Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 14
14 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. APRIL 1994
Nýjungagjarn
TÍMAFREKAR og umfangsmiklar gatnagerðar-
framkvæmdir hafa gert það að verkum að veit-
ingastaðurinn Jónatan Livingstone mávur við
Tryggvagötu hefur ient nokkuð útundan síðast-
liðið ár. Þetta hefur nú gjörbreyst. Þegar ekið
er vestur Miðbakkann má greinilega sjá að allt
í einu hefur staðurinn tengst gömlu höfninni og
miðborginni með nýjum og raunar betri hætti
en hann hefur nokkurn tímann gert frá því fyrst
var opnaður veitingastaður í húsinu undir nafn-
inu Við sjávarsíðuna fyrir allmörgum árum.
*
Utlitslega séð hafa litlar sem
engar breytingar orðið á
Jónatan við eigendaskipt-
in. Enda kannski ekki
nauðsyn á því. Þetta hefur lengi
verið einn af skemmtilegri og
frumlegri veitingastöðum landsins
hvað allt útlit og matargerð varð-
ar og varla ástæða til að breyta
því.
Það sem helst má finna að á
Jónatani mávi er nokkuð hátt
verðlag. Það er vissulega ekkert
nýtt að verðlag á íslenskum veit-
ingastöðum sé hátt og Jónatan
Livingstone staðsetur sig, sérstak-
lega í kjötréttum, í dýrari flokki
íslenskra veítingastaða:
Foréttir............810-1.090 kr.
Súpurogseyði..........705-810 kr.
Pastaréttir.........900-1.290 kr.
Fiskréttir........1.695-1.993 kr.
Kjötréttir........1.540-2.985 kr.
Eftirréttir...........595-890 kr.
Með hækkandi verði aukast
auðvitað jafnframt þær kröfur,
sem gerðar eru til þess, sem mað-
ur fær fyrir peninginn. Jónatan
Livingstone stenst þær kröfur að
mörgu leyti en þó mætti færa
nokkur atriði í betra horf ef mað-
ur á að vera sáttur við þá upp-
hæð, sem reiða verður af hendi.
Sterkasta hlið Jónatans er frum-
leiki og þor. Hráefni er oft mjög
Fijálsari reglur
en færri vín?
Þann 1. mars sl. tóku gildi
nýjar reglur um innkaup
og sölu áfengis. Eru þær
svipaðar og reglur sem settar
hafa verið annars staðar á Norð-
urlöndunum vegna gildistöku
EES-samningsins, en samkvæmt
honum fá Norðurlöndin að við-
halda einkasölu á áfengi í smá-
sölu, gegn því að mismuna ekki
milli einstakra framleiðenda. Til
þessa hefur verið lítil hreyfing á
tegundum hjá ÁTVR en nú verður
nýjum tegundum hleypt inn til
reynslu. Með nýju reglunum er
stofnaður sk. „reynsluflokkur“
þar sem að jafnaði verða 10%
þeirra áfengistegunda, sem eru í
almennri sölu hjá ÁTVR, sk.
„kjarna“. Verður áfengi í reynslu-
flokki selt í Kringlunni, Heiðrúnu,
Seltjarnarnesi og á Akureyri. Nái
tegund 1% af smásölu viðkomandi
vöruflokks færist hún yfir í kjarna
að loknu átta mánaða reynslu-
tímabili.
En hvað þýðir þetta eiginlega
fyrir neytendur? Því miður er mjög
líklegt að þessar brejtingar muni
ekki leiða tii fjölbreyttara og
skemmtilegra úrvals heldur þvert
á móti að færri og meira óspenn-
andi tegundir verði á boðstólum.
Höskuldur Jónsson, forstjóri
ÁTVR, segir að þegar hafi mikið
borist af sýnishornum og ákvörð-
un verði tekin um það á næstu
dögum í hvaða röð nýjar tegundir
verða teknar inn á reynslulista.
Má svo búast við að fyrstu teg-
ur.dirnar muni birtast í maímán-
uði í verslunum. Höskuldur sagði
að svo virtist af þeim umsóknum
sem til þessa hefðu borist um
reynslusölu að framleiðendur
myndu fyrst og fremst bjóða fram
venjuleg og ódýr borðvín.
Höskuldur sagði að verið gæti
að þær reglur, sem ÁTVR hefði
mótað vegna reynslusölunnar,
væru ekki nógu góðar. „Ég ætla
ekki að skamma þessa kerfis-
breytingu á þessari stundu. Það
getur verið að reglurnar, sem við
höfum sett til að ná nýjum mark-
miðum, séu ekki nógu góðar.“
Með tilkomu reynslulistans fell-
ur sérlistinn niður en á honum
hafa flestar ef ekki allar skemmti-
legustu nýjungarnar í framboði
ÁTVR birst á undanförnum árum.
Sérlistavínin er nú flest hver verið
að selja upp en nokkur þeirra
færast yfir á aðallistann. í staðinn
verður tekinn upp „sérvalsflokk-
ur“ en á honum verða vandaðri
vín en jafnframt dýrari vín, sem
ekki er ætlast til að nái magnsölu.
Með þessari breytingu má bú-
ast við að tegundum muni fækka
verulega. Á sérlistanum hafa að
jafnaði verið 60-80 rauðvín og
hvítvín til sölu á hverjum tíma og
þá jafnframt oftast skemmtileg-
ustu vínin, sem í boði eru. Nú
hverfa þau. í staðinn ættu að
bætast við um 30 ný vín á ári
miðað við fyrrnefnda 10% reglu,
sem miðað verður við vegna
reynsluflokksins. Tegundum
fækkar því og jafnframt er hætta
á að fjölmargar óspennandi teg-
undir komi inn í stað vandaðra
sérlistavína.
Höskuldur sagði vissulega ótt-
ast að þetta gæti orðið niðurstað-
an en sagði jafnframt að reglurn-
ar yrðu endurskoðaðar, þegar
reynsla væri komin á.
Til samanburðar má geta þess
að hjá Systembolaget í Svíþjóð,
sem einnig hefur tekið upp áþekk-
ar reglur, eru nú kynnt ný vín á
hveijum mánudegi í reynslu-
flokki. Alls er ætlunin að kynna
að minnsta kosti 400 ný vín á
þessu ári í Svíþjóð.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
mávur
spennandi og kryddnotkun nýstár-
leg. Réttir eru bornir fram á risav-
öxnum, fallegum diskum og tölu-
vert lagt í útlit réttanna. Kokkar
staðarins leggja líka greinilega
metnað í nýstárleg hráefni og
kemur reglulega fyrir að gestir fái
tækifæri tii að bragða á jafn sjald-
séðum fiskum og sædjöfli, tijónu-
fiski eða rottufiski og jafnvel
krossfiskshrognum eða þá villi-
bráð á borð við skarf og súlu.
Uppistaðan í hinu fasta framboði
staðarins er nokkuð hefðbundn-
ara, en úr hráefninu er spilað á
spennandi hátt.
Að þessu sinni voru valdir rétt-
irnir:
Fyllt kúrbítsblóm með hörpu-
skelfisksoufflé á kóngarækju-
sósu (1.090 kr.)
Sniglar í stökkri rispastakörfu
á svörtum ólífum, tómatbitum
og tómatsósu (1.010 kr.)
Fiskifantasía úr afla dagsins
(1.993 kr.)
Léttsteiktar svartfuglsbringur
með valhnetum og granatepla-
sósu að hætti Afsaneh (1.540
kr.)
Sá réttur, sem mestum von-
brigðum olli, var fylita kúrbíts-
blómið. Þrátt fyrir óneitanlega
frumlega hugmynd heillaði réttur-
inn, og þá fyrst og fremst sósan,
ekki bragðlauka viðstaddra. Snigl-
arnir voru aftur á móti mjög
skemmtilegir sem forréttur með
basilíkumkryddaðri sósu. Fiski-
fantasía samanstóð af níu mis-
munandi fisktegundum, léttkrydd-
uðum og grilluðum og framreiddar
með þremur mismunandi sósuteg-
undum. Skemmtileg hugmynd þar
sem sérkenni hverrar fisktegundar
fyrir sig fær að njóta sín og ekki
spilltu sósurnar, sem voru hver
annarri betri, fyrir. Fiskréttirnir
eru vissulega tromp staðarins en
kjötréttirnir líða nokkuð fyrir
verðið. Svartfuglinn, sem er ódý-
rasti kjötrétturinn, var þó hóflega
verðlagður og sýndi svart á hvítu
að Jónatan mávur er ekki einung-
is fiskstaðui'. Það gætti þó ekki
sama frumleika og í sjávarréttun-
um. Eftirrétturinn Úlla Dúll (890
kr.) er tilvalin fyrir hina forvitnu
og þá sem eiga erfitt með að gera
upp hug sinn. Smá smakk af öllum
eftirréttum staðarins.
Þjónusta á Mávinum mætti vera
ögn skilvirkari. Til dæmis kom
brauð ekki á borð fyrr en með
forréttunum. Þá finnst mér að
staður, sem leggur jafn mikinn
metnað í frumleika í matargerð
mætti leggja aðeins meiri metnað
í vínlistann. Þó svo að vissulega
séu ágætis vín inni á milli þeirra
níu rauðvína og átta hvítvína, sem
eru í boði, þá eru þau nánast öll
með tölu af standardlista ríkisins.
Mætti ekki vera smá spenna þarna
líka?
Leiðrétting
Á síðustu Matar- og vínsíðu var
ranglega sagt að á Ömmu Lú
mætti fá tvo rétti af þriggja rétta
matseðli fyrir 1.994 krónur. Að
sjálfsögðu átti þar að standa að
þrír réttir af þriggja rétta mat-
seðli kosta 1.994 krónur. Er beðið
velvirðingar á þessum mistökum.
Syrah-þrúgan á
heimavelli í Rhone
Eitt mikilvægasta rauðvíns-
hérað Frakklands hefur því
miður ávallt verið lítið áber-
andi hér á landi. Þó svo að Rhone-
dalurinn, suður af borginni Lyon,
sem teygir sig langleiðina niður til
Miðjarðarhafsins, sé álíka mikil-
vægur franskri rauðvínsframleiðslu
og Loire er hvítvínsframleiðslu, hafa
Rhone-vínin aldrei náð almennilegri
fótfestu á íslandi. Vissulega þekkja
flestir nöfn á borð við Chateauneuf-
du-Pape en hversu margir hafa
bragðað Cote Rotie, Gigondas,
Cornas eða Hermitage? í Frakk-
landi njóta vönduð Rhone-vín hins
vegar mikilla vinsælda ekki síst í
tengslum við hágæða matargerð.
Það ber þó að hafa hugfast að
Rhone skiptist að heita má í tvö
svæði, suður- og norðursvæði. Flest
gæðavínin koma frá norðursvæðinu
en suðursvæðið einkennist fyrst og
fremst af ódýrari magnframleiðslu
þó svo að undantekningar séu vissu-
lega á því og má nefna Chateaune-
uf-du-Pape í því sambandi.
Michel Jaboulet, markaðsstjóri
fyrirtækisins Paul Jaboulet Ainé,
var staddur hér á landi fyrir
skömmu og kynnti hluta af fram-
leiðslu fyrirtækisins.
Paui Jaboulet Ainé er ljölskyldu-
fyrirtæki, sem ræktað hefur vín frá
árinu 1834, og er me_ð þeim virtari
í Rhone-héraðinu. Á íjölskyldan
stórar ekrur á öllum bestu svæðum
Rhone-héraðsins.
Chateauneuf-du-Pape „Les
Cedres" frá Jaboulet hefur verið
fáanlegur hér á landi um árabil og
til skamms tíma einnig Paralélle 45
sem er Cote de Rhone-vín fyrirtæk-
isins. Chateauneuf-vínið, sem nú er
selt hér á landi, er frá árinu 1990,
sem var frábært ár í Rhone. Paral-
élle 45 hefur nú hins vegar því
miður horfið af aðallista ÁTVR. Þá
hefur á sérlista verið fáanlegt
Hermitage La Chapelle 1987. Árið
er ekki stórt en á móti hefur vínið
nú þegar náð þeim þroska, sem það
mun líklega ná, og er því tilvalið
til neyslu. Ólíkt flestum öðrum
Rhone-vínum, sem eru blönduð
(Chateauneuf-du-Pape stundum
úr allt að þrettán þrúgutegundum)
byggja Hermitage einungis á bestu
þrúgu Rhone-dalsins: Syrah.
Michel Jaboulet sagðist vonast
til að með breytingum á sölukerfi
ÁTVR yrði hægt að bjóða upp á
fleiri tegundir frá fyrirtækinu. „Vín
okkar hafa notið mikilla vinsælda
um öll Norðurlönd og þá ekki síst
vínið Crozes Hermitage."
Það sem að hans mati hefur helst
háð Rhone-vínunum á alþjóðamark-
aði er hin slæma ímynd Cote de
Rhone-vína enda voru gæði þeirra
lengi vel fremur léleg. Fyrir um tíu
árum segir hann framleiðendur hins
vegar hafa tekið sér tak í gæðamál-
um, ekki síst varðandi ódýrari vínin,
og nú fari eftirspurnin stöðugt vax-
andi. Það var líka mikil lyftistöng
fyrir Rhone-vínin er hin frægi
bandaríski víngagnrýnandi Robert
Parker byijaði að lofsyngja þau,
ekki síst Cote Rotie.
„Möguleikar Rhone-héraðsins
eru mjög miklir. Hvergi í heiminum
er aðstæður betri fyrir ræktun
Syrah-þrúgunnar. Þó svo að Ástr-
alir noti Syra (Shiraz) í mjög mikl-
um mæli þá munu þeir aldrei ná
sama árangri og við.“
i
i
i
íi
í
\í
t
í
v;
i
i
I
I
i
4
i
i
c
i
I
i
i
i
I
I
I
I
í.
Á