Morgunblaðið - 10.04.1994, Síða 24

Morgunblaðið - 10.04.1994, Síða 24
24 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. APRIL 1994 BLÁR TROIS COULEURS BLEU |l GlftlNA ÍJÓNH) | BesUi mvmiiri á kvikmyii- (iairátíftínurri'vm'yimii. Julinttv iiimn iit' lu'sln luikkunntl Ný mynd frá Krzysztof Kieslowski (Tvöfalt líf Veróniku) með Juliette Binoche og var hún valin besta leikkonan á hátíðinni í Feneyjum og hlaut einnig frönsku Cesar verðlaunin. Tónsmiðinn Zbigniew Preisner þekkjum við úr Veróniku. Sýnd kl. 7, 9 og 11 Frá Bernardo Bertolucci leikstjóra Siðasta keisarans kemur nú spánný og mikilfengleg stórmynd sem einnig gerist í hinu mikla austri. Búddamunkar fara til Bandaríkjanna og finna smástrák sem þeir telja Búdda endurborinn. Guttinn fer með þeim til Flimalaejafjallanna og verður vitni að stórbrotnum atburðum. AÐALHLUTV.: KEANU REEVES, BRIDGET FONDA OG CHRIS ISAAK. Sýnd kl. 5 og 9. / NAFNI FÖÐUR/NS LIF MITT FRÁ HÖFUNDUM GHOST ***★ A.l. MBL **** H.H. PRESSAN ***í Ö.M. TÍMINN LI/MITT nirk kirk Ó.H.T. Ó.H.T. RÁS 2 RÁS 2 BESTA MYND BESTILEIKSTJORI BESTA HANDRIT ^ BESTA FRUMSAMDA TÓNLISTV i BESTA KVIKMYNDATAKA * BESTA KLIPPING BESTA SCItINDLTRSÍIST LEIKMYNDAHÖNNUN Leikstjóri Steven Spielberg Bönnuð innan 16 ára. Miðaverð 600 kr. 195 mín Sýnd kl. 5 og 9 Newton fjölskyldan er að fara í hundana! Krummarnir Vanrækt vor „Bráðskemmtileg mynd um endur- fundi gamalla skólafélaga" SV MBL. Sýnd sunnud. kl. 3, lokasýning. I OK Skemmtileg barnamynd með íslensku tali. Sýnd sunnud. kl. 3. ADDAMS FJÖLSKYLDUGILDIN Sýnd sunnud. kl. 3. ALLRA SÍÐ. SÝN. JURASSIC PARK Sýnd sunnud. kl. 2.50. ALLRA SÍÐ. SÝN. „Tilfinnincjasöm og fyndin til skiptis, mörg atriðin bráðgóð og vel leikin... Tæknin er óvenjuleg og gengur upp" Ó.H.T. Rás 2. Sýnd kl. 5 og 9. HVAR ER BOBBY FISCHER? L I TL / B Ú D DjA H; IN THE NAME OF THE FATHER Sýnd kl. 5, 9 og 11.10. Bönnuð innan 14 ára. Háskólabíó STÆRSTA BIOIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. HASKOLABIO SÍMI 22140 sérfivert andartafí viðbót er eiííft... Hver man ekki eftir einni vinsælustu fjölskyldumynd seinni ára, Beethoven. Nú er framhaldið komið og fjölskyldan hefur stækkað. Beethoven er frábær grínmynd sem öll fjölskyldan hefur gaman af. Aðalhlutverk Charles Grodin, Bonnie Hunt. Sýnd kl. 3, 5 og 7.15 Mánudag kl. 5 og 7.15. Baráttan við náttúruöflin Kirkjubæjarldaustri. LANDGRÆÐSLA ríkisins og Landgræðslufélag Skaftárhrepps geng- ust 26. mars sl. fyrir ráðstefnu sem bar yfirskriftina: Baráttan við náttúruöflin. Til hennar var einkum boðað til þess að ræða þá ógn sem héraðinu, þ.e. Skaftárhreppi, stendur af framburði árinnar Skaftá. Bæði í Eldhrauni og á Lakasvæðinu er gífurleg gróðureyðing sem einkum er orðin vegna Skaftárhlaupa. Á seinni árum hafa kom- ið hlaup í ána að meðaltali annað hvert ár, mikið magn jarðvegs berst þá fram og á svæðum þar sem áin rennur á litlum halla hækk- ar árfarvegurinn og hún flæmist sífellt víðar um svæðið og skilur eftir sand sem síðan herjar á viðkvæma gróðurþekju svo gróðureyð- ing blasir við allt of víða. Ráðherra tilkynnti nefndarskipan Ráðstefnan hófst með því að gest- ir hlýddu á tónlistarflutning fimm nemenda tónlistarskólans á Kirkju- bæjarklaustri en að því búhu setti samgöngu- og landbúnaðarráð- herra, Halldór Blöndal, ráðstefnuna. Eitt af því sem kom fram í hans ræðu var það að skipuð hefur verið nefnd á vegum ráðuneytisíns sem hefur það markmið að finna leiðir til að hemja Skaftá í farvegi sínum og gera áætlanir um kostnað og framkvæmd þess verks. Nefndar- menn eru Jón Birgir Jónsson, frá Vegagerð ríkisins, Sveinn Runólfs- son, landgræðslustjóri, Steingrímur Ingvarsson, umdæmisverkfræðing- ur Vegagerðar á Suðurlandi, Jóhann Már Magnússon frá Landsvirkjun, Árni Jón Elíasson, form. Land- græðslufélags Skaftárhrepps og Bjami Jón Matthíasson, oddviti. Undirbúningur hefur staðið yfir vegna þessa verkefnis í samvinnu Landgræðslu, Orkustofnunar, Rannsóknarstofnunar iandbúnaðar- ins, Vegagerðar ríkisins og Skaftár- hrepps og rakti Árni Jón Elíasson þann aðdraganda og gerði einnig grein fyrir nýstofnuðu Land- græðslufélagi Skaftárhrepps en segja má að eitt fyrsta verkefni þcsfii félags-'té tífthlití/ Váðstefnar).: Kom fram í máli hans að rætt hefur verið um að Skaftárhreppur gæti verið góður vettvangur vegna náms tengdu landgræðslu eins og talað hefur verið um í tengslum við Háskóla íslands. Landgræðsluáætlun Egill Jónsson, alþingismaður, gerði grein fyrir Fagráði landbúnað- arins, en gert er ráð fyrir að það sé virkur þátttakandi í landgræðslu- starfí bæði í tengslum við Land- græðslu ríkisins og ekki síður íbúa landsins. Fagráðið er skipað fulltrú- um stjórnvalda og formaður þess er jafnframt formaður landbúnaðar- nefndar Alþingis. Unnið er að gerð landgræðsluáætlunar á vegum Fagráðsins og áætlað að leggja hana fyrir næsta þing. í máli Sveins Runólfssonar, land- græðslustjóra, kom fram að nátt- úruöflin hafa lengi ógnað svæðinu, þ.e. Skaftárhreppi, og nefndi þar til Kötlu og Skaftá. Landgræðslan (áð- ur Sandgræðsian) hef'ur sáð í 16 svæði í héraðinu á undanförnum áratugum og stuðlað þannig að því að halda svæðum í byggð t.d. Meðal- landi. Landgræðslan hefur síðan tekið virkan þátt í áðurnefndu sam- starfí aðila vegna ógnunar af Skaft- árhlaupum. Hann gerði grein fyrir því hvað fælist í „landgræðsluáætl- un“ en þar væri um all víðtækan málaflokk að. ræða, t.d. að stöðva hraðfara gróðöröýðifi^ú',' vníná ‘ að' gróðurvernd, sjá til þess að sjálfbær landnýting eigí sér stað o.fl. Fjarkönnunargögn — kortagerð Næstur á mælendaskrá var Ágúst Guðmundsson forstjóri Landmæl- inga ríkisins. Hann gerðj grein fyrir notkun fjarkönnunargagna og störf- um Landmælinga Islands. Sýndi hann fjölmargar myndir máli sínu til stuðnings, afar athyglisverðar. Hvatti hann bændur mjög til að nota sér 'nýja tækni eins og gerð túnkorta. Þá nefndi hann að ábóta- vant væri örnefndaskráningu víða um land og vinna við hana gæti þýtt allt að 60-70 ársstörf ef vel ætti að vera. Síðastur frummælenda fyrir há- degisverð var svo Olafur Arnalds sem ræddi um kortlagningu jarð- vegseyðingar. Hann sýndi hvernig kort væru gerð og síðan nýtt til að takast á við vandann hvað varðar gróðureyðingu. Heildaryfirlit af rof- inu í landinu hefði vantað, enda deilt um hvar rof væru. Þá minntist hann á að Landgræðsla ríkisins hefur framsal á framleiðslurétti jarða og einnig að ekki væri hægt að tala um vistvæna framleiðslu á svoköll- uðum „eyðingarsvæðum". Hann benti einnig á mikilvægi þess að vernda svæði eins og gamburmosann í Eldhrauni sem er merkilegt fyrir- bæri gróðurs sem laðar að ferða- menn og í héraði eins og Skaftár- hreppi þar sem ferðaþjónusta er mikil og stendur framarlega í sam- anburði við marga aðra staði á land- inu. Auðlegð Skaftárhrepps liggur ekki síst í náttúrufyrirbærum eins og hrauninu. Helköld hlaup og milljónir tonna af mori Eftir hlé hóf umræðuna Páll Ims- land frá Raunvísindastofnun Há- skólans og nefndi erindi sitt „Skaftá — Helköld hlaup og milljónir tonna af mori“. Hann ræddi um Skaftá sem upp- sprettu setfoks (sandfoks) og leiðir til þess að stöðva það. Hann gerði grein fyrir stærð árinnar miðað við aðrar íslenskar ár og ekki síst afar miklum framburði hennar í hlaup- um. Mælingar hófust á Skaftár- hlaupum árið 1955 og frá þeim tíma því hægt að fylgjast vel með þlaup- um í ánni. Við Sveinstind hefur t.d. verið mælt grugg í ánni í hlaupum og erþað allt frá 3-8,8 tonn á sek. I fjórum síðustu hlaupum er áætlað að 13 milljónir tonna af gruggi hafí borist með vatninu. Skaftá rennur á ákveðnum stöðum á flatlendi þar sem hún breiðir úr sér og þar eru fokstaðirnir. Hugmyndir að því að hemja Skaftá taldi hann vera þær í fyrsta lagi að „stokka" ána, í öðru lagi veita henni í Langasjó, sem virkaði þá sem miðlunarlön í hlaup- um, og í þriðja lagi minntist hann á að ef til vill mundi Tungnárjökull sjá um að breyta farvegi árinnar ef hann hlypi fram eins og Síðujök- ull gerir nú. Bendir raunar allt til þess að slíkt geti gerst á næstu árum. Kristinn Einarsson og Freysteinn Sigurðsson gerðu grein fyrir vinnu Orkustofnunar varðandi Skaftá, annars vegar mælakerfi sem notað er til að mæla rennsli og hins vegar mælingum á grunnvatni í byggð og nauðsynlegt að rannsaka þann þátt vel áður en einhveijar framkvæmdir yrðu hafnar við Skaftá. Talið er að í lækjum undan Eld- hrauni sé e.t.v. aðeins 40% vatnsins úr lindum en annað úr Skaftá. Rannsóknir á'þessum þættisstanda nú yfir en efnasamsetning vatnsins er það mismunandi að hægt á að vera að greina hvaðan vatnið kem- ur. Fyrirhleðslur hét næsta erindi sem Steingrímur Ingvarsson flutti. Þar sagði hann frá þætti Vegagerð- ar ríkisins varðandi fyrirhleðslur en á hvetju ári er varið um 20-25 milljónum til þeirra framkvæmda. Umhverfismat Þá rakti Stefán Benediktsson hvað umhverfísmat væri, en lög um umhverfísmat hafa verið samþykkt og koma til framkvæmda 1. maí 1994. Taldi hann að slík lög mundu auka vitund manna til að skoða alla þætti síns umhverfis og í flestum löndum Evrópu, Bandaríkjunum og fjölmörgum öðrum löndum hafa slík lög þegar tekið gildi. Hann gerði líka grein fyrir Land- græðslufélagi Öræfinga en það var fyrsta félagið sinnar tegundar hér á landi, stofnað 1. nóvember 1992. Síðastur frummælenda var Er- lendur Björnsson, bóndi í Seglbúð- um. Hóf hann erindi sitt á flutn- ingi tveggja vísna sem taldar eru eftir Björn í Sauðlauksdal. Á Björn að hafa ort þær eftir mikinn sand- byl árið 1763 svo lengi hafa menn barist við sandinn svipað og nú. Hann taldi afar mikilvægt að allir aðilar sem um mál eiga að fjalla vinni saman svipað og nú er gert við Skaftá og vænti góðs af því starfi. Að lokum voru almennar fyrir- spurnir og umræður en að síðustu sleit Jón Helgason, alþingismaður, ráðstefnunni. Ráðstefnuna sátu milli 60 og 70 manns og var þetta fyrsta framtak Landgræðslufélags- ins í samvinnu við Landgræðslu rík- isins því vel heppnað og vænta menn þess að aukin þekking og rannsóknir á framgangi Skaftár verði til þess að innan fárra ára verði dæminu snúið við og í stað gróðureyðingar eins og er í dag verði ekki aðeins gróðurvernd held- ut éinnig uppgriöeðsla. /s - H.S.H.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.