Morgunblaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1994 B 31 SÍMTALID ER VIÐ STEINLÁRUSSON SÝNISHORN ÚR ÞJÓÐARSÁLINNI 609010 Stjórnarráð, góðan daginn. -,Er Steinn Lárusson við? Augnablik. Steinn. - Þetta er á Morgunblaðinu, Guðrún Guðlaugsdóttir sem tal- ar, mig langar til þess að tala sv'olítið um Þingvelli við þig. Hvað viltu vita? Alþingi var stofnað þar árið 930. - Ég veit það, en hvað á að gera til þess að minnst þess að íslenska lýðveldið var stofnað þar 17. júní árið 1944? Við þurfum að afgreiða fasta liði eins og þingfund milli klukkan ellefu og tólf og svo hátíðadagskrá eins og hún heit- ir dagsdaglega milli klukkan 13.30 og 15.30. Nú, þess í mill- um og áður verðum við að hafa ofan af fyrir fólki því ekki er hægt að stefna fólki á Þingvöll til þess eins að hlusta á ræður og ættjarðartónlist. Við ætlum að vera með messu í Almanna- gjá kl. 9.30, einnig ætlum við að vera með eins konar sýnis- horn úr þjóðarsálinni síðustu fimmtíu árin, ætlum að leyfa fólki að labba um velli eins og hægt er og beija augum alls kon- ar hluti úr sög- unni og jafnvel heyra eitthvað úr mæltu máli, innan um þetta blöndum við hús- dýrum, leikhóp- um, lúðrasveit- um og þess vegna gætum við verið með álfkonur og jafn- vel fjallkonur. - Verður enginn fjallkarl? Það endar kannski með því. - Eruð þið bytjaðir að huga að mannvirkjagerð í tilefni há- tíðahaldanna? Ekki enn. Við erum hins veg- ar búnir að athuga svæðið eins og hægt er vegna snjóalaga. Þetta verður á síðustu stundu gert, menn gera sér ekki vonir um að geta byijað fyrr en um miðjan maí vegna frosts í jörðu. - Hvað þarf helst að gera? Það þarf að byggja skemmti- svið og senur, gestastúkur, brúa svolítið til þess að fá hring- rás á gönguferðir, þá þarf að laga talsvert mikið á mörgum svæðum í kringum þjóðgarðinn vegna bílastæða, það þarf um 17 til 18 þúsund bílastæði. - Verður hægt að fara á einkabílum? Það verður leyft, en við verð- ur líka með 100 til 110 rútubíla sem við ætlum að reyna að láta ganga til svæðisins bæði fljótt og vel. Við munum reyna að hafa 5.000 sæti í rútubílum og a.m.k. tvær ferðir í bæinn, þá verða þar ca 10.000 sæti. - Hvað mun þetta kosta? Við reiknum með að þetta kosti 70 til 80 milljónir króna. Við höfum beðið góðar vættir um að vera okkur hliðhollar hvað veður snertir og byggjum undir- búninginn upp í trausti þess að þær bænheyri okkur. FRÉTTA- L}ÓSÚR FORTÍÐ Þegar Glasgow brann Laugardaginn 18. apríl 1903 brann stærsta hús sem þá hafði ver- ið reist á íslandi. Það hét Glasgow og stóð á svæðinu milli Fischer- sunds og Vesturgötu. Vestan við Glasgow var stórt vörugeymslu- hús og brann það einnig. Enski kaupmaðurinn P.L. Henderson hafði reist Glasgow 40 árum áður. Þrjátíu manns bjuggu í húsinu þegar það brann og bjargaðist það allt óskaddað út. Enska konsúl- atið var til húsa í Glasgow og sjö smiðir höfðu þar verkstæði. Vindlaverksmiðja var í miðju húsinu og þar kom eldurinn upp. Að sögn Knuds Zimsens bæjarstjóra Reykjavíkur var aldrei graf- ist fyrir um með hvaða hætti eldurinn kom upp. í ævisögu sinni, Úr bæ í borg, segir Knud að megnið af því sem í húsunum var hafi brunnið óvátryggt, en sjálf voru húsin tryggð fyrir 40 þúsund krónur. Einni stundu eftir miðnætti laugardaginn 18. apríl 1903 vaknaði ég svo sem flestir Miðbæ- ingar við ákafan lúðurblástur, en ég bjó þá í húsinu Lækjargötu 12B,“ segir Knud Zimsen í ævi- sögu sinni. „Þegar ég kom út, sá ég menn hlaupa niður Banka- stræti, og er ég var kominn í Austurstræti gat að líta fleiri menn og alla á hlaupum. Yfir vesturloftið bar reyk, en bjarma lítinn eða engan. Þeyvindur stóð af austan landnorðri, en var ekki hvass. Þegar ég kom vestur að „Liverpool" sá ég að menn voru teknir að raða sér hver af öðrum áleiðis til sjávar. Eldur var nú kominn um mikinn hluta hússins allt sem unnt var, til þess að veija næstu hús.“ Þrjár dælur slökkvil- iðsins voru alltaf að bila og gekk slökkvistarfið ekki vel. „Von bráðar fór þó svo, að yfir mig gekk að horfa á menn skvetta úr einni og einni strigafötu á eld- heita húsveggina, svo að ég fékk þijá menn með mér yfir í áhalda- skýlið við Templarahúsið, en þar vissi ég að stóð ný dæla, sem gæti komið að miklum notum... við fjórmenningarnir drösluðum dælunni af stað og alla leið vest- ur að Glasgow. Þar vissi ég fyrir Þorkel Klemenz og tókst okkur skjótlega að gera dæluna virka. En þótt hún reyndist prýðilega stoðaði það lítt, því að nú gekk sjóburðurinn miklu miður en áður, í fötunum var aðeins örlítill Handknúin slökkvidæla sem keypt var til Slökkviliðsins árið 1904. dreitill, þegar þær komu á eld- staðinn. Sem óbreyttum liðs- manni bar mér ekki að skipta mér af því. En ég réð ekki við mig og áður en varði, var ég hlaupinn niður á bryggju. Þegar þangað kom, sá ég hvers kyns Sjómannaklúbburinn starfaði í Glasgow á Vesturgötu 5a. Það var eitt stærsta hús bæjarins og mikið notað til samkomu- halds. Myndin er tekin 1885. var. Svo lágt var orðið í, að karl- arnir gátu trauðla hálffyllt föt- urnar með því að teygja sig af bryggjunni niður í sjóinn. „Sjó- burðurinn má ekki ganga svona til, það er ekkert í fötunum þegar þær koma upp eftir,“ sagði ég fullum rómi, og sjálfsagt hefur hvatvísin ekki leynt sér. „Hvar hefur þú augun maður, sérðu ekki að það er komin fjara?“ „Það stendur á einu, þið verðið að flytja ykkur af bryggjunni og niður í fjöruna og vaða út í sjóinn til þess að fylla föturnar," og nú JibC&B^Oá ^O blJIíl talaði ég eins og sá sem skipa ætti fyrir. En meðan ég stóð þarna og þreifaði á því, að orð mín máttu sín einskis, bar að ungar stúlkur, sem voru að koma af stúdenta- dansleik. Þær munu skjótt hafa orðið þess áskynja, hvað á seyði var, að minnsta kosti gekk ein þeirra að karli og hrifsaði af hon- um fötuna, stökk niður af bryggj- unni, hljóp niður fjöruna, út í sjó og fyllti fötuna. „Hana, takið þið við,“ hrópaði hún, þar sem hún stóð í sjónum upp undir hné í ballfötunum sínum. Þar með var ísinn brotinn og eftir það gekk sjóburðurinn ágætlega. Stúlkan sem þarna gekk fram fyrir skjöldu og sýndi betur tök á því að stjórna vatnsburðarliðinu en 11 ég, var Sigríður, dóttir Björns Jónssonar ritstjóra. Þegar tvær stundir lifðu enn til miðs morguns, var Glasgow brunnin og einnig Vigfúsarkot. Önnur nálæg hús hafði tekist að veija, þótt annað veifið mætti ekki á milli sjá hvort það lánað- ist.“ Þannig sagði Knud Zimsen frá þessum stórkostlega eldsvoða í Reykjavík fyrir rösku níutíu og einu ári, þegar stærsta hús bæjar- ins brann til*kaldra kola á rúmum tveimur stundum, án þess að * menn gætu nokkuð að gert. Þessi stórbruni varð til þess að sam- þykkt var að kaupa ný slökkvi- tæki og brunavarnir húsa í bæn- um urðu að eldfimu umræðuefni manna á meðal. Þetta og annað sem tengdist þessum eldsvoða hafði áður en lauk talsverð áhrif á þróun slökkviliðsmála í Reykja- vík. .'UIuuJ |J>/1 'liilioori '.UOiSioVft I og því sýnilegt, að því yrði ekki bjargað. Hins vegar varð að gera Jetn lóa Í8Í9 Jíulmni ás jjtisjH enunieíB « riiú'iJ i un bs Jaucinbnsv iáás jriœe -ujv s«i .lén is ríss'l ulssg "r 'ii'i'i r-nrftr, JnmJ :nna i'ii'iji 'br.-'iio i 'iei'J "isnUj fiyrrr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.