Morgunblaðið - 02.07.1994, Page 20

Morgunblaðið - 02.07.1994, Page 20
20 LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR AÐSENDAR GREINAR Islenskir listamenn í London LISTAKONURNAR Hafdís Bennett og Helga Lára Haralds- dóttir hafa að undanfömu sýnt pastelmyndir og skúlptúra í St. Martin’s Crypt Gallery i Lond- on. Sýningin er hluti af hátíðar- dagskrá sem haldin er í London í tilefni af lýðveldisafmælinu. Báðar listakonuraar komu til London sem námsmenn en hafa nú sest að í Bretlandi. Á mynd- inni til hægri má sjá eitt af verk- um Hafdisar Bennett en á myndinni til vinstri er skúlptúr eftir Helgu Láru. Sýningar á sumri MYNDLIST Þrjár sýningar HJÁ ÞEIM - ÚMBRA - LISTHORN SÆVARS _ Opið á verslunartíma, nema hjá Úmbru, frá kl. 13-18 virka daga og 14-18 um helgar. Aðgangur ókeypis. LISTAHÁTÍÐ er lokið og hásum- arið þegar yfir okkur og hvað er sjálf- sagðara en að listrýnar blaðsins fái sitt sumarleyfi eins og aðrir Iands- menn? Safni eldsneyti til nýrra átaka með haustinu. Hér tala ég einungis fyrir mig, en starfsbróðir minn hefur verið erlendis undanfamar vikur, en er væntanlegur til starfa eftir mán- aðamót og tekur að sjálfsögðu af- stöðu fyrir sig. Það hefur verið venja hjá undirrit- uðum, að snúa sér að öðrum störfum og skrifum sumarmánuðina. Rita einungis um stærstu sýningarvið- burðina fram í byijun september og fyrir því er víðast hvar hefð í Evr- ópu. Hinar minni sýningar mæta þar af leiðandi afgangi á tímabilinu, jafn- framt er þjóðfélagið of lítið fyrir þessa síbylju smásýninga allt árið, auk þess sem eðli sumra er þannig, að rétta formið í umfjöllun um þær telst einungis greinargóð frétt. Eftir dijúga töm á Listahátíð, leit listrýnirinn inn í þijú listhús í mið- bænum og þykir rétt að geta at- hafnasami þeirra allra að nokkru. í Leirlistarhúsinu á Skólavörðustíg 6b, sýnir fram til 2 júlí Jóhanna Sveins- dóttir 27 myndverk, þar af mörg mjög smá. Hún nam á listasviði Fjöl- brautaskólans í Breiðholti, grafík- deild MHÍ og loks um tíma við Art students League í New York. Naumast verður þó ráðið af mynd- um hennar, að hún hafi allt þetta nám að baki, en vinnubrögðin eru á köflum þekkileg, eins og t.d. í verk- unum „Móðir" (4), „Fjúkandi" (5) og Hringrás" (27). Allar koma þær vel til skila stefnumörkum mynd- gerðarinnar, sem eru að minnast við hið Iífræna í móður jörð. Vinnsluferl- ið er mikið til í bland við forgengi- lega hluti lífríkisins og, að viðbættum vatnslit og prentsvertu, og eru þetta einþrykk af ryðguðum jámplötum unnin á frá haustmánuðum 1993 til vors 1994. Má segja að verkin séu óður til fölnandi lífs, biðstöðunnar í náttúrunni, og endurnýjunar að vori. Þeirrar hringrásar og endurhleðslu sem á sér stað áður en öll náttúran tekur við sér á sumri. í Gallerí Úmbm sýnir Þorsteinn Úlfar Bjömsson 22 myndverk, sem skiptast í vatnslit, pastel og þurrkrít á „venjulegan" og velúrpappír. Þetta mun vera fyrsta einkasýning Þor- steins, sem stundaði nám við MHÍ á ámnum 1969-73. Hann hafði þó er frá leið öðm fremur áhuga á kvik- myndalist, enda nam hann um skeið kvikmyndagerð í London. Þá hefur hann einnig fengist við að gera högg- myndir úr steini og sýnt þær á sam- sýningum. Myndimar á sýningunni hefur Þorsteinn gert á sl. fjómm ámm og þær bera það með sér, að það er langt um liðið frá því að hann mundaði pensla í MHÍ forðum daga. Öll markverð myndlisL byggist á stöðugri þjálfun og einkum sú teg- und, sem Þorsteinn leggur nú út af. Þannig er eðlilegur viðvaningsbragur yfir mörgum myndanna, en nokkrar stinga þó í stúf fyrir formrænan hreinleika eins og t.d. „Uppstytta við Lómagnúp" (16) og litrænan fersk- leika eins og t.d. „Urkoma í grennd (4) og „Sólsetursstemmning á Auðk- úluheiði" (21). Sýningin stendur til 12 apríl. í listhomi Sævars Karls er um þessar mundir eins konar innsetning, eða blanda innsetningar og leirlistar eftir Guðnýu Magnúsdóttur og er þetta níunda einkasýning hennar. Guðný er mjög vel menntuð af hinum eldri skóla, eins og greinilega kemur fram í verkum hennar. Hún var á tímabili búsett í Helsingfors, þar sem hún vann bæði sjálfstætt og undir handleiðslu eins nafnkunn- asta leirlistamann Finnlands í listiðn- aðarskólanum. Sýninguna nefnir Guðný „Lesið I leir“ sem er réttnefni, en annars verð- ur sýningargesturinn að treysta á get- speki sína um hugmyndina að baki, þó engum blandist hugur að rúnir og forgengileikinn eigi þar dijúgan skammt. En það sem helst einkennir framkvæmdina er öllu öðru fremur hið agaða handverk og hin hnitmiðaða heildarsýn yfir rýmið við uppsetningu verksins. Hér er allt hreint og klárt nema umbúðimar, því að slíkt framtak kallar á skilvirkari vinnubrögð á því sviði, svo að sýningargesturinn sé be1> ur með á nótunum. Sýningin stendur til 14 júlf. Bragi Ásgeirsson Namos Sangfor- ening í Lang- holtskirkju NORSKI karlakórinn Namos Sangforening heldur tónleika í Langholtskirkju í dag klukkan 17.00. Á efnisskrá verða m.a. norsk verk og negrasálmar. Stjórnandi kórsins er Knud Misvær og einsöngvari Sissel Eid. Myndin af kórnum var tek- inn þegar hann söng á íslands- kvöldi í Norræna húsinu sl. fimmtudag. Kórinn var stofnað- ur árið 1869 og fagnar því 125 ára afmæli á þessu ári. Morgunblaðið/Halldór Urelt kosninga- fyrirkomulag Breytinga er þörf ÞAÐ ER í raun og veru undarlegt að fólk skuli greina á varð- andi jafnan atkvæðis- rétt þegar allir virðast sammála um að hver og einn, sem hefur kosningarétt, skuli hafa eitt atkvæði, ekki að sumir skuli hafa tvö eða fleiri atkvæði. Þannig er þó málum háttað sem stendur. Úrbætur hafa verið reyndar með flóknum reiknikúnstum, en vegna andstöðu íhaldssamra þing- manna hefur ekkert raunhæft ver- ið gert til jöfnunar, enda málið ekki auðvelt þótt allir væru af vilja gerðir. Flokkavaldið er engu minni vágestur en gildi atkvæða og í þeirra þágu eru gildandi rígbundn- ar reglur um listakosningar, sem öllum öðrum kæmi betur að yrði breytt svo fljótt sem verða má. Það getur ekki verið gæfulegt kosningafyrirkomulag sem fæstir kjósendur skilja og tilviljun ræður hveijir ná kosningu. Fijálsari kosning Hver segir að það eigi að vera sáluhjálparatriði að „háttvirtir" kjósendur fái aðeins að kjósa menn af einum lista, ekki síst eftir að flestir ismar, ásamt hægri og vinstri skipta ekki lengur máli? Allir segjast vilja gera öllum til hæfis, engin sýnileg stefna. Væri nokkuð eðlilegra en að hver og einn gæti kosið þann fjölda sem kjósa á, af eins mörgum listum og honum sýndist, eða láta það vera og kjósa lista í heilu lagi, líki honum það betur? Þannig gæti atkvæðafjöldinn bak við hvem frambjóðanda orðið misjafn á sama lista, alls ekki endilega í samræmi við röðun og auðvitað Fjöldi breyttra og auðra atkvæða í síðustu borg- arstjómarkosningum, segir Árni Brynjólfs- son, gefurtil kynna að breyting sé tímabær. ættu líkur hans á kjöri að miðast við það, jafnvel þótt þeir sem ofar væm á lista næðu ekki kosningu. Með þessu næðist persónulegri kosning og hægt væri að styðja góða menn og konur hvar í flokki sem þau væm. Þjónkunin við flokkana gæti orðið minni með þessu móti. Breytingar á listum nú em neikvæðar, flóknar og gagnslitlar. Burt með talnaleiki og blekkingar Með því sem hér er lagt til félli niður leikur með uppbótarþing- menn og „flakkara", atkvæðafjöldi hvers og eins frambjóðanda myndi gilda. Útstrikanir og breyting númera, eins og nú er gert ráð fyrir í kosningalögum er aðeins blekking, sem nánast hefur engin áhrif og hreyfir ekki við flokksvél- unum. Kosningu myndu þeir hljóta sem flest atkvæði hefðu að baki, alveg án tillits til hvaða lista þeir skipuðu eða hvar þeir byggju á landinu. Einhveijir myndu halda því fram að þetta væri of flókið, en fullyrða má að þetta yrði ein- faldara en núverandi skipan mála, en e.t.v. ekki eins aðlaðandi fyrir flokkseigend- urna. Að hluta til má segja að núverandi fyrirkomulag feli í sér svipaða tilraun til jöfnunar. Breytingin myndi leiða af sér að menn væru fúsari til þess að slá saman fá- mennum kjördæmum og flokkum til að auka líkumar á fleiri at- kvæðum að baki sinna manna og fá þannig fleiri fulltrúa kjöma. Skömmtun þingsæta í kjördæmi væri lokið, hvert kjördæmi kysi fulltrúa í samræmi við kjósenda- hlutfall miðað við heild, en at- kvæðin að baki hvers einstaklings réðu hvort þingsæti stæði til boða. Fleiri valkosti fyrir kjósendur Þegar óbreyttur listi væri kos- inn myndi hver einstaklingur á honum fá eitt atkvæði, en þegar einn eða fleiri (ekki allir) fengju atkvæði myndu aðeins þeir sem merkt væri við fá atkvæði, listarn- ir skiptu því ekki máli sem slíkir, heldur það fólk sem á þeim væri. Aðvitað má gera ráð fyrir því að aðeins þeir áhugasömustu og minnst flokksbundnu myndu not- færa sér þessa aðferð í byijun, hinir myndu kjósa lista. Með þessu myndi tvennt vinnast, jöfnun at- kvæða næðist og menn fengju að halda sínu gamla kjördæmafyrir- komulagi, flokkum og listum, sem virðist vera stórt mál fyrir suma. í bæjar- og sveitarstjórnarkosn- ingum er þetta einfalt í notkun, en þar myndi fyrst og fremst nýt- ast sú breyting að geta kosið menn af þeim listum er kjósendum líkaði best við og treysti til starfa. Fjöldi breyttra og auðra atkvæða í síðustu borgarstjórnarkosningum gefur til kynna að breyting sé tímabær. Manneskjuvænar kosningar Hugsanlegur væri sá möguleiki að óháðir gætu boðið sig fram án þess að vera að burðast með lista, aðeins áskilinn fjölda meðmæ- lenda. Þessi tilhögun er möguleg þegar kosningarnar hætta að snú- ast eingöngu um flokka og lista, en hafa í staðinn frambjóðendur og kjósendur í fyrirrúmi. — Þessi tilhögun er manneskjuvæn! — All- ar breytingar mæta andstöðu vegna innbyggðrar íhaldssemi í okkur flestum og skiljanleg er andstaða þeirra sem hafa náð árangri með gildandi skipulagi, en vita ekki til hvers hið nýja leiðir. Fyrirsjáanlegt er að draga mun úr flokksvaldinu og flokksoddar ættu erfiðara með að raða utan um sig liðleskjum, sem fljóta inn vegna úrelts kosningafyrirkomu- lags. Röðun á lista skipti minna máli en áður. Góð byrjun Þótt ekki yrði stigið það skref til fulls, sem hér er orðað, væri verulegur ávinningur fólginn í þeirri breytingu einni að heimilt væri að kjósa frambjóðendur af fleiri en einum lista og gera kosn- inguna þannig persónubundnari. Mætti þetta gilda fyrir allt landið yrði ávinningurinn enn meiri og e.t.v. viðunandi í bili. — Enda er það í raun aðalinnihald þess sem hér að framan er sagt, — með fleiri orðum. Höfundur er framkvæmdastjóri Verktakavals. Árni Brynjólfsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.