Morgunblaðið - 02.07.1994, Page 2
2 LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sex þúsund kr. eingreiðsla
til atvinnulausra tefst
Greiðslan til elli- og örorkulífeyris-
þega sem dvelja á vistheimilum renn-
ur beint til greiðslu á dvalarkostnaði
EKKI hafa enn verið gefnar út heim-
ildir til Atvinnuleysistryggingasjóðs
að greiða atvinnulausum 6.000 kr.
eingreiðslu eins og almennir laun-
þegar og elli- og örorkulífeyrisþegar
hafa þegar fengið. Ríkisstjórnin tók
ákvörðun í maílok um að bótaþegar
fengju þessa greiðslu eins og aðrir
en framkvæmdin hefur tafist. Þá er
ekki lengur lagastoð til að greiða
atvinnulausum láglaunabætur. Búist
er við að málið leysist í næstu viku.
Margrét Tómasdóttir, fram-
kvæmdastjóri Atvinnuleysistrygg-
ingasjóðs, sagði við Morgunblaðið
að sjóðurinn hefði aðeins heyrt um
það í fjölmiðium að atvinnulausir
ættu að fá umrædda 6 þúsund króna
eingreiðslu. Þannig hefðu forsætis-
og fjármálaráðherra lýst því yfir í
maí að atvinnulausir og bótaþegar
Tryggingastofnunar fengju greiðsl-
una eins og launþegar. Elli- og ör-
orkulífeyrisþegar væru að fá sína
greiðslu nú um mánaðamót en At-
vinnuleysistryggingasjóður hefði
ekki fengið neitt skriflegt sem heim-
ilaði þessa greiðslu.
Ekki láglaunabætur frá
áramótum
Þá sagði Margrét að ekki væri
lengur lagastoð til að greiða atvinnu-
lausum láglaunabætur eins og gert
hafi verið á undanförnum árum.
Yfirleitt hefðu verið sett bráða-
birgðaákvæði í lög um atvinnuleysis-
tryggingar um að greiða skyldi lág-
launabætur. „Það ákvæði sem var
síðast gilti aðeins fyrir árið 1993
þannig að það féll úr gildi um síð-
ustu áramót," sagði Margrét.
Þar sem um er að ræða ríkis-
stjómarákvörðun er málið á forræði
forsætisráðuneytisins. Ólafur Dav-
íðsson ráðuneytisstjóri sagði að mis-
munandi framkvæmd væri á þessum
greiðslum varðandi lífeyrisþega ann-
ars vegar og atvinnulausa hins veg-
ar. Heilbrigðis- og tryggingaráðu-
neytið hefði getað sett reglugerð um
bætur lífeyrisþega en framkvæmd
við atvinnuleysisbætur væri önnur.
„Það hefur verið í undirbúningi að
taka þær ákvarðanir sem þarf að
taka til að tryggja þetta og þá jafn-
framt útfærsluna og framkvæmd-
ina,“ sagði Ólafur, sem kvaðst eiga
von á niðurstöðu fljótlega eftir helg-
ina, einnig varðandi láglaunabætur.
Elli- og örorkufífeyrisþegar fá 6
þúsund króna eingreiðslu nú um
mánaðamót. Hún berst þó ekki öllum
lífeyrisþegum því greiðsla til þeirra
sem dvelja á vistheimilum rennur
beint til greiðslu á dvalarkostnaði.
Uppbótin fer í dvalarkostnað
Að sögn Ástu Ragnheiðar Jóhann-
esdóttur upplýsingafulltrúa Trygg-
ingastofnunar rennur elli- og örorku-
lífeyrir til greiðslu á dvalarkostnaði
sjúklinga á vistheimilum. Sá dvalar-
kostnaður er þó mun hærri en sem
nemur ellilífeyri og er mismunurinn
í flestum tilfellum greiddur af hinu
opinbera sem dvalarheimilisuppbót
eða elliheimilastyrkur. Ásta Ragn-
heiður sagði að orlofsuppbótin gengi
því upp í dvalarheimilisuppbótina.
Bankaeftirlitið
Skylt að
kvitta fyrir
skuldfærslu
BANKAEFTIRLIT Seðlabanka ís-
lands hefur í svari til Neytendasam-
takanna úrskurðað að bönkum beri
að gefa út sérstakar kvittanir vegna
skuldfærslu afborgana skuldabréfa.
Neytendasamtökin gerðu athuga-
semd við það að Landsbanki íslands
sendi greiðendum afborgana á
skuldabréfum enga stimplaða
greiðsluseðla við skuldfærslu afborg-
ananna. í svari sínu túlkar bankaeft-
irlitið bókhaldslög frá 1968 á þann
hátt að bönkum beri að gefa út sér-
stakar kvittanir.
Ekki náðist í talsmenn Lands-
banka íslands vegna þessa máls.
Neytendasamtökin kvörtuðu einn-
ig yfir því við bankaeftirlitið að bank-
ar og sparisjóðir tækju svokallað
vanskilagjald þegar greitt væri af
skuldabréfum án nokkurrar sundur-
liðunar á gjaldaliðum. Tók bankaeft-
irlitið undir rök samtakanna.
Eyðnismitaður maður ákærður
Sakaður um nauðg-
un og að stofna lífi
14 ára pilts í háska
ALNÆMISSMITAÐUR maður í
ReykjaVík hefur verið ákærður fyr-
ir að nauðga 14 ára pilti og stofna
þannig lífi hans í augljósan háska.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins hefur pilturinn ekki smit-
ast af veirunni. Málið er til með-
ferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Réttað hefur verið í málinu fyrir
luktum dyrum í Héraðsdómi
Reykjavíkur vegna ungs aldurs
kærandans. Þar fengust ekki upp-
lýsingar um ákæruefni en sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins átti atburðurinn sem ákært er
út af sér stað eftir samkvæmi á
heimili mannsins, sem er 32 ára,
í júlí síðastliðið sumar.
Manninum er gefið að sök að
hafa afklætt piltinn þar sem hann
svaf ölvunarsvefni í rúmi hans og
haft tvívegis við hann samfarir
vitandi að hann var smitaður af
HlV-veirunni en án einkenna um
eyðni.
Maðurinn er auk kynferðisbrots-
ins ákærður fyrir að hafa með
þessu stofnað lífi piltsins í augljós-
an háska á ófyrirleitinn hátt.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins hefur maðurinn neitað
sakargiftum og mökum við piltinn.
Um það bil ár er liðið frá atburðin-
um en blóðprufur munu hafa leitt
í ljós að pilturinn sé ekki smitaður
af HlV-veirunni.
Mál af þessu tagi hefur ekki
áður verið rekið fyrir íslenskum
dómstóli, samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins.
-----»■♦ ♦-----
Ekið á stúlku
á reiðhjóli
EKIÐ var á unglingsstúlku á reið-
hjóli á mótum Stakkahlíðar og
Hamrahliðar um kl. 20 í gær-
kvöldi. Ók bifreiðin aftan á stúlk-
una. Stúlkan var flutt á Borgarspít-
alann nokkuð slösuð, en var ekki
talin í lífshættu.
Jafet Olafsson tekur
við á Stöð 2 og Bylgjunni
fundinn samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins.
Sigurður G.
stj órnarformaður
Almennt er gert ráð
fyrir að Sigurður G. Guð-
jónsson, lögmaður, verði
kjörinn stjórnarformaður
félagsins af hálfu hins
nýja meirihluta en ásamt
Jafet Ólafsson
hveijir verði' í stjóm f
lagsins af hálfu fráfaran
meirihluta.
I samtali við Morgui
blaðið sagði Jafet að ný
starfíð legðist vel í si'
Hvað varðar deilurnar se
staðið hafa undanfarið
stjóm íslenska útvarpsf
lagsins, segist hann hver
vera smeykur. „Þetta
bara eins og gerist í fyrirtækjut
menn lenda stundum í smá mé
Morgunmlaðið/GOLLI
Afmæli
Fjöðrum skreytt gerðu börnin
á Austurborg sér glaðan dag í
gær og héldu upp á 20 ára af-
mæli leikskólans. Börnin tvö á
myndinni settu upp höfuðdjásn
og skreyttu sig að hætti indíána
í tilefni dagsins.
-----» ♦ ♦
Kona lést
eftir bflveltu
RÚMLEGA sextug kona úr
Reykjavík lést þegar bifreið hennar
valt út af veginum við Kálfá í
Gnúpveijahreppi í gærmorgun.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglunnar í Árnessýslu fór bifreið
konunnar út af veginum í beygju,
um einn kílómetra neðan við Kálf-
árbrú. Bifreiðin valt og konan kast-
aðist út úr henni. Hún var látin
er að var komið skömmu fyrir kl. 7.
HANDBÓK garðeigandans,
auglýsingablað B.M. Vallár
hf., fylgir Morgunblaðinu í
dag. í blaðinu er kynnt fram-
leiðsla fyrirtækisins á hellum
og stéinum fyrir garða og lóð-
ir en 10 ár eru liðin frá því
B.M. Vallá hf. hóf slíka fram-
leiðslu.
HINN nýi meirihluti íslenska út-
varpsfélagsins hf. sem væntanlega
tekur við völdum í félaginu á hlut-
hafafundi í dag, laugardag, hefur
ákveðið að ráða Jafet Ólafsson, við-
skiptafræðing, útvarpsstjóra Stöðv-
ar 2 og Bylgjunnar samkvæmt upp-
lýsingum Morgunblaðsins. Jafet
hefur verið úitbússtjóri íslands-
banka í Lækjargötu.
Hluthafafundurinn verður hald-
inn á Hótel Holiday Inn árdegis og
gert er ráð fyrir að um átakafund
geti orðið að ræða, m.a. vegna sölu
fráfarandi meirihluta á Sýnar-
rásinni og einnig vegna starfsloka-
samnings Páls Magnússonar, frá-
farandi útvarpsstjóra.
Stærsti hluthafinn, Siguijón
Sighvatsson, kvikmyndaframleið-
andi í Los Angeles, mun ekki sitja
honum verði í stjórn Jón Ólafsson
í Skífunni, Símon Gunnarsson,
endurskoðandi, og Jóhann J. Ólafs-
son og rætt hefur verið um að
Haraldur Haraldsson í Andra verði
sérstakur ritari stjórnar, en fulltrú-
ar hins nýja meirihluta hugðust
ganga endanlega frá tilnefningu
stjórnarmanna á fundi í gær-
kvöldi. Ekki hefur fengist upplýst
byr,“ segir hann. „Ég held að ís-
lenska útvarpsfélagið, bæði Stöð 2
°g Bylgjan, eigi góðan meðbyr hjá
almenningi."
Jafet tekur formlega við sem
útvarpsstjóri þann 15. ágúst. Fram
að þeim tíma sér fjármálastjóri
fyrirtækisins um reksturinn.