Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 6
MORGUNBLADlf) SUNbJÍJDAGUR 10. APR{L 1994
6 B
FERÐALÖG
ÍTÍMA OGRÍMI
eftir Sigrúnu Davíðsdóttur
VIÐTAL um ferðalög aftur á bak í tímann lítur kannski út
fyrir að vera við vísindaskáldsagnahöfund. En rússneski
stjarneðlisfræðingurinn Igor Novikov hefur ekkert á móti
því að ræða þann möguleika „og mér er full alvara", segir
hann. „Ég er ekki í neinum vafa um að það verður á endan-
um hægt að ferðast aftur í tímann." Og þegar þessi lág-
vaxni, kviki maður segir þetta eins og ekkert sé sjálfsagð-
ara, er heldur ekkert erfitt að trúa honum, líka af því að
hann er ekki alveg hver sem er. Novikov er í fremstu röð
vísindamanna á sínu sviði. Hann var nýlega í heimsókn á ís-
landir, meðal annars til að taka upp samvinnu við íslenska
starfsbræður. Novikov hefur búið í tæp tvö ár í Kaupmanna-
höfn, sem hann valdi, þó honum stæði einnig til boða staða
í Cambrigde og á nokkrum stöðum í Bandaríkjunum. Nú er
hann prófessor við sljörnurannsóknarstöðina við Kaupmanna-
hafnarháskóla, yfirmaður nýstofnaðrar miðstöðvar í kenni-
legri stjarneðlisfræði og prófessor^við NORDITA, sem er
norræn stofnun fyrir kennilega eðlisfræði, til húsa í sama
húsi og önnur þekkt eðlisfræðistofnun, nefnilega Niels Bohr-
stofnunin. Tveir íslendingar stunda nám undir handleiðslu
hans, þeir Örnólfur Rögnvaldsson og Kári Indriðason.
Um Rússa er löngum
sagt að þeir vilji
hvergi vera annars
staðar en heima,
svo áður en No-
vikov er spurður
um rannsóknir sínar og hugmyndir,
vaknar sú spurning hvers vegna
hann hafi yfirgefið heimahagana og
Lebedev-stofnunina, þar sem hann
veitti forstöðu deild í kennilegri
stjarneðlisfræði. „Ég flutti burt af
þeirri einustu ástæðu að mér var
ómögulegt að vinna heima fyrir. Á
hverjum degi þurfti ég að standa
nokkra klukkutíma í biðröð eftir
brauði. Það er allt að hrynja til
grunna í Rússlandi, hvort sem eru
almenningssamgöngur eða eitthvað
annað og glæpir aukast hröðum
skrefum. Eins og fyrir svo marga
vísindamenn, er vinnan fyrir mér það
mikilvægasta og mér er víst óhætt
að segja að ég sé að 25 klukkutíma
á sólarhring. Það er með vísinda-
menn eins og listamenn að þeir verða
að gefa sig verkefnum sínum full-
komlega á vald. Annaðhvort vinnur
maður mikið, eða ekki neitt. Eins
og aðstæður voru, var orðið ómögu-
legt að einbeita sér og óstöðugleik-
inn var mér óbærilegur.
Atgervisflóttinn er vandamál í
Rússlandi og ég geri mér grein fyrir
að það kemur sér illa fyrir land mitt,
þegar ég og starfsbræður mínir yfir-
gefum landið, en með því að vera
erlendis er ég í aðstöðu til að útvega
rússneskum starfsbræðrum mínum
tímarit og tölvur, sem vantar tilfinn-
anlega og eins get ég komið þeim í
samband við erlenda starfsbræður,
útvegað þeim boð til að fara utan
og fleira, sem að góðu gagni kemur.
Ég átti ekki í neinum erfiðleikum
með að gera upp hug minn um að
koma hingað, því ég er mjög hrifinn
af landi og þjóð. En aðstaðan sem
mér bauðst til að koma á fót rann-
sóknarmiðstöð fyrir kennilega
stjarneðlisfræði skipti mig miklu, því
á þann hátt verður hægt að vinna
að brýnum verkefnum. Nútíma
vandamál í þessum fræðum eru svo
flókin að það er ómögulegt að ætla
sér að leysa þau upp á eigin spýtur,
heldur þarf til þess öflugar tölvur
Frá Moskvu til
Kaupmanna-
hafnar
- og aftur á
bak í tímánn
Rætt vió
rússneska
stjarneólis-
fræóinginn
Igor Novikov
og töluverðan heilamassa. Með öðr-
um orðum þá verða margir að leggja
hönd á plóg við sérhvert verkefni.
Náin samvinna og samræður eru
nauðsynleg örvun. En mér veittist
erfitt að fara frá Rússlandi, því hefð-
ir okkar, saga og öll framkoma er
svo sérstök og erfitt að slíta sig frá
heimahögunum. Sambandinu held
ég þó, því ég er enn yfirmaður á__j
sömu deild Lebedev-stofnunarinnar
og áður og vinn með fólki þar, en
án launa.“
Stöðugleikinn það eina góða,
sem var
Skapar það ekki vandamál hversu
margir kjósa að flytja í burtu?
„Ohjákvæmilega er það til vand-
ræða, en reiðileysið í þjóðfélaginu
er gífurlegt. Vandamálin eru svo
mörg og svo aðkallandi að það gefst
enginn tími til að hugsa neitt fram
í tímann, sem á endanum er vísasti
vegurinn til glötunar. Það er svo
auðvelt að eyðileggja og erfitt að
byggja upp. Astandið er slæmt, afar
slæmt, en samt er ég bjartsýnn. Ég
þekki land mitt og þetta er ekki í
fyrsta skipti, sem það hefur átt í
alvarlegum erfiðleikum.
Þó ég fari sjaldan til Moskvu, hef
ég fréttir þaðan frá fyrstu hendi,
því sonur minn, sem er ungur og
snjall vísindamaður, býr þar enn.
Ég veit að það er að brjótast í hon-
um að fara, en hann situr samt enn
sem fastast og þannig eru sem betur
fer margir, sem kjósa að þrauka og
reyna að halda áfram. Sjálfur hafði
ég lengi haft boð um að flytjast í
burtu, en það hvarflaði ekki að mér
að fara, því ég hafði föst laun og
þurfti ekki að kvíða næsta degi.