Morgunblaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 30
30 B MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR L MAÍ 1994 4 DRAUMALAND SIFJAR BJÖRNSDÓTTUR ER ÚR MYNDASAFNINU ÓLAFUR K. MAGNÚSSON París HVAÐA land eða stað dreym- ir unga skólastúlku, sem á allt lífið fram undan til að ferð- ast, um að fá að sjá? Við rák- umst á Sif Björnsdóttur á förnum vegi og lögðum þessa spurningu fyrir hana. Draumalandið mitt er París, segir Sif Bjömsdóttir. Hún veit ekki alveg hvers vegna, en hana hefur alltaf langað til að komast til Parísar. Hún hefur einu sinni komið til Frakklands. Það var fyrir fímm árum, en þá urðu mikil flóð í Rón og um suðurhluta Frakklands, svo hún komst ekki til Parísar. Þá höfðu þau m.a. við- dvöl í Strássborg, þar sem hún sá hina frægu miðaldadómkirkju, sem hún var hrifin af. Móðursyst- ir hennar, sem býr í Sviss, keyrði þau í bíl um Suður-Frakkland, Sviss og til Ítalíu. Hún hafði sem sagt örlítil kynni af Frakklandi, sem jók áhugann á að fá meira að sjá af landinu og þá einkanlega hina frægu Parísarborg. Aðra ferð hefur hún farið til útlanda, í fyrra- sumar til Svíþjóðar. Sif dreymir sem sagt um að komast til Parísar, til að skoða mannlífið, kaffihúsin á gangstétt- unum, listasöfnin og allt sem hún hefur heyrt um að þar sé að sjá. Trúir því að París sé alveg sérstök borg, andstæð öllu sem annars staðar er að finna. Fleirum en henni hefur gengið erfiðlega að skilgreina hvers vegna þessi borg hefur svo mikið aðdráttarafl um- fram aðrar borgir. Sif er í svolítilli snertingu við listir, þótt ekki stundi hún þær sjálf. Frænka hennar er lista- konan Sjöfn Haraldsdóttir og Sif vinnur stundum við að sitja fyrir í studiói frænsku sinnar í Listhús- Sif Björnsdóttir Morgunblaðið/RAX inu. Svo hana langar til að líta aðeins á einhver galleríin í París og fá nasasjón af lífinu í þessari borg lista. ' í vetur ætlaði Sif að taka frönsku í Víðistaðaskóla, þar sem hún er nú, en ekki fengust nægi- lega margir í þann hóp, svo fella varð frönskunámið niður. Hún tekur því þýsku í vetur. Þegar draumurinn um að koma til Parísar rætist, hefur hún hug á að skoða umhverfi Parísar og ferðast um Frakklands vítt og breitt, ef tækifæri gefst. Vonandi líður ekki á löngu þar til sá draum- ur rætist. Sundstaðir Reykjavíkurborgar Sundstaðirnir hafa löngum sett mark sitt á bæjarbraginn. Fyrr á árum voru helstir sundstaða gömlu opnu laugarnar við Sundlaugaveg og svo gamla góða sundhöllin við Barónsstíg. Lög um að reist skyldi Sundhöll Reykjavíkur voru samþykkt á Alþingi árið 1928 og hófust framkvæmdir við húsið skömmu síðar. Sundhús- inu var valinn staður skammt frá fyrirhuguðum barnaskóla, Austur- bæjarskóla, með tilliti til þess að báðar byggingarnar fengju heitt vatn frá Laugaveitunni. Guðjón Samúelsson gerði uppdrætti að hús- inu, en Borgin borgaði brúsann. Vegna fjárskorts þurfti að fresta framkvæmdum um nokkur ár, en sundhöllin var fullgerð árið 1937. Fyrsta heila árið sem sundhöllin var opin voru gestir tæplega 150.000. Mestur fjöldi kom í sundhöllina 1943 er gestir voru 280.000. Setul- iðið sótti mjög í sundhöll- ina á stríðsárunum og er það skýringin á hinum mikla fjölda gesta. Gömlu sundlaugarnar voru norðan Sundlauga- vegar. Þær voru lagðar niður árið 1966, er sund- laugarnar í Laugardal opnuðu. Þeirra er getið í Ferðabók Eggerts og Bjarna árið 1772 og þá þegar var laugin notuð til baða. Sundkennsla hófst þarna vorið 1824 er Jón Þorláksson Kær- nested setti sundskóla á laggirnar, kenndi „þrjátíu sveinum og tók ein- ungis spesíu fyrir hvem pilt“ eins og ritað er. Haustið 1884 var Sund- félag Reykjavíkur stofnað og stóð það fyrir ýmsum bragarbótum á aðstöðunni... MEISTARAKOIIKARNIR ERUÓSKAR OGINGVAR NÚ ER sumarið loks komið og Djúpsteiktur því við hæfi að elda rétti sem möndlukjúklinffur minna á sumar og sól. Báðir fvrir d þessir réttir eru tiltölulega fljót- v eldaðir ef fra er talinn timmn sem fer í að marinera kjúkling- inn. Saltfiskur í kálbögglum fyrir 4 800 g kjúklingabringur, úrbeinaðar marineringarlögur: 2 msk. soya sósa 800 g útvatnaður saltfiskur, Vi tsk. sykur roðlaus 2 msk. vatn og beinlaus 1 stk. súputeningur 8 blöð kínakál eða jöklasalat 1 tsk. saxaðurferskurengifer 200 g rjómaostur 1 stk. saxað hvítlauksrif 150 g sýrður rjómi (1 lítið box) 1 tsk. estragon möndluhjúpur: 1 tsk. basil Vi tsk. vatn 1 stk. hvítlauksgeiri 1 stk. egg Vi tsk. pipar vatn og egg þeytt saman 1 stk. egg 1 bolli hakkaðar möndlur 1 bolli brauðraspur Kjúklingabringumar eru skom- ar í strimla og lagðar 1 mariner- ingarlöginn í ca 1 klst., snúið bitun- um við eftir Vi tíma. Kjúklingurinn er þá tekinn upp og þerraður, (gott að nota hreint viskastykki). Kjúkl- ingastrimlunum er þá dýft ofan í eggjahræruna og síðan velt upp í möndlunum. Að lokum er kjúkling- urinn djúpsteiktur þar til hann er orðinn gullinn. Gætið þess að olían sé orðin nógu heit því annars detta möndlurnar frekar af í steikingu. Látið olíuna dijúpa af á pappír eða stykki og berið síðan strax fram. Meðlæti: smjörsteiktur smá- laukur, t.d. perlulaukur, kartöflu- mús og soyasósa. Saltfískurinn er skorinn 1100 g sneiðar. Salatinu er dýft augnablik í sjóðandi vatn þannig að það mýk- ist. Saltfiskbitunum er pakkað inn í salatblöðin, 1 bita í hvert blað og raðað á eldfast mót. Sýrða rjóman- um og ijómaostinum er hrært sam- an og eggjunum, söxuðum hvít- lauknum og kryddinu bætt í. Þessu er síðan hellt yfír saltfískbögglana og ofnbakað við 180°C í 10-15 mínútur. Þá er brauðraspinum dreift ofan á og hækkað á ofninum upp í 200°C í ca 5 mínútur í við- bót, eða uns raspurinn er orðinn gullinn. Meðlæti: Soðnar kartöflur. ÞANNIG... NÆJ^A MENNSÉR í NÁTTÚRUSTEINA Viö sólarupprás á Jónsmessumorgun Það styttist í Jónsmessuna, sem er ævinlega seinni hluta júní. Kannski ekki beinlínis á morgun eða hinn, en samkvæmt þjóðtrúnni gefast tæki- færi á Jónsmessunótt sem ekki veitir af nokkra vikna undirbúningi ef menn vilja nýta. Umrædd tækifæri eru fágæt, á umræddri töfranótt er ekki nóg með að húsdýrin tali mannamál og döggin sé allra meina bót ef fólk veltir sér nakið upp úr henni á grænum grundum. Heldur fljóta þá upp töfrasteinar í tjörnum og stíga villtan dans á logn- skyggðum vatnsflötunum. Það er eini möguleikinn til að næla sér í slikan töfrastein. Þeir eru af ýmsum toga og hafa hina breytilegustu eigin- leika. I bók Árna Óla, „Grúsk“, eru steinar þessir nefndir náttúrusteinar. * Ibókinni stendur einnig að sumir þessara steina væru hamingjutrygging, öðrum fylgdi lækningar- máttur, aðrir fældu frá illa anda og drauga. Sumir steinar vörðu menn fyrir göldrum og einn steinn, skruggusteinn, sem féll úr lofti í þrumuveðrum, veitti eiganda sínum þann eiginleika að sjá um veröld alla. Frægastir voru óskasteinar, huliðshjálmssteinar, lausnarsteinar og lífsteinar. Steina þessa mátti að vísu finna hér og þar, en fyrir hreina slembilukku. Síðan kom upp sú trú að þeir söfnuðust saman á viss- um stöðum og best væri að sæta lagi að koma hönd- um yfir þá þar. Þessir staðir eru efst á fjallatindum í tjömum sem þar var að finna. Þetta voru helstu Qöllin: Drápuhlíðarfjall og Mælifell á Snæfellsnesi, Kofri við Álftafjörð, Baula í Borgarfirði, Herðurbreið og Tindastóll. En jafnvel þótt menn væru búnir að finna út hvar náttúrusteinarnir voru samankomnir og hvenær þeir gæfu færi á sér, þá var samt ekki vandalaust að ná þeim. Til að byija með, þá er torvelt að komast á sum Baula er eitt þeirra fjalla sem náttúrusteina er að finna á. umræddra ijalla, svo sem Tindastól, enda kemur fram í þjóðsögum Jóns Árnasonar að ekkert minna en gand- reið þurfi til að komast að tjörninni. Og þegar menn eru komnir að tjörnunum þá er tíminn naumur, því menn þurfa að standa á tjarnarbakkanum áður en sól rís og vera farnir frá henni áður en hún er komin hátt á loft, annars haldi steinarnir manni eftir og þarf þá ekki að spyrja að leikslokum. Einungis við sólarupprás nást steinarnir jafnvel þótt þeir dansi og ólmist alla nóttina. í Grúski Árna Óla segir enn fremur, að trúin á fjöllin og veiðitíma steinanna sé íslensk þjóðtrú, en trúin á steinana sjálfa sé innflutt og eigi sér rætur langt aftur í forneskju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.