Morgunblaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MAI 1994 Inni/egar þakkir til fjölskyldu minnar, vina og frœndfólks nœr og fiœr sem sýndu mér hlýhug og vináttu á nímöisafmœli mínu þann 4. aprílsl. GuÖ geymi ykkur öll. Ingveldur Gísladóttir, Fannborg 1, Kópavogi. Kœrar þakkir til allra þeirra sem heimsóttu mig á Borgarspítalann og sendu mér árnaðar- óskir í tilefni 85 ára afmœlis míns 25. aprílsl. Guð blessi ykkur. Daníel Franklín Gíslason, Sörlaskjóli 20. Að loknum útifundi hefur Verkamannafélagið Dagsbrún kaffi á Hótel Borg fyrir félagsmenn sína og fjölskyldur þeirra. Glæsilegur Audi 80, ‘88, ekinn 95 þús. km., álfelgur, sport- innrétting, vökvastýri, útvarp/segulband. Toppeintak. Verð 960 þús. Engin skipti. Upplýsingar í síma 91-43504. Kynlegir kvistar Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Nakinn (,,Naked“). Sýnd í Há- skólabíói. Leikstjóri og hand- ritshöfundur: Mike Leigh. Aðalhlutverk: David Thewlis, Leslie Sharp og Katrin Cartlidge. Bretland. 1993. Breski leikstjórinn Mike Leigh hreppti leikstjóraverðlaunin á síðustu Canneshátíð fyrir mynd sína Nakinn og aðalleikari henn- ar, David Thewlis, var kjörinn besti leikarinn. Báðir eiga þeir allt gott skilið, Leigh fyrir frá- bæra mynd um kuldalega nótt í London og Thewlis fyrir sinn magnaða leik í hlutverki einskon- ar förumanns sem leiðir áhorf- endur um fátæklegt, myrkt og ljótt borgarlandslag utan alfara- leiða og kynnist kynlegum kvist- um og næturverum. Nakinn var ein af bestu myndunum sem sýndar voru á síðustu Kvik- myndahátíð Listahátíðar og er nú komin á almennar sýningar í Háskólabíói með íslenskum texta. Nakinn gerist ekki í þeirri London sem túristar þekkja best. Leigh, sem er einn athyglisverð- asti leikstjóri Breta í dag, fer með áhorfandann um kuldaleg og fráhrindandi öngstræti borg- arinnar og það er erfitt að ímynda sér skemmtilegri leiðsögumann en David Thewiis. Hann er að sönnu stórkostlegur í hlutverki manns sem komið hefur frá Manchester til London að kveikja aftur neista í gamalli kærustu en lendir um tíma á vergangi og hittir fyrir á ferð sinni ýmsar forvitnilegar persónur stórborg- arinnar. Leigh hefur skrifað oní hann kjarngóðan, snjallan og fyndinn texta sem gerir hann stundum að trúarlegum heim- spekingi sem stendur á því fastar en fótunum að heimurinn muni farast árið 1999, alltaf kaldhæð- inn heimsborgara og gallharðan efasemdarmann sem hefur álit á öllum mögulegum og ómöguleg- um hlutum og svar við hverri spurningu, ástmann sem fer illa með einmanlegar og umkomu- lausar konur og flökkumann og forvitinn áhorfanda að lífinu sem gjarnan vill rétta villuráfandi og týndum hjálparhönd. Þetta er litrík og margbrotin persóna og Thewlis, með greindarlegt andlitið, hárlubba og skegglýjur og sífellt í svörtum frakka, gerir henni eftirminnileg skil með húmor og skynsamleg- um athugasemdum sem vilja ein- att rata í mark. Hann er næstum í hvetjum ramma myndarinnar og er ekki minnsta ástæðan fyrir því hve myndin, sem er rúmir tveir tímar að lengd, er skemmti- leg. En þarna eru líka aðrar skondnar og brakandi ekta per- sónur, kærastan Thewlis og sam- býliskona hennar, leigusalinn þeirra, uppanagli sem ekur um á Porche og er fullur af sadisma gagnvart konum, miðaldra næt- urvörður sem þykir varið í að fá Thewlis í heimsókn, einmanna kona sem glataða hefur æskuljó- manum. Allt virkar þetta brak- andi ekta í ofurraunsæjum frá- sagnarhætti Leighs. Myndin hans er ítarleg og skondin og áhugaverð skoðunarferð um Bretland samtímans nú rétt und- ir lok aldarinnar og það verður enginn svikinn af því að taka sér far. H-listi býður fram í Vogum .. Vogum. ÓHAÐIR borgarar bjóða fram H-Iista við sveitarsljórnarkosning- arnar í Vatnsleysustrandarhreppi þann 28. maí. Eftirtaldir aðilar skipa listann: Jón Gunnarsson, Þóra Bragadóttir, Sig- urður Kristinsson, Guðlaugur Atla- son, Andrés Guðmundsson, Lýður Pétursson, Þuríður Ægisdóttir, Hall- grímur Einarsson, Margrét Péturs- dóttir og Guðbergur Sigursteinsson. Listinn á þtjá fulltrúa í núverandi hreppsnefnd, Jón Gunnarsson, Jör- und Guðmundsson og Þóru Braga- dóttur, en einn þeirra, Jörundur Guð- mundsson, varaoddviti, skipar ekki listann að þessu sinni. - E.G. -------------» ♦ ♦------- ■ ÍSLANDSDEILD Norður- landuráðs hefur ákveðið hvaða ís- lenskir fréttamenn hljóta frétta- mannastyrk Norðurlandaráðs 1994. Styrki hlutu að þessu sinni þrír fréttamenn: Friðrik Páll Jónsson, sem hyggst kynna sér rök andstæð- inga og stuðningsmanna aðildar að ESB í Noregi og Svíþjóð, einkum þau sem lúta að fullveldi og skerð- ingu þess, hlaut styrk að upphæð 30.000 SEK, Hjörtur Gíslason, sem hyggst kynna sér sjávarútveg í Færeyjum og á Borgundarhólmi, m.a. til að leita mögulegra sameig- inlegra þátta vegna mikilla erfiðleika á báðum stöðum, hlaut styrk að upp hæð 30.000 SEK. Svanhildur Ei- ríksdóttir, sem hgggst kynna sér starfsemi héraðsfréttablaða og dag- skrárgerð hljóðvarps í Svíþjóð og Finnlandi, hlaut styrk að upphæð 15.000 SEK. ■ KAFFISALA Kristniboðsfé- lags kvenna í Reykjavík er í dag, 1. maí, í Kristniboðsalnum á Háa- leitisbraut 58, 3. hæð, frá kl. 14 til 18 síðdegis. í dag reka 12 íslend- ingar erindi íslenska Kristniboðs- sambandsins (SÍK) í Eþíópíu og Kenýu, auk 13 barna. Hefurðu hmleitt Fiskeldisnám Fjölbrautaskóli Suöurlands býður upp á fiskeldisnám við fiskeldisbraut skólans sem staðsett er á Kirkjubæjarklaustri. Inntökuskilyrði eru annað hvort tveggja ára nám í fjölbrautaskóla (eða sambæriiegt nám) eða að viðkomandi sé orðinn 25 ára og hafi unnið við fiskeldi, sjávarútveg eða matvælaiðnað í tvö ár en þá er krafist færri eininga skólanáms. Að loknu námi fá nemendur starfsheitið fisk„eldisfræðingur" með réttindi til starfa við fiskeldisstöðvar en auk þess er námið leið til stúdentsprófs eins og aðrar brautir fjölbrautaskóla. Við skólann er heimavist, gott bókasafn og fiskelidsstöð, þar sem hluti verklegu kennslunnar fer fram, og hann er á ýmsan annan hátt aðlaðandi staður fyrir lítinn hóp í verklegu og bóklegu námi. Kirkjubæjarklaustur er rómað fyrir veðursæld og náttúrufegurð og þar er öll almenn þjónusta, svo sem heilsugæsla, verslanir, bankar, póstur og sími, leikskóli, grunnskóli, tónlistarskóli o.s.frv. Umsóknarfrestur um skólavist næsta ár er til 5. júní '94. Nánari upplýsingar gefur Flanna Hjartardóttir í síma 98-74633 eða 98-74635, fax 98-74833.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.