Morgunblaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1994 IMÆM&NISFRÆÐI/Velvakandi og brœbur hans Eitt mannslát, þtjú lesendabréf SENN eru liðin fimm ár frá því læknisfræðipistill hér í blaðinu fjail- aði um of langan vinnutíma unglækna á sjúkrahúsum hérlendis og erlendis. Greinarkornið vakti athygli og varð meðal annars til þess að málið var rætt í útvarpsþætti. Asíðasta degi janúarmánaðar í ár bar svo til að 27 ára gam- all aðstoðarlæknir á breskum spít- ala varð bráðkvaddur eftir að hafa unnið 86 stundir á einni viku. Lát unga mannsins' varð til þess að enn einu sinni hófu þarlend blöð að rifja upp þá ófremd í vökumál- um kandídata og eftir Þórorin aðstoðarlækna Guðnason gem |engj llefur viðgengist. Sam- kvæmt upplýsingum Breska læknafélagsins starfa 29 þúsund ungir læknar á sjúkrahúsum lands- ins. Tólf hundruð þeirra eru að jafnaði vinnandi lengur en 84 stundir á viku þrátt fyrir yfirlýsta stefnu ríkisstjómarinnar í apríl í fyrra að stytta vinnutíma þeirra í 72 stundir og fyrir árslok 1995 niður í 56. Fróðir menn sem til þekkja sjá enga leið til þess að sú lofsverða áætlun nái fram að ganga nema fleiri læknar verði ráðnir til starfa. En það kostar peninga. Skriffinnar blaðanna gáfu ótví- rætt í skyn að vinnuþrælkun hefði orðið lækninum að fjörtjóni og kváðu föður hans vera á þeirri skoðun, enda hefði kunnugum ekki getað dulist að ungi maðurinn var einatt úrvinda af þreytu og svefn- leysi. Þrátt fyrir krufningu og ítarleg- ar vefjarannsóknir fannst engin skýring á dauða piltsins og er það vissulega ekkert einsdæmi. Ymsir hjartasjúkdómar, svo að dæmi sé tekið, greinast aðeins í lifanda lífi meðan hjartað slær og hægt er að fylgjast með starfi þess á rafriti og eftir fleiri krókaleiðum sem læknisfræðinni hefur tekist að finna á síðari tímum. Það eina at- hugaverða sem kom í ljós við lík- skurðinn var meiri vökvi í gollurs- húsinu en gengur og gerist, en þar á ekki að vera nema raki til smurn- ings þegar hjartað spriklar í poka sínum án afláts og tvær himnur nuddast saman. Helst er giskað á að þetta óeðlilega vökvasafn utan um hjartað hafí átt rót að rekja til sjúkdóms í hjartavöðvanum, þótt ekki hafi tekist að merkja slíkt í þeim vefjasýnum sem tekin voru og athuguð samkvæmt kúnstar- innar reglum. Eftir stendur ákveð- inn grunur um að þarna hafi eitt- hvað verið að — og svo þegar við þetta „eitthvað" bætist líkamlegt og andlegt álag tímum saman, langar vökur og stopular hvíldar- stundir, hvað þá? Lesendabréf streymdu inn til blaðanna sem fluttu þessar fréttir og er ekki úr vegi að líta á örfá sýnishorft. í einu þeirra stóð: „Ég er aðstoðarlæknir á góðum spítala og sérfræðingamir láta sér annt um okkur sem yngri erum. Ég er ekki á vakt nema fjórðu hveija nótt og fjórðu hvetja helgi og er svefnléttur og þoli vökur betur en margir aðrir. Sumir unglæknar eru miklu verr settir; heilbrigðisráðu- neytið hefur skrökvað að okkur og læknafélagið hefur svikið okkur, en starfið er skemmtilegt og ég vildi ekki skipta.“ Annar' ungur læknir skrifar: „Sérfræðingar eru skrýtnar risa- eðlur — ekki fyrr sloppnir úr sér- námi en þeim finnst sjálfsagt að aðstoðarlæknum sé þrælað út á nótt sem degi. Þannig var farið með þá sjálfa og nú þóknast þeim að víkja við lífsreglunni frægu: Það sem þér viljið að mennirnir geri yður o.s.frv. breytist í: Það sem okkur var gert skulum við og gera öðrum.“ Sérfræðingur á spítala hefur þetta um málið að segja: „Vinnu- álag unglækna fer ekki einvörð- ungu eftir fjölda vökustunda. Sú sparnaðarstefna að loka smáum sjúkrahúsum og slysastofum eykur vitanlega aðsókn til stóru spítal- anna án þess að þeim sé leyft að auka starfsliðið. Fækkun vinnu- stunda hjá unglæknum er víða framkvæmd með því að hafa færri á vakt hveiju sinni en áður tíðkað- ist og má búast við að þar sem áður voru þrír séu nú tveir. — Hvað um okkur sérfræðingana? Erum við kannski á golfvellinum á hveijum degi eða sílæknandi fólk á eigin stofu úti í bæ? Ónei, ekki er því um að kenna. En við höfum aldrei haft jafnlitil tök á að létta undir með önnum köfnu samstarfs- fólki. Okkur er gert að sitja á alls- konar fundum sem spretta upp eins og gorkúlur, við göngum stofugang með stúdentahópum og reynum eftir mætti að upplýsa þá um fræðanna gagn og nauðsynjar, við höldum fyrirlestra og stýrum umræðum og sitjum svo að lokum fastir í örtröðinni á slysa- og mót- tökudeildum af því að þar eru allt of fáir unglæknar okkur til aðstoð- ar.“ Þannig sjá menn vandamálin hver frá sínum bæjardyrum. En gætum við hérna dregið af þessu nokkum lærdóm? Ef ekki, skulum við einbeita okkur að því að vor- kenna breskum. KÓPAVOGUR KÓPAVOGUR SUMARFAGNAÐUR ELDRI BORGARA í KÓPAVOGI Sjálfstæðisfélögin í Kópavogi bjóða eldri borgurum Kópavogs til sumarfagnaðar þriðjudaginn 3. maí kl. 20.00. Dagskrá: 1. Mæting kl. 20.00 hjá Listasafni Kópavogs - Gerðarsafni. Gengið um safnið undir leiðsögn Guðbjargar Kristjánsdóttur, forstöðumanns listasafnsins. 2. Að því loknu verður farið í Hamraborg 1, þar sem Söngvinir, kór eldri borgara í Kópavogi munu syngja nokkur lög. 3. Boðið upp á kaffihlaðborð. 4. Harmonikkudansleikur, Guðni Stefánsson bæjarfulltrúi ásamt fleirum mun leika fyrir dansi. Þeir sem vilja láta sækja sig og aka sér á milli staða, vinsamlega hringið í síma 40708 eftir kl. 18, þriðjudaginn 3. maí. Allir velkomnir. Sjálfstæðisfélögin í Kópavogi. r FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA AÐALFUND UR Aðalfundur Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga verður haldinn miðvikudaginn 4. maí 1994 kl. 16.00. Fundarstaður: Þingholt, Hótel Holti. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Yfirlit um störf siðanefndar, innlegg úr kandítads- ritgerð. 3. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, flyt- ur erindi: Asía - markaður tækifæranna? Mætið stundvíslega. Stjórn FVH. J \\SVND>\/Hversu lengi lifirþabf Líkindi og spádómar EINFÖLD tilraun er framkvæmd. Niðurstöður hennar geta ver- ið ákveðinn fjöldi mismunandi tölugilda, eitt í hverri tilraun. Hvaða tölugildi kemur upp, í hvert skipti sem tilraunin er fram- kvæmd, vitum við hinsvegar ekki. Hvernig er hægt að spá fyrir um niðurstöður tilraunarinnar? Franski stærðfræðingurinn Laplace tókst á við vandamálið og setti fram eftirfarandi til- gátu: Ef engin tilraunaleg, eða fræðileg, vitneskja liggur fyrir um eiginleika kerfisins þá er eðlilegast að gera ráð fyrir því að öll möguleg tölugildi komi upp með sömu líkindum. Staðhæfing þessi gengur undir nafninu „lögmál hámarks óvissu". Megin forsendan fyrir framsetningu þessarar tilgátu er að enginn einn atburður, eða niðurstaða, hafi sérstöðu fram yfir aðra atburði og niðurstöður. Fyrir u.þ.b. ári reyndi stjarn- eðlisfræðingurinn Ric- hard Gott frá Princeton-háskóla að beita lögmáli hámarks óvissu til að áætla líflíkur margvísleg- ustu fyrirbæra, allt frá steina- dröngum við Stonehenge, til alheimsins sjálfs. Hug- myndir hans hafa nýlega orðið fyrir mik- illi gagnrýni, sem hefur hvorutveggja verið háðungarfull og vísindaleg. Fyrsta atriðið sem Gott geng- ur út frá er að á æviskeiði hvers fyrirbæris, kerfis eða lífveru, hafi ekkert eitt augnablik sér- stöðu fram yfir önnur augnablik. Ef við grípum einhvers stað- ar niður í ævi fyrir- bæris, hvort sem það er mannsævi, tafl, saga fyrirtækis eða þróun alheimsins, þá hefur ekkert augna- blik, frá upphafi til enda, sérstöðu fram yfir önnur augnablik. Sagt á annan hátt, grípum við einhvers staðar niður í ævi fyr- irbærisins þá er jafn líklegt að það sé í upphafi, við endalok eða einfaldlega ein- hvers staðar þar á milli. Með því að ganga út frá þessum for- sendum kemst maður að eftirfarandi: Ger- um ráð fyrir því að aldur fyrirbæris, í dag, sé T, (þetta geta verið sekúndur, mínútur eða ár). Líkurnar á því að endalok (dauði) fyrirbærisins liggi á tímabilinu T/39 (T deilt með 39) til 39T (T sinnum 39) eru 95%. Innihald staðhæfingar- innar er m.a. það að sá tími sem kerfið hefur verið við líði er ekki einungis mælikvarði á lífseiglu þess í fortíðinni, heldur einnig á ævilíkur þess í framtíðinni. Hvaða afleiðingar hefur þessi fullyrðing fyrir áætlaðar ævilílk- ur mismunandi kerfa og fyrir- bæra. Gott ræðir nokkur dæmi, en einungis eitt verður nefnt hér. Tímaritið Nature (sem birti grein Gotts í maí 1993) hefur verið gefíð út í 123 ár og því er T=123. Líkurnar á því að ólifuð ár tímaritsins séu einhvers staðar á bilinu frá 3,15 til 4.800 ára eru því 95%. Segja má að hvorki þurfi mikla kunnáttu né mikið hugrekki til að slá fram slíkri staðhæfingu! Lítum nú betur á þær forsend- ur sem liggja spádómi þessum til grundvallar. Aðal forsenda er, eins og áður sagði, að ekkert augnablik í sögu fyrirbærisins hefur sérstöðu fram yfir önnur augnablik, með tilliti til þekking- ar okkar á fyrirbærinu. Ef engin vitneskja liggur fyrir um eðli fyrirbærisins er útilokað að segja nokkuð um framtíðarörlög þess. Spá undir slíkum kringumstæð- um er út í hött. Hún er einungis persónuleg fullyrðing um það sem maður hefur hreint enga þekkingu á. í vísindalegum skiln- ingi hefur slíkur spádómur, hreint út sagt, ekkert gildi. Aðal gagnrýnin á tilgátum Gotts hlýt- ur að byggjast á þessari stað- reynd. Lítum á eitt dæmi frá sjónar- hóli tryggingarfélags. Trygging- arfélög hafa mikinn áhuga á því hveijar ævilíkur hvers þess ein- staklings eru sem óskar eftir líf- tryggingu. Ef allir menn væru jafnir og hefðu svipaðan lífsstíl væri ef til vill eðlilegt að gera ráð fyrir jöfnum ævilíkum fyrir alla. Langt er frá því að syo sé. Sumir reykja, drekka, borða óhollan mat eða vinna hættuleg störf. Teknar saman gefa upplýs- ingar um lífsstíl hvers einstakl- ings mismunandi gildi fyrir ævi- líkur hans. Þetta er dæmi um það hvernig upplýsingar breyta jafnri dreifingu, sem byggist á skorti á upplýsingum, í ójafna dreifingu. An upplýsinga um lífs- stíl, og ef til vill ættir einstakl- ingsins, gæti maður ekki gert betur en spáð jöfnum ævilíkum fyrir g.lla. Slíkur spádómur hefði hins vegar lítið raunverulegt gildi. Líkindagreining er margsl- ungið fag. Hér hefur einungis verið drepið á mjög flóknu og djúptæku efni, með því að ræða einföld dæmi. Þeim sem vilja kynna sér umræðu þessa af meiri dýpt er bent á eftirfarandi grein- ar í Nature: „Implications of the Copernican principle for our fut- ure prspects", Vol. 363, 27 May, bl. 315-319, 1993 og „Future prospects discussed", Vol. 368, 10 March, bl. 106-108, 1994. eftir Sverri Ólafsson Spáð með teningum. Götustrákar í ten- ingaleik, málverk eftir Murillio, 1618- 1682.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.