Morgunblaðið - 02.07.1994, Síða 11

Morgunblaðið - 02.07.1994, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1994 11 Síldarmmjasafn í Róaldsbrakka Siglufirði - Miklar framkvæmdir standa nú yfir við Róaldsbrakka á Siglufirði. Brakkinn er frá 1907 og hýsir Síldarminjasafnið í framtíð- inni. Nýlega var lokið við endursmíði hússins að utanverðu og einnig 1. hæð sem er 180 fm salur. Trésmiðirnir Ágúst Stefánsson og Hjálmar Jóhannesson hafa séð um það verk sem unnið hefur verið í áföngum sl. þijú ár. Bryggjusmíði framan við brakkann er langt komin en samkvæmt hefðinni þá voru síldar- brakkinn og bryggjan ein heild. Bryggjusmiðir eru Aðalsteinn Áðalsteinsson og Ólafur Kárason. Þann 9. júlí nk. verður framkvæmdum lokið og þá verður Síldarminjasafnið opnað í brakkan- um með hátíðlegum hætti. Að sögn Örlygs Kristfinnssonar, safnvarðar, rætist þá gamall draumur margra Siglfirðinga að eiga glæsilegt safn um sögu, veiðar og vinnslu síldarinnar og Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir MIKLAR framkvæmdir standa nú yfir við Róaldsbrakka á Siglufirði en verið er að koma brakkanum og bryggjunni í upprunalegt horf. þar með verði því bráðabirgðasafni, sem sett var á stofn fyrir þremur árum, komið heim í sitt rétta umhverfi. Róaldsbrakki er norskt hús og þótti einn veg- legasti síldarbrakkinn á sínum tíma og var hann friðaður 1978. Þess má geta hér að orðið brakki er náttúrulega skylt orðinu braggi en er eldra í málinu og var mikið notað eingöngu fyrstu áratugi síldarinnar á Siglufirði. Endursmíði Róaldsbrakka hefur verið kostuð með styrkjum frá Húsfriðunarsjóði, tjóðhátíðar- sjóði, Siglufjarðarkaupstað, menntamálaráðu- neytinu, Islandsbanka, Skeljungi hf. og Sjóvá- Almennum hf. Síðast en ekki síst verður að geta beinnar vinnu og fjáröflunar Félags áhuga- manna um minjasafn, en félagið hefur séð um framkvæmdir og uppbyggingu Síldarminjasafns- ins á síðustu árum. Sungið fyrir gesti og gangandi BÖRNIN í Ieikskóla Ólafsvíkur gerðu sér dagamun miðvikudag- inn 29. júní sl. í tilefni þess að nú fá börnin árlegt frí sem stendur í einn mánuð. Gengu börnin ásamt starfsfólki leik- skólans um götur bæjarsins og sungu nokkur sumarlög fyrir gesti og gangandi og var börn- unum tekið vel og lyfti þessi uppákoma mikið upp á bæjarlíf- ið. I leikskólanum var haldin grillveisla og boðið upp á kók og grillaðar pylsur og voru börnin mjög ánægð með daginn. Rólegt í Reykjavík en gott í Vopnafirði Veiði hefst að jafnaði seinna í Vopnafjarðaránum en annars staðar og veldur því sjálfsagt lega landsins. Hofsá og Selá hafa nú verið opnaðar og veiði hefur gengið vel. Þær hafa verið vatnsmikilar og örlítið skolað- ar, en laxinn hefur greinilega ekki sett það fyrir sig. Heldur hefur hægst um veiðiskapinn í næsta nágrenni Reykjavíkur, en þar gætu þó verið betri tímar framundan, því júní hefur sjaldnast verið sterkur í Elliðaánum, Leirvogsá og Úlfarsá. „Þetta hefur gengið mjög vel, þeir byijuðu með fjórar stangir eftir há- degi á mánudag og voru komnir með 30 laxa í kvöld,“ sagði Friðrik Wend- el, kokkur í veiðihúsinu við Selá í Vopnafirði, er Morgunblaðið ræddi við hann á fimmtudagskvöld. Lax- arnir voru allir stórir, 9 til 16 pund, og flestir veiddir á maðk. Nokkrir á spón. „Það er erfitt að átta sig á því hvað mikið er gengið af físki, því áin er vatnsmikil og aðeins lituð. En það hlýtur þó að vera töluvert miðað við þessa byijun.“ Veiðin hefur einnig byijað með glans í Hofsá, Lien, hin nýsjálenska bústýra í veiðihúsinu við Teig, sagði á fimmtudagskvöld að veiðin hefði þá verið milli 25 og 30 laxar, en veiðin hófst eftir hádegið 25. júní. „Menn eru hressir með þessa byij- un,“ sagði Lien. Hún sagði enn frem- ur, að laxinn væri yfirleitt vænn, 10 til 14,5 pund, en stöku fiskur væri smærri. Spónn og devon hafa gefið þennan afla. Lifnar yfir Norðurá ... Botninn datt úr veiðiskap í Norð- urá í sólfarinu mikla í vikunni en á miðvikudaginn byijaði hins vegar að hitna í kolunum, enda hafði þá þykknað upp. 20 stykki lágu í valnum eftir daginn og sagði Stefán Viðars- son, kokkur á Rjúpnahæð, að það kæmi ekki á óvart, því mikill lax væri í ánni og að undanförnu hafi smálax verið á ferð. „Þetta er mest 5-6 punda fiskur þessa dagana, en þeir stóru eru þó enn innan um,“ sagði Stefán. Aðalsvæðið hafði gefið um 360 laxa á miðvikudagskvöld, en Munaðarnesveiðarnar 20-30 til viðbótar. Þverásterk ... Þverá hefur nú gefið um 380 laxa, bæði svæðin. Smálax er farinn að ganga af krafti, en enn veiðist tals- vert af stórlaxi. Sá stærsti var 25 punda hængur Jóns Hjartarsonar, stærsti fiskurinn það sem af er sumri Gömlu vinmi- brögðin rifjuð upp Selfossi - Fornir og samnorrænir búskaparhættir verða rifjaðir upp á Núpstúni sem tilheyrir Kaffi- Krús við Sigtún og Austurveg á Selfossi í dag, laugardaginn 2. júlí. Túnið verður slegið að fornum sið með orfi og ljá, heyinu rakað í flekk og snúið með hrífu til þerr- is. Síðan verður heyið bundið í bagga og þeir reiddir á klakk. Kunnáttumenn í slætti munu slá og má þar nefna Þór Vigfússon læriföður, fræðimann og fyn-ver- andi skólameistara. Vanur brýnslumaður mun leggja ljáina á hverfistein undir húsvegg og allur umbúnaður mun minna á gamlan tíma. Sláttumönnum og rakstrar- fólki verður fært kaffi í sokk á teiginn í sérstökum malpoka. Sláttumenn munu fara með kvið- linga og dragspil verður þanið í flekknum. Sérstakt töðu- og engjakaffi verður framreitt og kaffigestir sem koma ríðandi geta geymt hesta sína á túninu við kaffihúsið í sér- stöku gerði. Þá munu hestamenn Feðgarnir Helgi Sigfússon t.h. og Heiðar Ingi með fyrstu laxana, 12 og 13 punda, úr Mýrarkvísl. yfir landið allt. Veiði hefur glæst að undanförnu á efri hluta svæðisins, sem kennt er við Kjarrá. Rólegt í „Reykjavíkuránuin" Athygli vekur hversu lélegar Ell- iðaárnar hafa verið, en að morgni fimmtudags, 30. júní, voru aðeins komnir 33 laxar á land. Þótt alkunna sé að veiði sveiflist milli ára og hefur komið á daginn að laxgengd í árnar í júní í fyrra og árið þar áður var ósköp áþekk og nú. En veiðin hins vegar mun betri. Á miðvikudags- kvöldið voru til að mynda komnir 137 laxar í gegnum teljarann og 33 fiskar höfðu veiðst. Í fyrra höfðu á sama degi farið 148 laxar um teljar- ann, en 82 laxar höfðu veiðst. Og Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Anna og Guðmundur sem mundar ljáinn í slægjunni við Kaffi-Krús. geta fengið hey fyrir hesta sína á meðan þeir á. við kaffihúsið. Að sögn Önnu Árnadóttur og Guðmundar Sigurðssonar í Kaffi- Krús er þetta framtak haft í frammi til þess að halda á lofti þjóðmenningunni og efla ítök hennar með fólki. „Túnskikinn er ósleginn og því upplagt að nota tækifærið til að'hafa dálitla dag- skrá í kringum sláttinn og hirðing- una á blettinum,“ sagði Anna. 1992 hafði 161 lax farið fram hjá teljaranum og 84 veiðst. Gott vatn hefur verið lengst af þessum mánuði þótt það hafi minnkað nokkuð. Aðrar smáár Úlfarsá hafði gefið 17 laxa á flmmtudagsmorgun, en þar hófst veiði 20. júní. Fyrsta daginn veidd- ust sjö laxar og annan daginn fjórir. Síðan hefur verið kropp. Áin er að verða æði vatnslítil. Leirvogsá var opnuð 25. júní og veiddust sex laxar sem þykir góð opnun á þeim bæ. Skúli Skarphéðins- son veiðivörður sem er öllum hnútum kunnugur veiddi fjóra físka. Á þriðju- dag veiddist einn og þrír á miðviku- dag. Enn er gott vatn í Leirvogsá og reytingur af flski í ánni. Laxarnir hafa veiðst víða um ána, allt fram að Iíetilhyl, og allir á maðk. Hér og þar Ytri-Rangá er yfirleitt sein til, en hefur nú gefið hátt í 30 laxa, suma rígvæna, allt að 14 punda. Þröstur Elliðason leigutaki segist hæst- ánægður með þessa byijun og hún lofí góðu um framhaldið, enda hafi hann sleppt feiknalegu magni göngu- seiða í ána síðasta ár. Veiði hefur verið mjög góð á Núpa- svæðinu í ofanverðri Laxá í Aðaldal. Þar höfðu í vikulokin veiðst um 30 laxar sem er afar góð júníveiði þar efra. Laxinn hefur verið vænn, allt að 21 punds. Gljúfurá í Borgarfirði gaf níu laxa fyrsta daginn, 21. júní og síðan hef- ur verið reytingsveiði. Þetta er góð byijun, því oft veiðist lítið eða ekk- ert fyrr en komið er fram í júlí. Landbúnað- arnefnd í Dölunum Búðardal - Nýverið var land- búnaðarnefd Alþingis á ferð í Döl- um og átti m.a. fund í Búðardal með sveitarstjórn Dalabyggðar, ásamt fulltrúum úr sveitastjórn Saurbæjarhrepps. Fundurinn var liður í dagskrá 3 daga skipulagðrar ferðar nefndarinnar um Strandir, Reykhólahrepp, Dalasýslu og Húnavatnssýslu. I upphafi fundar kom m.a. fram í máli formanns landbúnaðarnefnd- ar, að tekjumissir bænda undanfar- in ár vegna samdráttar í landbún- aði næmi um 3 milljörðum kr. Ljóst væri að þetta bitnaði hart á svæð- um eins og Dalasýslu. Til fundarins væri boðið til að kynnast sjónarmið- um sveitarstjórnarmanna. Helsta einkenni Dalasýslu og algjör sérstaða er hlutfall ársverka í landbúnaði eða 46% sem væri það hæsta á landinu. Við iðnað starfa 16% vinnuafls. Þar af 14% við matvælaiðnað en Afurðastöðin í Búðardal og Mjólkurasamlagið eru stærstu atvinnufyrirtækin í sýsl- unni. Iðnaður í Dölum hefði frá upphafi byggst á hráefni frá land- búnaði. Heimamenn sögðu að samdrátt- ur í sauðfjárrækt undanfarin ár hefði kippt svo stoðum undan sauð- fjárbúskap i Dölum að lengra yrði ekki gengið ef veijast ætti falli greinarinnar, en skerðing á fulll- virðisrétti í Dölum sl. 3 ár væri um 30%. -----» ♦ -4--- Snæfellsnes Grassprettu miðar liægt Borg í Eyja- og Miklaholtshreppi - Sláttur er hafinn á Snæfellsnesi. Grassprettu hefur miðað hægt og dró Jónsmessuhretið úr sprettu. Þó eru til tún sem eru að verða tilbúin til sláttar einkanlega þau sem ekki hefur verið beitt á í vor. Hjarðarfellsbændur munu vera fyrstir til að bera ljá í gras hér sunnan fjalls, þeir slógu nokkuð á þriðjudag en urðu að setja það í vothey því nú er súld en 10-12 stiga hiti og gott grasveður. Alltaf nóg af ref Nú er sá tími sem grenjavinnsla stendur yfír og þó drepið hafi verið mikið af ref undanfarin ár virðist alltaf vera nóg til. Fengsælar grenjaskyttur í Eyja- og Miklaholts- hreppi, Erling á Eiðhúsum, Sveinn á Stekkjai-völlum og Svanur í Dals- mynni, hafa nú á stuttum tíma unnið fjögur gren og drepið um 30 dýr. í Kolbeinsstaðahreppi liafa unnist þijú gren og nokkur hlaupa- dýr, og er búið að drepa 30 dýr alls.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.