há fjárhæð. Ekkert bendir til annars en að útkoman verði jafnvel hærri á þessu ári. Þegar sama virka lyfjaefnið er skráð undir mismunandi lyfjaheitum, frá mismunandi framleiðendum, eru þau lyf kölluð SAMHEITALYF. Þetta eru lyf sömu tegundar, samskonar lyf. Þau eru ekki aðeins markaðssett hvert undir sínu heiti, heldur eru þau einnig í ólíkum umbúðum. Lyfin eru engu að síður talin jafngild (bio-equivalent) af heilbrigðisyfirvöldum, enda gerðar til þeirra nákvæmlega sömu gæðakröfur. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að samheitalyf geta verið á afar mismunandi verði og stundum er sá munur margfaldur. Ef læknar ávísa ætíð á samheitalyf með því að merkja (s) í stað (R) við lyfjaheiti, þegar mögulegt er, má ætla að þessi upphæð verði mun iægri en hér að framan greinir, eða sem nemur 200-300 milljónum króna. Þetta sýmir okkur, hve miklu skiptir fyrir íslenska sjúklinga og þjóðarbú að skynsamlega sé staðið að ávísun lyfja í landinu. Læknar, sjúklingar, almenningur, tökum höndum saman, lækkum lyfjakostnaðinn! Aðhald og sparnaður í rekstri veitir aukið svigrúm til betri heilbrigðisþjón ustu. HEILBRIGÐIS' OG TRYGGINGAMÁLA- RÁÐUNEYTIÐ TRYGGINGASTOFNUN ^7 RÍKISINS lUIAVi'i liV ÓLÍUT.Í TTT+ i 111 i' l'T—rr 1-----------i---------r

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.