Morgunblaðið - 01.05.1994, Page 14

Morgunblaðið - 01.05.1994, Page 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1994 CLARINS ■PARIS- K Y N N I N G mánudaginn 2. maífrá kl. 13-18. 15% kynningarafsláttur. Ný töskusending. Frábært úrval - frábært verð snyrti- og gjafavöruverslun Miðbæ, Háaleitisbraut. Aðalfundur Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands verður haldinn þriðjudaginn 10. maí 1994, kl. 20.30, í „Múlabæ", Ármúla 34. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Félagsmenn sýni félagsskírteini 1993 við innganginn. Stjórn Reykjavíkurdeildar RKÍ i Laugardagar og sunnudagar eru: á Jarlinum, Sprengisandi Þá gerir fjölskyldan sér glaðan dag og börnin fá barnaboxin vinsælu með Ofurjarlinum og félögum hans, með hamborgara, frönskum og kók, á aðeins 195 krónur. Fleira en eitt barn má fylgja hverjum matargesti. Þeir eldri eiga margra kosta völ: Mest seldu steikur á íslandi eða ítalskur salatbar, hollur, ljúffengur og ódýr eða eitthvað annað gómsætt af matseðlinum - af nógu er að taka Norrænir vísnadagar eftir Árna Matthíasson ÍSLENSKIR vísnavinir eru íjölmargir og atorkusamir við tónlistariðkan sína sem fjölmörg dæmi sanna. Þeir rækta einnig gott samband við vísna- vini á öðrum Norðurlöndum og hefur gagnkvæmt tónleikahald og -ferðir verið snar þáttur í starfi íslenskra vísnavina. Meiður af því er Norrænir vísnadagar sem haldnir verða næstu daga víða um land. Norrænir vísnadagar voru fyrst haldnir hér á landi fyrir tveimur árum og svo vel þótti mönnum til takast að segja má að skipulag annarrar slíkrar hátíðar hafi þegar hafist. Það skipu- lag nær hápunkti í dag kl. 16.00 þegar Norrænir visnadagar verða settir öðru sinni í Norræna húsinu, en það er einmitt Norræna húsið sem stendur að hátíðinni með Vísnavinum. I dag verða einnig tón- leikar á Selfossi og svo reka hverj- ir tónleikarnir aðra víða um land, eins og nánar verður greint frá. Ólíkir þættir í einum streng Tónlistarmennirnir sem troða upp á Norrænum vísnadögum koma frá Norðurlöndunum öllum og Skot- landi að auki og eru ólíkir tónlistar- menn með ólíkar áherslur þó dá- læti á vísnasöng sé aðal allra. Frá Svíþjóð koma Thérése Juel og Max Áhman, Rod Sinclair kemur frá Skotlandi sem fulltrúi Danmerkur, en hann hefur búið í Danaveldi í aldarljórðung, þó hann reki ættir sínar til hálendinga, Sinikka Lange- land kemur frá Noregi, Mecki Knif frá Finnlandi og Kári Petersen frá Færeyjum. ísléndingar eiga sína fulltrúa, Hörð Torfason, Aðalstein Ásberg og Önnu Pálínu, Gísla Helgason og Herdísi Hallvarðsdótt- ur, Guðrúnu Gunnarsdóttur og Val- geir Skagfjörð, Gunnar Sturlu, Jasstríóið skipað þeim, Ólaf Þórar- insson, sönghópinn Samstillingu, Vísnavini á Egilsstöðum og Elínrós Benediktsdóttur. Thérése Juel frá Svíþjóð hefur áður komið hingað til lands til tón- leikahalds, en hún kom síðast fram á vísnakvöldi á Hótel Borg 1985. Hún hefur jöfnum höndum flutt lög og ljóð eftir sjálfa sig og aðra. Thérése sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu 1979 og hefur starfað að tónlist síðan, ýmist að spila eða kynna hana í útvarpi og sjónvarpi. Hún leggur nú drög að nýjum disk, sem koma á út í haust. Með henni hingað kemur gítarleikarinn Max Áhman, sem leikið hefur með Thér- ésu undanfarin ár. Rod Sinclair er skoskur, eins og áður sagði, en hann hefur dvalið í Danmörku síðastliðinn aldarfjórð- ung og stundað tónlistina af kappi, en meðal annars hefur hann verið forvigismaður Tonder þjóðlaga- hátíðarinnar. Rod Sinclair hefur ferðast víða um heim til tónleika- halds og þykir hafa fiéttað skemmtilega saman skoskri þjóð- lagahefð og danskri vísnatónlist, en hann hefur einnig samið bækur og unnið fyrir útvarp og sjónvarp. Sinikka Langeland kemur frá Noregi, en er af finnsku bergi brot- in. Hún er hámenntuð í tónlist frá Tónlistarháskólanum í Ósló, en hún nam einnig leiklist við parískan leik- listarskóla. Sinikka hefur áður kom- ið hingað til lands i boði vísnavina, S. Langeland. Mecki Knif. lék hér 1983, og hún hefur komið meira við sögu, því hún lék á plötu Gísla Helgasonar, Heimur handa þér, sem kom út 1991. Sinikka leik- ur á finnsku hörpuna kantele, en er einnig afbragðs söngkona. Mecki Knif er finnskur, en hann hefur tvívegis komið hingað til lands til tónleikahalds; kom fyrst 1985 og svo ári síðar. Mecki leikur á gítar og syngur lög eftir sjálfan sig og aðra, en hann leikur vísna- tónlist sem hann kryddar með rokki og poppi eftir hendinni. Kári Petersen , sem kemur frá Færeyjum, hefur búið hér á landi um árabil, en er um leið einn vinsæl- asti tónlistarmaður Færeyja. Kári vakti fyrst athygli fyrir háðska texta sína á hljómplötu sem hann gaf út 1972, en önnur breiðskífa hans, Vælferðarvísur, sem margir þekkja hér á landi, er ein vinsæl- Skagaströnd Framsókn o g Sjálfstæðis- flokkurinn bjóða fram saman Skagaströnd. ÞRIR aðilar munu bjóða fram lista við sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Er það tveimur listum færra en fyrir síðustu kosningar er list- arnir voru fimm. Það sem helst kemur á óvart er að nú bjóða fram- sóknarmenn og sjálfstæðismenn fram sameiginlegan lista. Hafa þeir ekki gert það hér síðan árið 1958. Stefna þessir flokkar að meiri- hlutasamstarfi eftir kosningar, fái þeir til þess nægan styrk. í dag eru tveir sjálfstæðismenn og einn framsóknarmaður í hreppsnefnd- inni, sem skipuð er fimm mönnum. Fimm efstu sæti á þessum sam- eiginlega lista skipa: Adolf H. Berndsen, framkvæmdastjóri, Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri, Gylfi Guðjónsson, stýrimaður, Hall- björn Björnsson, rafvirki, og Hrönn Læknastofa Hef opnað læknastofu í Domus Medica, Egilsgötu 3. Tímapantanir alla virka daga frá kl. 9.00-17.30 í símum 631040 og 631046. Guðmundur Már Stefánsson. Sérgrein: Lýtaskurðlækningar. Árnadóttir, húsmóðir. Alþýðubandalagið þýður fram lista, en við síðustu kosningar töp- uðu þeir sínum manni úr hrepps- nefndinni. í fímm efstu sætunum á lista Alþýðubandalagsins eru: Jón I. Valdimarsson, aðstoðarskóla- stjóri, Björgvin Karlsson, vélstjóri, Anna Sjöfn Jónasdóttir, sjómaður, Sigrún Guðmundsóttir, verkakona, og Þór Arason, verkamaður. Þriðji listinn sem er í framboði að þessu sinni er listi Alþýðuflokks- ins. Þar eru í fimm efstu sætunum: Steindór R. Haraldsson, fram- leiðslustjóri, Þröstur Líndal, hús- vörður, Jóhanna Harðardóttir, verkakona, Sveinbjörg Dóra Svein- björnsdóttir, póstafgreiðslumaður, og Guðmundur R. Kristinsson, verkamaður. Ljóst er að hvernig sem kosning- arnar fara verður mikil endurnýjun í hreppsnefndinni. Aðeins Magnús B. Jónsson sveitarstjóri hefur setið í hreppsnefnd áður af þeim sem skipa fimm efstu sæti listanna. - Ó.B. Pllinilí/Þróftaslrdr á góðu verðj pumn Lady Prevail m/dempara í sólanum. Verö kr. 6.990. St. 37-41. pumii: Progress Verð kr. 3.490. St. 37-41. Barnaskór m/riflás kr. 1.780. Háir kr. 1.980. St. 22-34. pumn: Lady Scian m/dempara í hæi. Mjúkir og þægilegír. Verð kr. 4.990. St. 38-42. puimr Libenate m/dempara í hæl. Mjúkir og þægilegir. Verð kr. 4.980. St. 36-46. PUimi Prevail m/dempara í sólanum. Verð kr. 6.490. St. 39-47. Sendum í póstkröfu »hummel^ SPORTBÚÐIN Ármúla 40 • Sími 813555 og 813655

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.