Morgunblaðið - 08.04.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.04.1994, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1994 Hugrnyndasam- keppni um atvinnu- skapandi tækifæri ÁSTANDIÐ í atvinnumálum er slæmt og því miður sér ekki fyrir endann á því atvinnuleysi sem í dag hrjáir alltof marga, segir í fréttatilkynningu frá Félagi framhaldsskólananema. Vegna þessa ástands mun Félag framhaldsskólanema, Aflvaki Reykjavíkur og Námsmannalína Búnaðarbanka íslands setja af stað hugmyndasam- keppni um atvinnuskapandi tækifæri fyrir ungt fólk. „Ungmenni Reykajavíkur eiga ekki eins auðvelt með að fá sumar- vinnu í ár og síðastliðin ár og þar sem atvinnuleysi er gífurlegt hjá Mínna at- vinnuleysi í Kópavogi ATVINNULEYSISTÖLUR febrúar frá Félagsmálastofnun Kópavogsbæjar og Vinnumála- skrifstofu Félagsmálaráðuneyt- is bera með sér að hinu árstíðar- bundna hámarki atvinnuleysis sé þegar náð og það fari nú lækkandi. Þá gefa upplýs- ingarnar einnig til kynna að atvinnuleysi sé tiltölulega Htið í Kópavogi borið saman við hina fjölmennari kaupstaði. í frétt sem Morgunblaðinu hefur borist segir að atvinnulausir í Kópavogi í febrúar voru 415, þ.e. 4,3% af vinnuafli, en að atvinnu- leysi á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma hafi verið tæplega 6,0% og um 6,5% á landsbyggðinni. I fyrra náði atvinnuleysið í bænum hámarki í mars þegar 441 var án vinnu, en hafði stöðugt vaxiuð frá nóvember 1992. í fréttatilkynningunni segir að það hafi verið kappsmál bæjaryfír- valda undanfarið að halda uppi atvinnustigi í Kópavogi á þessum samdráttartímum og unnið að því með margvíslegum hætti. Miklu fjármagni hafí verið varið til fram- kvæmda og þá hafí mikil rækt verið lögð við arðbær atvinnuá- taksverkefni. Tvennt ávinnist; til- tölulega hagstæð tilboð verktaka og minna atvinnuleysi. áH—LISTHÚS I í LAUGAROAL ENGJATEIGI17-19 Verslanir opnar virka daga fró kl. 10.00-18.00. Laugardaga fró kl. 10.00-16.00. Veitingastaður opinn alla daga. Gjafavöruverslanir: A KATEL A KÚNST A ÓNIX A TRÉLIST A DALLERY GULL A LISTGALLERÍ VINNUSTOFUR: ■ STÚDÍÓ MAGNÚSAR ■ SJDFNHAR. m HANS CHRISTIANSEN U KJÓLA- OD KLÆDSKERAGALLERÍ ■ BÓKHALDSAÐSTOD DÍSU m KENNSLA í ALEXA NDER TÆKNI LISTACAFÉ LISTAGOTT KAFFIHÚS Kornid í heimsókn og kynnist þessu einstaka húsi. fjölskyldufólki er nauðsynlegt að leysa þeirra mál hið fyrsta. Hugmyndasamkeppnin er keppni um bestu tillöguna að atvinnuskap- andi verkefnum fyrir ungt fólk. Koma þarf með hugmynd að verk- efnum sem gætu útvegað ung- mennum Reykjavíkur atvinnu á komandi sumri. Tillögurnar mega vera á öllum sviðum milli himins og jarðar en þó innan raunsæis- marka. Gott er að hafa í huga fram- leiðslu af einhveiju tagi, þjónustu, umhverfísfegrun eða nýsköpun af ýmsum toga. Markmiðið með þessu verkefni er í raun tvíþætt. Annars vegar að kynna það ástand sem í dag er í þjóðfélaginu ungmennum Reykja- vikur. Það er mikilvægt að ungt fólk sé meðvitað um að það eru erfiðir tímar framundan og ekki jafn sjálfsagt að fá vinnu og var t.d. fyrir ári. Hinsvegar að fá sem flesta nemendur til þess að leggja höfuðið í bleyti og reyna að koma með hugmynd sem gæti á einhvern hátt nýst borgarstjórn Reykjavíkur þegar kemur að atvinnumiðlun fyr- ir ungmenni borgarinnar. Þetta er framlag framhaldsskólanemenda í Reykjavík til þess að bæta það ástand sem nú ríkir í atvinnumálum og þeirra þáttur í að leysa fjötra þeirra atvinnukreppu sem við þeim blasir. Kynningin á verkefninu fer víða fram. Mikilvægast er að það sé vel kynnt þátttakendum keppninnar, þ.e. framhaldsskólanemendum. Það mun verða framkvæmt með dreif- ingu auglýsingaspjalda þar sem form keppninnar yrði kynnt. Einnig mun stjórn hvers skólafélags taka málið fyrir í hverjum skóla fyrir sig og sjá til þess að málið fái þá kynn- ingu sem það þarfnast. Skilafrestur er til 6. maí 1994 og úrslit munu verða kunngerð milli 10. og 15. maí 1994,“ segir að lokum í frétta- tilkynningu. Yfir 200 skátar á heimsmót í Hollandi AÐALFUNDUR Bandalags ís- lenskra skáta var haldinn í Skátahúsinu í Reykjavík fyrir nokkru. Á síðasta ári bar hæst útgáfa Skátahandbókarinnar sem er veglegasta bók sem skátahreyfingin hefur gefið út í 80 ára starfi hennar og á hún vafalaust eftir að stuðla að eflingu skátastarfsins enn frekar. Á fundinum var samþykkt ályktun til Alþingis þar sem laga- frumvarp um umboðsmann barna var stutt og hvatt til þess að það verði að lögum sem fyrst. Mikið starf er framundan og var lýðveldismót skáta á Úlfljóts- vatni í sumar kynnt sem og ævin- týraferð eldri skáta frá öllum Norðurlöndunum á Hornstrandir í júlí. Þá var alheimsmótið í Hol- landi á næsta ári kynnt en stefnt er að þangað fari á þriðja hundr- að skátar og því með stærstu Keppendur og aðstandendur keppninnar. Standandi frá vinstri: Viðar Ágústson og Ingibjörg Haralsdóttir, aðstandendur keppninnar, Skúli Guðmundsson, Burkni Pálsson, Stefán Bjarni Sigurðsson, Tómas Þorsteins- son, Jóhann Sigurðsson, Þórólfur Jónsson, Logi Ragnarsson, Alfreð Hauksson, Sveinbjörn Pétur Guðmunds- son og Ari Ólafsson, aðstandandi keppninnar. Sitjandi, frá vinstri: Styrmir Siguijónsson, Arnar Már Hrafn- kelsson, Gunnlaugur Þór Briem, Ingólfur Ágústsson og Jakob Ingvarsson, einn aðstandenda keppninnar. 11. Landskeppnin í eðlisfræði haldin í Háskóla íslands Olympíufari síðasta árs efstur í úrslistakeppninni ÚRSLITAKEPPNI í Landskeppni í eðlisfræði fór fram í Háskóla Islands helgina 19. og 20. mars og er þetta í 11. sinn sem slík keppni fer fram. Keppendur voru þeir 14 nemendur úr þremur framhaldsskólum sem bestum árangri höfðu náð í forkeppninni, sem fram fór 1. mars sl. Leystu þeir 5 verkefni úr fræðilegri eðlisfræði og framkvæmdu 2 tilraunir og skrifuðu skýrslur um þær. Verðlaunaaflrending fór fram 20. mars í Skólabæ, viðhafnarhúsnæði HÍ við Suðurgötu. Ingibjörg Haralds- dóttir, formaður framkvæmdanefndar Landskeppni í eðlisfræði, rakti fram- kvæmd keppninnar og þátttöku ís- lendinga í Olympíuleikunum í eðlis- fræði. Hún benti sérstaklega á skyld- ur íslendinga til að halda Ólympíu- leika á íslandi og skýrði frá því að ríkisstjómin hefur samþykkt fyrir sitt leyti að þeir verði haldnir hér á landi 1998. Viðar Ágústsson, fram- kvæmdastjóri Landskeppni í eðlis- fræði, afhenti bókarverðlaun til allra keppendanna íýrir góðan árangur í forkeppninni. Jakob Yngvason, höfundur fræði- legu verkefna úrslitakeppninnar, kynnti árangur keppenda. Efstur með 69 stig af 100 mögulegum var Styrm- ir Siguijónsson, nemandi við MR, en hann var einn af íslensku keppendun- um á Ólympíuleik- unum í eðlisfræði í Bandaríkjunum í fyrra. Þórður Ægir Bjamason, nem- andi við MR, náði 2. sæti og í 3.-4. sæti voru Amar Már Hrafnkelsson og Gunnlaugur Þór Briem, nemendur við MR. 5. sæti náði Ingólfur Ágústsson nemandi við MR. Veitt era peningaverðlaun fyrir góðan árangur í úrslitakeppninni. Morgunblaðið stendur straum af öll- um kostnaði við framkvæmd og verð- laun Landskeppninnar. íslendingum hefur verið boðin þátt- taka í 25. Ólympíuleikunum í eðlis- fræði sem fram mun fara í Peking í Kína í júlí nk. Framkvæmdanefnd Landskeppni í eðlisfræði mun velja allt að 5 efstu úr úrslitakeppninni sem Þeir náðu 5 efstu sætunum í Landskeppninni í eðlisfræði, f.v. Styrmir Sigurjónsson, Þórður Ægir Bjarnason, Arnar Már Hrafnkelsson, Gunn- laugur Þór Briem og Ingólfur Ágústson. uppfylla það skilyrði Ólympíleikanna að vera yngri en 20 ára 30. júní í ár. Stefnt er að því að veita liðsmönn- um þjálfun í fræðilegri og verklegri eðlisfræði um 6 vikna skeið fyrir keppnina og auka þannig líkur á betri árangri en ella og varðveita þann góða árangur sem náðist á Ólympíu- leikunum í eðlisfræði í fyrra, en ís- land hefur á undanfömum árum oft- ast vermt eitt af neðstu sætunum meðal þeirra rúmlega 30 þjóða sem þátt taka í Ólympíuleikunum. Fulltrúar og þátttakendur á aðalfundi Bandalags íslenskra skáta 1994. hópferð íslenskra skáta á erlent skátamót. Samsíða alheimsmót- inu er verið að skipuleggja ferð eldri skáta og fjölskyldna — Hol- Iensk upplifun 1995 — í sumar- hús í Hollandi á sama tíma og- er reiknað með að á annað hundr- að manns fari í þá ferð. Eitt stærsta þjónustuverkefni sem skátahreyfíngin hefur tekist á við, íslenska fánann í öndvegi, var kynnt fundarmönnum. Um er að ræða umfangsmikið verk- efni sem miðar að því að kynna almenningi meðferð og notkun íslenska fánans og hvetja til auk- innar almennrar notkunar hans. Breyting varð á stjórn BÍS en hana skipa nú: Gunnar H. Ey- jólfsson, leikari, skátahöfðingi, Kristín Bjarnadóttir, deildar- stjóri, aðst. skátahöfðingi, Ólafur Ásgeirsson, þjóðskjalavörður, aðst. skátahöfðingi, Ásta Ág- ústsdóttir, húsmóðir, ritari, Guð- jón Ríkharðsson, viðskiptafr. gjaldkeri, Guðbjörg Dóra Sverr- isdóttir, háskólanemi, meðstjórn- andi, og Guðni Gíslason, arki- tekt, meðstjórnandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.