Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR ? 10'. APRIL. 1994 B 7 Allt var í föstum skorðum og ég vissi að rannsóknarféð skilaði sér. A þeim tíma gat ég verið öruggari um það, heldur en margir starfsbræður mínir erlendis. Þannig er þessu öld- ungis ekki lengur farið. Oryggið sem ég bjó við sem vís- indamaður er á bak og burt og þar með er horfið það eina, sem var gott í gamla kerfinu. Faðir minn var drepinn í hreinsunum Stalíns, þegar ég var eins árs. Móðir mín var hand- tekin og var fimm ár í fangabúðum. Þegar hún var látin laus var henni bannað að búa með börnum sínum, mér og eldri bróður mínum. Báðum foreldrum mínum var síðar veitt uppreisn æru, en þá var faðir minn sumsé látinn og móðir rnín náði sér aldrei eftir fangavistina. Ég ólst því upp hjá ömmu minni og síðar frænku. Föður minn þekkti ég eðli- lega aldrei og gildi og mikilvægi föðurins gat ég ekki skilið, fyrr en ég eignaðist sjáifur börn og lærði að vera þeim faðir. Þrátt fyrir ást mína á Rússlandi, held ég að ég geti orðið að meira gagni með því að búa hér. Fyrir mér eru vísindin sjálft lífið og það var hreinn dauði að halda áfram að búa í Rússlandi, þar sem hugsanirn- ar voru sífellt uppteknar við að leita uppi og bíða eftir mat. Það var ein- faldlega of erfitt að framfleyta sér og sínum. Flutningurinn hefur einn- ig óvænt borið með sér þann skemmtilega ávinning að ég hef far- ið að vinna með konunni minni, sem er stærðfræðingur. Hún vann áður á annarri stofnun en ég, en nú vinn- um við saman, auk þess sem hún vinnur með öðrum og þetta hefur okkur þótt gaman að fá tækifæri til.“ Tímavélar - í fúlustu alvöru Þú hefur meðal annars fengist við að hugsa upp tímavélar. Geturðu gert leikmönnum grein fyrir hvað þú ert að fást við? „Helstu viðfangsefni mín tengjast annars vegar því hvernig skýra megi stórsæja uppbyggingu al- heimsins og hins vegar svokölluðum svartholum. En svarthol eru einmitt mjög áhugaverð, því þar ríkja allt önnur eðlisfræðileg lögmál en við þetta er hægt fræðiiega séð, en framkvæmdin er langt undan. Til þess að sveigja tímann þarf gríðar- mikið þyngdarsvið, sem fæst með því að þjappa efni saman. Tæknin til þessa er ekki enn fyrir hendi, en hver veit ... Hugsaðu þér bara hvar við stóðum tæknilega fyrir einni öld. Nú hefur maðurinn staðið á tunglinu og teygt sig alla leið til Mars. Tækni- framfarirnar hafa ekki orðið með jöfnum hraða, heldur hafa þær orðið sífellt stórstígari undanfarin ár og áratugi. Annað viðfangsefni mitt er upp- runi alheimsins og þá vaknar gjarn- an spurningin hvað hafi verið áður en alheimurinn varð til, en reiknað er með að hann hafi myndast fyrir um fimmtán milljörðum ára eða svo. Skýring svokallaðrar skammtafræði í nútíma eðlisfræði er að alheimurinn hafi myndast úr tómi, úr engu, og það er erfiðara en flest annað að ímynda sér þetta „ekkert". í daglega lífinu er ekki hægt að ímynda sér þetta tóm, svo flókið fyrirbæri er það. Jákvæð og neikvæð orka mynd- aðist og það var byijunin. Uti í geimnum eru leifar frá fæðingunni, ýmiss konar geislun, sem á rætur að rekja til upphafsins og hana er hægt að nota sem viðmiðun fyrir kenningar okkar, þannig að hægt sé að prófa þær. Ut frá hugmyndum nútíma eðlis- fræði er merkingarlaust að spyija hvað hafi verið á undan upphafinu, því tíminn varð til um leið og alheim- urinn myndaðist. Og það er heldur ekki hægt að tala um sköpun, því þá er eins og einhver hafi verið að verki, heldur myndaðist hann. Al- heimur okkar gæti verið óendanleg- ur og verið til í óendanleika, en margir eðlisfræðingar hallast að því að alheimur okkar sé aðeins bóla í énnþá stærri heimi, nokkurs konar ofurheimi. Með því að hugsa sér þetta þannig, er tilurð okkar alheims ekki bara eitt, einstakt fyrirbæri, heldur hluti af miklu stærra ferli. Heimur okkar hefur verið að þenjast út frá því hann myndaðist, en kenn- ingin er að hann muni á endanum falla saman og verða aftur að því | tómi, sem hann myndaðist úr.“ sjáum annars staðar og þar tengjast saman eðlisfræði og stjörnufræði. Svarthol hefur enga skipulagða upp- byggingu, ekkert yfirborð í venjuleg- um skilningi, heldur er það bara gífurlega samþjappaður massi. Þyngdarsviðið nærri slíkum fyrir- bærum er svo sterkt að það sveigir bæði tíma og rúm og hefur þannig áhrif á það hversu hratt tíminn tíð- ur. Á mörkum svartholsins stöðvast tíminn og þyngdarkrafturinn er svo sterkur að ekki einu sinni ljósbylgjur sleppa burt frá svartholi. Þar sem þyngdarsviðið er jafn sterkt og umhverfis svarthol sveigist tíminn verulega og getur þannig jafnvel fallið að hluta saman við rúmið. Ef maður hugsar sér að þyngdaraflið sé svo mikið að hægt sé að sveigja tímann, er um leið hægt að ímynda sér að hægt sé að notast við tímavélar. Það sem ég á við er að við erum í ákveðnu tíma- streymi. Ef hægt væri að skilja út hluta af þessu streymi og sveigja það með sterku þyngdarsviði, væri hugsanlegt að byggja þannig brú aftur í tímann og komast tii baka, eftir þessum sveigða tíma. Það er ekki aðeins hugarflug að skapa þessa leið. Ég og fleiri höfum ,aýnt frain, á það stærðfræðileg;i, að Þegar þú talar um tímavélar áttu þá við í fyllstu alvöru að maður muni geta farið aftur í tímann í slíkri vél? „Já, en það verður ekki á morgun ... Og þá vaknar líka spurningin hvort maður muni á þann hátt geta haft áhrif á liðna atburði. Hér er svarið hins vegar nei. Það sem ligg- ur í fortíðinni hefur þegar gerst. Ef einhver getur farið aftur í tímann, litur kannski út fyrir að hann geti um leið haft áhrif á fortíðina, en til þess að það sé hægt, þyrfti hann að hafa verið þar frá upphafi, því annars felur tímaferðin í sér að hægt sé að vera á tveimur stöðum í einu. Hér er aðeins gert ráð fyrir einu lífi í einu. Við höfum á taktein- unum stærðfræðilega framsetningu þessa vandamáls, sem krefst mjög flókinnar stærðfræði. Samvinnan við íslenska starfs- bræður mína er liður í þessum við- fangsefnum og á íslandi mun ég eiga samvinnu við Gunnlaug Björns- son á Ilaunvísindastofnun Háskóla íslands. Ætlunin er að einbeita sér að svartholum og að gasi og gasskýj- um, sem snúast um þau. Ég á von á því að við munum eiga nána sam- vinnu um þessi efni og hlakka til hennar." SIEMENS 3 cc NY ÞVOTTAVEL A NYJU VERÐI! • 11 kerfisinnstillingar fyrir suðuþvott, mislitan þvott, straufrítt og ull • Vinduhraði 500 - 800 sn./min. • Tekur mest 4,5 kg • Sparnaðarhnappur (1/2) • Hagkvæmnihnappur (e) • Skolstöðvunarhnappur • Sérstakt ullarkerfi • íslenskir leiðarvísar Og verðið er ótrúlega gott. Siemens þvottavél á aðeins kr. 59.430 stgr. SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 628300 Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs Borgarnes: Glitnir Borgarfjörður: Rafstofan Hvítárskála Hellissandur: Blómsturvellir Grundarfjörður: Guðni Hallgrímsson Stykkishólmur: Skipavík Dúðardalur: Ásubúð ísafjörður: Póllinn Hvammstangi: Skjanni Blönduós: Hjörleifur Júlíusson Sauðárkrókun Rafsjá Siglufiörður Torgið Akureyri: Ljósgjafinn Húsavík: öryggi Þórshöfn: Norðurraf Neskaupstaður: Rafalda Reyðarfjörður: Rafvélaverkst. Árna E. Egilsstaðir: Sveinn Guðmundsson Breiðdalsvík: Stefán N. Stefánsson Höfn í Hornafirði: Kristall Vestmannaeyjar: Tréverk Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga Selfoss: Árvirkinn Garður: Raftækjav. Sig. Ingvarss. Keflavík: Ljósboginn Hafnarfjörður: Rafbúð Skúla, Álfaskeiði Viljir þú endingu og gæðí-j velur þú SIEMEIUS AGUSTU OG HRAFNS SKEIFAN 7 108 REYKJAVÍK S. 689868 Þú kemur til okkar í mánaðarprógram 1. Við fitumælum þig og þú færð ítarlega tölvuútskrift sem segir þér í hversu góðu eða slæmu formi þú ert. 2. Þú mætir eins oft og þú vilt í leikfimi og/eða tækjaþjálfun. 3. Þú færð 12 tírna ljósakort - það eru glænýjar perur í bekkjunum okkar! 4. Þeir sem vilja, fá ráðleggingar um fæðuval, matarlista og/eða halda matardagbók. 5. Komdu svo aftur í fitumælingu að mánuði liðnum og skoðaðu árangurinn! Ath. Höfum opnað glœnýjan sal! Enn betri aðstaða ! Fulltverð: 10.500.- Okkar tilboð:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.