Morgunblaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1994 SÖGUR AF ÁTAKASVÆÐUM Sultan fær börnin til aó mæta í skólann ÉG HITTI nýlega mann sem heitir Midhat Jasic. Hann er iðnrekandi í Tuzla í Bosníu. Fyrir stríð rak hann verksmiðju sem pakkaði sæl- gæti og alls kyns kroppfæði, kart- öfluflögum og slíku. Eins og megn- ið af atvinnurekstri í Tuzla fór verksmiðjan hans á hausinn. En Midhat er athafnamaður af guðs náð og lætur ekki einu sinni ums- átrið slá sig út af laginu. Fyrir nokkrum misserum opnaði hann verksmiðjuna aftur, að vísu í breyttri mynd, og hóf að framleiða sultu, hnetusmjör, þurrkaða ávexti, ávaxtasafa og fleira. Af- urðir hans eru ódýrar og renna út eins og heitar lummur, enda kær- komin viðbót við annars fábreytt mataræði íbúanna í Tuzla, sem misserum saman hafa nærst svo til eingöngu á brauði og baunum. Það er kannski rétt að segja að verksmiðjan hans Midhats hafi far- ið á hausinn, heldur neyddist hann til að leggja árar í bát vegna þess að lokað var fyrir alla aðdrætti. Það var eiginlega sykurinn, sem hann fær reglulega með bílalestum okkar og er ómissandi hráefni í framleiðsluna, sem gerði honum kleift að byija aftur. Plómur, jarð- arber, kirsuber, epli, hnetur og grænmeti útvega bændur í ná- grenni Tuzla og fá greitt með af- urðum verksmiðjunnar, en megn- inu af framleiðslunni er dreift í verslanir. Midhac sagði mér að í þeirri óðaverðbólgu sem fylgdi stríðinu gæti enginn keypt innfluttan mat, þó að hann væri að finna í einstök- Þorkell Diego Þorkelsson sendifull- trúi Rouöo krossins skrifar um bosnískan athafnamann ó erfiö- um tímum 3 \ ,rr- i’ W'Y í \ 8 Ift- W <.* \ </■ y ^ÍfÍÉPÍ Þorkell Diego Þorkelsson hefur verið leiðangursstjóri bílalesto Rauða krossins sem flytja hjólpargögn í Bosniu í bróðum tvö ór. „Í stríðsóstandi eru börn ekki mjög óhugasöm í skólanum. Sum viður- kenna meira að segja að þau msti aðeins þó daga sem fó samlokur með sultu og hnetusmjöri fró Rauða krossinum. lói þeim hver sem vill," segir Þorkell meðal annars í bréfi sínu. um búðum. En með góðri samvinnu við bændurna og traust aðföng frá Rauða krossinum og öðrum hjálp- arstofnunum tækist honum að halda verði afurðanna í skefjum og taka mið af kaupgetunni. Aðdrættirnir og óðaverðbólgan eru ekki einu rekstrarvandamálin sem iðjuhöldurinn í Tuzla þarf að glíma við. Hann veðrur að búa við það að lokað er fyrir rafmagnið til verksmiðjunnar fyrirvaralaust næstum því á hveijum degi og hann veit aldrei hve lengi í einu. Þann vanda leysir hann með gam- aldags kola- og viðarofnum, en eldivið skortir ekki hér í nágrenni Tuzla. Allt er skógi vaxið. Midhat fær sykurinn frá Rauða krossinum ekki ókeypis. Hann greiðir fyrir hann með hnetu- smjöri og sultu, sem dreift er í barnaskólum, á munaðarleys- ingjahælum og meðal sjúklinga á spítölum borgarinnar. Alls eru þetta um 25.000 manns, en þeim til viðbótar fá rúmlega 50 þúsund manns í Tuzla og nágrenni reglu- lega mat frá Rauða krossinum, aðallega gamalmenni og fatlaðir í heimahúsum. Ávinningurinn af samstarfi Rauða krossins við Midhac er aug- ljós. Maturinn sem við dreifum er fjölbreyttari og skjólstæðingar okkar, þeir varnarlausu í þessari stríðshijáðu borg, njóta góðs af. í verslunum fæst meira af vörum sem almenningur ræður við og kaupa og síðast en ekki síst eru verksmiðjuhjólin farin að snúast á stað þar sem nánast allt atvinnu- líf er dautt. Viðbrögð barnanna eru kannski besti mælikvarðinn á árangur þessa samstarfs við verskmiðju- eigandann. í stríðsástandi eru þau ekki mjög áhugasöm í skólanum. Sum viðurkenna meira að segja að þau mæti aðeins í skólann þá daga sem þau fá samlokur með sultu og hnetusmjöri frá Rauða krossinum. Lái þeim hver sem vill. Þegar Kim fann mömmu sína ÞETTA var 1979 þegar ástandið í Kambód- íu var hvað verst, milljónir manna fórust í herferð Rauðu kmeranna og landið allt var blóði drifíð. Hundruð þúsunda manna streymdu yfir landamærin til Thailands þar sem Rauði krossinn var með flóttamanna- búðir og sjúkraskýli. Vinnuálagið var óskap- legt, við grófum kannski hundrað manns á dag í fjöldagröfum, þar af helminginn böm undir fimm.ára aldri, og allir voru orðnir mjög trekktir. Vald á eigin tilfinningum var í lágmarki. Á kvöldin leituðum við stundum skjóls í tjaldinu, sem var notað fyrir fæðing- ardeild; þar var skjól fyrir dauðanum og hörmungunum öllum, þar gerðist kraftaverk lífsins með reglulegu millibili, heilbrigð börn fæddust í heiminn og mæðurnar brostu hamingjusamar og vöfðu þau mjúkum örm- um. Við vorum varla sest heima í bækistöðv- um okkar um kvöldið þegar kallið kom aft- ur. Það streymdi sært og sjúkt fólk að sjúkraskýlinu, sem var í um það bil hálftíma fjarlægð, og við urðum að mæta aftur til vinnu. Átökin voru að harðna á landamær- unum og kambódískir flóttamenn hröktust undan skothríðinni inn í Thailand. Alla þessa nótt var unní3 við að taka á móti særðum og sjúkum, gera að sárum þeirra sem áttu sér lífsvon, grafa þá dánu. í dögun lögðum við af stað til landamær- Sigríður Cuðmundsdóttir er skrifstofustjóri Alþjóðastorfs Rauða kross íslands og hefur starfað víða um heim ó veg- um Rauða krossins og Hjólp- arstofnunar kirkjunnar. anna til að sækja fleiri sjúka og særða með einn vörubíl, lítinn pall- bíl og fólksbíl. Ég var eini hjúkrun- arfræðingurinn í hópnum, með mér voru bílstjórar og aðstoðarfólk. Við heyrðum skothríðina allt í kringum okkur, vélbyssugelt og stærrr vopn, og mættum tugum karla, kvenna og barna með aleiguna á bakinu. Það leyndi sér ekkert hvar landa- mærin voru. Þar lá fólk hundruðum saman eins og hráviði, fólk sem ekki hafði komist lengra vegna sára sinna eða sjúkdóma, eða verið borið þangað af íbúum handan landamæranna, og skilið eftir í þeirri von að Rauði krossinn myndi koma og bjarga þeim. Það var ekki eftir neinu að bíða, það þurfí að fylla vörubílspallinn, litla pallbílinn og fólksbílinn og koma fólkinu á sjúkrastöð Rauða krossins inni í Thailandi. Maður þarf að vera handfljótur við þessar aðstæður, vera fljótur að átta sig á hveijir geta lifað af klukkutíma ferð á vörubílnum, hverjir gætu hugsanlega komist sjálfir eftir smávægilega aðhlynningu — og hveijum er of seint að bjarga. Og þarna í auðninni lá Kim litli, Kim hafói misst af móiur sinni og tveim systkinum. Hvar þau voru vissi enginn. á að giska 12 ára gamall, einn síns liðs, hræddur, einn og yfirgefínn. Hann hafði orðið fyrir jarð- sprengjubrotum og í losti, löðrandi í köldum svita, með hraðan en ógreinilegan púls og átti orðið erf- itt um andardrátt. Hann hafði misst mikinn vökva og myndi deyja ef hann fengi ekki næringu í æð hið fyrsta. Það gátum við gert fyrir hann á staðnum og svo var hann settur upp á vörubílspallinn innan um tugi annarra. Svo var ekið af stað með þá sem þurftu á bráðastri hjálp að halda. Við komuna í sjúkraskýlið tóku -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.