Morgunblaðið - 01.05.1994, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 01.05.1994, Qupperneq 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1994 Ekkert ástarpopp sem bassaleikari. Sú kunni hinsvegar ekki á bassa, en hún kunni á selló og þar með var grunnurinn kominn að Mósaík. Ekki segja stúlkumar að liðsskipan sé fastmótuð, því að nú er sveitin að leita að trommuleikara og bassa- leikara. Mósaík hefur nóg fyrir stafni, enda er hún að semja lög fyrir söngleik sem setja á upp í Tónabæ, en í sumar og haust ætla Mósaíkar að vinna úr grúa hugmynda og hefja undirbúning að næstu Til- raunum, sem á að taka með trompi, „og þá verður ekkert ástarpopp spilað“. Kraftur Guðrún D. Salóm- onsdóttir, Hanna Rut Ólafs- dóttir, Svanhildur Snæbjöms- dóttir og Benedikt H. Her- Morgunblaðið/Emilía HLJÓMSVEITIN Mósaík vakti allnokkra athygli í Músík- tilraunum Tónabæjar, meðal annars fyrir ungan aldur, en liðsmenn hennar eru á fjórtánda árinu. Þegar við það bættist svo að hljóðfæraskipan var óvenjuleg og meiri- hluti liðsmanna stúlkur, má segja að leið hljómsveitarinn- ar í úrslit hafi verið auðfarin. Mósaík er ekki gömul í hettunni; rekur sínar til þess að fyrir jól gítarleikari sveitarinnar forðum trommuleikari að spiia sig saman. Tvær stúlknanna segjast hafa troðið sér í ina sem söngkonur, en með tímanum fór önnur að leika á þriðja stúlkan inn í sveitina Meira af því sama BRESKA rokksveitin Pink Floyd náði fyrir löngu þeirri stærð að vera talin með risaeðlum rokksins; risavaxin, gam- aldags og þunglamaleg. Liðsmenn sveitarinnar láta sig jóssið litlu varða og halda sínu striki, nokkuð sem plötukaup- endur kunna vel að meta. Það er eðli rokksins að hljómsveitir deyja gamlar eftir stutta ævi, en ef mönnum tekst á ann- að borð að halda haus er ekkert sem segir að þeir geti ekki haldið áfram endalaust - á meðan ein- hver nennnir að hlusta. Þannig var síðasta breið- skífa Pink Floyd ein sölu- hæsta plata hennar, þó hún væri 15. platan á rúm- um 20 árum. Nýjasta plat- an, The Division Bell, skaust og á topp breið- Risaeðlur Rick Wright, David Gilmour og Nick Mason = Pink skífulista vestan hafs og austan og virðist ætla að slá mörg sölumet. í kjöl- farið heldur sveitin svo í gríðarmikla tónleika- ferð um heiminn og búast má við metað- sókn. Aðal Pink Floy í árdaga var í upphafi sérkennileg tónhugsun Sids Barretts, sem fór yfirum á endanum, og síð- an þunglynd lífsskoðun Rogers Waters. Eftir að Waters sagði skilið við sveitina hafa forðum fé- lagar hans haldið áfram og beitt stefnunni „meira af því sama“ með góðum árangri, og ekki er við öðru að búast en Pink Flo- yd eigi eftir að halda velli vel fram á næstu öld. DÆGURTÓNLIST Hvabgerdist í Oranf Konungur raitónlistarinnar 1.000.000 eintök af hverri kassettu sem hann sendi frá sér. Raitónlist byggist mik- ið á augnablikinu og þannig verður tónlistin yfirleitt þannig til að söngvarinn byqar á raddspuna með einföldum undirleik. Eftir því sem hann finnur réttu stemmninguna bætir hljómsveitin við undirleik- inn uns komið er railag með seiðandi hrynföstum undirleik og íslömskum raddfimleikum. Khaled hafði þann hátt á að hann byijaði kannski með ein- faldan takt í hljóðveri og spann smám saman lag, en eftirá kom að verkinu tónsmiður sem setti sam- an hljóðfæraleik við hæfi. Frá þeim tíma er platan frábæra Hada Raykoum. Eftir því sem vinsældir Khaleds jukust fór hann að hafa fleiri þræði í hendi sér og fyrir nokkru sendi hann frá sér plötu sem hann vann með ýmsum vestrænum tónlistar- mönnum. Platan fékk bara heitið Khaled og varð geysivinsæl víða um heim, ekki síst á öldurhúsum í Reykjavík. Á síðasta ári kom svo út framhald af þeirri sókn inn á heims- markað og fékk heitið N’issi, N’issi. í FLÓÐI þjóðlegrar popptónlistar um Vesturlönd á síðasta áratug skolaði mörgu á fjörur tónlistar- unnenda sem gleymdistjafskjótt og nýjabrumið var af. Það sem eftir lifði heldur þó enn velli, þar kannski lífvænlegast alsírsk raitónlist, sem á sér traustan málsvara þar sem er Khaled og sendi frá sér eina af bestu plötum síðasta árs, N’issi, N’issi. Raitónlist er upprunnin í Oran, þeirri sem Albert Camus lýsti svo listilega í grein sinni Min- ótárinn. Grunnþáttur þeirrar lýsingar er að Or- an sé borg þar Sem ekk- ert gerist og ekk- Motthíosson ert sé að gera. í því andrúmslofti spratt upp raitónlist sem einskonar uppreisn gegn hefðbundinni tónlist og öldungaveldi; líkt og rokk- ið kom fram sem af- sprengi unglingabyltingar sjötta áratugarins. Alsír er sósíalískt lýð- veldi, sem þýðir að þar er alræði eins flokks sem vill gjarnan ráða því hverr.ig fólk hagar sér og ekki síst um hvað það hugsar. Raitónlist, en rai þýðir skoðun, var á árum áður tónlist sem farand- söngvarar, yfirleitt alitaf konur, sungu við hjóna- vígslur og ámóta tilefni. Á sjöunda og snemma á átt- unda áratugnum breyttist tónlistin fyrir áhrif af vestrænni vélrænni diskó- tónlist, spænskri flamen- kótónlist og rafmagns- rokki meðal annars, og ungir karlmenn sem köll- uðu sig cheb, tóku við. Textarnir urðu og öllu svæsnari en tíðkast hafði fram að þessu; líkt og bandarísk ungmenni sungu þeir alsírsku um bíla og kvenfólk og á átt- unda áratugnum voru menn orðnir svo djarfir að þeir voru farnir að syngja um fijálsar ástir og lostafullt atferli utan hjónabands. Þetta vakti óhug í sósíalísku hreinlíf- issríki og yfirvöld reyndu að stemma stigu við rai- tónlistinni og víða í Alsír var hún bönnuð. Ekkert fékk þó stöðvað framrás helstu stjam- anna, þar helst Chebs Khaleds, sem fékk snemma viðurnefnið rai- konungurinn og um miðj- an síðasta áratug seldust á milli 500.000 og Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Leitandi Elvis „Raspútín" Costello. Samtíðin krufin ELVIS Costello er gott dæmi um listamann sem neitar að halda sig á sín- um bás; neitar að sætta sig við merkimiða. Þann- ig hefur hann sent frá sér grúa hljómplatna ólíkrar gerðar, undir ýmusm nöfnum, allt frá strengja- poppi í hráa nýbylgju. Isautján ár hefur Elvis Costello krufíð samtíma sinn miskunnarlaust í snjöllum textum og hvergi dregið af. Tónlistin hefur verið allt frá hráu nýbylgju- rokki með sveit sinni Attractions, í strengjapopp með Brodsky kvartettinum. Imynd Costellos hefur og breyst eftir því sem honum þótti henta, allt frá ný- bylgjulegum Buddy Holly í Raspútín. Fyrir skemmstu kom svo frá Costello breið- skífan Brutal Youth, sú fyrsta sem hann hljóðritar með Attractions í sjö ár og að allra mati besta plata hans í áraraðir. Aðal Elvis Costellos hef- ur alltaf verið textargerðin, en sem lagasmiður er hann enginn aukvisi, en Costello segist sjálfur alla tíð verið að leita að betri leiðum til að tjá sig í tónlist; ef hann hefði haldið sig alla tíð á upphafsreitnum væri hann Iöngu hættur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.