Morgunblaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 28
28 B MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1994 HÖGNI HREKKVISI yBS HROLL AFþwi AÐ tiOfZFA A þessA MVhlD! I" ,þú SlTUfZ'A SÍLPiKJNl HAH-S HÖGNA." > Aster . . • JÍ^ JÉ vfaÝnhWwm/Sx tvtc AAh í jff/ \ O ^ 4-Z5 þegar hún finnur að hún er einstök. TM Reg. U.S Pat Otl. — all nghts reserved ® 1994 los Angeles Times Syndicate Ég hef. . . (hikk) ekki smakkað deigan (hikk) dropa síðan í gær, herra Iörrugluþjónn. Vorvörurnar komnar SILKIBOLIR - BÓMULLARBOLIR - PEYSUR - BLÚSSUR - KJÓLAR - BUXNADRAGTIR Glugsinn Laugavegi 40 - sími 12854 BRÉF TBL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Páskalambið og sam- viska kristninnar Frá Magnúsi H. Skarphéðinssyni: Um páskana hélt einn af undar- legri listamönnum þjóðarinnar sýn- ingu á „listrænni túlkun“ sinni á slátrun páskalambsins og ljótleika- dýrkuninni í kringum þá athöfn forð- um, í Listasafni Hafnarfjarðarbæjar. „Helgasti" gripur sýningarinnar var nýslátrað lamb sem blóðið lagaði úr um gólf þessa fína sýningarsals þeirra Hafnfírðinga. Og fína kristna fólkið kom í fínu fötunum sínum á fínu upprisuhátíðinni sinni og dáðist að fínu sýningunni. Og fíni Hall- grímspresturinn kom stoltur fram í fína sjónvarpinu og öðrum fínu fjölm- iðiunum og sagði frá fínu listinni sinni og tengslum hennar við stórfínu páskahátíðina sína. Frá Ken Lister: f síðustu viku fór ég og tók pen- inga út af gjaldeyrisreikningi mínum í Islandsbanka. Þá sá ég að gjald- færð var þóknun á úttektamótunni. Ég var ekki sáttur við það og bað um að fá að tala við útibússtjórann til að leita skýringa á þessari gjald- töku. Hann sagði mér að þetta væra reglur bankanna. Ég spurði hann þá hvernig honum myndi líka ef hann legði peninga inn á gjaldeyrisreikn- ing, að þurfa síðan að greiða gjald fyrir að fá þá út af reikningnum aft- ur. Hann svaraði því þá til að hann myndi aldrei leggja erlendan gjald- eyri inn á reikning í íslenskum banka. Ég spurði þá hvað hann myndi gera við slíka peninga ef hann ætti. Hann kvaðst mundu geyma þá undir kodd- anum heima hjá sér því nú á tímum þegar hægt væri að nota erlenda gjaldmiðla á íslandi væru þeir til reiðu. Þótt mörg orð megi eflaust hafa um sálarlíf og kærleiksstuðul þessa listamanns smekkleysunnar, þá er annað sem stendur uppúr Ijótleika þessum og sorg uppákomunnar. Það er sú staðreynd staðreyndanna sem snýst um það á hvetju hið daglega líf flestra kristinna Vesturlandabúa, sem annarra íbúa þessa hnattar, er grundvallað. En það líf og öll sú sið- menning er að langmestu leyti ennþá grandvallað á drápi á nánast öllum hinum lífverunum sem þessa jörð gista. Að því leyti var sýning listamanns smekkleysunnar við hæfí. Að minna okkur á, hvaðan „lambakjötið" á disk- um okkar raunverulega er komið og á hveiju það er grandvallað. En það Ég er undrandi á að hafa heyrt slíka neikvæðni gagnvart því að ávaxta erlenda peninga í íslenskum bönkum, sérstaklega þegar maður sér í dagblöðum og sjónvarpi auglýsingar þar sem hvatt er til slíks. Eftir að hafa verið meira og minna skattlagður í bankanum fyrir að taka peninga út af reikningi mínum hef ég nú farið að ráðum útibússtjórans og lokað reikningnum. Ég get alveg eins geymt þá „undir koddanum“ þar sem það kostar mig ekki neitt að grípa til þeirra. Þessar reglur eru í meira lagi und- arlegar, því að ef ég opna gjaldeyris- reikning hér á íslandi og legg inn 1 dollar og vil svo nokkru síðar taka hann út aftur, þá fæ ég hann einfald- lega ekki að fullu til baka. KEN LISTER, Sólheimum 23, Reykjavík. er grundvallað á þjáningu annarra dýrategunda, á sorg annarra dýra- tegunda, og á skefjaiausri fangelsun og kúgun allra annarra dýrategunda fyrir okkukr hina háheilögu „hugs- andi menn“. Við lifum á þeim undarlegu tímum að menningin þarf ekki lengur þessa slátrun sjálfri sér til framfæris. Öðru vísi var þetta áður. Hjá forfeðrum okkar var ekki um neitt annað að gera en að drepa og éta allt kvikt til að mannskepnan kæmist af. Og það dugði nánast ekki til. Við dráp- umst næstum samt úr hor og aum- ingjaskap hér um öldina. Én núna þegar aliir lifa í vellysting- um í mat og klæðum þá dettur engum í hug að náða lífgjafana okkar fyrir „hjálpina". Að ræða um að gefa þess- um vesalings dýrum grið sem við erum búin að slátra og halda föngn- um í ellefu aldir jafnast nánast á við landráð í þessu landi stórkærleikans. Það eru kailaðar öfgar og hryðju- verk dragi einhver í efa rétt „samfé- lags mannanna" til að drepa hin dýr- in núna þegar þess gerist alls ekki lengur þörf. Að því leyti var smekk- leysusýningin viðeigandi. Hún sýndi grímulausar en flesta annað beint bak við plustjaldið og þær smáverurnar sem þar gráta blóði sínu í þögninni fyrir okkur hina ósnertanlegu. Eða dettur nokkrum lifandi manni í hug að Meistarinn frá Nazaret myndi leggja blessun sína yfir fram- ferði okkar gagnvart hinum dýrun- um? Það þarf mann með meira en stórtækt ímyndunarafl til að komast að þeirri niðurstöðu. Kannski komst biskupinn að þeirri niðurstöðu þegar hann gaf leyfi sitt fyrir sýningu smekkleysunnar um páskana? Það er aldrei að vita. MAGNÚS H. SKARPHÉÐINSSON, Grettisgötu 40b; Reykjavík. Islenskir bankar Þóknun! Víkverji skrifar Ef Víkveiji man rétt eru í lögum um heilbrigðisþjónustu stefnu- mótandi ákvæði þess efnis að allir landsmenn skuli eiga kost á eins fullkominni heilbrigðisþjónustu og kostur er að veita. Þótt ekki sé fastar að orði kveðið er lögskylda hins opin- bera, heilbrigðiskerfísins, gagnvart sjúkum skýr og afgerandi. Að auki eru í læknalögum ákvæði um að læknum beri að sinna kalli í skyndiveikindum. Þar segir efnislega að þjónusta heilbrigðisstétta skuli vera vel af hendi leyst. Ef út af bregður eiga sjúklingar rétt á að koma kvörtunum á framfæri. Land- lækni ber að hafa eftirlit bæði með starfsaðstöðu heilbrigðisstétta og að réttmætum kvörtunum sjúklinga sé sinnt. Ætla mætti, að þessu gefnu, að allt væri í sómanum í heilbrigðiskerf- inu, a.m.k. þegar heilbrigðisstéttir eða stoðstéttir þeirra eru ekki í verk- faili. En er þá ekkert athugavert þar á bæ? xxx A Igrein eftir Ólaf Ólafsson, land- lækni, sem Víkveiji las nýverið, kemur fram að embætti hans berast kvartanir um aðskiljanleg efni frá sjúklingum. Meðal þess sem kvartað er um er „langur biðtími eftir nauð- synlegum aðgerðum eða rannsókn- um“, þvert á lagafyrirmæli um að- gangað „fulikominni heilbrigðisþjón- ustu“. Ennfremur að læknar útskýri ekki „nægjanlega hugsanlega fylgi- kvilla meðferðar áður en meðferð er hafin“. Landlæknir segir það tiilögu emb- ættis síns með tilvísun í lög um heil- brigðisþjónustu „að sett verði reglu- gerð þess efnis að sjúklingar á bið- listum vegna alvarlegra hjarta- og æðasjúkdóma eigi rétt á meðferð innan tveggja til þriggja mánaða eftir að á biðlista er komið“. Land- læknir bendir á að sjúklingum með sjúkdóma í hjarta- og æðakerfi sé hættara við skyndidauða en öðrum sjúklingum. „Þannig er vitað um,“ segir hann, „að minnsta kosti níu sjúlinga með kransæðasjúkdóma er létust á síðastliðnum tveimur árum meðan beðið var eftir aðgerð". Heilbrigðisstéttir hér á landi sem sinna kransæðaaðgerðum hafa löngu sannað færni sína og samvizkusemi í störfum. Ekki er við þær að sak- ast. Þvert á móti. Það hefur á hinn bóginn ekki verið þann veg að heii- brigðiskerfínu búið í fjárveitingum að starfskraftar heilbrigðisstétta hafi að þessu leyti nýzt að fullu. Þess vegna era biðlistar of langir. XXX andlæknir vísar og til læknalaga og telur rétt að setja ákvæðij reglugerð þess efnis að læknum beri að tryggja skriflega samþykki sjúkl- ings fyrir aðgerð þegar því verður við komið. Læknum beri og að skrá í sjúkraskrá hvaða upplýsingar hann hefur gefið sjúklingi. Hugmyndir landlæknis um að- gerðir til að stjdta biðtíma eftir bráð- nauðsynlegum aðgerðum eru meir en tímabærar að dómi Víkveija. Sama má raunar segja um hugmynd- ir hans um upplýsingaskyldu heil- brigðisstétta gagnvart sjúkiingum, þótt jafnframt sé skylt að viður- kenna, „að í aðgátar er þörf í nær- veru sáiar“ í þessum efnum sem öðrum. xxx Mergurinn málsins er að tryggja rétt hvers einstaklings, án til- lits til búsetu eða efnahags, til heil- brigðisþjónustu, lögum samkvæmt. Heilbrigðisþjónusta er hluti þegnrétt- inda í þessu landi. Sjúkiingar standa og straum sem skattgreiðendur af stærstum kostnaðarhluta heilbrigðis- þjónustannar; greiða reyndar eftir- stöðvarnar í svoköilum „sértekjum" sjúkrastofnana. Sjálfgefið er að beita aðhaldi og sparnaði í heilbrigðiskerfinu sem annars staðar. Það getur hins vegar vegar orðið dæmigerður „Phyrrus- arsigurí* á vígvelli meints aðhalds í heilbrigðiskefinu, að mati Víkverja, t ef niðurskurðarhnífurinn veldur því, að bati sjúkra tekur lengri tíma og verður jafnvel takmarkaðri en lækn- isfræðilegar möguleikar standa til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.