Morgunblaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MAI 1994 B 5 inn á blað ásamt því hve rétt er svarað. Arangurinn er svo teiknað- ur upp í línurit og það er verulega gaman að sjá framfarirnar. Þessi góði árangur byggist á dugnaði og iðni nemendanna og ekki spillir hið góða umhverfi og atlæti sem for- ráðamenn námskeiðsins hafa séð okkur fyrir. Þess má geta að þetta námskeið er frábrugðið þeim sem ég hef verið með í Iðnskólanum þann veg að ég hef bætt inn í nokk- urri kennslu í stafsetningu." Hvað skyldi vel læs maður lesa mörg orð á mínútu? „Hann les um 300 orð á mínútu. Þegar fólk er komið upp í þann hraða er lítið mál að auka hann upp í 1.000 orð á mínútu. Á þessu nám- skeiði eru sjónrninni og einbeiting- arhæfileiki þjálfuð og æfingarnar þyngdar eftir því sem á líður. Þetta er fyrst og fremst lestur. Menn eru í að minnsta kosti klukkutíma á dag í fjórar vikur að reyna að lesa eins hratt og þeir mögulega geta og með eins mikilli einbeitingu og unnt er. Þetta þjálfar heilann. Ég held að það sé með lestur eins og sport, það þarf að halda þessu við. Aukinn leshraði verður í upphafi á kostnað skilningsins en svo eykst skilning- urinn. Auðvitað lés maður mishratt texta, eftir því hvers eðlis hann er. Það er ekki sama hvort lesin er þjóðsaga eða jarðfræðitexti. Við mælingu leshraða er átt við meðal- þungan texta.“ Hefur komið til þín nánast ólæst fólk sem þú hefur kennt að lesa? „Já, en enginn á þessu námskeiði var þannig á vegi staddur. Þetta fólk var allt læst og sumir vel læs- ir. En ég fékk á eitt námskeiðið í Sagt frá lestr- arnámskeiði sem Menningar- og fræðslusam- band alþýðu hélt fyrirskömmu í samvinnu við Lestrarmiðstöð Kennarahá- skólans Iðnskólanum nemanda sem las 40 orð á mínútu þegar hann byijaði. Hann var tíu mínútur að lesa niður eina A-fjögur blaðsíðu, sem þýðir að hann var nánast ólæs. Það þurfti aðeins að „sparka í rassinn“ honum. Eftir tvær vikur var hann kominn upp í 120 orð og það var eitthvað það skemmtilegasta sem ég hef lent í á tæplega 30 ára kennaraferli að sjá hvernig réttist úr honum, loks- ins gat hann eins og aðrir. Hins vegar var auðvitað mikið gat í hans menntun, þó nokkuð mörg ár voru farin í tóma vitleysu. Margir krakk- ar draga úr lestri á unglingsárum. Þau læra að lesa í barnaskóla og lesa vel fram undir 12 ára, eftir það fara margir að gera annað og þá detta þeir úr þjálfun. Skortir æfingu Það er greinilegt með mjög marga krakka sem við höfum verið með á svona námskeiðum að þau skortir bara æfingu. Það skortir ekkert upp á greind eða skilning heldur æfingu í lestri. Lesblindir menn hafa komið á þessi námskeið og þeim hefur farið fram en ég er hins vegar ekki sérlærður til þess að takast á við þann vanda. Öllum sem verið hafa á lestrarnámskeið- um hefur farið verulega fram. í sumarskólanum í Iðnskólanum sem fyrirhugað er fyrir atvinnulaus ung- menni ætlum við að láta alla fara í gegnum þetta námskeið. Einnig er áhugi fyrir öðru svona lestrar- námskeiði eins og MFA og Kenn- araháskólinn hafa hér staðið fyrir. Þetta gagnast öllum, bætir sjálfs- mynd manna og getur sannarlega bætt kjör þeirra. Þessi námskeið eru það sem ég hef fengið mest út úr í öll þau ár sem ég hef kennt. Við höfum ákveðið í Iðnskólanum að allir nýnemar sem setjast þar í íslenskunám taki þetta fjögra vikna námskeið og ég sé fyrir mér að fleiri skólar geri þetta fljótlega. Tölur sýna að fjórði til fimmti hver maður á í basli með lestur, þessu er ekki hægt að horfa framhjá.“ 1 £ 1 Reiðskólinn Hrauni Grímsnesi Reiðskóli fyrir 10-15 ára unglinga {(4éz=$)) 9 daga námskeið með fullu fæði Verð kr. 25.800,- Reiðskólinn Júní Júli Ágúst 7.-15.1 10.-18.1 4.-12.1 18.-26.1/II 20.-28.1/II 15.-23.1/III ll/lll framhaldsnemendur wmm Reiðskólinn Hrauni þar sem hestamennskan hefst! • yi|/ Ferðabær Aðalstræti 2 (Geysishús) Sími623020 Breytt símanúmer Marel hf. Þann 1. maí nk. breytast símanúmer Marel hf. sem hér segir: Marel hf. Höfóabakki 9 878000 Fax 878001 Eftir lokun skiptiborðs: ■ Framlefósludeild 878002 Skrifstofa 878003 . ■ ■ Söludeild 878004 . .; Söludeild/Deildarstjórar 878005 Tæknideild 878006 Tæknideild/Deildarstjórar 878007 Þjónustudeild 878008 ■ Fjórmálastjóri/Framlefóslustjóri 878009 Framkvæmdastjóri 878010 Vélsmibja: Beinar línur 673025, 673495 Fax 670664 GSÉmr Marel hf., Hötöabakki 9, 112 Reykjavík Sími: 91-878000 Fax: 91-878001 daglist. Af íslenskum bókmenntum hef ég helst lesið fornbókmenntirn- ar, sem raunar fjalla líka um bar- daga. Ég hef líka gaman að skrifum um fornbókmenntir okkar, bolla- leggingar um höfunda og fleira þess háttar. Hjá Guðna Kolbeins- syni höfum við helst lesið það sem hann hefur tekið saman sjálfur fyr- ir námskeiðið. Hann hefur þjálfað okkur í einbeitingu, látið okkur lesa texta og gera svo grein fyrir megin- atriðum hans eftir minni. Þetta þjálfar minnið. Reyndar hef ég allt- af verið talsvert athugull, þótt ég segi sjálfur frá. Það er nauðsynleg- ur eiginleiki í bardaglistinni. Reyndar er miklu erfiðara að slást við bækurnar en mótheija í kung fú, það tekur í það minnsta lengri tíma. Ég hef haft áhuga fyr- ir kung fú síðan ég sá mína fyrstu Bruce Lee kvikmynd. Ég fór á nám- skeið hérna heima í þessum fræðum en árið 1981 rættist draumur minn og ég komst til Ameríku og varð þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að beijast við vini sjálfrar hetjunnar, Bruce Lee. Ég er allgóður í ensku, 1 lærði hana mest af Kanasjónvarp- inu. Ég hef alltaf byggt mest á eyranu af því að ég var fremur seinn að lesa. Texta með myndum las ég t.d. ekki, heldur hlustaði ein- göngu eftir talinu. Nú get ég gert hvort tveggja.“ Ljós og harður gæðaviður: EIIKALYPTUS gegnheilt 10 mm á kr. Parket staðgreitt húsið OPIÐ FRÁ KL. 10-18 MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA Suðurlandsbraut 4a sími 685758 - mtm ■ " ' mim * i8 fcSSwR - I íS***?. -mmi, -■ I i s&t&t » •* tmm - ' essras : - ísksk . fegtgg - > ■ ,;i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.