Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. APRIL 1994 Það ei' yndislegt. Og ef ég fer út að skennnta mér, vilja þeir endilega, einkum á þriðja glasi, tjá mér tóbaks- sögu sína. Þegar fólk er þekkt fyrir ákveðinn málstað, er það um leið komið í skot- mark. Maðurinn minn er skólastjóri Tónlistarskóla Eyjafjarðar og er með útibú á sjö stöðum. Einn daginn fór- um við til Grenivíkur til að kenna og gengum þá fram á tvo gutta sem stóðu undir húsvegg. Þegar þeir sáu okkur heyrðist: Nei nei, sjáið þið, kemur ekki tónlistarkarlinn með krabbameinskerlinguna með sér!“ Fyrirlestrar um karla Starfsemi Krabbameinsfélags Ak- ureyrar og nági'ennis er nú í rúm- góðu leiguhúsnæði, en það fékkst ekki fyrirhafnarlaust fremur an ann- að. Halldóra var deildarstjóri bækl- unardeildar Sjúkrahússins á Akur- eyri þegar hún var kosin í stjórn Krabbameinsfélags Akureyrar. „Ég tók við sem gjaldkeri árið 1986 og fékk gögn og starfsemi fé- lagsins í hendur, þijá plastpoka með möppum í. Við ákváðum, ég og for- maðurinn, Jónas Franklín kvensjúk- dómalæknir, að reyna að rífa félagið upp. Við fengum aðstöðu fyrir starf- semina í litlu átta fermetra skoðunar- herbergi á Læknaþjónustunni og fór- um að rukka inn árgjaldið, sem hafði ekki verið gert í þijú ár, og hvöttum konur til að koma í skoðun. Við söfn- uðum peningum til að kaupa bijóst- myndatökutæki og öfluðum fjár með því að halda fyrirlestra, fyrst um krabbamein og síðan um breytinga- skeið kvenna, ti! þess að trekkja að. Það varð síðan vinsælt hjá ýmsum félagasamtökum að fá fyrirlesara, og héldum við Jónas fyrirlestra bæði um breytingaskeið kvenna og karla. Ég er víst búin að halda eina 40 fyrirlestra um breytingaskeið karla! Síðar varð ég fræðslufulltrúi hjá KAON í samvinnu við Krabbameins- félag Reykjavíkur, en það hefur séð um fræðslustarf í skólum fyrir Krabbameinsfélag íslands, og núna sé ég um fræðslu í 20 skólum hér í Eyjafirði og á fleiri stöðum á landinu. Þannig hófust nú afskipti mín af tóbaksvörnum og nú hef ég verið formaður tóbaksvamanefndar í tvö ár.“ Lifsglaður Vestfirðingur Halldóra og eiginmaður hennar Atli Guðlaugsson tónlistarmaður, hafa búið á Akureyri í 13 ár. Síð- ustu tíu árin hafa þau búið rétt fyrir utan bæinn í stóru einbýlishúsi ásamt sonum sínum tveimur, Bjarna tíu ára og Guðlaugi átta ára. Auk þess til- heyra húshaldinu íslenskur hundur, tveir kettir, kanínur og nokkrir hest- ar. Atli stofnaði Tónlistarskóla Eyja- fjarðar og Halldóra hefur ekki farið varhluta af músíkinni því hún hefur lært bæði söng og raddþjálfun, sér til skemmtunar eins og hún segir. „Ég hef lítið sungið að undanfömu því bæði er svo mikið að gera í vinn- unni og svo er það álag á röddina að vera fyrirlesari. En það hjálpar ótrúlega mikið að læra raddþjálfun, læra að láta röddina berast vel yfir salinn,“ segir hún með viðeigandi handahreyfingu. - Mér heyrist hún nú berast mjög vel yfir salinn, segi ég, því raddstyrk- urinn er greinilega meðfæddur. Hún hlær hátt: „Já við Vestfirð- ingar verðum alltaf að tala yfir sjáv- argnýinn! Við erum lífsglatt fólk, svolítið öðruvísi reyndar. En það sak- ar ekki að læra að cemja röddina aðeins. Ég er fædd og uppalin á Patreks- firði, og þegar ég var í barnaskóla heyrði mamma hvenær ég gekk út úr skólanum á daginn. Það fór víst heldur ekki framhjá neinum þegar ég var komin í húsið.“ Það mun víst ekkert hafa breyst því samstarfsmenn hennar í Reykja- vík segjast heyra það upp á fjórðu hæð þegar Halldóra er komin í hús- ið. Ég spyr hana hvort hún sé alltaf svona létt í lund? Hvort hún vakni svona á morgnana? „Já ég vakna glöð á morgnana. Mér leiðist ekkert jafnmikið og fólk sem fer í fýlu og fólk sem er að geðvonskast í vinnunni. Ég fæ enga sérstaka þóknun fyrir að þola það.“ Hallar sér svo fram og hvíslar eins og hún sé að tala um ólæknandi sjúk- Morgunblaðið/Rúnar Þór Ég féklc ákveéin skílabeé um hvernig ég eetfi aé vera. En ég ákvaé aé vera ég sjálf og kann ekkerl annaé. dóm: Það er líka svo slæmt fyrir mann að vera geðvondur.“ Halldóra var sextán ára gömul þegar hún fluttist til Hafnarfjarðar og þar kynntist hún eiginmanni sín- um sem var nokkrum áium eldri en hún. - Ég heyrði að þið hjónin hefðuð haldið styrktartónleika í stað veislu þegar hann átti síðast stórafmæli? „Já við notum ekki sjálf mikið áfengi, sem mun víst vera tilheyr- andi í slíkum veislum, en okkur hafði alltaf dreymt um að halda styrktar- tónleika. Þeir voiu síðan haldnir í Glerárkirkju og það voru um sjötíu tónlistarmenn sem gáfu vinnu sína í afmælisgjöf. í aðgangseyri fengum við inn um 405 þúsund krónur, sem við létum renna til Krabbameinsfé- lagsins." Nikófinistar Halldóra var ekki í nokkium vand- fæðum með að ráðstafa því fé fyrir félagið, eins og glöggt má sjá í vist- legum húsakynnum þess. „I samráði við stjórnina keypti ég meðal annars húsgögn, sjónvarp, myndband, bæk- ur og glæruvél, og þetta hefur nýst vel til námskeiðahalds. í þessu hús- næði eru líka Samtök krabbameins- sjúklinga og Samhjálp kvenna með aðstöðu. Auk mín starfar hér upplýs- ingafulltrúi, Magna Birnir hjúkrun- arfræðingur. Ég keypti einnig bækur og gögn, að ógleymdum mæli sem mælir kolm- onoxíð í útöndunarlofti reykinga- manna. Þá er hægt að sjá hvort við- komandi er stórreykingamaður eða ekki. Mörgum bregður nú oft í biún þegar þeir sjá hvert ástand þeirra er.“ - Er ekki best að við vindum okk- ur í tóbakið, mér heyrist á öllu að það muni vera hugsjón þín að beij- ast gegn þeim óþverra? „Já, það er hugsjón mín,“ segir Haíldóra ákveðin. „Það má rekja 35% allra krabbameina til reykinga, því fólk getur fengið krabbamein af völd- um reykinga í önnur líffæri en lung- un, og 85-90% lungnakrabbameinst- ilvika má rekja til þeirra. Af tíu ein- staklingum sem greinast með lungnakrabbamein er hægt að lofa einum bata. Batalíkur eru litlar, en samt er þetta eina krabbameinið sem við getum að einhveiju leyti ráðið sjálf hvort við fáum. Ég legg áherslu á fræðslu í starfí mínu en forðast hræðsluáróður. Krakkarnir og foreldrar þeirra vilja hins vegar hræðsluáróður. En þegar við sjáum 900 manns á ári greinda með krabbamein sjáum við að áróður er ekki rétta aðferðin. Best er að láta staðreyndir og tölur tala sínu máli. Reykingaforvamir eru ódýr- ustu forvarnir í heilbrigðiskerfinu. Ef tíu manns með lungnakrabbamein fá meðferð, kostar það um tíu millj- ónir. Aðeins einn nær ef til vill bata. Af því má sjá að það margborgar sig að veija fé til forvarna. Þar sem ég veit að heilbrigðisráðherra leggur mikla áherslu á forvamir, legg ég allt mitt traust á að hann komi í gegn þessu nýja tóbaksvarnafrum- varpi.“ - Hver eru nýmælin í því frum- varpi? „Tóbakssala og reykingar í heil- brigðisstofnunum verða bönnuð nema í undantekningartilvikum gagnvart sjúklingum, tóbakskaup og -sala verður bundin við 16 ára aldur og verður heimild í lögunum til að beita úrræðum séu þau ákvæði brot- in, neftóbak annað en það sem ÁTVR framleiðir verður bannað, tóbak má ekki vera sýnilegt á sölustöðum og skýr ákvæði eru um takmarkanir á reykingum á veitingastöðum. Vinnu- veitendum ber og að sjá til þess að fólk njóti réttar til að vinna í reyk- lausu umhverfí og frá miðju ári 1996 verða reykingar óheimilar í öllu milli- landaflugi.“ - Mér sýnist að það muni harðna á dalnum hjá sumum? „Vissulega. Mikilvægast er þó að banna fínkoma nefcóbakið. Ef það er gert verður komið í veg fyrir alvar- lega þróun. Nú er ég ekki að tala um „gamla ruddann", neftóbakið sem ATVR framleiðir, heldur fín- korna neftóbak sem gengur undir nafninu „Snus“. Tvö og hálft gramm af þessu neftóbaki inniheldur 32 til 61 mg af nikótíni á meðan úr einni sígarettu fæst eitt mg af nikótíni. Þannig að einn skammtur af þessu neftóbaki er á við 30 til 60 sígarett- ur, sem þýðir að börn sem taka það inn eni samstundis orðin nikótínist- ar. Þegar þau eru orðin slæm í munni og nefi af þess völdum, skipta þau yfir í sígarettur. Hér á landi nota krakkarnir neftóbakið jöfnum hönd- um í munn og nef og því getum við ekki tekið á þessum vanda nema að banna þetta efni með öllu. Notkun þess hefur aukist gífurlega síðustu Ég ffæ enga sér- staka þóknun ffyrir aó þola ffólk sem er i ffýlu. árin. Árið 1987 voru flutt inn 45 kíló af því, en 1993 voru flutt inn 1.475 kíló. Það hefur sýnt sig að fólk fær krabbameinsbreytingar mjög fljótt af völdum munntóbaks. Krakkamir hafa fengið mjög slæmar slímhúðarbreytingar og blæðingar í nefi. Dæmi eru um það að þau skeri fyrir í munni til að fá efnið sem fyrst í blóðið eða sjúgi efnið með röri upp í nefíð eins og kókaínneytendur. Ég veit þetta því ég er í skólunum, í grasrótinni, og er því vakandi fyrir þessu. En ég tek það skýrt fram að ég vil halda gamla neftóbakinu inni fyr- ir gömlu karlana. Enda sé það vænt- anlega eitthvað sem hverfur með þeim.“ Örfáir prédikarar Halldóra segir að reykingar hafí aukist hjá börnum og unglingum á aldrinuin 12 til 16 ára. „Á árunum 1985 til 1990 minnkuðu reykingar þessa aldurshóps í Eyjafírði til muna, eða úr 6,4% í 2,1%. Eg hafði þá ver- ið með markvissa fræðslu frá árinu ’88 og tel að það hafi haft áhrif. Kennarar tóku líka virkan þátt í fræðslunni með mér fyrsta veturinn, en síðan dalaði áhuginn. Eftir páska verður gerð ný könnun og ég á von á því að reykingar hafí aukist aftur. Hins vegar urðu allar kennarastofur reyklausar síðastliðið haust þannig að kennarar geta nú með góðri sam- visku talað gegn reykingum. Enda verð ég aftur vör við áhuga hjá þeim, þeir hafa séð eins og ég hvert stefnir." - Hvað um aðra aldurshópa? „Reykingar hafa aukist mest hjá unglingum undir 15 ára aldri, en fullorðna fólkið hættir unnvörpum að reykja. Árið 1992 þegar ég var skipuð formaður tóbaksvarnanefnd- ar voru um 220 reyklausir vinnustað- ir á landinum, en núna eru þeir um 800.“ - Eru reykingar stéttbundnar? „Það hefur sýnt sig að fólk sem vinnur við sjávarútveg reykir meira en til dæmis háskólamenntað fólk. Það má líklega rekja til fræðslu og meiri þekkingar á tóbaki og skaðsemi þess. Það þarf að auka fræðslu á vinnu- stöðum og draumur minn er sá að heilsugæslan virki eins og henni ber að gera. Ég vil sjá alla heilsugæslu- lækna og hjúkrunarfræðinga í land- inu eyða minnst hálfum degi á viku í forvarnir. Heilsugæslan er með viðgerðar- þjónustu daginn út og inn. í dag eru læknar og hjúkrunarfræðingar að lækna afleiðingar reykinga í stað þess að koma í veg fyrir þær. Ég er alveg búin að snúa við blað- inu. Ég var nefnilega „akúthjúkka", var inni á slysavarðstofu, inni á skurðstofu, deildarstjóri á bæklunar- deild, alltaf í hasarnum að lækna afleiðingarnar. Heilsugæsla var eitt- hvað „tabú“ í mínum augum. En þetta breyttist þegar ég fór að skoða heilbrigðiskerfið. Við erum örfáir prédikararnir hér á landi, en það sem hefur bjargað mér í þessu streði er að ég hef tekið þetta á léttu nótunum, gert hæfílega mikið grín að sjálfri mér og öðrum. Ég vil að krakkarnir í skólanum muni samvistir okkar sem skemmti- lega upplifun. Við spjöllum um reyk- ingar bæði á leikrænan og heim- spekilegan hátt. Ég tek á félagslega þættinum öðru fremur, læt þau líka sjá spaugilegu hliðina á þessu og ræði um það hvernig þau geta verið smart og sagt nei. Markmið mitt er að koma á legg kynslóð sem er svo vel að sér að þau láti reykingar eiga sig.“ Stubbar i krukku Margir halda að ég sé fanatísk af því að ég er að tala um eitthvað sem mér finnst vera sjálfsagður hlut- ur en sem öðrum fínnst nánast dóna- skapur að nefna," segir Halldóra. „Þegar ég hætti að reykja, ákvað ég að líka að láta aðra hætta að reykja ofan í mig.“ - Og þá erum við komnar að þinni tóbakssögu. „Jú, þetta byijaði með fíkti hjá mér eins og öðrum, en ég fór þó ekki að reykja af alvöru fyrr en ég bytjaði í Hjúkrunarskólanum. Lengi vel reykti ég aðeins í samkvæmum en það er ekki nema 2% af öllum reykingamönnum sem tekst að vera samkvæmisreykingamenn alla ævi. Svo vaknaði ég upp við það að ég var farin að reykja pakka á dag. Þá !■ hætti ég, enda hafði ég góða ástæðu þar sem ég var ófrísk. Ég hef nú ekki reykt í tólf ár. Það er erfíðast að hætta að reykja ef mann langar ekki að hætta. En ef maður tekur ákvörðun, undirbýr hana vel og ákveður dag, þarf það ekki að vera svo erfitt. Það getur reynst vel að beita sjálfsefjun og koma sér upp ógeði á tóbaki. Ég átti lengi krukku með stubbum í og vatni, og að skrúfa lokið af og þefa var viðbjóður. Enn þann dag í dag verður mér óglatt bara af tilhugsun- inni. í mörg ár fékk ég þó eins og aðr- ir löngun við ákveðnar aðstæður. Ég hafði til dæmis verið hætt að reykja í fimm ár þegar vinkona mín kom frá útlöndum og sagði svona eins og í gamla daga: Komum og fáum okk- ur kaffi og sígarettu! Það var óskapleg freisting. En ég stóðst hana og síðan hefur mig aldr- ei langað til að reykja með henni aftur. Reykingar hafa sterk félagsleg tengsl við staði, fólk eða atburði, og menn ijúfa ekki þessi tengsl fyrr en þeir hafa gengið einu sinni í gegnum þau. Þarna koma plásturinn og tyggjóið að góðum notum. Oft skemmir fólk fyrir sér með því að reykja þegar það er að skemmta sér og verður þá að fara á byijunarreit- inn aftur. En það gildir það sama um fólk sem er að hætta að reykja og börn sem eru að bytja að ganga. Ef þú dettur, stendur þú bara upp aftur. Og best er að fara eftir AA- prógramminu, taka einn dag í senn, jafnvel eina klukkustund." Engin aukahlutverk Halldóra og synir hennar eru svo heppin að hafa ráðsmann heima þar sem faðir hennar er. Hann býr á neðri hæðinni og sér eins og stendur um heimilið og barnabörnin meðan foreldramir eru í vinnu. „Við erum mjög lánsöm að hafa pabba heima. En synir okkar eru í Hrafnagilsskóla þar sem pabbi þeirra er með skrifstofu og svo reyni ég að hætta í vinnunni um fjögurleytið ef ég get. Við erum mikið saman fjölskyldan. Syngjum saman og ríðum út! Við erum með nokkra hesta heima, ætli þeir séu ekki einir sex.“ - Og eru þeir bara í garðinum hjá þér? „Nei, nei, í bílskúrnum. Hann er um sjötíu fermetrar, með fjögurra metra lofthæð. Þarna átti að vera verkstæði upphaflega. Mér _ þykir líka voða gott að fá útrás í | eróbikk, sérstaklega í þolfimi með körlunum. Þeir eru svona mátulega klaufalegir eins og ég.“ - Nú skilst mér að karlarnir hér fyrir norðan hafí biðlað til þín í póli- tíkinni? „Já það hefur verið biðlað fimm sinnum til mín. En ef'.satt skal segja hef ég ekki ýkja mikinn áhuga á sveitarstjórnarmálum, hef hins vegar mikinn áhuga á landsmálum og gæti vel hugsað mér að fara á þing. Mér finnst þó umræðan um þingmenn hafa verið neikvæð og óréttmæt og er því ekki tilbúin í slaginn strax.“ - Nú hef ég heyrt að þú beitir sérstökum aðferðum í samskiptum þínum við fólk. Að karlarnir til dæm- is dansi í kringum þig og samþykki allt sem þú biðjir um. Fékkstu þá ekki til að lækka húsaleiguna fyrir Krabbameinsfélagið þegar þið flutt- uð hingað inn? „Þeir eru nú svo elskulegir eigend- urnir. En það er alveg sama hvort ég leita til karla eða kvenna. Allir taka mér vel því ég hef svo góðan málstað. Enda er ég oftast boðin og búin ef einhver leitar til mín. Hitt er svo annað mál, að ég hef aldrei tekjð neitun til greina. Ég hef alltaf átt góða samvinnu við fólk. Kannski er það vegna þess að ég hef mikinn metnað og sætti mig ekki við að vera sett til hliðar. Ég segi bara eins og Kristján Jó- hannsson söngvari: Sumir hafa ekki karakter til að leika aukahlutverk! Já, við Vestfirðingar erum dálítið öðruvísi. Þegar ég flutti hingað til Akureyrar fékk ég ákveðin skilaboð um það hvernig ég ætti að vera. En ég ákvað að vera ég sjálf, ég kann ekkert annað. Það hafa allir sætt sig við það núorðið og segja: Þetta er bara hún Halldóra Bjarna.“,, 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.