Morgunblaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1994
B 13
steininn í örþunnar sneiðar, bar
þær upp að ljósinu - og sjá: Lífið
svaf þar inni. Hann beindi að þeim
ljósopi myndavélar og af skarpri
sýn festi hann undrið á filmu.
Hann leysti steininn úr álögum.
Jón Geir, son Ágústar, langaði að
fá orð til að tjá nánar seiðinn í
myndum föður síns og sýndi mér
þær í því augnamiði. Ég skráði
niður hugsanir mínar er ég gekk,
undrum bundinn, um þennan
margslungna myndheim. Innblás-
inn töfrum þeirra
sýna skrifaði ég
lofsöng til skap-
ara alls hins
skapaða, Óð
steinsins."
Aö sækja
steina i f jöllin
Undirstaðan
þessa er auðvitað
að leita þessara
íslensku steina og
að sækja j)á í
fjöllin. Agúst
kveðst alltaf hafa
verið að frá því
hann byijaði.
Hann hefur farið
um Austfjarða-
ijöllin og Vest-
fjarðafjöllin og
margar ferðir í
Lónsöræfin og
Hoffell. „Það eru
steinar um allt
land, en maður
þarf mismikið
fyrir því að ha_fa
að ná í þá. Ég
hefi þurft að fara
á fjöll upp í 800
metra hæð eftir
steinum. Og stundum margar
ferðir á dag, því takmarkað er
hvað maður getur borið þungt í
einu,“ segir Ágúst. Mér skilst að
ekki sé svo ýkja langt síðan hann
fór fjórar ferðir á einum degi upp
undir þá hæð eftir steinum. Segist
bera þá í bakpoka og hafa góðan
sér á þessum 20 árum. Sjálfur
kveðst hann ekkert vita hve marg-
ir þeir séu, en giskað er á að þeir
séu milli 2.000 og 3.000 talsins.
Marga hefur hann gefið og eitt-
hvað lítilsháttar selt. Þetta er
feikilega dýrt, segir hann. Safnið
er heima hjá honum, í bílskúrnum
og uppi í íbúðinni, sem er fimm
herbergja íbúð. Og alltaf er fólk
að koma til að fá að skoða það,
bæði íslendingar og útlendingar.
Einu sinni komu 12 franskir blaða-
menn og svo
nokkru seinna
annar hópur.
Honum finnst
sjálfsagt að leyfa
fólki að sjá stein-
ana.
Gjöf til
Náttúrufræói
stofunar
Og nú er hann
búinn að gefa 55
úrvals steina til
Náttúrufræði-
stofnunar og sér
ekki högg á vatni.
Ágúst segir mér
að Sveinn Jakobs-
son jarðfræðingur
hafi oft verið bú-
inn að koma til sín
og dáðst að stein-
unum. Hann hafði
gefíð honum einn
og einn stein. „Ég
fór þá að hugsa
um að steinarnir
væru betur
geymdir á nátt-
úrugripasafni,
ekki fer maður
með þetta með
sér. Og Sveinn kom og valdi úr
steina sem honum þótti fengur að
fyrir Náttúrufræðistofnun,“ segir
Ágúst. Þá afhenti hann við svo-
litla athöfn á Náttúrufræðistofn-
un, þar sem hluta steina hans
hefur þegar verið komið fyrir í
sýningarsalnum sem opinn er al-
Vió Náltúrufrnóihúsió
nýja i Kjarna veróur
þetta sandblásna og
sjóbaróa grágrýti frá
Ágústi Jónssyni. Lista-
verkió er þriggja metra
hátt.
Hluti steinasafnsins, sem ekki kemst fyrir í sýningarsal, er komið
fyrir í glerborði á jarðfræðigangi Náttufræðistofnunar.
staf til stuðnings. Dóttir hans seg-
ir að vönduðu gönguskómir hans,
sem fjölskyldan gaf honum á átt-
ræðisafmælinu, séu nú orðnir út-
slitnir. Hann þurfi að fá nýja. Síð-
ast fór hann í fyrrasumar tvær
ferðir út í Ólafsfjörð og þar á fjall.
„Maður fær bara orku af því að
reyna á skrokkinn og vísindin
segja að það sé svo mikil orka í
steinum," segir Ágúst. Þegar það
er gripið á lofti og hann spurður
hvort hann hafi sjálfur fundið fyr-
ir þessari orku í steinunum, segir
hann: „Ja, ég veit nú ekki hvemig
ég hefði farið að því að fara þess-
ar fjórar ferðir með þungt að bera
ef ekki kæmi orka einhvers staðar
frá. Við vorum nú raunar tveir
saman og fengum stórkostlega
fína steina.“ Hann bætir því við
að hann fari til leitar hátt í fjöll,
því þá sé maður kominn upp fyrir
þar sem fjöldinn hefur farið.
Það er ekkert smáræði af stein-
um sem Ágúst hefur safnað að
menningi með inngangi frá
Hlemmi 3.
Þessir steinar em mest kvarz-
steinar og segir Sveinn það sér-
stakt við safn Ágústar að þegar
hann hefur sagað þá í sundur og
pússað af smekkvísi eins og hann
gerir þá sjái maður einnig inn í
þá og komi fram innri bygging
þeirra.
Ágúst segir að Sveinn hafi beð-
ið sig um að merkja steinana og
skrifa við hvaðan þeir eru og er
hann búinn að skrá þannig um
2.000 steina. Hvort hann hafí
skráð þetta hjá sér jafnóðum.
Nei, hann mundi að mestu hvar
hann hafði fundið hvern stein. Og
mikið rétt, þegar spurt er um stein
eða mynd af steini stendur ekki á
svari, þarf sjaldan að fletta því
upp,.
Agúst kvaðst hafa haft mikla
ánægju af þessari steinasöfnun og
kannski ekki síður að fara á fjöll
- eiga þangað erindi.
JÍÁSKÓLANÁM
I KERFISFRÆÐI
Innritun á haustönn 1994 stendur nú yfir í Tölvuháskóla VÍ. Markmið kerfisfræðináms er að
gera nemendur hæfa til að vinna við öll stig hugbúnaðargerðar, skipuleggja og annast tölvu-
væðingu hjá fyrirtækjum og sjá um kennslu og þjálfun starfsfólks. Námið tekur tvö ár og er
inntökuskilyrði stúdentspróf eða sambærileg menntun.
Tölvubúnaður skólans er sambærilegur við það bestá sem er á vinnumarkaðnum, meðal
annars Victor 386MX vélar, IBM PS/2 90 vélar með 80486 SX örgjörva, IBM RS/6000 340
og IBM AS/400 B45 sem allar eru tengdar saman með öflugu netkerfi.
Áhersla er lögð á að fá til náms fólk með stúdentspróf sem hefur starfað við tölvuvinnslu og
í tölvudeildum fyrirtækja atik nýstúdenta.
Eftirtaldar greinar verða kenndar:
Fyrsta önn:
Forritun í Pascal
Kerfisgreining og hönnun
Tölvur, stýrikerfi og net
Fjórðukynslóða forritun
Önnur önn:
Fjölnotendaumhverfi AS/400
Gagnasafnsfræði
C++ forritun
Gluggakerfi
Raunhæf verkefni eru unnin í lok hverrar annar eftir að hefðbundinni kennslu lýkur.
Lokaverkefni á 4. önn er gjarnan unnið í samráði við fyrirtæki, sem leita til skólans.
Fyrirhugað er að taka inn 70 til 80 nemendur á fyrstu önn og verður umsóknum svarað
jafnóðum og þær berast fram til 16. júní. Kennsla á haustönn hefst 29. ágúst.
Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar fást á skrifstofu TVÍ frá kl. 8 til 16.
TÖLVUHÁSKÓLIVt
Ofanleiti 1,
103 Reykjavík.
TVÍ
Þriðja önn:
Gagnaskipan
Tölvugrafík
Kerfisforritun
Netforritun
Fjórða önn:
Forritun í gluggakerfum
Hugbúnaðargerð
Valin efni úr viðskiptum
Til Sölu eru nýjar, fullkláraðar 3ja og 4ra herbergja íbúðir í Grafarvogi.
íbúðirnar eru í litlum sambýlishúsum og allar með sérinngangi.
Og veröið? kr. 6.480.000 - 6. 980.000 og þú flytur inn.
Allar nánari upplýsingar fást á
skrifstofu okkar Funahöfða 19
í síma 813599
Ármannsfell hf.
a«l«M 1