Morgunblaðið - 02.07.1994, Side 16
MORGUNBLAÐIÐ
16 LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1994
Yerður
sæstá
Lubbers?
RUUD Lubbers, forsætisráð-
herra Hollands, keppir enn að
því að verða eftirmaður Jacques
Delors sem forseti fram-
kvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins og talið er hugsan-
legt, að hann geti orðið sú
málamiðlun, sem allir geti sæst
á. Raunar hefur Lubbers ekki
verið í neinu afhaldi hjá Helmut
Kohl, kanslara Þýskalands,
vegna augljósra efasemda hans
um sameiningu Þýskalands á
sínum tíma en það myndi bæta
vinskap Hollendinga og Þjóð-
verja ef Lubbers yrði valinn.
Jean-Luc Dehaene, forsætis-
ráðherra Belgíu, viðurkenndi í
gær að hann ætti litla mögu-
leika á því verða næsti forseti
framkvæmdastjórnar Evrópu-
sambandins en dró sig ekki í
hlé.
Fokker ferst í
Máretaníu
FLUGFÉLAG Máretaníu til-
kynnti í gær um að Fokker-28
vél félagsins hefði farist, með
80 farþega og áhafnarmeðlimi
innanborðs. Óttast er að enginn
hinna 80 hafi lifað af.
Skjalasafn til
Þjóðverja
BANDARÍSK yfirvöld afhentu
Þjóðveijum í gær yfirráð yfir
merkasta safni heimilda um
nasismann, sem til er í heimin-
um. Berlínarskjalasafnið hefur
að geyma um 75 milljónir
skjala, sem hafa gegnt mikil-
vægu hlutverki í réttarhöldum
gegn stríðsglæpamönnum nas-
ista. Hafa gyðingasamtök mót-
mælt afhendingunni harðlega.
Komið í veg
fyrir verkfall
NORSKA ríkisstjórnin vísaði
máli starfsmanna olíufélag-
anna til gerðardóms til að koma
í veg fyrir verkfall, sem kynni
að koma í veg fyrir olíu- og
gasvinnslu. Tvö stærstu verka-
lýðsfélög starfsmanna á olíu-
borpöllum höfðu boðað til verk-
falls, og hafði það þegar haft
áhrif á olíuborpalli British Pet-
roleum.
Fjöldi nýliða á
Evrópuþing
ÞINGFORSETA Evrópuþings-
ins, sem kjörinn verður 19. júlí,
bíður erfítt verkefni, því nærri
tveir þriðju hlutar þingmanna
hafa ekki setið á Evrópuþinginu
áður. Af 567 fulltrúum eru 330
nýliðar og eru hlutfallslega
flestir frá Lúxemborg, 84% og
Ítalíu, 81%.
Kveikt í búðum
Berlusconis
TALIÐ er fullvíst að brennu-
vargar hafi verið að verki er
eldar kviknuðu í fímm stór-
verslunum í eigu forsætisráð-
herrans, Silvio Berlusconis.
Brunanna varð vart um svipað
ieyti i öllum verslununum, kl.
2 að nóttu. Enginn slasaðist en
nokkrar skemmdir urðu vegna
vatns og reyks.
ERLEIMT
_-------------------------------------- f
Murayama, forsætisráðherra Japans, á fréttamannafundi !
Styrk ríkisstjórn og
engin vinstristefna 1
Tokýo. Reuter.
TOMIICHI Murayama, nýr forsætisráðherra Japans úr flokki sósíal-
ista, sagði í gær, að stjórn sín væri komin til með að vera og myndi
hvorki beijast fyrir sérstökum baráttumálum vinstrimanna né ijúfa
heit sín og samninga við önnur ríki. Kvaðst hann gera sér grein fyrir
þeim áhyggjum, sem menn hefðu af stjórninni utan sem innan Japans.
Atvinnurekendur, embættis-
menn og fjölmiðlar í Japan hafa
litla trú á nýju stjórninni og spá
því, að hún verði ekki langlíf, en
Murayama sagði, að hann hefði
tekist á hendur að tryggja trausta
stjórn og ástæðulaust væri að ótt-
ast, að ekki yrði haldið áfram
umbótum í stjóm- og efnahags-
málum.
Murayama gramdist þegar
fréttamaður spurði hvort flokkur
hans væri enn hrifinn af sovésku
stjórnarfari og sovéskri efnahags-
stjórn. „Ég furða mig á spurning-
unni. Orðið „sósíalismi“ kemur
hvergi fyrir í stefnuskrá stjórnar-
innar,“ svaraði hann.
Heitir því að lækka skatta til
að auka eftirspurn
Murayama hét að fylgja eftir
stefnu fyrri stjórnar og lækka
skatta til að auka eftirspurn
innanlands og jafna
þannig að einhveiju
leyti gífurlega hag-
stæðan viðskiptajöfn-
uð Japans við önnur
ríki, einkum Banda-
ríkin. Vandinn er aft-
ur á móti hvernig rík-
issjóður bæti sér upp
tekjutapið en fyrri
stjórn hugðist hækka
virðisaukaskattinn
um næstu áramót.
Sósíalistar snerust
hins vegar öndverðir
gegn því en í gær
sagði Murayama, að
nauðsynlegt yrði að
Tomiichi
Murayama
skera niður opinber
útgjöld.
Sátt um
öryggissamning
Sósíalistar hafa i
ávallt verið mjög (
andsnúnir öryggis-
samningi Japans og
Bandaríkjanna og jap-
anska hernum en
Murayama sagði í
gær, að enginn
ágreiningur væri leng-
ur um þessi mál milli
sósíalista og Fijáls- }
lynda lýðræðisflokks- }
ins. .
Airbus A330 þota ferst í tilraunaflugi við Toulouse
Náði valdi á þotunni
en skorti flughæð
Toulouse. Reuter.
AIRBUS A330-þota, sömu gerðar og sú sem fórst.
FLUGMENN Airbus A330 breiðþot-
unnar sem fórst á æfingaflugvelli
Airbus-verksmiðjanna í Toulouse í
Suður-Frakklandi í fyrradag, voru
að framkvæma erfiðar neyðaræfing-
ar er þotan fórst. Sjö menn fórust
með þotunni, þar af fjórir flugmenn.
Þar á meðal var yfírtilraunaflugmað-
ur Airbus, Bretinn Nick Warner.
Verið var að gera tilraunir með
nýja sjálfstýringu og ljúka venjuleg-
um prófunum með nýja hreyfla af
tegundinni Pratt & Whitney en til
þessa hefur A330-þotan einungis
verið búin General Electrie-hreyfl-
um. Prófið fólst meðal annars í því
að bregðast við aflmissi í öðrum
hreyflinum og bilun i glussakerfi
mótors í flugtaki við hámarksklifur-
horn á lágmarks brottflugshraða.
Hafði þotan farið í gegnum nokkrar
slíkar æfingar er slysið átti sér stað.
„Þegar hámarks klifurhorni var
náð átti að setja sjálfstýringuna á
og annar mótorinn átti að bila nær
samstundis svo og vökvakerfi hans.
Af einhveijum ástæðum brást halla-
stýringin er drapst á hreyflinum og
þotan steyptist til jarðar úr lítilli
hæð,“ sagði Jean Pierson, talsmaður
Airbus. Hann sagði ljóst vera að
yfirflugstjórinn hefði tekið fram fyr-
ir hendurnar á sjálfstýringunni er
bilunin varð og náð valdi á þotunni
en vegna ónógrar flughæðar ekki
náð að stöðva hrapið og klifra aftur.
Slysið kemur sér illa fyrir Airbus-
verksmiðjurnar. Airbus A330 er nýj-
asta og stærsta þota sem samnefnd-
ar flugvélaverksmiðjur smíða en hún
er 335 sæta og ætluð til flugs á
lengri flugleiðum. Var hún tekin til
notkunar í farþegaflugi seint á síð-
asta ári og hafa fjórar verið afhent-
ar franska flugfélaginu Air Inter og
tvær írska flugfélaginu Aer Lingus.
Eru þær allar knúnar General
Electric-hreyflum. Höfðu 118 þotur
af þessari tegund verið pantaðar 30.
apríl sl.
Þotan sem fórst flaug fyrsta sinni
í október 1993 og hafði verið flogið
samtals 362 stundir. Skipuð hefur
verið sveit 40 sérfræðinga til að
rannsaka orsakir flugslyssins.
Þotan er tíunda Airbus-þotan sem
ferst á sex árum. Airbus-þotunum
hefur verið fundið það til foráttu á
undanförnum árum að þær væru of
tæknilega fullkomnar.
Zhírínovskíj
_
Arekstur
sagður
hryðjuverk
Moskvu. Reuter.
RÚSSNESKI þjóðernissinninn
Vladimír Zhírínovskíj slapp
ómeiddur úr bílslysi, sem lög-
reglan sagði í engu frábrugðið
öðrum slysum, en flokksmenn
hans fullyrtu að væri í raun
árás hryðjuverkamanna.
Slysið varð aðfararnótt
föstudags og að sögn lögreglu
voru tildrögin þau að fólksbíll
ók af hliðarvegi inn á hrað-
braut, beint á bílalest Zhír-
ínovskíj sem var ekið á um 100
km hraða á klst. Lögreglubíll
og Volga, bíll lífvarða Zhír-
ínovskíjs, rákust á bílinn, sem
var af Moskvich-gerð. Honum
ók ellilífeyrisþegi, sem flytja
varð á sjúkrahús með heila-
hristing og minniháttar meiðsl.
Fijálslyndi lýðræðisflokkur-
inn, flokkur Zhírínovskíjs, lýsti
því yfir í gær að leiðtoginn
hefði orðið fyrir alvarleglegri
árás hryðjuverkamanna. Einn
hryðjuverkamaður hefði látist
í árásinni og annar hefði verið
handtekinn. Sögðu talsmenn
flokksins að veita ætti lögreglu-
mönnunum, sem gætt hefðu
Zhírínovskíj, stöðuhækkun.
I
I
i
l
i
}
i
1
I
t
I
:
i
i
i
i
i
SLÖKKVILIÐSMENN að störfum við brak Airbus A330-þotunnar sem fórst í flugtaki í Toulouse í Frakklandi í fyrradag.