Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. APRIL 1994 B 19 ) } Stórvirki Richards Wagners flutt í fyrsta skipti hér á landi Nifhingahringurinn fluttur í Þjóðleikhúsinu Hjartans þakkir fyrir gjafir og góðar kveðjur á áttrœÖisafmœli mínu 1. apríl. Guð blessi ykkur kœru vinir. Páll Pálsson, Espigerði 4, Reykjavík. LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík hefst 27. maí nk. með frumsýningu í Þjóðleikhúsinu á sérstakri útgáfu af meistaraverki Richard Wagn- ers, Niflungahringnum, sem nýtur sérstakrar handleiðslu og sam- þykkis sonarsonar Wagners. Um er að ræða eins kvölds sýningu, þar sem valin atriði úr Hringóper- unum fjórum verða sviðsett og skeytt saman með tengitextum eftir Þorstein Gylfason. Nokkur áhersla er lögð á íslenskan bak- grunn verksins, en Richard Wagn- er studdist mjög við íslenskar fornbókmenntir við gerð Nifl- ungahringsins. Bæði söguefni og helstu persónur Hringsins munu koma þeim íslendingum kunnug- lega fyrir sjónir sem vel eru heima í Snorra-Eddu, Eddukvæðum og Völsungasögu. Söguefni og tónlist Niflungaþringsins mynda órjúf- andi heild. Fimm aðilar hafa tekið höndum saman um þessa viðamiklu uppsetn- ingu; Listahátíð í Reykjavík, Sinfón- íuhljómsveit íslands, íslenska óp- eran, Þjóðleikhúsið og Wagnerhátíð- in í Bayreuth, en einnig koma lista- menn og framkvæmdaaðilar þeim ótengdir að uppsetningunni. Helsta stórvirki tónbókmennta Án þess að á nokkurn sé hallað má fullyrða að Niflungahringurinn er stærsta og viðamesta tónverk vestrænna tónbókmennta. Richard Wagner glímdi í 28 ár við að semja verkið sem samanstendur af fjórum óperum; Rínargullinu, Valkyrjunni, Siegfried eða Sigurði Fáfnisbana og Ragnarökum. Flutningur óperanna í heild tekur um 15 klukkustundir. Allt frá því að Niflungahringurinn var frumsýndur við opnun hátíðaleik- hússins í Bayreuth 1876, hefur hann verið sýndur um allan heim. Öll stærri óperuhús hafa hann á efnis- skrá sinni með reglulegu millibili, minni hús hafa einnig getað sett hann upp með smækkaðri hljómsveit- argerð. „Á 100 ára frumsýningaraf- mæli Hringsins 1976 var gerð sér- stök hátíðaruppfærsla verksins í Bayreuth undir stjórn Frakkanna Patrice Chéreau og Pierre Boulez. Sú uppfærsla, sem náði miklum vin- sældum hefur verið sýnd í sjónvarpi um allan heim og átt mikinn þátt í að færa verkið nær almenningi og eyða fordómum um óaðgengileika þess,“ ségir í kynningu aðstandanda. „Það er ekki síst vegna hins ríka þáttar íslenskra fornbókmennta í meistaraverki Wagners sem ákveðið var að leggja út í þetta stórbrotna viðfangsefni. Engin meðhöndlun bókmenntaarfs okkar hefur vakið jafn mikla athygli og komið jafn víða við og útfærsla Wagners. Það má segja að íslenskir fræðimenn hafí verið full hógværir í að gera tilkall til heiðursins, því allt of oft er í er- lendum fræðiritum vitnað til norr- æns, eða „norse“ bakgrunns, þar sem réttara væri að tala um íslenskan bakgrunn. Snorri Sturluson kemur engu að síður við sögu í flestum al- varlegri fræðibókum um Wagner og Niflungahringinn. Sá útbreiddi mis- skilningur að Wagner hafi einkum stuðst við hið þýska Niflungaljóð við samningu verksins er ekki á rökum reistur. Það var ekki fyrr en Wagner komst í íslensku útgáfurnar af þessu samgermanska yrkisefni, sem skrið- ur komst á tilurð Niflungahringsins," segir Valgarður Egilsson, formaður Listahátíðar. Hugmyndin kemur frá Wagner Hugmyndin að þessari sérstæðu uppfærslu kemur frá sonarsyni tón- skáldsins Wolfgangs Wagner sem er mikils virtur leikstjóri og stjórnandi Wagnerhátiðarinnar í Bayeruth í Þýskalandi. Wolfgang Wagner þáði boð Listahátíðar að koma hingað til lands í ársbyrjun 1993. Frá þeim tíma hefur hann haft yfirumsjón með þróun verksins, bæði hvað snertir val atriða sem sýnd verða og val lista- Morgunblaðið/Kristinn SAMLESTUR á þáttum úr Niflungahringnum var í íslensku óperunni í vikunni. Hér ræðast við Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri, Sigurjón Jóhannesson, leikmynda- og búningahönnuður, Þorsteinn Gylfason, höfundur tengitexta, og Ólöf Kolbrún Harðardóttir, óperustjóri. SIGRÚN Hjálmtýsdóttir, sem syngur hlutverk valkyrju, Friggjar og skógarfugls, Elsa Waage, sem syngur hlutverk valkyrju og Erdu og Ingveldur Yr Jónsdóttir, sem syngur hlutverk valkyrju og Rínardótt- ur, ræða saman á samlestrinum. manna. Valgarður segir að Wolfgang Wagner hafi verið sérstakt hugðar- efni að uppfærsla Hringsins yrði „ís- lensk“, að Islendingar tækjust á við mótun og flutning verksins að svo miklu leyti sem því væri við komið. „Tilraunir til að sýna Niflungahring- inn á einu kvöldi eiga sér nánast engin fordæmi nema í formi konsert- uppfærslu. Það hefur því vakið mikla athygli erlendis að Wolfang Wagner skuli vera upphafsmaður þessarar styttu gerðar sem hér verður sýnd. Ljóst er að mikill áhugi er erlendis á að koma á sýninguna og hefur hún þegar verið kynnt í nokkrum erlend- um óperutímaritum sem sýnir vel áhugann ytra,“ segir Valgarður. Einsöngvarar í sýningunni eru 18, sem skipta með sér 30 hlutverkum sýningarinnar. Auk þess taka þátt í uppfærslunni kór íslensku óperunnar og Sinfóníuhljómsveit Islands. Sýn- ingar verða 5 talsins. Uppselt hefur verið á a\\ar sýningarnar \ vetur. -s Enn eru nokkur sæti iaus \ apríl og maí. Missið ekki af ipes&ari frábæru skemmtun. Pantanir í eíma 91-29900 ðértilboð á gistingu. lofar góðu! Við saumum samræmd föt fyrir söngfólk í karlakórum og blönduðum kórum. Framundan er stórafmæli lýðveldisins þar sem mikil þörf verður fyrir söngkóra af öllum gerðum. Aðeins tveir mánuðir eru til stefnu og er því ekki til setunnar boðið. Við bjóðum ykkur þjónustu íslensks fagfólks, hönnuða, klæðskera og saumafólks. Fyrsta flokks efni og snið. Munið að eitt starf í iðnaði býr til tvö í þjónustu. Nú er að standa saman og velja íslenskt - já takk! Opiö alla virka dagafrákl. 9-18, lauqardaqa kl. 10-14. Póstsendum umalltland Nýbýlavegi 4 (Dalbrekkumegin), Kópavogi, SAUMASTOFA-HEILDVERSIUN ' ; A r O f\ milUUðatausvidshipti Simi 45800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.