Morgunblaðið - 02.07.1994, Síða 9

Morgunblaðið - 02.07.1994, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1994 9 FRÉTTIR Morgunblaðið/Sigurgeir Blíða í Eyjum Mannanafnanefnd Stílaði bréf á nafnið Elísabet ELSABET Sigðurðardóttir, sem undanfarið hefur barist fyrir því að fá að skíra dóttur sína Elsabetu, fékk í gær bréf frá mannanafnanefnd sem stíl- að var á Elísabetu Sigurð- ardóttur. Hún er óánægð með þetta og segir þetta dæmigert fyrir samskipti sín við nefndina sem hún er ekki sátt við. Ekki hefur enn komið í ljós hvort nafnið Elsabet fæst sam- þykkt af mannanafnanefnd, en í gær var leitað fullnægjandi sönnunar á því að nafnið hefði verið í manntali 1845, segir Elsabet. Á fimmtudag bárust Elsabetu upplýsingar frá Frið- riki Skúlasyni, en hann fann með aðstoð tölvu nokkrar kon- ur sem líklega báru nafnið Elsabet árið 1845. Elsabet segir að til dæmis hafí Elsabet Paulsdóttir, sem Friðrik fann í manntali árið 1845, verið skráð Elísabet á skímarvottorði, en á öllum skjölum eftir það sem Elsabet, til dæmis á giftingarvottorði. ÁHAFNIR seglskútanna tveggja hafa sjálfsagt verið hin- ir einu sem ekki tóku fagnandi blíðunni og stillunni sem gerði í Vestmannaeyjum á dögunum. Eyjar eru ekki í hópi lygnustu staða við Island en þó var veður þar svo stillt að fella varð niður seglskútukeppni sem þar átti að fara fram. Halldór A. Sigurðsson formaður mannanafnanefndar Ekki nýtt nafn af er- lendum toga inn í málið SANNA þarf hefð fyrir nafni af er- lendum uppruna til þess að manna- nafnanefnd samþykki nafnið, segir Halldór Ármann Sigurðsson, for- maður nefndarinnar. Hefur nefndin sett vinnureglur um hvernig sanna skuli hefð. Yfirleitt hafa foreldrar sjálfir þurft að sanna að nafn af erlendum uppruna hafi unnið sér hefð. Halldór Ármann segir að mannanafnanefnd hafi engan starfsmann, né heldur aðstöu til þess að standa í slíku og því þurfi fólk að færa sönnur fyrir hefð sjálft. Halldór Ármann segir ástæðu þess að nafnið Arnold, sem Morgun- blaðið fjallaði um nýlega, hefði ekki verið samþykkt vera að ekki hefði tekist að sanna að hefð væri fyrir þessum nöfnum í íslensku máli. Hann segir að annað hvort þurfi nöfn að vera íslensk, þ.e. allir liðir þess verða að vera af norrænum toga og hafa íslenska mynd. Hins vegar falli nöfnin ekki undir þessa skilgreiningu þá verði þau að hafa unnið sér hefð. Ný mannanafnanefnd var skipuð á síðasta ári eftir að fyrri nefnd hafði sagt af sér. Fyrsta verk nýju nefndarinnar var að setja vinnuregl- ur og skilgrejna hvað teldist hefð. Vinnureglurnar segja að nafn teljist hafa unnið sér hefð ef 20 eða fleiri manns bera það, ef 15-19 íslending- ar bera nafnið og elsti þeirra hafi náð a.m.k. 30 ára aldri, 10-14 ís- lendingar bera nafnið og sá elsti sé a.m.k. 60 ára, 5-9 íslendingar og nafnið kemur fyrir í manntali 1910 eða fyrr og loks er nóg að sýna fram á 1-4 íslendinga ef einhver bar nafn- ið í manntali árið 1845. Um 200 nöfn á ári Samkvæmt mannanafnalögunum er ekki mögulegt fyrir nýtt nafn af erlendum toga að vinna sér hefð á íslandi, segir Halldór Ármann. Þ.e.a.s., ekki er hægt eins og sakir standa að koma með ný nöfn af erlendum toga inn í íslenskt mál. Halldór Ármann segir að þessar vinnureglur hafi verið settar til þess að tryggt væri að allir sætu við sama borð og smekkur nefndarmanna réði ekki þegar verið væri að fjalla um nöfn. Hann segir að árlega berist nefnd- inni um 200 nöfn til umfjöllunar og séu rúmlega helmingur þeirra sam- þykkt. A Lögmaður Olafs Gunnarssonar Sérstakur saksóknari kanni árás og bréf JÓN Magnússon hrl, hefur sent dómsmálaráðherra bréf þar sem gerð er krafa um að ráðherra setji sérstakan samsóknara til að láta rannsaka og eftir atvikum gefa út ákæru vegna árásar, sem umbjóð- andi Jóns, Ólafur Gunnarsson, varð fýrir í Síðumúlafangelsi á miðviku- dag og einnig til að rannsaka og eftir atvikum gefa út ákæru vegna meðferðar á bréfi, sem ætlað hafi verið Ólafi en gert hafi verið upp- tækt og efni þess síðar gert opin- bert í fjölmiðlum. Eins og kunnugt er réðist Bern- ard Granotier, gæslufangi í Síðum- úlafangelsi, á Olaf og veitti honum áverka. Jón Magnússon kveðst telja að Ólafur eigi bótakröfu á ríkið vegna þessa. Þá segir í bréfinu að tæpum 10 dögum fyrir árásina hafi legið fyrir skýrsla vegna geðrannsóknar á Granotier og önnur brot sem honum tengjast. Miðað við þau gögn hafi verið óafsakanlegt að vista hann með öðrum föngum. Rannsókn á málum þessa fanga sé í höndum Ríkissaksóknara og ekki liggi fýrir með hvaða hætti upplýsingum um ofangreinda geðrannsókn var kom- ið til aðila sem máli skipta. Því sé hætta á að Ríkissaksóknari sé svo við mál þetta riðinn að lög geri ráð fyrir að skipaður verði sérstakur saksóknari til að fara með málið. Þá segir að fyrir liggi að bréf ætlað Ólafi hafí verið gert upptækt af hálfu fangelsismálayfirvalda, Ólafur hafi ekki fengið að sjá bréf- ið og hafí ekki vitað um efni þess en efni þess hafi verið birt í fjölmiðl- um og dróttað að Ólafi um refsi- verða starfsemi innan fangelsis- veggja. Um sé að ræða alvarlegt trúnaðarbrot og þar sem ekki liggi fyrir hvort það tengist starfsmanni eða starfsmönnum lögreglunnar, Ríkissaksóknara eða Fangelsis- málastofnunar sé þess farið á leit að sérstakur saksóknari sem fjalli um árásina mæli jafnframt fyrir um rannsókn þessa máls og gefa út ákæru eftir atvikum vegna þessa alvarlega trúnaðarbrots. Slasaðist í prófinu STÚLKA slasaðist nokkuð þegar bifhjól sem hún ók skall á bifreið á mótum Kringlu- mýrarbrautar og Borgartúns á fimmtudagsmorgun. Stúlkan var að taka próf á hjólið þegar slysið varð. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var stúlkan að beygja á hjólinu þegar hún varð fyrir bíl, sem kom úr gagnstæðri átt. Hún féll í götuna og brotn- aði, bæði á læri og ökkla. Viðþökkurn hinmnjjölmörgu viðskiptavinum okkar,fyrr og síðar,fyrir ánœgjuleg samskipti á liðnum árum. Lifiðheil! SÍMI16584 Nœrfatnaðurfrd Æiina Brjóstahaldarar, beltishuxur, samfetlur - ný sending Langur laugardagur SVíu/ýr-OYjep-6 ’ ZZZ7-? „Ahhhtsjú" Ertu meö ofnæmi ? TBtóattöK «»«*. \>wtv Teldanex* er lyf gegn ofnæmi sem selt er án lyfseðils í apótekum. Upplýsingabæklingurinn „Er ég með ofnæmi eða kvef?“ liggur frammi í apótekum. ( bæklingnum eru nánari upplýsingar um notkun Teldanex®. TELDANEX Teldanex* (tÐrlenadtn) er lyf sem notaft er gegn olnaami Skammtar: Tcrfdanex* TOHor 120 mg; Futkxftnlr og böm eidrt sn 12 áta: Ein tafta aft morym. Lyfift er ekki œtiaft bftrnurrt yngri en 12 Ara Totdanex* Töflor 60 mg Fuiiorftnlr og böm elclrt on »2 ére: Ein tafla kvfttds og morguns efta tvær töflur aö morgni, Börn 6-12 6ra. Haif tafla kvöids og morguns Lytlft er ekki ætlaft bömum yngri en 6 ára. Varúös Bamsnatandi konum og konum meft börn á brjóati er emungts ráftlagt aft nota tyfift I samriftl vlft liekni. MunlOs Leatft vandtega loJöbelningar á pakkningunnl. Taklft hvorki stanrri skammta af lyfinu en ráfttogl or, nó ftnnur lyf samtfmls ón samráfts vift lyf jafræfting efta leekni. Þeir sem eru meö hjartasjúkdöma eiga ekki aft nota lyfift. Aukaverkanin Hftfuftvorkur, avtrrrf og Ögleftt. Tlftrrf 0.1-1%. Pakknlngar aam fásl án lyfsaöltai Töflur 120 mg: 10 stk.. Töflur 60 mg: 20 atk Umboð oq drolflngs Pbarmaoo hf. ASTttA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.