Morgunblaðið - 08.04.1994, Page 41

Morgunblaðið - 08.04.1994, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1994 41 RÉTTARHÖLD Snoop Doggy Do gg í vondum málum Dómstóll í Los Angeles neitaði á annan dag páska að vísa frá morðákæru á hendur rapparanum Snoop Doggy Dogg þegar málið var aftur tekið upp. Rapparinn er ákærður ásamt tveimur félögum sínum fyrir að hafa skotið og myrt Phillip Waldemariam. Er Doggy Dogg talinn hafa ekið bíl sem skot- ið var úr, en félagi hans, McKinley Lee, er sagður hafa hleypt skotinu af. Þriðji félaginn, Sean Abrams, er talinn hafa setið í aftursæti bíls- ins. Lögmenn Doggy Doggs og fé- laga höfðu farið fram á að málinu yrði vísað frá á þeim forsendum að hér hefði verið um sjálfsvörn að ræða. Búist er við að réttarhöld hefjist í málinu í sumar. Þegar rapp- arinn var handtekinn á sínum tíma var plata hans, Doggystyle, rétt ókomin á markað. Vakti málið það mikla athygli að þegar platan kom loks út seldist hún strax á fystu viku í 1,5 milljónum eintaka sem er metsala. Ekki er hins vegar ljóst hvernig fer um tónlistarferil rappar- ans í framtíðinni verði hann ákærð- ur fyrir morð. Snoop Doggy Dogg fer fyr- ir rétt næsta sumar. Morgunblaðið/Einar Falur Frá útgáfuhófi Pantheon forlagsins. Frá vinstri: Ólafur Jóhann, Jason Epstein útgáfustjóri Random House, Ólafur Ragnarsson forstjóri Vöku/Helgafells og Erroll McDonald framkvæmdastjóri Pantheon. MANNFAGNAÐUR Boð til heið- urs Olafi Jóhanni Ólafssyni Bandaríska bókaforlagið Panthe- ori hélt á dögunum hóf í New York í tilefni af útgáfu fyrstu skáld- sögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar hjá forlaginu. Pantheon er hluti útgáfu- samsteypunnar Random House og bauð Jason Epstein, hinn kunni útgáfustjóri hennar, heim til sín fólki sem tengdist útgáfu bókarinn- ar, rithöfundum og fjölmiðlamönn- um. Komu óvenjumargir í boðið eða yfir 200 manns, þ.á m. fulltrúar margra helstu fjölmiðla í New York. Eins og kunnugt er hefur skáld- saga Ólafs Jóhanns, Fyrirgefning syndanna eða Aboulution, hlotið lofsamlega dóma í bandarískum blöðum. I kjölfar útgáfunnar hefur hann verið í sviðsljósi fjölmiðlanna ytra. Hann sat fyrir svörum í vin- sælum sjónvarpsþætti Charlie Rose, var í viðtali á „Public Radio“ og á forsíiðu sunnudagsblaðs Chicago Tríbune svo fátt eitt sé nefnt. Ef marka má fjölda fjölmiðlamanna í útgáfuhófi Pantheon má gera ráð fyrir að Ólafi Jóhanni megi sjá bregða víðar fyrir á næstum vikum. Útskriftardragtir Kápur, síðar og hálfsíðar Silkidress Sílkijakkar Mikið úrval af peysum og margt fleira Laugavegi 97, simi 17015. Opið til kl. 17, laugardag. 1944 1994 HClTES. ibor® r Lýðveldi Islands 50 ára Það kemur fram í Morgunblaðinu 13. júní 1944 að þann 12. júní hafi verið lagt fram frumvarp á Alþingi af þeim Ásgeiri Asgerissyni (síðar forseta), Ólafi Tliors, Eysteini Jónssyni og Einari Olgeirssyni, þess efnis að taka Hótel Borg leigunámi í eitt kvöld, þann 18. júní, til þess að fagna stofnun lýðveldis fslands. Þetta var gert vegna verkfalla og deilna sem hótelið átti í á þeim tíma. Fmmvarpið var samjjykkt í báðum deildum samdægurs og afgreitt sem lög frá Alþingi og veislan haldin með pompi og prakt. Á þessu ári 1994 em liðin 50 ár síðan þetta átti sér stað. Við á Hótel Borg bjóðum í tilefni 50 ára afmælis íslensks lýðveldis upp ásérstakan afmælis- matseðil, þar sem tveggja rétta máltíð kostar aðeins 1944 kr. (forréttur og aðalréttur) og eftirréttur 50 kr. Það er matreiðslumeistarinn okkar, Sæmundur Kristjánsson, sem sér um eldamennskuna af sinni alkunnu snilld. Opið öll kvöld í Gyllta sal og Pálmasal. LvðvcldismalsoAill kr. 1.944 Forréttir: H.B. fiskisúpa með fínnt skomu grænmeti Ferskmarineraður lax með kryddjurtasósu og salati Salat með súrsætu graskeri, sveppum og stökkri svartrót Kjúklinga- og ostapasta með parmesan og ratatouille Aðalréttir: Grilluð sinnepskjúklingabringa með hrísgrjónum og hunangssoya Ofnbakaður lax með gljáðu grænmeti og tómatestragonsósu Grillaður nautavöðvi með sveppum, sellerírót og shallottulauk Steikt lambafilé með röstikartöflum og snjóbaunum Kr. 1.944 Eftirréttir: Súkkulaðimousseterrine með ferskri vanillusósu og jarðarberjum Heit heimabökuð eplakaka með vanilluís og karamellusósu Myntuís með berjasósu og ávöxtum Kr. 50 Atli. Eftirréttur á 50 kr. adeins með tilboði TilhoO |i(“ll;i gililir öll kvöld vikiiniiar út jiiní Borðað í Gyllta sal - slappað af í Pálmasal Opið til kl. 01 virka daga og kl. 03 um helgar. Njótið lífsins á Borginni - það er aðeins ein HóteF Borg II ó (v I II o r “ s í iii a r 114 4 0 o «• 112 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.