Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 1
MEXICÓ,. 6 Rœtt við rússneska stjamedlisfrceðinginn Igor Novikov Feróalö^ ■ tímaog rumi SUNNUDAGUR SUNNUDAGUR '10. APRÍL 1994 plnyipnMafoifo BLAÐ Þad f er eklci framhjá körl- unum i Krabbameins- félaginu þeg- ar Halldóra Bjarnadóftir er mætt á staóinn. Þessi helsti ovinur tóbaksins tel- ur aó heilsu- gæslan sé meó viógeróar- þjónustu alla daga KOMIN í HÚSIÐ Kristínu Marju Baldursdóttur MEÐ ÞRJÁ plastpoka af möpp- um og í átta fermetra hús- næði hóf Halldóra Bjarnadóttir starf sitt sem framkvæmda- stjóri Krabbameinsfélags Akur- eyrar. Átta árum síðar var hún komin með starfsemina í 110 fermetra rúmgott leiguhúsnæði og við plastpokana þrjá höfðu bæst falleg húsgögn, heimilda- safn, kennslusjónvarp og ýmis góð tæki. Sagt er að þessi kjarnakona beiti ýmsum að- ferðum til að fá vilja sínum framgengt og segja menn að hlutirnir fari fyrst að ganga þegar hún hefur tekið málið að sér. Auk þess að vera frain- kvæmdastjóri Krabbameins- félags Akureyrar og nágrennis er frú Halldóra Bjarnadóttir for- maður Tóbaksvarnanefndar, og því átti ég alveg eins von á að hitta samanherptan siðapostula norður á Akureyri. En það er Öðru nær, frúin er frískleikinn uppmálaður, hress og kát í fram- göngu. Ég spyr hvernig henni finnist að boða betri heilsu án tóbaks, og fá kannski um leið á sig stimpil sem einhver nöldur- kerling? „Þú meinar að vera tákn ösku- bakkans?" segir Halldóra. „Jú ég verð stundum vör við það þegar ég bíð á rauðu ljósi. Menn sitja afslappaðir i bílutn sínum og reykja en þegar þeir sjá mig hverfur sígarettan og vandræða- legt bros fellur yfir andlit þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.