Morgunblaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MAI 1994 B 15 Kaldrananeshreppur Skólar í hreppnum auka samstarf Laugarhóli. í KALDRANANESHREPPI á Ströndum hafa til þessa starfað tveir grunnskólar, Klúkuskóli og Drangsnesskóli. Þeir hafa nú undanfar- inn vetur aukið til muna samstarf sitt og nemendur því hist oftar en áður. Þá hefir hreppsnefndin í Kaldraneshreppi samþykkt á fundi hinn 5. apríl siðastliðinn, að sameiná skuli báða skólana á Drangs- nesi og því leggja niður starfsemi Klúkuskóla. Því verður að aka börnum úr Bjarnafirði framvegis, i skólann á Drangsnesi, en slíkt getur orðið æði erfitt miðað við veg og færð. asta hljómplata sem gefin hefur verið út í Færeyjum. Kári hefur verið iðinn við tónleikahald hér á landi undanfarin ár og því mörgum að góðu kunnur. Hörður Torfason hefur verið kallaður nestor íslenskra trúbadúra og víst er að hann var fyrstur til að fara um landið sem syngjandi skáld með gítarinn einan í fartesk- inu . Hörður hefur gefið út fjölda hljómplatna í gegnum árin og notið virðingar ekki síður en hylli fyrir lagasmíðar sínar og textagerð, en á næstu vikum er væntanlegur disk- ur með úrvali helstu laga hans. Aðalsteinn Asberg og Anna Pálína hafa í nógu að snúast, því auk þessa að vera meðal þeirra sem troða upp hafa þau borið hitann og þungann af skipulagi hátíðarinnar, en Anna er framkvæmdastjóri hennar. Þau hafa starfað saman undanfarin tíu ár, haldið hundruð tónleika hér á landi og á hinum Norðurlöndunum og gefið út plötur, en Aðalsteinn hefur auk þess sent frá sér ljóða- og barnabækur, en hann á á annað hundrað söngtexta á ýmsum hljómplötum með ýmsum flytjendum. Anna hefur einnig fengist við sitthvað annað en tón- leikahald og meðal annars hefur hún stýrt útvarpsþáttum. Aðal- steinn Ásberg og Anna Pálína sendu frá sér plötuna Á einu máli fyrir tveimur árum. Þau hafa meðal annars troðið upp með Jasstríóinu skipuðu þeim. Eins og áður sagði verða upp- hafstónleikar Norrænna vísnadaga 1994 í Norræna húsinu í kvöld kl. 16.00, en einnig verða tónleikar á Selfossi í kvöld. Á morgun, 2. maí, verða svo tónleikar í Keflavík og á Akureyri og 3. maí á Akranesi, Egilsstöðum og í Norræna húsinu. Fimmtudaginn 5. maí verða svo lokatónleikar hátíðarinnar í Hafnar- borg, menningarmiðstöð Hafnfírð- inga. Gott samstarf hefir skapast á milli grunnskólanna í Kaldrananes- hreppi undanfarið ár. Auk þéss sem nemendur hafa komið saman, til dæmis í bekkjadvöl í Klúkuskóla og þá jafnvel nemendur úr Hólmavíkur- skóla verið með, hafa nemendur og ungt fólk frá Drangsnesi komið allt upp í þrisvar í viku í vetur til íþrótta- æfínga í Klúkuskóla. Þar er íþrótta- hús með boltaleikjavelli í fullri stærð. Þá er og sundlaug á staðnum í fullri keppnisstærð. Samstarfi vetrarins mun svo ljúka með sameiginlegum námskeiðum og leikfimi og sundi í Klúkuskóla, dagana annan til fjórða maí. Þá verður boðið upp á þjálfun og próf í leikfimi, sundspretti og útivist, ásamt líffræðinámskeiði, taflnámskeiði og mörgu fleiru. Hinsvegar samþykkti núverandi hreppsnefnd Kaldrananeshrepps á hreppsnefndarfundi hinn fímmta apríl síðastliðinn, að leggja niður skólann á Klúku og flytja öll böm úr dreifbýlinu í þéttbýlið á Drangs- nesi til skólahalds þar framvegis. Hafa því skólamannvirki á Klúku lokið sínu rétt rúmlega tutttugu ára starfí frá og með þessu vori. Auk þess má telja víst að tvær fjölskyld- ur flytjist úr Bjarnarfirði í sumar. Þá er aðeins búið þar á þrem bæj- um. Áætlað er að reka gistihús, en ekki hótel, á Klúku í sumar. Ekki munu konur úr Bjamarfírði reka það lengur. Við rekstrinum tekur Sigrún Jónsdóttir á Drangsnesi, en hun hefir jafnframt ákveðið að gefa ekki kost á sér til hreppsnefndarkjörs í vor. Það er mál þeirra er ferðast um Strandasýslu, að hin stórkostlega fegurð sýslunnar taki fyrst að auk- ast að ráði er kemur norður í Bjam- arfjörð og aukist sífellt eftir því sem norðar dregur. Skóli hefir nú verið rekinn á Klúku í Bjamarfirði í hálfa öld. Fyrst var hann rekinn í braggaskrifli er nefnt var Hríðskjálf sökum kuldans þar. Síðan í húsi því, sem nú er íbúð skólastjóra og handavinnustofur, svo loks í hinum nýju skólamannvirkjum er tekin vom að fullu í notkun 1972. - SHÞ. ♦ » ♦------- Vitna leitað Rannsóknadeild lögreglunnar í Reykjavík lýsir eftir vitnum að árekstri sem varð þann 20. apríl um klukkan 16 á Miklubraut skammt fyrir austan afrennsli frá Kringlunni. Þar rákust saman tvær fólksbifreiðar, grænn Skoda og blár Chevrolet Mailbu. MÁLVERKAUPPBOÐ Á Hótel Sögu í kvöld kl. 20.30 Verkin sýnd í Gallerí Borg við Austurvöll frá kl. 12-18 í dag. v/Austurvöll. Sími 24211 I cSc srs p o Bcí £18 í yíí8 - £;liiniTj • íi t .tid .-nk (tí9'I Barcelo Cala Vinas er sérstaklega notalegt íbúða- hótel sem stendur á einkar friðsælum stað við hina undurfögru Cala Vinas strönd, 2 km vestur af Magaluf. í seilingarfjarlægð er víðfrægt og funheitt nætur- lífið í Magaluf fyrir þá sem það kjósa. Vero fra *m.v. tvo fullorðna og barn 2ja-11 ára í stúdíóíbúð. Allir skattar innifaldir. Takmarkað framboð af gistirými! QA3%A$/Z E3 ^ÖRVAL-ÖTSÝN trygging fyrir gæðum iMgmúla 4: simi 699 300. i Hafnarfirði: simi 65 23 66, í Keflavik: simi 11353. við Ráðbúslorg á Akureyri: simi 2 50 00 - og bjá umbo&smönnum um land alll. ■ Mallorca hefur aldrei verið vinsælli en nú í sumar og sökum mikillar eftirspurnar kynnum við nýjan sólarstað á þessari perlu Miðjarðar- hafsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.