Morgunblaðið - 08.04.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.04.1994, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1994 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f.; Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. ó mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. A Afkoma Islands- banka Erfíðleikamir í íslenzku at- vinnulífí undanfarin ár hafa komið þungt niður á bankakerfínu. Bankarnir hér hafa að vísu ekki lent í sams konar vandamálum og bankar á sumum Norðurlandanna. Hér hefur ekki skollið á banka- kreppa í líkingu við það, sem varð í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi fyr- ir nokkrum misserum. Hins vegar hafa bankamir hér tapað miklum fíármunum á undanfömum ámm vegna tapaðra útlána og gjald- þrota viðskiptavina. Rekstur banka og að nokkru leyti spari- sjóða hefur snúizt um það síðustu árin að taka þessum áföllum án þess að tmflun yrði á almennri starfsemi bankakerfísins. íslandsbanki hefur verið í allt annarri stöðu en ríkisbankamir í þessum efnum. íslandsbanki er einkabanki, í eigu allstórs hóps hluthafa. Viðskipti með hlutabréf í bankanum fara fram á hinum opna hlutabréfamarkaði. Mat þessa markaðar á stöðu bankans hveiju sinni kemur fram í því verði, sem hægt er að fá fyrir hlutabréf- in. Forráðamenn íslandsbanka verða að leggja árangur starfa sinna fyrir aðalfund á ári hveiju og eins og skýrt kom fram á aðal- fundi bankans fyrir ári sýndist sitt hveijum. íslandsbanki getur leitað til hluthafa sinna um stuðning ef þörf krefur og út á hinn almenna hlutabréfamarkað en hefur ríkið ekki að bakhjarli. Að þessu leyti er íslandsbanki því í viðkvæmari stöðu en ríkis- bankamir, þótt ljóst sé að staða allra banka og sparisjóða hefur verið erfíð á undanfömum misser- um. Á síðasta ári lagði íslands- banki 1.600 milljónir króna í af- skriftasjóð til þess að mæta töpuð- um útlánum en eins og upplýst var í fyrradag hafa bankaráð og bankastjóm nú ákveðið að leggja 600 milljónir til viðbótar í af- skriftasjóð og gera bankann upp á síðasta ári með 654 milljóna króna rekstrartapi. Þessi ákvörðun forráðamanna bankans hefur áreiðanlega komið mörgum í opna skjöldu. Þess era nokkur dæmi í fyrirtækjarekstri eriendis, að forráðamenn fyrir- tækja taki ákvörðun um að leggja stóra fjárhæð til hliðar til þess að mæta ákveðnum kostnaði, þótt afleiðingin verði sú, að viðkomandi fyrirtæki sé gert upp með gífur- legu tapi. Nýleg dæmi um þetta frá síðasta ári era uppgjör stórfyr- irtækja á borð við IBM og Gener- al Motors, sem lögðu stórar fjár- fúlgur til hliðar til þess að mæta miklum kostnaði við endurskipu- lagningu og skiluðu þar með ein- hveijum hæstu taptölum, sem þekkzt hafa í rekstri fyrirtækja vestan hafs. Hugsun forráðamanna íslands- banka virðist vera svipuð. Þeir taka ákvörðun um veralegt viðbót- arframlag í afskriftasjóð bankans á síðasta 'ári, sem leiðir til mikils tapreksturs bankans á árinu. En um leið telja þeir, að með því hafí þeim tekizt að snúa rekstri bank- ans við til frambúðar. Með öflug- um afskriftasjóði séu þeir búnir að gera ráð fyrir þeim útlánatöp- um, sem bankinn hafí orðið fyrir og verði fyrir í náinni framtíð og hafí þar með lagt grundvöll að hagnaði af rekstri bankans á þessu ári. Valur Valsson, bankastjóri ís- landsbanka, lýsir þessari afstöðu bankaráðs og bankastjórnar með svofelldum orðum í viðtali við Morgunblaðið í gær: „Við teljum tímabært að nýta mjög sterka eig- infjárstöðu bankans til að snúa afkomudæminu við. Við höfum verið með tap á rekstrinum síðast- liðin tvö ár, vegna mikilla af- skrifta. Nú teljum við tímabært að mæta útlánavandanum, sem skapast hefur vegna efnahags- lægðarinnar, með þessu sérstaka átaki og marka þannig þáttaskil í rekstrinum. Tapið er að baki með þessum hætti og bankinn er kom- inn í hagnað.“ Og bankastjóri íslandsbanka sagði ennfremur: „Við eram sann- færðir um það núna, að bankinn er kominn í hagnað. Fyrstu mán- uði ársins hefur bankinn verið rek- inn með 30-40 milljóna króna hagnaði á mánuði. Það er margt, sem styður þá skoðun okkar, að við séum nú komnir í varanlegan rekstrarhagnað. Eitt er jákvæð þróun í rekstrinum seinni hluta árs 1993, annað er að við lækkuðum rekstrarkostnað um 400 milljónir króna á liðnu ári og í þriðja lagi fer það rekstraramhverfí, sem við búum við, batnandi. Allt þetta styður þá skoðun okkar, að við- snúningurinn sé þegar orðinn og okkur hafí tekizt að snúa blaðinu algjörlega við.“ Einhveijum kemur vafalaust á óvart, að forráðamenn íslands- banka telji það rekstraramhverfí, sem bankinn búi við, fara batn- andi, vegna þess, að kreppan er síður en svo afstaðin á islandi. Skýringin á þessari skoðun kann hins vegar að vera sú, að sjávarút- vegurinn vegur ekki eins þungt í rekstri íslandsbanka eins og t.d. Landsbanka. Raunar er ljóst, að Landsbankinn ber þungann af vandamálum sjávarútvegsfyrir- tækja í landinu. Forsvarsmenn íslandsbanka hafa sýnt raunsæi með því að ganga svo duglega til verks. Reynslan á svo eftir að leiða í ljós, hvort bjartsýni þeirra er á rökum reist. En vissulega getur það verið vísbending um að betri tíð sé fram- undan, að talsmenn eins þriggja viðskiptabanka í landinu telja mestu erfiðleikana að baki. Þeir fylgja þeiiri sannfæringu eftir í verki með því að gera tillögu til aðalfundar um greiðslu 4% arðs og jafnframt gaf Valur Valsson til kynna í samtali við Morgunblaðið, að svigrúm til frekari vaxtalækk- unar kunni að vera framundan. Hreinsun hafin í sumar- * bústaðabyggð Isfirðinga Frá Bryiyu Tomer blaðamanni Morgunblaðsins. ÞÓ NOKKRIR þeirra sem misstu sumarbústaði sína í snjóflóðinu á þriðjudag lögðu leið sína í Tungudal í gær og hreinsuðu til af yfir- borði snjósins, sem liggur yfir öllum dalnum. Smári Haraldsson bæjar- stjóri á Isafirði ákvað á fundi með sumarbústaðaeigendum á miðviku- dag að þremur gámum yrði komið fyrir á svæðinu, til að auðvelda hreinsun þar. Gert er ráð fyrir^að Þingmenn Vestfjarða funduðu í gær ásamt bæjarstjóm ísafjarðar og sýslumanni. Þar kynnti bæjarstjórn þingmönnum stöðu mála og gerði grein fyrir tjóni sem varð vegna snjó- flóðsins sem féll á þriðjudagsmorg- un. „Við ræddum jafnframt um tryggingar og bætur vegna fjárhags- tjóns, en þó ekki sé hægt að gera nákvæmt mat á því fyrr en í vor, sýnist mér að það nemi hundruðum milljóna þegar allt er talið," sagði Smári Haraldsson í gær. Hann sagði að á næstu dögum myndu sumarbú- staðaeigendur halda áfram hreinsun- arstarfi sem hófst með óformlegum hætti í gær og jafnframt yrði þrem- ur gámum komið fyrir í Tungudal. „Einn verður fyrir brennanlegt dót, annar fyrir óbrennanlegt og sá þriðji fyrir heila eða nýtanlega muni.“ Smári sagði að fljótlega yrði hafíst handa við hreinsun á skíða- svæðinu á Seljalandsdal og þar yrði einnig hreinsað ofan af snjó. „Við viljum losna við þau vegsummerki sem liggja á snjónum núna, bæði vegna þess að lausir hlutir gætu fokið til og valdið frekara tjóni ef hvessir og jafnframt er ljótt að sjá rústirnar liggja um dalinn. Þá er mikilvægt að því sé bjargað sem enn er heillegt.“ Margir hafa boðið aðstoð Smári sagði að mjög margir hefðu þeir verði settir upp í dag. boðið stuðning og aðstoð. „Forsætis- ráðherra, borgarstjóri og sveitar- stjórar víða um land lýstu yfír stuðn- ingi við okkur og ræddi Árni Sigfús- son meðal annars um hugsanlega aðstoð við uppgræðslu lands í sum- ar.“ Sagðist Smári vilja þakka öllum þeim sem sýnt hefðu ísfírðingum hlýhug í kjölfar náttúrahamfaranna. Sagði hann að ýmis aðstoð hefði verið boðin og meðal annars hefði Skíðafélagi ísafjarðar verið boðin toglyfta. Um væri að ræða 400 metra lyftu, sem að öllum líkindum yrði þegin. ísfírðingar hafa velt því fyrir sér hvort skíðasvæðið á Seljalandsdal verði byggt upp aftur, eða hvort skíðasvæði verður byggt upp annars staðar. Einnig hvort sumarbústaða- byggð verði endurbyggð í Tungu- skógi. „Þessa dagana er verið að endurmeta hættu á þessum stöðum og hvort og hvernig hægt verði að auka öryggi þar. Eg vonast til að skíðasvæði verði endurbyggt í Selja- landsdal og sumarbústaðalandið í Tunguskógi. Það fer hins vegar eftir því hvort þessir staðir teljast öragg- ir. Við leggjum mikla áherslu á al- mannavamir og hugum sérstaklega að öryggi manna í því sambandi. Skíðasvæðinu á Seljalandsdal var til dæmis lokað á annan páskadag vegna snjóflóðahættu og sumarbú- staðabyggðin i Tunguskógi var fram að þessu talin utan hættusvæðis. Því er ljóst að meta þarf allar aðstæður upp á nýtt og taka ákvarðanir í sam- ræmi við það sem þá kemur í ljós.“ Áfall fyrir ferðaþjónstu Talsverð áhersla hefur verið lögð á ferðaþjónustu á VestfjÖrðum á síð- ustu árum og hefur Anna Margrét Guðjónsdóttir verið ferðamálafulltrúi þar í tæp tvö ár. „Ég geri ráð fyrir að snjóflóðið muni hafa áhrif á ferða- mannastraum hingað að vetrarlagi fyrst um sinn; en bendi á hina miklu áherslu sem Isfírðingar leggja á al- mannavamir. Áratugahefð er fyrir skíðaviku á ísafírði um páska. Lítið fór reyndar fyrir henni á tímabili, en á síðustu árum hefur hún verið endurvakin af miklum krafti. Allir sem vinna að skíðavikunni eru sam- mála um að hún verði ekki lögð af þrátt fyrir hamfarirnar. Henni verð- ur haldið áfram þó áherslum verði líklega breytt á næsta ári. Með jarðgöngum og bættum sam- göngum er einnig ljóst að auðvelt er að hafa hluta af dagskrá skíðavi- kunnar í nálægum þorpum." Hún sagðist ekki gera ráð fyrir að snjó- flóðið hefði áhrif á ferðamennsku á Vestfjörðum að sumarlagi, en kvaðst búast við dræmari aðsókn að skíða- viku um næstu páska. „Þó sérstakar aðstæður hafi valdið þessu flóði, kemur upp hræðsla um að hið sama endurtaki sig. Metþátttaka var á skíðavikunni og í ár, en því miður held ég að færri komi hingað að ári, jafnvel þó lítil hætta sé á að sami atburður endurtaki sig.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Fulltrúaþing SJÖUNDA fulltrúaþing Kennarasambandsins var sett á Hótel Loftleiðum á miðvikudag. Kjaramál kennara og fyrirhugaðar skipulagsbreytingar á rekstri og starfstíma grunnskóla voru ofarlega á baugi. Ólafur G. Einarsson á 7. fulltrúaþingi Kennarasambandsins Hægt að semja á öðrum for- sendum við sveitarfélögin ÓLAFUR G. Einarsson menntamálaráðherra segir að þær breytingar sem fyrir dyrum standa á skólakerfinu geti ef vel er á haldið veitt kennurum tækifæri til þess að bæta kjör sín. Hugsanlega séu sveitar- félög sveigjanlegri viðsemjandi. Svanhildur Kaaber, formaður Kenn- arasambands íslands, segir að stöðugleiki sá sem viðsemjendur hafi lagt áherslu á við samningagerð til þessa hafi reynst hin verstu öfug- mæli, eins og komist var að orði. Felist hann í „stöðugt auknum álög- um, stöðugt rýrari kaupmætti og stöðugt vaxandi atvinnuleysi“. Þetta kom fram við setningu 7. fulltrúaþings Kennarasambandsins í fyrra- dag. Ólafur G. Einarsson sagði í ræðu sinni við upphaf þingsins að breyting- ar á starfsaðstæðum kennara, það er að rekstur grunnskóla færist yfír til sveitarfélaga, og tillögur um leng- ingu á starfstíma, geti ef vel sé á málum haldið veitt kennurum tæki- færi til þess að bæta kjör sín. „Ég tel að flutningur á rekstri grunnskóla til sveitarfélaga sé mikilvægt tæki- færi fyrir kennara til þess að bæta kjör sín. Kennarar fá nýjan viðsemj- anda, sem er sveitarfélögin, og tæki- færi til þess að semja um laun á allt öðrum forsendum, en hægt er að bjóða upp á í niðurnjörvuðu launa- kerfi ríkisins," sagði ráðherrann. Meðal annars þarf að semja við kenn- ara um breyttan starfstíma skóla og skilgreiningar starfstíma kennara í kjarasamningum. Svanhildur Kaaber sagði í setning- arræðu sinni að yfirlýsingar viðsemj- enda launafólks í þá veru að stöðug- leiki sé grundvallaratriði þess að þjóð- félaginu verði bjargað frá glötun hafi reynst „hin verstu öfugmæli". „Hver er sá stöðugleiki sem við sjáum fyrir okkur við lok þessa kjörtímabils hjá Kennarasambandinu? Það er sá stöð- ugleiki sem felst í stöðugt auknum álögum á heimilin í landinu, stöðugt rýrari kaupmætti, stöðugt vaxandi atvinnuleysi." Svanhildur sagði enn- fremur að fulltrúaþinginu bæri að finna leiðir til þess að tryggja réttindi og kjör kennarastéttarinnar. „Stjóm- völd og atvinnurekendur hafa haldið uppi linnulausum áróðri fyrir því að kjarabarátta borgi sig ekki og þeir hafa haft árangur sem erfíði. Launa- fólk hefur ekki séð aðra leið en að ganga að þeim afarkostum sem settir eru.“ í tillögu að almennri ályktun þingsins um kjaramál segir einnig að forystumenn verkalýðsfélaga séu sak- aðir um að ætla að steypa efnahags- lífí þjóðarinnar í glötun og verkföll sem til framkvæmda komi séu brotin á bak aftur með lagasetningum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.