Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1994 B 31 Fyrsti fundur nýrrar bæjar- stjórnar í Kaupþingssalnum í Eimskipafélagshúsinu, i febrúar 1954. Efri mynd frá vinstri: Geir Hallgrímsson, Jóhann Hafstein, Guðmundur H. Guðmundsson, Sveinbjörn Hannesson, Einar Thoroddsen, Sigurður Sigurðs- son og Auður Auðuns. Neðri mynd frá vinstri: Gunnar Thor- oddsen, Ingi R. Helgason, Þórður Björnsson, Magnús Astmarsson, Alfreð Gíslason, Gils Guðmunds- son, Petrína Jakobsson og Guð- mundur Vigfússon. Gunnar Thoroddsen, borgar- stjóri í ræðustól. „BALLIÐ hófst kl. hálffimm. Þá var farið að drekka kaffi og eta kökur. Eg drakk fimm bolla, hvern á eftir öðrum, og þóttist gjöra vel. Hver viðverandi fékk fimm vindla og átti hann að láta sér endast þá um nóttina. Vindl- ar vor dimittenda voru betri en neðribekkinganna. Auk þeirra snuðaði ég mér út 3 aðra vindla, svo að ég hafði 8 vindla upp úr krafsinu," segir Ólafur Davíðs- son þjóðsagnasafnari í dagbók sinni um þann 11. apríl 1882, en þá var hann í sjötta bekk Menntaskólans i Reykjavík og lýsingin að ofan er af þeim há- punkti skólalífsins þegar skóla- sveinum leyfðist að bjóða döm- um með sér á dansleik sem skól- inn hélt þá árlega í húskynnum sínum. Engar stúlkur stunduðu þá nám við skólann. Ólafur Davíðsson varð seinna merkur fræðimaður og safnari á sviði grasafræði og islenskrar þjóð- fræði. Hann dó ógiftur og barn- laus árið 1903 á fertugasta og öðru aldursári. Dagbækur hans voru gefnar út árið 1955 undir nafninu: Ég læt allt fjúka. Það var gaman að sjá borðin í langaloftinu alskipuð mönn- um, hlægjandi og brosandi, hlakk- andi og etandi mönnum. Svo var farið að sækja dömurnar," heldur frásögn Ólafs áfram. „Þarna strunsuðu herrarnir upp eftir með margra álna víðar dömur, hvítar og svartar og alla vega litar. Svo var dansinn hafinn. Gísli Guð- mundsson (frá Bollastöðum) og Þóra Pétursson færðu upp. Ég FRÉTTALJÓS ÚRFORTÍD Fegurð þesser ófullkomin sagt almennilega hvernig dansinn gekk, en ég efa ekki, að hann hafi farið í lagi. Skálar voru drukknar milli þess að dansað var. Ég var svo æstur yfir lygi þeirri og lofi, sem hrúgað var saman í konungsminninu, að ég reif það í sundur. Ég ætla að geyma það svo. Það var illa mælt yfir skálum (aðalmálið var kvæði það, sem sungið var fyrir hverri skál). Gísli Guðmundsson mælti skást fyrir skál kvenna. Svo: Eflist æ kvennanna hagur og heill, þess af hjarta vér óskum," enda hafði ég skotið þessum orðum að Gísla. Ég ætla ekki að orð- lengja meir um dansinn. Þeir hafa náttúrlega verið fjarska hrifnir af honum, sem voru skotnir í dömum þeim, sem við voru staddar, og jafnvel fleiri, að minnsta kosti stóð ávallt múgur og margmenni í danssalsdyrunum. Ég hafði ekki mikla ánægju af dansinum og kvenfólkinu í þetta skipti. Mér finnst annars að kvenfólkið missi mikið af yndisljóma þeim sem á dapsa gfclfl, pg er ekki vel inn í að hvíla yfir því,, þegar vér lítum danst'éknik, svo að ég get ek^to4|gð úr Ólafur Davíðsson vér að sjá, hve fegurð þess er ófull- komin, og oss hlýtur að stökkva hæðnisbros, er vér rifjum upp fyr- ir oss hinar ljúffengu lostætu lyg- aklausur, sem skáldin hafa látið og láta rigna ofan yfir það. Ég tala einungis í líkamlegu tilliti. Aftur fer því stórum fram, er vér lítum á það úr fjarska eða nánd, er vér skoðum það í huga vorum eða snertum það. Karlmaðurinn, sveinninn getur víst ekki bundizt þess, að hafa einhveija óljósa hlý- leika tilfinningu fyrir kvenfólkinu og breiða yfir það engilfagra feg- urðarblæju í huga sínum, en ef hann fer svo að skyggnast eftir blæjunni og færir sig nær kven- fólkinu, þá verður hún að engu. Þá sér hann ekki nema tangur og tötur af henni. Aftur helzt víst til- finning hans, ef hann færir sig nógu nærri því, ef hann snertir »s>I,oI ivd 19 'iufnugiS iragfc -.Ouivici TTH* SIEMENS STÓRSKEMMTILEG STÆDA Á MJÖG GÓÐUVERÐI! • Geislaspilari • Tvöfalt segulbandstæki • Alvöruútvarp Tónjafnari • 2 x 30 W • Gæðahátalarar • Fullkomin fjarstýring AHtþetta fyrir aðe/ns kr.: 37.810,- Bjóðum einnig fleiri gerðir af hágæða hljómtækjum. Komið og skoðið! Munið umboðsmenn okkar um land allt. SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 628300 Víl/ir þú endingu og gæði - velur þú SIEMENS Skrifstofu- og verslunarhúsnæði íslandsbanki hefur eftirtaldar húseignir til sölu eða leigu. Afhending getur farið fram strax. Átfhelmar Til sölu eða leigu Húsnæðið er staðsett í norðurenda norðurálmu verslunar- og þjónustumiðstöðvarinnar í Glæsibæ. Húsnæðið er 229 m2 á fyrstu hæð auk 81 m2 í kjallara. Grensásvegur 13 Til sölu eða leigu Húsnæðið er 147 m2 á fyrstu hæð auk 147 m2 í kjallara. Laugavegur 31 Til sölu eða leigu Glæsilegt verslunarhús við Laugaveginn. Húsið er þrjár hæðir auk rishæðar og kjallara. Fyrsta hæð er 288 m2, önnur hæð er 374 m2, þriðja hæð er 288 m2 og rishæð er tæplega 288 m2 að grunnfleti. í kjallara, sem er 288 m2, eru góðar geymslur. Krlnglan 7, Hús Verslunarlnnar Til leigu Mjög hentugt skrifstofuhúsnæði á 10. og 11. hæð, snyrtilega innréttað og tilbúið til notkunar strax. Á 11. hæð er um að ræða 175 m2 (öll hæðin). Á 10. hæð er um að ræða 98 m2. Nánarl upplýsingar eru velttar af Sverrl Jónssynl í Rekstrardelld íslandsbanka hf. Slml 91-608560 ÍSLAN DSBANKI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.