Morgunblaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 24
24 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MAI 1994 Drelflnfl þessacar kvlkrrjyndar & lslaítdi cí styrkt af... íslcnsku toii ★ ★★ Háskólabíó STÆRSTA BIOIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. HASKOLABIO SÍMI 22140 / NAFN! FÖÐURINS LISTISCHIN NAKIN HH PRESSAN A.l. MBL **** **** Ö.M. JttvÍtNW.^. f.k. EINTAK Sí niNDiiRSLsr Leikstjórl Steven Spielberg Bonnuð innan 16 ara. Sýnd kl. 5.15 og 9 Sýnd kl. 9.10. B.i. 14 LITLI BUDD BLAR SV.Mbl . Rás 2 ROBOCOP er mættur aftur í nýrri, hraöri og haröri mynd sem þykir mesta bomban í seríunni. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 9 og 11.10 „Þetta einstaka listafólk hefur skilað afar tregafullri en engu að síður einni bestu mynd ársins." l +*+ S.V. MBL Sýnd kl. 5 og 7 Stórmynd frá Bertolucci leik- stjóra Siöasta keisarans. AÐALHLUTV.: KEANU REEVES, BRIDGET FONDA OG CHRIS ISAAK Sýnd kl. 5 . KRUMMARNIR KON BRAÐFYNDIN FJOL5KYLDUMYNL> f< MBL Óskarsverðlaunamynd vinsælasta leikstjóra allra tima. Sýnd kl. 2.50 Gamanmynd talsett á íslensku Sýnd kl. 3 CAN ikstjorinn aðalleikarinn V/SA DA fWKsassiai Svört kómidía um sérvitringinn Johriny, andhetju níunda áratugarins sem kemurtil Lundúna og heim- sækir gömlu kærustuna, henni til mikilla leiðinda. Hann sest að hjá henni, á í ástarsambandi við með- eiganda hennar Qg gerir þar með líf allra að enn meiri armæöu. Einnig blandast inn í þessa ringulreið sadiskur leigusali, sem sest einnig að í ibúðinni og herjar á kvenpeninginn með afbrigðilegum kynórum. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð innan 16 ára. Nýr greiðslumáti i kvikmyndahúsum. Háskólabíó riður á vaðið - þú átt góða mynd VÍSA Snilldarmynd um ungan snilling. Aðalhlutverk: Ben Kingsley, Joe Mantegna, Sýnd kl. 2.50, 5 og 7 ADDAMS FJOLSKYLDUGILDIN Óskarsverð- launamynd vinsælasta leikstjóra allra tíma. Sýnd kl. 3 Vilhjálmur Egilsson um stjórnkerfi fiskveiða í umræðum á Alþingi Kvótakerfíð áfram grundvöll- ur hagkvæmni í sjávarútvegi Stjórnarandstöðuflokkarnir á Alþingi eru andvígir flestum þeim breytingum sem meirihluti sjávarútvegsnefndar Alþingis Ieggur til að gerðar verði á sljóm fiskveiða. Framsóknarflokkurinn leggst mjög eindregið gegn tillögum um að hefta framsal aflaheimilda. Alþýðu- bandalagið gagnrýnir tillögurnar og segir þær eingöngu plástra á kerfið en ekki heildstæða endurskoðun þess. Kvennalistinn leggur áherslu á að komið verði á byggðakvóta og gagnrýnir að fallið hafi verið frá því að heimila fiskvinnslustöðvum að ráða yfir kvóta þar sem slíkt sé vísir að byggðakvóta. Flokkarnir styðja frumvarp um samstarfs- nefnd sjómanna og útvegsmanna til að fjalla um ágreining sem teng- ist viðskiptum um veiðiheimildir og að lögfest verði að ekki megi draga kostnað við kaup á veiðiheimildum frá aflaverðmæti fyrir hlutaskipti. Önnur umræða um frumvarp um fiskveiðistjómunarlög var á Alþingi á fímmudags og í gær. Vilhjálmur Egilsson þingmaður Sjálfstæðis- flokksins mælti fyrir breytingartil- lögum meirihluta sjávarútvegsnefnd- ar við frumvarpið en þær lúta meðal annars að því að fækka banndögum smábátaveiða, að fella brott fyrir- hugað ákvæði um að framselja megi aflaheimildir til fískvinnslustöðva og takmarka heimildir til framsals á aflakvóta, m.a. með því að bannað verði að flytja aflamark til skips ef meira en 15% aflamarks af sömu tegund hafí verið flutt af skipinu á fiskveiðiárinu, að bannað verði að flytja til skips aflamark sem bersýni- lega sé umfram veiðigetu þess, og loks að aflahlutdeild og veiðileyfi skips falli niður ef það notar ekki 50% eða meira af aflamarki sínu tvö ár í röð. Vilhjálmur sagði að þær breyting- ar breytingamar miðuðu að því að styrkja þetta stjómkerfí og auka um það sátt þannig að það verði áfram grundvöllur þeirrar hagkvæmni sem ríkti í íslenskum sjávarútvegi. Ekki léttbært að breyta Vilhjálmur lýsti því þó yfír að hon- um væri ekki léttbært að mæla fyrir breytingartillögu um að falla frá heimild til að framselja aflahlutdeild til fískvinnsluhúsa en það gerði hann í því skyni að ná sátt um málið milli sjómanna og útvegsmanna. Vilhjálm- ur sagði að tillögur um að þrengja framsalsheimildir drægju vissulega úr ítrustu möguleikum til hag- kvæmnra viðskipta með aflaheimildir en í grundvallaratriðum hefði þó ekki verið hróflað við framsalskerfínu. Framsóknarflokkurinn gagnrýnir einkum tillögurnar sem miða að þrengingu framsalsins og flytja Stef- án Guðmundsson og Halldórs As- grímsson fulltrúar flokksins í sjávar- útvegsnefnd breytingartillögur við þær. Tillögur þeirra eru að skip verði að veiða 40% eða meira af aflamarki sínu, og heimilt verði að flytja 40% af aflamarki sömu tegundar milli skipa. Fram kom í máli Stefáns Guð- mundssonar, þegar hann mælti fýrir nefndaráliti framsóknarmanna að flokkurinn myndi greiða atkvæði gegn málinu í heild sinni ef breyting- artillögurnar yrðu ekki samþykktar. Afnám aflamarks Þingmenn Alþýðubandalagsins gagnrýna harðlega vinnubrögð stjómarflokkanna við endurskoðun fískveiðistjórnunarlaganna og segja það fara víðsfjarri að um sé að ræða þá heildstæðu mótun nýrrar og heild- stæðrar sjávarútvegsstefnu sem tal- að sé um í málefnasamningi ríkis- stjórnarinnar. Steingrímur J. Sigfús- son þingmaður Alþýðubandalags sagði meðal annars að heimildir til að framselja aflaheimildir til físk- vinnslustöðva hefðu getað þýtt ákveðna þróun og sterkari stöðu vinnslunnar í landi þegar frá leið. A það hefði verið bent að misræmi fælist í því að vinnsla á sjó njóti þess að geta átt veiðiheimildir en ekki vinnsla á landi. Steingrímur J. Sigfússon og Jó- hann Arsælsson fulltrúar flokksins í sjávarútvegsnefnd flytja breytingar- tillögur við frumvarpið þar sem með- al annars er lagt til að sé fyrirsjáan- legt að áliðnu fískveiðiári, að ekki takist að veiða upp í kvóta einstakra tegunda, skuli sjávarútvegsráðherra afnema aflamark þeirra tegunda og gefa veiðar fijáisar. Alþýðubandalagsmenn leggja einnig til ákvæði til bráðabirgða um að sjávarútvegsráðherra skuli með reglugerð heimila löndun utan kvóta og ákveða verð sem fyrir hahn skuli greiða. Fiskur sem landað verði sam- kvæmt þessari heimild skuli seldur hæstbjóðanda og mismunur þess verðs sem útgerðin fær og söluverðs- ins renni í Þyrlukaupasjóð. Byggðakvóti Anna Óiafsdóttir Björnsson áheyrnarfulltrúi Kvennalistans í sjávarútvegsnefnd lagði áherslu á stefnu Kvennalistans um byggða- kvóta. Því væri mjög slæmt að taka ætti út úr frumvarpinu um stjórn fiskveiða ákvæði um að framselja aflaheimildir til fiskvinnslustöðva, því það hefði verið sá litli vísir að byggðakvóta sem þingmenn Kvenna- listans sáu í tillögum tvíhöfðanefnd- arinnar svonefndu og frumvarpinu. Anna sagði að öðru leyti yrði vissu- lega að þrengja möguleika á mis- notkun með aflamark. Gunnlaugur Stefánsson fulltrúi Alþýðuflokksins í sjávarútvegsnefnd sagði að það virtist hafa komið stjórnarandstöðunni verulega á óvart að ríkisstjórninni hefði tekist að ná jafn góðu samkomulagi um þetta mál og birtist í þeim tillögum sem til umræðu væru. Gunnlaugur sagði að tillögurnar tækju á þeim viðfangs- efnum sem lytu að krókaleyfisbátum annars vegar og verkfalli sjómanna hins vegar. Þórey Guðmundsdóttir, t.v., tekur við formennsku í Bandalagi kvenna í Reykjavík af Sjöfn Sigurbjörnsdóttur. Nýr formað- ur Banda- lags kvenna Á 78. ÞINGI Bandalags kvenna í Reykjavík lét Sjöfn Sigurbjörnsdóttir af for- mennsku og í stað hennar var kjörin Þórey Guðmunds- dóttir. Stjórn Bandalags kvenna í Reykjavík skipa nú: Þórey Guðmundsdóttir, formaður, Jóhanna Gunnarsdóttir, vara- formaður, Magdalena Ingi- mundardóttir, ritari, Berta Kristinsdóttir, gjaldkeri, Kristrún Ólafsdóttir, vararit- ari, og varastjórn skipa þær Bergrós Jóhannesdóttir, Sig- ríður Hjálmarsdóttir og Þórunn Sveinbjörnsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.