Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 12
12 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. APRIL 1994
MEXIKÓ
Tulum á Yucatán-skaga. Maya-wmenjar, hvítur sandur Eldhús í fátæku fjallaþorpi í Guerrero.
og tær sjór.
Sólsetur við Karíbahafið.
Fjölbreytni
andstæðii
óræðni
eftir Sigurð Hjartarson
VÍÐFÖRULL kunningi minn sagði mér eitt sinn að Mexíkó væri ein-
stakt og óviðjafnanlegt. Hvergi væri að finna sambærilega fjölbreytni
í náttúru og mannlífi, hvergi væru andstæðurnar jafn skarpar. Ára-
löng kynni mín af landi og þjóð hafa stutt þessa staðhæfingu. Því
lengri og nánari sem kynnin verða þeim mun áhugaverðara verður
viðfangsefnið. Þótt vaxandi kynni veiti mörg svör þá fjölgar aðeins
spurningunum. Því má segja að Mexíkó sé eins og draumsýn, eins
og óræðar og endalausar hillingar, þar sem eitthvað óvænt bíður
manns ávallt á næsta leiti. Land og þjóð verða því sífellt meira spenn-
andi.
mayanna í Chiapas á þessu ári.
Hlutur innfæddra hefur lítt eða
ekki skánað í aldanna rás. Það
helsta sem hefur breyst er frétta-
flutningurinn. Alþýða manna, hvort
heldur indíánsk eða mestízk (kyn-
blönduð), býr víða í landinu við of-
ríki, kúgun og arðrán spilltra
hreppakónga og opinberra starfs-
manna, sem iðka sömu stjórnar-
hætti og þróuðust í landinu á 16.
öld. Þar sem Vr, hlutar allrar þjóðar-
innar eru kynblendingar eru það
ekki einungis indíánasamfélögin
sem búa við misrétti og áþján. Þetta
á við um alþýðu manna, einkum í
dreifbýlinu. Hin fámenna hvíta yfir-
stétt hefur enn afar sterk ítök í
samfélaginu þótt ekki sé það jafná-
berandi og fyrr, þar sem stórir hóp-
ar mestíza hafa auðgast verulega
og komist til áhrifa í þjóðlífinu.
Fordómar og kúgun í samfélaginu
stafa því miklu fremur af efnaleg-
um mismun en kynþáttalegum.
Lýðræðisþróun, eins og við
þekkjum hana í Evrópu síðustu 100
árin eða svo, hefur lítt fest rætur
í Mexíkó. í okkar heimshluta hefur
réttur minnihlutahópa og þeirra
sem höllum fæti standa verið
tryggður eða bættur verulega.
Þetta hefur ekki gerst í sama mæli
í Mexíkó og má skýra það á marg-
an hátt. Ein hindrunin á vegi þess-
arar þróunar er hið öfluga eins
flokks kerfi sem haldist hefur í land-
inu í rúma sex áratugi. I skjóli
PRI-flokksins hefur þróast spilling
og valdníðsla sem öðru fremur hef-
exíkó er 19
sinnum
stærra en
ísland. Það
er 13.
stærsta ríki
heims og
það 11. fjöl-
mennasta með um 90 milljónir íbúa.
í landinu blasa við hrikalegar fjall-
akeðjur með snævikrýndum tind-
um, víðáttumiklir hitabeltisregn-
skógar, eyðimerkur og þurrar gresj-
ur, fijósamar sléttur og endalausar,
hvítar sandstrendur. Landið býr
yfir feykilegum náttúruauði. Frá
16. öld hefur Mexíkó verið stærsti
silfurframleiðandi heims og nú er
það í hópi mestu olíuframleiðenda
veraldar. Með öruggum aðgangi að
vatni má þarna rækta allar heims-
ins jurtir. Fjölbreytni í náttúrunni
er því óendanleg í augum gestsins.
Þó að landið sé síbreytilegt og
heillandi er þjóðin ennþá marg-
breytilegri. í Mexíkó búa enn indí-
ánaþjóðir og ættbálkar sem tala 56
tungur, sem margar hveijar virðast
ekkert skyldar innbyrðis. Þó að
spænskan sé hið opinbera mál og
töluð af flestum eru enn milljónir
manna sem tala „nahuátl", hið
forna mál aztekanna, og „maya-
mál“. Nokkur indíánamál eru hins
vegar að deyja út og hverfa í
kraumandi deiglu hins opna nú-
tímasamfélags.
Menning og saga
Saga Mexíkó er saga átaka og
spennu. Þegar Spánveijar komu til
landsins snemma á 16. öld höfðu
innfæddir búið í landinu í tugi þús-
unda ára. Þarna risu og hnigu
menningarþjóðir og ríki og settu
óafmáanlegt mark sitt á landið.
Mexíkómenn geta státað sig af 40
Sandur, sjór og sól í Cancún.
Frá indíánamarkaðnum í San Cristóbal,
Chiapas.
Ríkisháskólinn í Mexíkóborg. Myndverk
eftir Siqueros.
alda samfelldri listasögu, líklega
lengri en nokkur þjóð önnur að
Kínveijum einum frátölduin. Sagt
er að í Mexíkó séu tíu þúsund stað-
ir þar sem finna megi fornminjar,
sumar ærið tröllvaxnar. Inn í Chol-
ula-pýramíðann einan mætti koma
öllum fornminjum Egyptalands. Sá
sem heimsækir trúarmiðstöðvarnar
í Teotihuacán og Teotenango í ná-
grenni Mexíkóborgar undrast þau
firnalegu mannvirki sem innfæddir
reistu fyrir 1500-2500 árum. Ma-
ya-menjarnar í suðurhluta landsins
eiga ekki sinn líka og vekja aðdáun
og lotningu. Menn hafa löngum
furðað sig á stærð og fjölda þeirra
mannvirkja sem innfæddir hafa
skilið eftir sig. Meginskýr-
ingin virðist einföld. í land-
inu lifðu akuryrkjuþjóðir
sem byggðu tilveru sína á
þrautræktun maísplönt-
unnar, en hún gaf þeim svo
ríkulega uppskeru að losa
mátti auðveldlega um
vinnuafl til að sinna öðru
en mataröflun.
Hin fijóa listsköpun inn-
fæddra lifði af hernám
Spánveija á 16. öld og sést
afar skýrt í yfirskreyttum
barokkkirkjum nýlendu-
tímans og enn í dag í ein-
stæðri byggingarlist sam-
tímans, t.d. í mósaíklögð-
um byggingum hins opin-
bera.
Það eru ekki aðeins hin-
ar trúarlegu og veraldlegu
byggingar, fornar og nýjar, sem
heilla gestinn, það gerir ekki síður
hin ótrúlega fjölbreytta alþýðulist
innfæddra um gjörvallt landið.
Með komu Cortes til Mexíkó árið
1519 verða þáttaskil í sögu lands-
ins. Spánveijarnir gerast herrar og
aðalmótendur hins nýja samfélags
og innfæddir verða undirstétt í eig-
in landi. Saga síðustu fimm alda
hefur því verið saga arðráns og
kúgunar, saga átaka, ólgu og ótrú-
legrar geijunar. í Mexíkó verður
til ný þjóð, þjóð 500 ára kyn- og
menningarblöndunar. Ef til vill er
það einmitt þessi blöndun sem ger-
ir Mexíkó samtímans svo órætt og
heillandi. Þessi 500 ára sköpunar-
saga hefur fætt af sér samfélag sem
er engu líkt. Það er ólýsanlega
spennandi að virða fyrir sér þá
mannlífsdeiglu sem við blasir, þar
sem gjörólíkir kynþættir, fram-
leiðsluþættir, menning og trúar-
brögð hafa blandast saman, oftast
með miklum átökum, í eina heild
sem við köllum Mexíkó samtímans.
Menningarblöndunin birtist alls
staðar, í byggingum og öðrum sjón-
listum, í hinni furðulegu kaþólsku
sem iðkuð er í landinu og kemur
okkur Evrópubúum oft afar undar-
lega fyrir sjónir, í seiðandi tónlist
og dansi landsmanna, í dulúðlegum
bókmenntum þeirra og síðast en
ekki síst í einstakri og ómótstæði-
legri matargerð þeirra.
Þjóöin
Menningarblönduninni og blóð-
ugri átakasögu milli kynþáttanna í
landinu er eflaust ekki lokið. Telja
má að nú séu 80-85% þjóðarinnar
einhvers konar kynblendingar
hvítra og innfæddra. Enda þótt
kynþáttafordómar eins og við
þekkjum þá hér á norðurslóðum
finnist varla í Mexíkó, þá eru for-
dómar milli kynþátta vissulega til
staðar í landinu. Þó indíánsk list
og menning sé víða virt og lofuð
búa afskekkt indíánasamfélög enn
við kúgun og skipulegt arðrán.
Samfélög innfæddra hafa víða verið
svipt landi sínu og sjálfsbjargar-
kostum og eru enn ofurseld duttl-
ungum ágjarnra héraðshöfðingja,
eins og best sést í uppreisnum