Morgunblaðið - 08.04.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.04.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1994 11 Sýningarsalirnir eru opnir frá kl. 12-18. Soffía sýnir í galleríinu „Hjá þeim“ Soffía Sæmundsdóttir opnar sýningu á verkum sínum í galleríinu „Hjá þeim“, Skólavörðustíg 6b í dag, föstudaginn 8, apríl. Þar sýnir hún þrykk, unnin á vor- dögum 1993. Sýningin stendur til 28. apríl og er opin mánudaga til föstudaga kl. 9-18 og laugardaga kl. 10-14. Þetta er önnur einkasýning Soffíu, en hún út- skrifaðist frá grafíkdeild MHÍ 1991. Olíumálverk Margrétar í Gallerí 11 Sýning á olíumálverkum Margrétar Sveinsdóttur í Gallerí 11 á Skólavörðu- stíg 4 verður opnuð á morgun laugardag- inn 9. apríl. Þetta er fyrsta einkasýning Margrétar í Reykjavík, en áður hefur hún haldið einkasýningar í Gautaborg og Stokk- hólmi og tekið þátt í samsýningum á ísafírði, í Gautaborg og Stokkhólmi. Á opnunardegi sýningarinnar verður hún opin frá kl. 16-18, en aðra daga frá kl. 14-18. Sýningunni lýkur 25. apríl. Tónlist Luðrasveit verkalyðs- ins í Bústaðakirkju Vortónleikar Lúðrasveitar verkaiýðs- ins verða haldnir nk. iaugardag og heij- ast þeir kl. 17. Sveitin leikur verk eftir Karl 0. Run- ólfsson, Alexander Guilmant, Sveinbjörn Sveinbjömsson, Frank Ericsson, Sammy Nestico Sousa og fleiri. Einar Jónsson leikur einieik á básúnu í Morceau Synphonique eftir Alexander Guilmant. Stjórnandi á tónleikunum er Malcolm Holloway. Aðgangur er ókeypis.__ Fyrirlestur Fynrlestur um málara- list, bókmenntir og tón- list í Norræna húsinu Forstjóri Norræna hússins, Torben Rasmussen, heldur fyrirlestur á dönsku sem hann nefnir „Det langsommes æstetik - om Kasimir Malevitj, Erik ■ Satie, tempo og moderne kunst“ í Nor- ræna húsinu sunudaginn 10. apríl kl. 16. Fyrirlesturinn fjallar um málaralist, bókmenntir og tónlist, um sambandið á milli hraða, listar og módemisma. Sýnd- ar verða skyggnur (Malevitj, rússneskur málari 1878-1935), leikin tóndæmi (Satie, franskt tónskáld 1866-1925) og lesið úr verkum (Per Hejholt, danskur rithöfundur). Að fýrirlestrinum loknum verða um- ræður. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Kvikmyndlr Kvikmyndasynmg 1 Norræna húsinu Kvikmyndin „Sigurd Drakedreper" verður sýnd í Norræna húsinu sunnudag- inn 10. apríl kl. 14. Myndin er frá 1988 og er með norsku tali. í kynningu segir: „Þetta er kvikmynd- in um jarlssoninn Sigurð sem er alinn upp á þeim tímum þegar vandamál era leyst með drápum og vopnaskaki. Hann er nefndur eftir hetjunni miklu Sigurði Fáfnisbana. Það er ætlast til þess af hnum að hann verði stór og sterkur vík- ingur eins og allir í hans ætt. Þessi ævintýramynd lýsir vel ættareijum og blóðhefndum sem gengu mann fram af manni á þeim tíma.“ Nýlistasafnið Sýning á veggspjöld- um Guerilla Girls SÝNING á veggspjöldum verður opnuð á morgun, laugardaginn 9. apríl í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b. Guerilla Girls er hópur myndlist- arkvenna búsettur í New York. Þær vinna undir nafnleynd og koma ætíð fram með grímu fyrir andlitinu. Vinnuföt þeirra eru stuttir þröng- ir kjólar, háhæla skór og górillugrímur. Eins og heitið gefur til kynna vinna Guerilla Girls með sama hætti og skæruliðar, markvisst og fyrir- varalaust. Þær setja upp veggspjöld, dreifa límmiðum, auglýsa í tímarit- um, gefa út jólakort og myndbönd ásamt því að koma fram á fyrirlestr- um og í sjónvarpsumræðuþáttum. Inntak verka þeirra er gagnrýni á ráðandi gildismat innan myndlista- kerfisins. Mörg veggspjöld þeirra eru með tölfræðiiegum samanburði á stöðu karla og kvenna og litaðra í myndlistarheimi New York borgar sem er ein aðalmiðja myndlistar í heiminum. Veggspjöldin eru undirrit- uð „Guerilla Girls“, samviska mynd- listarheimsins. Þau veggspjöld sem verða til sýnis í Nýlistasafninu eru 30 að tölu og eru frá árunum 1985-1990. Sýning- in hefur verið sýnd á hinum Norður- löndunum og hvarvetna verið hvati að umræðu um stöðu kvenna í mynd- list. Eins og segir á veggspjaldi frá 1986: „Þetta er jafnvel verra í Evr- ópu“. Vinnuhópurinn sem setur upp þessa sýningu hefur einnig gert stutta úttekt á sambærilegum málum Sýning á veggspjöldum Guerilla Girls opnar á morgun í Nýlista- safninu. á íslandi. Samhliða sýningu Guerilla Girls sýna Svala Sigurleifsdóttir og Inga Svala Þórsdóttir í samvinnu við Wu Shan Zhuan ný verk. I efri sölum safnsins verður sýning á verkum úr eigu Nýlistasafnsins. Sýningarnar eru opnar alla daga frá kl. 14-18 og þeim lýkur sunnudag- inn 24. apríl. (Fréttatilkynning) * Sinfóníuhljómsveit Islands Tónleikar í íþrótta- húsi Grindavíkur SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands heldur tónleika í íþróttahúsi Grinda- víkur laugardaginn 9. apríl kl. 17. Hljómsveitarstjóri er Alvaro Manz- ano, einsöngvarar eru Elín Ósk Óskarsdóttir, Sigríður Gröndal, Sigurð- ur Bragason og Stefán Arngrímsson. A efnisskránni eru Vald örlag- anna, forleikur eftir Verdi, „Pace, Pace“, aria úr Valdi örlaganna eft- ir Verdi, „Mögst du mein Kind“, aría úr Hollendingnum fljúgandi eft- ir Wagner, Aida, balletttónlist eftir Verdi, „Caro nome“, aría úr Rigo- letto eftir Verdi, „O du mein holder Abendstern", aría úr Tannhauser eftir Wagner, og sinfónía nr. 4, „sú ítalska" eftir Mendelssohn. Tilefni heimsóknar Sinfóníuhljóm- sveitarinnar til Grindavíkur að þessu sinni er að 20 ár eru liðin síðan Grindavík fékk kaupstaðarréttindi og ætlar hljómsveitin að halda uppá afmælið með Grindvíkingum. Bæjar- stjórn Grindavíkur hefur ákveðið að bjóða öllum bæjarbúum til þessara hátíðartónleika. Tónleikamir verða sannkölluð sönghátíð þar sem hvorki meira né minna en flórir einsöngvarar, þ.e. Elín Ósk Óskarsdóttir, Sigríður Grön- dal, Sigurður Bragason og Stefán Amgrímsson, koma fram og syngja hinar fegurstu aríur ópemtónbók- menntanna. Allir em söngvaramir þekktir, hafa komið fram á tónleikum, tekið þátt í ópemuppfærlum og sung- ið í útvarpi og sjónvarpi. Einnig verð- ur flutt sinfónía nr. 4 eftir Mend- elssohn. Mendelssohn var lukkunnar pamfíll í sínu skamma lífi en han lést aðeins 38 ára að aldri. Hann var gæddur miklum gáfum, einstaklega fríður sýnum og af efnafólki kominn. Tæplega tvítugur ferðaðist hann víða um Evrópu, m a. dvaldi hann um tíma í Róm. Þar hóf hann að semja fjórðu sinfóníu sína og því hefur hún ætíð verið nefnd „sú ítalska". Mendelssohn lauk ekki við sinfóníuna fyrr en nokkmm ámm síðar og var hann svo óánægður með verkið að hann leyfði ekki útgáfu á því henni meðan hann lifði. Það var ekki fyrr en fimmtán ámm eftir dauða Mendelssohns að hún heyrðist fyrst opinberlega og hefur síðan verið eitt vinsælasta og mest leikna verk hans. Stjórnandi tónleikanna kemur frá Ekvador, Alvaro Manzano að nafni. Manzano stundaði nám í óperu- og hljómsveitarstjórn við Tónlistarhá- skólann í Moskvu. Árið 1985 var Manzano ráðinn aðalstjórnandi við Þjóðarsinfóníuhljómsveitina í Ekvad- or. I heimalandi sínu hefur hann unnið gífurlega mikið uppbyggingar- starf á svið tónlistar. Þetta er í ann- að sinn sem Manzano kemur og stjórnar Sinfóníuhljómsveit íslands. Síðustu sýningar Þjóðleik- hússins á Blóðbrullaupi NÚ ERU aðeins þrjár sýningar eftir á Blóðbrullaupi eftir Federico Garcia Lorca, sem sýnt hefur verið á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins sl. þrjá mánuði, laugardaginn 9. apríl, föstudaginn 15. apríl og þriðju- daginn 19. apríl. Sýningin hefur hlotið mjög ‘góðar viðtökur og verið sýnd við mikla aðsókn þennan tíma. Blóðbrullaup þarf nú að vikja af fjölunum fyrir næsta verkefni á Smíðaverkstæðinu, sem er Sannar sögur af sálarlífi systra eftir Guðberg Bergsson og Viðar Eggertsson. Gítarleikarinn David Russell heldur tónleika David Russell GÍTARLEIKARINN David Russell mun koma hingað til lands á veg- um Tónskóla Sigursveins D. Krist- inssonar og dvelja hér á landi frá 11.-16. apríl. David Russell mun í upphafi heim- sóknar þriðjudaginn 12. apríl koma fram á einleikstónleikum í Áskirkju og hefjast þeir kl. 20.30. Hann mun þar leika verk eftir Aguado, Hunt, Hándel og Barrios. Forsala að- göngumiða verður á skrifstofu Tón- skólans, Hellusundi 7. Dagana 13.-16. apríl verður nám- skeið fyrir gítarnema (masterclass) á hveijum degi í sal Tónskólans við Hraunberg 2 frá kl. 14-17. í kynningu segir: „Ferill Davids Russells hefur undanfarin ár vakið undrun og hrifningu meðal gítar- áhugafólks og tónlistarunnenda. Meðal afreka hans má nefna að hann hefur sigrað hveija alþjóðlegu gítar- keppnina á fætur annarri, s.s. þær sem eru kenndar við Jose Ramirez, Fransisco Tarrega og Andreas Sego- via, og hafa mörg tónskáld tileinkað honum verk sín.“ Það var fyrst árið 1988 sem áhugi vaknaði um að fá David Russell hing- að til lands, en vegna anna gítarleik- arans hefur því ekki verið komið við fyrr en nú. Nánari uppl. um námskeiðið fást á skrifstofu Tónskólans. Drengjakór Laugameskirkju Tónlist Jón Ásgeirsson Drengjakór Laugarneskirkju, undir stjórn Ronalds Vilhjálms Turner, hélt tónleika í Laugarnes- kirkju sl. miðvikudag, en kórinn hyggur á ferð til Flórída til þatttöku í alþjóðlegu kóramóti. Á efn- isskránni voru íslensk þjóðlög og verk eftir Palestína, Vivaldi, J.S. Bach, A. Scarlatti, Faure, Mend- elssohn, D. Willcock, Þorkel Sig- urbjörnsson, Jón Leifs, Jón Nordal og Atla Heimi Sveinsson. Viðfangs- efnum var skipt á milli kórs og ein- söngvara, drengja úr kórnum, sem hafa notið kennslu í raddbeitingu. Efnisskráin var fjölbreytt og sum viðfangsefnin erfið, eins og t.d. Jesu, Rex admirabilis og Domini fili unigenite, eftir Palestrina, Christe eleison, eftir Vivaldi og þrír þættir úr kantönum, eftir J.S. Bach. Auðvitað var söngur kórsins nokkuð misjafn en bestur í Jesus, Rex, kantönu þáttunum eftir Bach og Laudate Pueri Dominum, eftir Mendelsohn. Hljómurinn í kórnum var oft mjög fallegur en það vantar enn nokkuð á þéttleika raddanna, sem var mest áberandi á lágsviðum raddanna. Þrátt fyrir þetta er óhætt að segja, að stjórnandinn, Ronald Vilhjálmur Turner, hafi náð góðum árangri í þjálfun drengjanna og að Drengjakór Laugarneskirkju er kór, sem vert verður að fylgjast með í framtíðinni. Einn skemmtilegasti þáttur tón- leikanna var framlag nokkurra drengja, sem sungu ekki aðeins af þokka, heldur sýndu sig vera tölu- vert kunnandi söngvara. Finnur Marinó Flosason söng einsöng í Rugiadose, odorose, eftir Aless- andro Scarlatti og Upp, upp mín sál, eftir Jón Leifs. Jóhann Ari Lár- usson söng Gia’il sole dal Gange, eftir A. Scarlatti og Pie Jesu, eftir Faure. Tvísöngur í Laudamus Te, úr Gloria, eftir Vivaldi, var sunginn af Ásgeiri Orra Einarssyni og Hirti Hjartarsyni og þeir sungu einnig saman Abschiedlied, eftir Mend- elssohn. Ólafur Friðrik Magnússon og Hrafn Davíðssön sungu Maria, mater gratia, eftir Faure og Mai- glöckchen, eftir Mendelssohn. íslensku lögin voru Til þín, Drott- inn, Hvert örstutt spor og Afmælis- diktur og öll sungin af þokka en tvö síðustu lögin voru Vögguvísá frá Cape Breton og snjöll tónsmíð, eftir Willcocks, við 150. sálm Dav- íðs, sem kórinn söng með töluverð- um tilþrifum. Undirleikari á píanó og orgel var Davíð Knowles. Leikur hans var ágætur en hann hefði átt skilið betra píanó en það sem er í kirkjunni. Blóðbrullaup er þekktasta leikverk Lorca og var fyrst frumsýnt í Madrid fyrir 60 árum. í verkinu spinnur Lorca mikinn örlagaveg út frá fyrir- ferðarlítilli blaðafregn af hörmuleg- um atburðum sem áttu sér stað nokkrum árum áður í litlu þorpi í Andalúsíu og fer þar saman talað mál og bundið, dans, tónlist og trega- slagur. Tónlist er eftir Hilmar Örn Hilm- arsson, leikmynd og búningar eru verk Elínar Eddu Árnadóttur og lýs- ingu annast Björn Bergsteinn Guð- mundsson. í hlutverkum eru Bríet Héðinsdótt- ir, Baltasar Kormákur, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Ingvar E. Sig- urðsson, Edda Arnljótsdóttir, Ragn- heiður Steindórsdóttir, Rúrik Har- aldsson, Hjalti Rögnvaldsson, Guð- rún S. Gísladóttir, Guðrún Þ. Steph- ensen, Vigdís Gunnarsdóttir og Bryndís Pétursdóttir. Pétur Jónsson leikur á spænskan gítar. (Fréttatilkynning) Nýjar bækur Einar Pálsson ritar um Mörð Valgarðsson Illskan og jörðin er nýútkomin bók eftir Einar Pálsson, samin á ensku undir heitinu Evil and the Earth, undirtitill er The Symbolic Background of Mörðr Valgarðs- son in Njáls Saga. A Study in Medieval Allegory. Einar Pálsson er höfundur margra bóka um miðaldafræði og túlkun þeirra, goðsögur og táknsögulega merkingu, allegóríu. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að Mörður Valgarðsson væri gerður að persónu- gervingi hins illa í Njáls sögu, maður sem hefði lifað .en væri samt goð- sagnapersóna. Hann upplýsti aðspurður að fleiri bækur væru væntanlegar frá honum •á ensku, en næsta bók hans væri á íslensku og fjallaði um kristnitökuna. Einar Pálsson sagði að The Sacred Triangle of Pagan Iceland, sem hann samdi á ensku og kom út í fyrra, hefði fengið lofsamlega dóma í Bandaríkjunum og á Englandi. Ný- lega hefði hann fengið senda bók frá Grikklandi þar sem tekið væri undir kenningar hans frá 1969 um að Delfí og Þingvellir væru hliðstæður;. settar eins upp. Þetta hefðu fræði- Einar Pálsson menn staðfest eftir miklar rannsókn- ir. Útgefandi Evil and the Earth er Mímir. Bókin er 80 blaðsíður, mynd- skreytt af Robert Guillemette, unnin og prentuð í Odda. ------------ J. 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.