Morgunblaðið - 08.04.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.04.1994, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1994 VIÐSKIPTIAIVINNULÍF Reikningsskil Afskriftaraðferð SAS þýddi lægri afskriftir Flugleiða Sum evrópsk flugfélög nota hærri afskriftarprósentu en Flugleiðir FLUGLEIÐIR hf. hafa á síðustu tveimur árum afskrifað Boeing-flug- vélar sínar um liðlega 4% á ári í reikningsskilum en um 6-8% í skattuppgjöri. Þessi aðferð er nokkuð frábrugðin aðferðum sumra annarra evrópskra flugfélaga. Þannig notar SAS stighækkandi af- skriftarprósentu eins og fram kom í viðskiptablaði í gær en sum önnur félög afskrifa flugvélar um 5,5% á ári. Ef aðferð SAS hefði verið beitt ly'á Flugleiðum hefðu afskriftir af flugvélunum verið lægpi undanfarin ár en hærri miðað við aðferðir annarra flug- félaga. Dæmi um áhrif mismunandi afskriftaraðferða má sjá á með- fylgjandi töflu. Afskriftarreglur í reikningsskil- um Flugleiða hafa verið ákveðnar í samráði við íslenska og bandaríska endurskoðendur en einnig var leitað álits Boeing-verksmiðjanna á sínum tíma. Gert er ráð fyrir 22 ára end- ingartíma vélanna og að þær verði afskrifaðar niður í 10% af kaup- verði á því tímabili. Halldór Vilhjálmsson, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Flug- leiða, sagði í samtali við Morgun- blaðið að vélamar hefðu verið af- skrifaðar um 3,75% á ári í reikning- skilum félagsins meðan þær voru nýjar en afskriftir hækkaðar í 4% í ársreikningi fyrir árið 1992. í skattuppgjöri hefði afskriftarpró- sentan verið á bilinu 6-8%. Hins vegar væru hreyflamir afskrifaðir miðað við notkun. „Það hefur verið gerð úttekt á afskriftarreglum flugfélaga á veg- um IATA þar sem bornar voru sam- an aðferðir félaganna. Á heildina litið vom aðferðirnar svipaðar en afskriftarprósentur svolítið mis- munandi. Þá getur verið um að AEG Þvoffavél iavamaf 920 w Tekur 5 kg. Vinding: 1000/700 sn. pr. min. Stiglaust hitaval Sparna&arkerfi Óko-kerfi sparar 20% þvottaefni Verfe ó&ur 94. 829,- eba 88191,- stgr. Tilboft kr Umboösmenn Reykjavlk og nágrennl: BYKO Reykjavík, Hafnarfiröi og Kópavogi Byggt & Búiö, Reykjavik Brúnás innréttingar.Reykjavlk Fit, Hafnarfiröi Þorsteinn Bergmann.Reykjavík H.G. Guöjónsson, Reykjavfk Rafbúöin, Kópavogi. Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesi Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi Blómsturvellir, Hellissandi Guöni Hallgrfmsson, Grundarfiröi Ásubúö.Búöardal Vestflrölr: Rafbúö Jónasar Þór.Patreksfiröi Edinborg, Biidudal Verslun Gunnars Sigurössonar Þingeyri Straumur.lsafiröi Noröurland: Kf. Steingrímsfjaröar.Hólmavík Kf. V-hún., Hvammstanga Kf. Húnvetninga, Blönduósi Skagfiröingabúö, Sauöárkróki KEA, Akureyri KEA, Dalvík Ðókabúö, Rannveigar, Laugum Sel.Mývatnssveit Kf. Þingeyinga, Húsavík Urö, Raufarhöfn Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum Kf. Vopnfiröinga, Vopnafiröi Stál, Seyöisfiröi Verslunin Vlk, Neskaupsstaö Hjalti Sigurösson, Eskifiröi Rafnet, Reyöarliröi Kf. FáskrúÖ8flröinga, Fáskrúösfiröi KASK, Höfn Suöurland: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli Mosfell, Hellu Árvirkinn, Selfossi Rás, Porlákshöfn Brimnes, Vestmannaeyjum Reykjanes: Stapafell, Keflavlk Rafborg, Grindavlk. AEG Heimilistæki og handverkfæri 4þíndesít Heimilistæki Heimilistæki ismet HiMM^iiiiíiiaaaattBWnaa Heimilistæki ZWILLING! J.A. henckelsL— Hnífar Bílavarahlutir - dieselhlutir B R Æ Ð U R_N_I R ORMSSONHF Lágmúla 8, Sími 38820 Umbo&smenn um land allt ræða að félögin séu ýmist að birta prósentur sem notaðar eru í skatt- uppgjöri eða prósentur úr hluthafa- reikningi. íslensku skattalögunum var breytt fyrir tveimur árum þannig að afskriftarprósenta var ákveðin 6% fyrir flugvélar að lágmarki en hámarkið er 8%. Við notuðum 8% þar til fyrir tveimur árum þegar prósentan var lækkuð í 6%.“ Hann sagði að ef Flugleiðir hefðu notað svipaðar afskriftarreglur og SAS hefðu afskriftir verið mun lægri á undanförnum árum. „Meg- inmálið i sambandi við mat á af- skriftum er það hvert markaðsverð vélanna er í samanburði við bók- fært verð. Markaðsverð flugvéla Flugleiða er miklu hærra en bók- fært verð og félagið hefur því ekki séð ástæðu til að auka sínar af- skriftir. Það hafa engar athuga- semdir borist frá endurskoðendum eða lánastofnunum," sagði Halldór Vilhjálmsson. Á töflunni hér fyrir neðan má sjá afckriftir flnnflnta «;pm hvernig afskriftir flugflota sem kostaði 5 milljarða sænskar eru á 20 ára tímabili annarsvegar samkvæmt föstum afskriftum og hins vegar stighækkandi afskriftum. SAS afskrifar f lugflota sinn með stighækkandi afskriftarprósentu sem er 2% á fyrsta árinu en hækkar síðan um 1/3 prósentustig á hverju ári þar til vélarnar eru að fullu afskrifaðar. Flest flugfélög nota hins vegar svonefnda línulega afskriftaraðferð eða fasta afskriftarprósentu en þetta á m.a. við um Austrian Airlines, Lufthansa, Maersk Air og Breathens Safe. % Afskriftir % Afskriftir 1 ár 2 100,0 m. SKR. 51/2 275,0 m. SKR. 2 ár 2 1/3 116,7 51/2 275,0 3 ár 22/3 133,3 51/2 275,0 4 ár 3 150,0 51/2 275,0 * 5 ár 31/3 166,7 51/2 275,0 6 ár 32/3 183,3 51/2 275,0 ' 7 ár 4 200,0 51/2 275,0 8 ár 4 1/3 216,7 51/2 275,0 9 ár 42/3 233,3 51/2 275,0 10 ár 5 250,0 51/2 275,0 11 ár 51/3 266,7 51/2 275,0 12 ár 52/3 283,3 51/2 275,0 13 ár 6 300,0 51/2 275,0 14 ár 61/3 316,7 51/2 275,0 15 ár 62/3 333,3 51/2 275,0 16 ár 7 350,0 51/2 275,0 17 ár 71/3 368,7 51/2 275,0 18 ár 72/3 383,3 51/2 275,0 19 ár 8 400,0 1 50,0 20 ár 5 250,0 Mismunurinn á þessum tveimur aðferðum er verulegur og má taka sem dæmi fjórða ár afskriftartímabilsins. Ef flugfélag hefur hagnað fyrir afskriftir að fjárhæð 200 milljónir sænskra króna myndi endanlegur hagnaður verða 50 milljónir, ef aðferð SAS er notuð. Miðað við aðferðir Braathens og Maers Air yrði hins vegar um að ræða 75 milljóna króna tap. Þetta breytist hins vegar þegar líður á afskriftartímann þegar hækkandi afskriftir fara að segja til sfn í afkomunni. Hæstiréttur Innflytjandi myndbanda þarf að greiða söluskatt HÆSTIRÉTTUR fellst ekki á að felldur verði úr gildi úrskurður ríkis- skattanefndar frá 1989 um álagningu söluskatts vegna viðskipta inn- flytjanda myndbanda við myndbandaleigur, enda hafi innflytjandinn leigt myndböndin til leiganna, en ekki selt. Einn hæstaréttardómara skilaði sératkvæði og vildi að úrskurðurinn yrði felldur úr gildi, enda hefði athugun rannsóknardeildar rikisskattstjóra ekki veitt viðhlítandi grundvöll að ákvörðun um breytt söluskattskil. í máli þessu var ágreiningur milli forráðamanna fyrirtækisins Bergvík- ur og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs um hver áttu að vera rétt söluskattsskil Bergvíkur að lögum árið 1986 af starfsemi, sem fólgin var í innflutningi frumgerða af myndböndum og fjölföldun þeirra á myndbandsspólur hjá fyrirtækinu, sem síðan var ráðstafað til mynd- bandaleiga. Rannsóknardeild ríkis- skattstjóra taldi eftir athugun árið 1987 að söluskattskyld velta fyrir árið 1986 hefði verið vantalin um tæpar 4 milljónir og var Bergvík gert að greiða um 850 þúsund krón- ur. Byggt var á því að fjölföldun myndabandanna, sem talin var til Handsmíðaðir íslenskir skartgripir eigin nota, hefði ekki verið talin með veltu, svo sem rétt hefði verið að gera. Var þá við það miðað að þessi myndbönd hefðu verið áfram í eigu fyrirtækisins, en verið leigð til mynd- bandaleiga. Fyrirtækið hefði því ver- ið neytandi í skilningi laga um sölu- skatt, því það hefði ekki endurselt vöru eða vinnu í atvinnuskyni, heldur hefði verið um úttekt til eigin nota að ræða. Bergvík hf. hélt því fram að út- leiga til myundbandalegia væri ekki síðasta afhendingarstig og því hefði ekki átt að standa skil af söluskatti. Það hefðu myndbandaleigumar einar átt að gera. Bergvík hefði ekki leigt myndböndin, heldur selt þau til tveggja ára. Að þeim tíma liðnum væru þær úreltar og myndbandaleig- umar eyðilegðu þær. Meirihluti Hæstaréttar féllst ekki á þessa rök- semd og benti á að það væru ekki eingöngu myndþöndin sjálf heldur einnig sýningarrétturinn sem væri afhentur myndbandaleigum. Því bæri að fallast á þá röksemd héraðsdóms að um leigu hafí verið að ræða. Rannsókn gagnrýnd í sératkvæði PYRIT GULLSMIÐJA ÖNNU MARIU Vestýrgqfo 3 sími 20376 Gengi hlutabréfa í íslandsbanka frá áramótum VERÐ á hlutabréfum í Islandsbanka féll (viðskiptum á miðvikudag (0,75 og hafði ekki verið lægra frá því bréfin komu á almennan markað. Þá lækkaði sömuleiðis hagstæðasta kaupjilþoð í 0,72. Var þessi lækkun rakin til orðróm§ um mikið tap bankans á sl. ári. I gær eftir að greint var opinberlega frá afkomu Islandsbanka brá svo við að gengið hækkaði á ný en aðeins urðu ein viðskipti með bréf að nafnverði 100 þúsund krónur á genginu 0,83. Hagstæðasta kauptilboð við lokun markaða var 0,77. 'T T U Dóminn kváðu upp hæstaréttar- dómaramir Hrafn Bragason, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Har- aldur Henrysson og Hjörtur Torfa- son. Hjörtur skilaði sératkvæði, þar sem segir m.a. að um efni viðskipt- anna sé ljóst að í þeim hafi falist framsal á sýningar- eða notkunar- rétti á myndböndunum, en rétturinn takmarkaður, til dæmis í tíma en miðað hafí verið við tvö ár. í fram- kvæmd hafí afhending á myndbönd- unum verið endanleg. Grefnilega hafí verið litið svo á að um sölu að efni til væri að ræða og hafi mynd- böndin ekki verið talin til eignar í bókhaldi Bergvíkur. Hjörtur gagn- rýndi rannsókn ríkisskattstjóra og sagði hana ekki hafa veitt viðhlítandi grundvöll að ákvörðun um breytt söluskattskil vegna starfsemi Berg- víkur og þá síst aftur í tímann. Yrðu þeir úrskurðir ríkisskattstjóra og rík- isskattanefndar, sem á rannsókninni voru byggðir, að teljast marklausir að sama skapi. u s I S L u

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.